Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Þorsteinn Vilhjálmsson stjórnarformaður Lánasjóðs ísl. námsmanna: Kvikuhlaup og kosninga- skjálfti í námslánamálum Undanfarna daga hafa birst í Morgunblaðinu allmikil og stórorð skrif um samskipti stjórnar Síne og Alþýðubandalagsins. Deila sú sem risin er milli þessara aðila virðist að verulegu leyti eiga rætur að rekja til þess sem gerst hefur (og ekki gerst) í málefnum Lánasjóðs á því rúma ári sem liðið er síðan Ragnar Arnalds, þáver- andi menntamálaráöherra, skip- aði nýja fulltrúa ríkisstjórnar í sjóðstjórn, þar á meðal mig undir- ritaðan. Mér er því málið skylt og hlýt að leggja orð í belg þótt ekki væri' nema til að leiðrétta mis- sagnir, koma á framfæri upplýs- ingum og lýsa viðhorfum frá mínum sjónarhóli. Rétt er þó að geta þess að ég hef ekki séð bréf það frá Alþýðubandalaginu til námsmanna erlendis sem virðist hafa komið skjálftahrinunni af stað. Ég mun því ekki leggja neina megináherslu á þær hliðar mála sem kalla mætti beinlínis „flokks- pólitískar". Löglegar og ólöglegar úthlutunarreglur Þegar nýir fulltrúar ráðherra tóku vð störfum í sjóðstjórn á s.l. hausti, höfðu tiltekin atriði í úthlutunarreglum sjóðsins verið dæmd ólögleg í undirrétti. Báðir aðilar máls, Síne og fjármálaráðu- neytið f.h. ríkissjóðs, höfðu þó áfrýjað þeim dómi til Hæstarétt- ar. Fráfarandi fulltrúar ríkis- valdsins í sjóðstjórn, sem hafa þar meirihluta atkvæða, höfðu marg- sinnis lýst yfir þeirri ætlun sinni að bíða átekta og breyta ekki reglunum fyrr en dómur Hæsta- réttar væri fallinn. Okkur sem við tókum þótti hins vegar engin ástæða til að bíða, og sú afstaða var í fullu samræmi við vilja ráðherra. Nýskipuð stjóðstjórn hófst því þegar í stað handa um róttæka endurskoðun á reglunum, og lauk henni í janúar síðastliðn- um er menntamálaráðherra stað- festi nýjar reglur. Mér vitanlega hefur enginn dregið lögmæti þeirra í efa enda lögðu bæði fulltrúar námsmanna og ríkis- stjórnar mikla vinnu í þessa endurskoðun. Af þessu er ljóst að núverandi stjórn Síne veður í villu og svíma er hún gefur í skyn að ekki hefði verið hægt að úthluta lengur eftir gömlu reglunum. Hitt kemur mér þó ekki síður spánskt fyrir sjónir ef Sínestjórnin vill nú, eftir allt sem á undan er gengið af stórum orðum og harðri baráttu, gera lítið úr sjálfum breytingunum sem þarna urðu. Þannig lætur stjórnin á þrykk út ganga að þær hafi aðeins haft í för með sér „lítils- háttar hækkun" hjá sumum náms- mönnum. Sannleikurinn er hins vegar sá að breytingarnar hafa leitt til þess að námslán hafa hækkað um mörg hundruð þús- unda og jafnvel milljónir hjá þeim sem urðu verst úti skv. gömlu reglunum, þ.e. hjá tekjulágu fjöl- skyldufólki. Er stjórn Síne ekki heldur betur að lýsa vanþekkingu á kjörum umbjóðenda sinna og sambandsleysi við þá ef hún kallar slíkt aöeins „iítilsháttar hækk- un“? Þarf ekki að leiðrétta kompás baráttunnar ef þannig er tekið til orða um það sem á vinnst? Stjórn Síne telur sig þess um- komna að gera „fulltrúum ríkis- valdsins" (mér og öðrum) upp þá „meginhugsun", „að breytingarnar máttu helst ekki kosta neitt". Hið sanna í þessu er hins vegar það að fjárveitingavaldið setti sjóðstjórn og ráðherra þær skorður að ekkert viðbótarfé fékkst itl breytinganna þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Með hliðsjón af því sem á undan var gengið þótti samt rétt að ráðast í breytingarnar í stað þess að sitja uppi með reglur sem meirihluti sjóðstjórnar