Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNAIÞROTTABLAÐI 256. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rúmenar finna olíu í Svartahafi Búkarest. 19. nóv. AP. NICOLAE Ceausescu forseti Rúmeníu skýrði írá því við opn- un flokksþings kommúnista- flokksins í dag, að fundizt hefðu olíulindir í Svartahafinu og stæðu vonir til þess að þær væru svo gjöfular að Rúmenar gætu orðið sjálfum sér nógir um orku Einn ræningja Schleyers handtekinn ZUrich, 19. nóvember. AP. EINN alræmdasti hryðju- verkamaður í V-Þýzkalandi. Rolf Clemens Wagner, var handtekinn þar sem hann var þátttakandi í bankaráni i Ziirich í morgun. Banka- ræningjarnir voru fjórir. Þrír þeirra sluppu og skutu til bana konu á flóttanum og særðu aðra, auk tveggja lögreglumanna. Félagar Wagners komust undan í bifreið, en óeinkennis- klæddir lögreglumenn komu að honum sitjandi i makind- um á bekk skammt frá bankanum. Wagner hefur ekki fengizt til að svara spurningum lög- reglunnar enn sem komið er, en fingraför gáfu til kynna að hann er einn úr hópi þeirra glæpamanna, sem vestur- þýzka lögreglan hefur leitað hvað ósleitilegast að undan- farin ár. Hann er einn fjög- urra, sem júgóslavnesk yfir- völd neituðu að framselja til Vestur-Þýzkalands í fyrra eftir að Bonn-stjórnin neitaði að láta í staðinn hóp króatískra öfgasinna, sem handteknir höfðu verið í Vestur-Þýzkalandi. Júgóslavnesk yfirvöld slepptu hinum vestur-þýzku hryðju- Rolf Clemens Wagner verkamönnum, og var talið að þeir hefðu verið fluttir austur á bóginn. Bankaræningjarnir kom- ust yfir 437 þúsund svissn- eska franka, en meirihluti þýfisins fannst í vösum Wagners. Talið er að hann hafi ekið hvíta Volkswagen- bílnuiji sem ræningjar Hans- Martin Schleyers, fyrrum formanns v-þýzka vinnuveit- endasambandsins, notuðu við mannránið, eftir að hafa skotið til bana fjóra lífverði hans á götu í Köln fyrir rúmum tveimur árum. innan tíu ára. Þessar upplýs- ingar koma nokkuð á óvart þar sem ekki er vitað til þess að áður hafi fundizt olia í Svartahafinu. Olíuboranir Rúmena við Svarta- hafsströndina hófust fyrir þrem- ur árum. Ræða Ceausescus vakti mikla hrifningu á flokksþinginu, sem er hið fyrsta í fimm ár. í ræðunni hét forsetinn því að 44 stunda vinnu- viku yrði komið á í landinu fyrir 1985. Þá lagði hann til að haldin yrði afvopnunarráðstefna Evrópu- ríkja, sem fengi það verkefni að skipuleggja 10% samdrátt í vopnaframleiðslu alls heimsins fyrir 1985. Vildi Ceausescu að helmingi þess fjár, sem þannig sparaðist, yrði varið til að bæta lífskjör í þróunarríkjum. ■ ■|| " - ;, Kathy Gross, William E. Quarles og Ladell Maples við komuna til Kaupmannahafnar í gær. Swissair-þota bíður nú tiu gísla á flugvellinum í Teheran, en ætlunin er að fljúga með þá til Frankfurt. (AP-simamynd) Tíu gíslar væntanlegir í dag: Carter ítrekar kröfu um skilyrðislaust framsal Teheran, Washlngton, 19. nóvember. AP. SEINT í kvöld var enn ekki búið að sleppa tíu bandarískum gíslum, sem trúlegt er að komi til Evrópu á morgun, en á fundi með fréttamönnum í bandaríska sendiráðinu í Teheran sögðust gíslarnir, fjórar konur og sex blökkumenn, næsta vongóðir um að þeim yrði sleppt í fyrramálið. Fyrstu gíslarnir, kona og tveir blökkumenn, komu til Kaupmannahafnar með SAS-þotu í dag, en þaðan voru þeir fluttir til Frankfurt, þar sem þeir verða um kyrrt næstu daga. Fólkið var vel á sig komið, en fréttamenn hafa ekki fengið að hitta það að máli. Konan, Kathy Gross að nafni, lýsti því yfir við fréttamenn í bandaríska sendiráðinu í Teheran í gærkvöldi, að hún væri sammála byltingarmönnunum um að íranskeisara ætti að skila tafarlaust, svo að hægt væri að sækja hann til saka í íran. Á