Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 SJOBERGS hefilbekkir Þrjár stæröir af hefil- bekkjum fyrir verkstæöi, skóla og tómstunda- vinnu. Verzlunin ryitja Laugavegi 29, 24320, 24321 simi ómar Ragnarsson fréttamaður Sjónvarpsins er fundarstjóri i kvöld, er fulltrúar Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks sitja fyrir svörum fuiltrúa andstöðuflokka þeirra. Á morgun verða síðan spurðir út úr fulltrúar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. tJtvarp í fyrramálið: Elsta starf andi Vesturlanda Á morgun, miðvikudaginn 21. nóvember, les Gunnar Björnsson prestur í Bolungarvík fyrri hluta kafla úr bókinni Höfundur kristindómsins, eftir Charles Harold Dodd. Kaflann nefnir séra Gunnar Kirkja, elsta starfandi stofnun Vesturlanda. Lesturinn hefst klukkan 11 árdegis. í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins sagði séra Gunnar, að höfundur væri einn fremsti Nýja-Testamentisfræðingur vorra daga, en hann lést fyrir nokkrum árum. I kaflanum, sem lesinn verður, er fjallað um tilurð kirkjunnar, en þeir atburðir, sem urðu tildrög að stofnun hennar, eru minning sem aldrei gleymist, sagði Gunnar. Árið 112 eftir Krist skrifar landsstjórinn í Litlu-Asíu, Plíníus yngri, Trajanusi keisara og kvartar yfir „svæsinni hjátrú" meðal fólksins, og stuttu fyrir 200 eftir Krist vitnar gamall biskup í Lyon í Frakklandi í mann, sem var kunnugur Kristi persónulega. „Þessir atburðir hafa því aldrei liðið úr minni elstu starfandi stofnunar Vesturlanda," sagði séra Gunnar að lokum. stofnun Gunnar Björnsson í kvöld er á dagskrá sjón- varpsins annar þátturinn um sögu flugsins, og þar verður meðal annars sagt frá sögu þessarar Fokker- þriþekju frá því árið 1917. Fræðslumynda- flokkur þessi er franskur, en þýðandi og þul- ur er Þórður örn Sigurðs- son. Utvarp ReykjavfK ÞRIÐJUDKGUR 20. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Hallveig Thorlacius les „Sög- una af Hanzka, Hálfskó og Mosaskegg" eftir Eno Raud (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Á bókamarkaðinum. Les- ið úr nýjum bókum. Margrét Lúðvíksdóttir kynnir. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar Umsjónarmennirnir, Ingólf- ur Arnarsson og Jónas Har- aldsson, tala við fulltrúa á fiskiþingi. 11.15 Morguntónleikar Boston Pops-hljómsveitin leikur „Fransmann í New York“, svítu eftir Darius Milhaud og „Ameríkumann í París“ efgir George Gersh- win; Arthur Fiedler stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.40 Islenzkt mál Endurtekinn þáttur Guðrún- ar Kvaran. 15.00 Tónleikasyrpa Léttklassísk tónlist, lög leik- in á ýmis hljóðfæri. 15.50 Tiikynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ungir pennar Harpa Jósefsdóttir Amin sér um þáttinn. 16.35 Tónhornið Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar. 17.00 Síðdegistónleikar Trieste-tríóið leikur Tríó nr. 2 í B-dúr (K502) eftir Mozart / Michael Ponti og Sinfóníu- hljómsveit útvarpsins í Lúx- emborg leika Píanókonsert í fís-moll op. 69 eftir Ferdin- and Hiller; Louis de Froment stj. / Jón II. Sigurbjörnsson. Kristján Þ. Stephensen, Gunnar Egilson og Sigurður Markússon leika „15 mini- grams“ fyrir tréblásara- kvartett eftir Magnús Blön- dal Jóhannsson. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðuríregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.50 Til- kynningar. KVÖLDIÐ 20.00 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.30 Á hvítum reitum og svörtum Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Umhverfismál í sveitum Magnús H. ólafsson arkitekt sér um þáttinn. 21.20 Frá tónlistarhátíðinni í Dubrovnik í sumar Miriam Fried frá ísrael og Garrick Ohlsson frá Banda- rikjunum leika Sónötu í a- moll fyrir fiðlu og píanó op. 137 nr. 2 eftir Franz Schu- bert. 21.45 Útvarpssagan: „Mónika“ eftir Jónas Guðlaugsson Þýðandi: Júníus Kristinsson. Guðrún Guðlaugsdóttir les (5). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 2235 Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum Áskell Másson kynnir tónlist frá Víetnam; — fyrri þáttur. 23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Fra Lökke til Lukke“: Norska skáldið Johan Bor- gen (sem lézt í f.m.) les úr æskuminningum sínum. ÞRIÐJUDAGUR 20. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagská 20.35 Setið fyrir svörum í kvöld og annað kvöld verða umræður um alþing- iskosningarnar 2. og 3. desember. Talsmenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram 1 öllum kjör- dæmum landsins, taka þátt í umræðunum. Talsmenn hvers flokks sitja fyrir svörum i 30 minútur, en spyrjendur verða tilnefnd- ir af andstöðuflokkum þeirra. Fyrra kvöldið sitja full- trúar Alþýðubandalagsins og Aiþýðuflokksins fyrir svörum en síðara kvöldið fulltrúar Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Fundarstjóri Ómar Ragn- arsson. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.35 Saga flugsins Franskur fræðslumynda- flokkur. Annar þáttur. 23.30 Harmonikulög Grettir Björnsson leikur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Lýst er einkum notkun flugvéla í heimsstyrjöld- inni fyrri. Þýðandi og þulur Þórður Örn Sigurðsson. 22.35 Hefndin gleymir engum Franskur sakamáiamynd- aflokkur. Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Lucien Trincant hefur slit- ið sambandi við ástmey sína, en hún kemur óboðin til veislu á heimili hans og þvingar hann til að skrifa ávisun. Trincant fcr til hennar síðar um kvöldið en þá hefur hún verið myrt. Hann segir nú konu sinni frá ástarsambandi sínu en hún hefur lengi vitað um það. Frú Trincant býðst til að hjálpa manni sinum út úr ógöngunum en svíkur hann þegar á reynir. Þar með hefur Jean Marin hefnt sin á tveimur farþeg- anna sem voru í flugvélinni forðum. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.