taldi ólög- legar. Lánshlutfall og framfærslukostnaður Meginreglan við útreikning námslána er sú að þau nema ákveðinni prósentu (nú 85%) af reiknaðri fjárþörf, sem er mis- munur á framfærslukostnaði námsmannafjölskyldunnar og reiknuðum tekjum hennar. Eins og nú standa sakir reiknast tekjur námsmannsins að fullu en tekjur maka eru umreiknaðar verulega til lækkunar áður en þær koma inn í dæmið. Tekjur námsmanna eru oft og tíðum mjög verulegur hluti af árlegum framfærslu- kostnaði. Sú 15% skerðing sem leiðir á því að lánshlutfallið er 85% en ekki 100% kemur því aðeins á hluta framfærslukostn- aðar. Það er því alvarleg missögn hjá stjórn Síne þegar hún ruglar saman 85% brúun á framfærslu- kostnaði og raunveruleikanum sem er 85% brúun á reiknaðri fjárþörf. Ég skýt þessu sérstak- lega að Pétri Reimarssyni, sem hefur m.a. byggt mikið mál og stór orð í leiðara Síneblaðsins á þess- ari einföldu rökvillu. Þessu til viðbótar fjallar stjórn Síne þannig um þessi mál að engu er líkara en hún haldi að lánshlutfallið hafi alltaf verið 85%. Hið sanna er auðvitað að það hefur kostað langa og harða baráttu náms- manna og bandamanna þeirra að ná þessu marki. Til að mynda hækkaði meðalprósentan úr ca. 65% skóla árið 1970—71 í ca. 85% veturinn 1973—4, þótt stjórn Síne hafi samþykkt að láta eins og í engu hafi miðað á þeim árum. Ég er að sjálfsögðu fullkomlega skv. við Þorsteinn Vilhjálmsson sammála því að námsmenn og aðrir láglaunahópar búa við allt of kröpp kjör í íslensku samfélagi, þar sem einkaneysla miðaldra millistéttar virðist nú sitja í fyrirrúmi. — Varðandi Lánasjóð tel ég þó rétt að fram komi að talan 200 þús. á mánuði í fram- færslukostnað á aðeins við um einhleypan námsmann. Hins veg- ar reiknast fjölskyldum mun hærri tala eða frá ca. 300 þús. og upp í t.d. 500 þús. eftir fjölskyldu- stærð og öðrum aðstæðum. Endurskoðun laga og vísitölublekkingin Það er rétt hjá stjórn Síne að fulltrúar námsmanna hafa gert lítils háttar fyrirvara um end- urgreiðslureglur þær sem gert er ráð fyrir í lagafrumvarpi sem sjóðstjórn samdi og menntamála- ráðherra lagði fram í vor. Þó var þessi fyrirvari háður nánari út- reikningum á greiðslubyrði gömlum reglum og nýjum. Ur því að ég er sestur ritvélina til að skrifa um þessi mál fæ ég ekki orða bundist um það sem kalla mætti vísitölublekkingu í stað vísitölutryggingar. Bæði þeir stjórnmálamenn, sem stóðu að lagasetningunni um Lánasjóð 1976 og framkvæmd hennar, og forystumenn námsmannasamtak- anna hafa tekið höndum saman um að hampa því sem mest að námslán séu „að fullu vísitölu- tryggð" (sbr. núna síðast sam- þykkt Síne-stjórnar í Mbl. 16. nóv.) Má guð vita hversu margir námsmenn hafa í grandaleysi lát- ið blekkjast til að sækja ekki um félagslega aðstoð sem þeir hefðu annars átt fullan rétt á. Sannleikurinn er nefnilega sá að reglur um endurgreiðslur námslána eru að ýmsu leyti mjög hagstæðar og því fer fjarri að .„vísitölutryggingin" nái fram að ganga í reynd, heldur má gera ráð fyrir að sjóðurinn fái aðeins 50—60% af raungildi lána til baka aftur, og það á mjög löngum tíma. Málið snýr þannig við einstökum námsmönnum þá að reglurnar tryggja að árleg endurgreisðla verður aldrei mjög há, eða í mesta lagi 100—200 þús. á verðlagi þessa árs (en sú tala hækkar frá ári til árs með verðbólgunni). Það var ætlun sjóðstjórnar og ráðherra að hækka endurgreiðslu- hlutfallið nokkuð með fyrrgreindu lagafrumvarpi. Jafnframt fólst i frumvarpinu veruleg breyting á