fréttamannafundinum í sendiráðinu í kvöld kom fram, að gíslarnir hafa lengst af verið í böndum, en ekki láta þeir sem verst af prísundinni að öðru leyti. Reiði almennings í Banda- ríkjunum í garð byltingar- stjórnarinnar í íran fer stöð- ugt vaxandi og í dag kom til mikilla mótmælaaðgerða víðs vegar í landinu. í kvöld úr- skurðaði áfrýjunardómstóll, að mótmælaaðgerðir vegna írans-málsins í námunda við Hvíta húsið væru bannaðar þar til öryggi allra gíslanna hefði verið tryggt. Carter Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í kvöld að ekki kæmi til greina að ganga að skilyrðum Khomeinis trúar- leiðtoga um að keisarinn yrði framseldur gegn því að þeim gíslum, sem eftir verða í sendiráðinu, yrði sleppt. I yfirlýsingu forsetans var ítrekað að það væri brot á alþjóðalögum að halda sendi- ráðsmönnum föngnum, hvað þá að draga þá fyrir rétt. Ljóst er, að þrátt fyrir þau fyrirmæli Khomeinis, að öll- um konum og blökkumönnum úr hópi gísla skyldi sleppt, ætla byltingarmenn ekki að láta lausar tvær konur og einn blökkumann. Blóðkossinn Köln, 19. núvcmber. Rcutcr. AÐVARANIR á öldum Ijósvakans munu hafa orðið til þess að tungulaus maður leitaði ásjár í sjúkrahúsi í Köln í dag. Tunguna missti hann með þeim hætti að hann rauk á konu á förnum vegi. kyssti hana, hrifsaði af henni handtöskuna og hljóp sína leið. en þá hafði konan bitið af tungunni. Lögreglan rakti blóðugan feril töskuþjófsins hálfan kílómetra frá ránsstaðnum. Tilhlýðilegt þótti að reyna að koma boðum um það til mannsins að honum kynni að blæða út ef hann leitaði ekki læknis hið snarasta. Þegar hann kom í sjúkrahúsið var reynt að sauma hluta tung- unnar á aftur, en það var um seinan. Þegar gert hafði ver- ið að sárum hans var hopum skilað í hendur lögreglunnar. Blunt fram í dagsljósið Lundúnum. 19. nóvember. AP. BREZKA stjórnin hefur fallizt á að efna til umræðu um Blunt- hneykslið í Neðri málstofunni á miðvikudag, en við það tækifæri er búizt við því að Margaret Thatcher forsætisráðherra geri grein fyrir því hvernig háttað er tengslum yfirmanna brezku leyniþjónustunnar og ráðherra brezku stjórnarinnar, sem bera pólitiska ábyrgð á gerðum leyniþjónustunnar. Brezka stjórnin þrjózkast við að verða við kröfum um að láta fara fram gagngera rannsókn á málinu, en búizt er við því að við slika rannsókn kæmi margt fram í dagsljósið, sem hingað til hefur verið talið henta að láta kyrrt liggja. Anthony Blunt, sem enn er í felum, hefur gefið til kynna að hann muni koma fram á morgun og svara þá spurningum fárra fréttamanna, tveggja frá The Times og tveggja frá BBC. Um fátt er meira rætt í Bret- landi en njósnahneykslið, en fyrr- um yfirmaður leyniþjónustunnar, George Young, sagði í viðtali við BBC, að meðal háttsettra embætt- ismanna væri ekki til siðs að gera usla í býflugnabúum, sízt ef „sum- ir af beztu vinum manns eru býflugur". Mikil rimma stendur um málið í brezka þinginu, ekki sízt eftir að Sir Alec Douglas Home, sem var forsætisráðherra 1964, upplýsti að hvorki hann né aðrir ráðherrar í Anthony Blunt stjórninni hefðu fengið að vita, að Blunt hefði viðurkennt aðild að njósnahring Philbys, Burgess og McLeans. Philby strauk úr landi 1963, en hann hafði hjálpað Bur- gess og McLean að komast undan til Sovétríkjanna 12 árum áður. Thatcher skýrði frá því í síðustu viku að Blunt hefði verið í vitorði með njósnurunum og hefði það ekki sízt verið honum að kenna að þeir sluppu úr landi þegar böndin tóku að berast að þeim. Blunt var áratugum saman handgenginn Elísabetu drottn- ingu, og var lengi sérlegur ráð- gjafi hennar varðandi listir og menningarmál. Sjá grein á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.