endurgreiðslunum að öðru leyti, í þá veru að hátekjumenn greiddu meira en ella, en lágtekjumenn jafnvel ekki neitt þau árin sem þeir hefðu lágar tekjur. Þetta síðasta atriði hefur reynst mjög umdeilt meðal stjórnmálamanna en það kemur til móts við stefnu- mótun námsmannahreyfingarinn- ar á undanförnum árum. Til dæmis hefur vígorðið „Engar endurgreiðslur á þurftarlaun" ver- ið borið undir allsherjaratkvæð- agreiðslu í Síne og verið samþykkt með miklum meirihluta. Það skýt- ur því óneitanlega skökku við þegar stjórn Síne sniðgengur þetta atriði með öllu í umfjöllun sinni. Er nema von ég spyrji hvort blessaðir mennirnir hafi gert upp við sig hvað er að vinna og hverju að tapa í þeirri baráttu sem vissulega verður haldið áfram þótt einn kosningaskjálfti gangi yfir þjóðina? Lokaorð Hvort sem það verður reiknað mér til sjálfumgleði eður ei vil ég að lokum láta þess getið að samstarfið í stjórn Lánasjóðs hef- ur verið með ágætum eftir að við kváðum niður þann draug illind- anna sem við tókum í arf frá fyrri sjóðstjórn. Einnig verð ég að segja það sem fyrrverandi fulltrúi námsmannasamtakanna í hags- munabaráttu þeirra að ég er sæmilega ánægður með það sem áunnist hefur á þessu rúma ári, þótt mér hafi auðvitað aldrei dottið í hug að láta þar staðar numið. En kannski kýs stjórn Síne heldur að við taki ný sjóðstjórn sem hirti ekki um slíka sjálfum- gleði? Stjórnarmönnum Síne er vissu- lega vandi á höndum að vera í fylkingarbrjósti í þeirri hags- munabaráttu sem íslenskir námsmenn þurfa að heyja. Slík verkefni reyna á stefnufestu og þrautseigju en jafnframt hljóta menn að kynna sér málin til nokkurrar hlítar, a.m.k. áður en þeir fara að tjá sig opinberlega um þau. Og auðvitað verða menn að hafa dómgreind til þess að gera greinarmun á ávinningi og tapi, bandamanni og andstæðingi. Það er því miður ekki vænlegt til árangurs að láta ávinninginn verða sér að nöldursefni, eða skyldi hinum raunverulega and- stæðingi þá ekki verða auðveldari eftirleikurinn? Væri námsmönnum ekki nær að leita skýrra svara hjá þeim, sem nú brýna sparnaðarkutann, hvort honum verði beitt við námslánin og þá hversu djúpt verði í skorið? Reykjavík, 18. nóvember 1979. Ályktun Verzlunarráðs um fyrirvaralausa takmörkun útlána: Ríkisstjórnin lætur eigin mistök bitna á atvinnulífinu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Verzlun- arráði íslands. I tilefni af fréttatilkynningu Seðlabanka íslands frá 31. október s.l. um verulegan niðurskurð út- lána fyrir árslok vill Verzlunarráð Islands senda frá sér svohljóðandi ályktun. Gáleysi í útlánum fyrstu 9—10 mánpði ársins og harkalegar sam- dráttaraðgerðir á síðustu vikum ársins til að laga stöðu bankakerf- isins um áramót, verður að teljast afar óeðlilegt aðhald í útlánum. Skelfiskveiðarnar Svar vegna ummæla Soffaníasar Cecilssonar Stykkishólmi. M. nóv. 1979. Gullið mitt í skelinni, gáðu að þér núna. „Soffanías“, það er leitt þegar jafn mikill athafnamaður og Soffanías rassskellir sjálfan sig margoft í sama blaðaviðtalinu. Ég tek nú orðrétt upp úr Morgunblað- inu: „Þessi deila hefur staðið í mörg ár, sagði Soffanías, fyrst vegna rækjuveiða sem ég hóf 1967, en þá þróaði ég upp góða stöð, og tókst einum að græða á rækju- vinnslunni. Þá fór ráðuneytið að láta undan öfundar- og öfgaöfl- um.“ Tilvitnun lýkur. Þarna ræðst Soffanías á ráðu- neytið fyrir undanlátssemi við öfundar- og öfgaöfl, sem Soffanías stundar nú af alefni sjálfur. Ef þetta er ekki einfeldni, þá er þetta margfeldni og hrein og klár öfund frá hans hendi. Hann vill koma fram við Hólmara eins og aðrir komu fram við hann. Þetta kallast að bíta í skottið á sjálfum sér. Og aftur skal vitnað í sama viðtal 14. nóv. „Kjartan vill færa þetta allt á silfurfati til kapitalist- ans í Stykkishólmi". Hér afaftur að færa sér einföldunina í nyt. En Soffanías, þeir eru tveir sem vinna gull úr skel, gullið í skelinni sem þú lítur öfundaraugum á öfgafull- an hátt, líkt og aðrir litu rækju þína þegar þér gekk sem best að græða á henni. Þá get ég sagt þér, kæri athafnamaður, og það verður ekki dregið í efa að það ertu, að kapitalistar eru margfalt fleiri í Stykkishólmi. Önnur atriði rang- túlkunar í viðtalinu, svo sem um veiðisvæði o.fl., hirði ég ekki að elta ólar við, enda segir máltæki eitt „Að skel hæfi...“! Þetta skrifar sá er engra hagsmuna hefur átt að gæta í skel, en glottir að græðgi manna. Með fyllstu vinsemd og virð- ingu. Skeljakveðjur, Hólmarinn Jón Kr. Lárusson. Er sýnt, að sá háttur, sem hér er hafður á, kemur mjög niður á atvinnufyrirtækjum, sem þurfa nú að búa við skyndilega niðurskurð lána. Fréttatilkynning Seðlabankans. í fréttatilkynningu Seðlabank- ans er sagt, að bankakerfið beri nú þungar og vaxandi byrðar vegna örðugs rekstrarárferðis ýmissa atvinnuvega og aukinna lána, sem stafa af frestun olíuverðshækk- ana. Báðar þesar ástæður eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Verzl- unarráðið varaði alvarlega við afleiðingum stóraukinna skatta á atvinnureksturinn um s.l. áramót og varaði sömuleiðis við þvi að fela þann vanda með lánum, sem hækkað olíuverð skapaði. Með þessari samþykkt er ríkisstjórnin þvfenn á ný að láta eigin mistök fyrirvaralaust bitna á atvinnulíf- Á síðastliðnu vori samþykkti Alþingi lög um stjórn efnahags- máia. Þar var stefnt að 25% aukningu peningamagns í umferð á árinu 1979. Þeirri stefnu hefur ekki verið fylgt. Hefur aukning peningamagns verið á bilinu 50— 60% við hver mánaðarlok fyrstu 9 mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Nú er hins vegar skyndilega breytt um stefnu og ætlunin, að því er virðist, að laga mistök ársins á nokkrum vikum. Stefna Verzlunarráðs íslands Stefna Verzlunarráðsins er sú, að eðlilegt aðhald í peningamálum eigi að gerast með breytingum á hlutverki og starfsemi Seðlabank- ans. Koma þarf í veg fyrir, að ríkissjóður safni skuldum við Seðlabankann, en bankanum þarf að gera kleift að stýra aukningu peningamagns í umferð og upp- byggingu nauðsynlegs gjaldeyris- forða með raunverulegri bindi- skyldu, verðbréfaviðskipum og vaxtaákvörðunum af eigin lánum. Vextir og verðtrygging í almenn- um lánsviðskiptum á hins vegar að vera frjáls ákvörðun lánveit- anda og lántakanda. Aðhald við slíkar aðstæður ætti að vera jafnt og stöðugt, og gefur ekki tilefni til slíkra skyndiað- gerða, sem Verzlunarráðið hlýtur að mótmæla. Frá áramótum hafa almenn útlán aukizt um tæp 56%. Það gefur því auga leið, að skyndi- legur niðurskurður lána um 13 milljarða, sem samsvarar 10% af lánum til atvinnulífsins, annarra en endurkeyptra lána Seðlabank- ans, hlýtur að skapa gífurlega erfiðleika, sem erfitt er að mæta svo fyrirvaralaust. Vill Verzlun- arráðið mælast til, að þessar harkalegu aðgerðir verði endur- skoðaðar og jafnframt hvetja ein- dregið til, að stjórn peningamála verði endurskipulögð, svo að at- vinnulífið njóti framvegis eðli- legra og stöðugra ástands í lána- málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.