Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 19

Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 19 Ályktun Fiskiþings um lána- og efnahagsmál;_ Fiskiðnaðinn vant- ar nú þegar 1000 til 2000 starfsmenn Fjölmenni var i „opnu húsi" hjá sjálfstædismönnum i Glæsibæ á sunnudaginn. eins ok þessi mynd sýnir. Ljósm: Hörður Vilhjálmsson. Á myndinni má meðal annars sjá Ellert B. Schram. Ónnu konu hans. Hinrik Bjarnason og fleiri. Opið hús Sjálfstæðisflokksins um helgina: Þúsundir Reykvíkinga komu í heimsókn MJÖG vel tókst til með „opin hús" sem sjálfstæðismenn Kengust fyrir í Reykjavík um hclgina or þúsundir bornarhúa litu þar við á laugardag ok sunnudag. samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í gær. Á laugardaginn var opið í Breiðholtshverfum og í Árbæjarhverfi, og á sunnudaninn í Valhöll við Háaleitisbraut. Átthagasal Hótel SÖgu ok Glæsibæ. FISKIÞING samþykkti á laugar- dag ítarlega ályktun um lána- og efnahagsmál og fer hún hér á eftir: 1. 38. Fiskiþing lýsir yfir undrun sinni á þeim linnulausa áróðri, sem uppi er hafður um að leggja beri auðlindaskatt á sjávarútveginn. Þingið bendir á að íslenskur sjávarútvegur á í harðri sam- keppni við sjávarútveg annarra þjóða, sem ekki leggja á auð- lindaskatt. Þvert á móti styrkja helstu samkeppnisþjóðirnar sjávarútveg sinn verulega af opinberu fé. Það er og verður því öllu til skila haldið að íslenskur sjávarútvegur fái staðist styrkjalaust, og jafn- gildir auðlindaskattur dauða- dómi yfir þessari atvinnugrein, ætti það að vera hverjum manni auðskilið. 2. 38. Fiskiþing sér ástæðu til að benda á að fiskiðnaðinn í land- inu vantar nú þegar 1000—2000 starfsmenn til þess að geta beint framleiðslunni í þann farveg, sem er þjóðarbúinu hagstæðastur. Til þess að ná þeim markmiðum, sem í sjón- máli eru um framleiðslu og framleiðni, ásamt styttri vinnutíma, þarf fiskiðnaðurinn að bæta við sig a.m.k. 5000 starfsmönnum áður en næsti áratugur er liðinn. Þingið telur sérstaka ástæðu til þess að þetta komi fram, þar sem það er útbreiddur mis- skilningur að fiskiðnaðurinn þurfi ekki um langa framtíð á meiri mannafla að halda en hann hefur nú. 3. Á s.l. hausti voru felld niður aðflutningsgjöld af nokkrum tegundum fiskvinnsluvéla og sér 38. Fiskiþing ástæðu til þess að þakka það. Ekki er þó nóg að gert. Það þekkist ekki meðal samkeppnisþjóða okkar að lögð séu aðflutningsgjöld á vélar og tæki til fiskiðnaðar. Þingið leggur því áherslu á að unnið verði áfram að því að fella niður öll slík aðflutningsgjöld og telur að fyrsta skrefið í þá átt verði að vera að fiskiðn- aðurinn sitji við sama borð og annar samkeppnisiðnaður í landinu. 4. Um 8.1. áramót var sú breyting gerð á afurðalánum fiskiðnað- arins, að vextir voru lækkaðir úr 18.25% í 8.5%, en þar á móti voru lánin gengistryggð. Jafn- framt gaf fyrrverandi ríkis- stjórn loforð um að lækka útgjöld fiskvinnslunnar um 2-3%. Með þessari breytingu taldi ríkisstjórnin sig lækka útgjöld fiskvinnslunnar um 2% og hafa þar með staðið við loforð sitt. Nú er það aftur á móti komið í ljós að þessi breyting, vextir og gengistap, mun auka kostnað fiskvinnslunnar á þessu ári um a.m.k. 2% í stað þess að lækka hann um 2%. 38. Fiskiþing harmar að þannig skuli staðið að framkvæmd á gefnu loforði. Þingið telur að ekki verði komist hjá því að taka þetta mál til endurskoðunar við næstu ríkisstjórn. 5. 38. Fiskiþing vill enn á ný aðvara stjórnvöld, vegna síhækkandi verðlags í landinu. Verðbólgan eyðir upp rekstr- arfé atvinnuveganna. Þegar svo er komið hlaðast stöðugt upp lausaskuldir, sem verða óvið- ráðanlegar á stuttum tíma. Þingið bendir á að þrátt fyrir það að á s.l. ári og því sem nú er að líða, hafi farið fram víðtæk endurskipulagning á fjármál- um fjölmargra fiskvinnslufyr- irtækja, líður óðum að því að ekki verði komist hjá því að breyta enn á ný lausaskuldum í föst lán. Jafnframt vill þingið benda á, að mikil nauðsyn er á, að nú þegar fari fram víðtæk endurskipulagning á hinni fjár- málalegu hlið útgerðarinnar og í framhaldi af því verði sköpuð aðstaða til að breyta lausa- skuldum útgerðarinnar í föst lán. Enn sem fyrr en það því þjóðarnauðsyn að hafa hemil á verðbólgunni, á annan hátt verður ekki byggt upp heilbrigt og traust atvinnulíf. 6. Næstum öll lán þeirra sjóða, sem lána til fiskveiða og fisk- iðnaðar eru nú gengistryggð og/eða verðtryggð. Auk þessar- ar verðtryggingar eru greiddir vextir er nema frá 5lÆ —16%. Lánakjör fjárfestingasjóða sjávarútvegsins eru óhagstæð- ari en lánakjör iðnaðarins og landbúnaðarins og raunar þau óhagstæðustu sem nokkur at- vinnuvegur býr við. í þeirri óðaverðbólgu sem nú geysar er útilokað að atvinnuvegur sem byggir afkomu sína á erlendu verðlagi geti elt innlent verð- lag, nema með stórfelldum gengisbreytingum, sem aftur magna verðbólguna. Þennan vítahring þarf að rjúfa með aðgerðum er stöðva verðbólg- una. A öllum stöðunum var boðið upp á kaffi og meðlæti, ýmsir skemmtikraftar skemmtu fólki og frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins ræddu við gesti. Voru sumir frambjóðendanna á ákveðnum stað allan tímann, en aðrir fóru á milli. Þótti þessi nýbreytni í flokksstarfinu og kosningabaráttunni takast með miklum ágætum. Um næstu helgi verður síðan opið hús hjá sjálfstæðismönnum um land allt. I Reykjavík verður opið hús í Valhöll við Háaleitis- braut klukkan 14 til 17 á laugar- daginn. Kaffiveitingar verða á boðstólum, fjölmargt verður til skemmtunar í þremur sölum hússins og er þessi dagskrá miðuð við að vera við hæfi allrar fjölskyldunnar. Frambjóðendur flokksins munu koma fram og sýna á sér „léttar“ hliðar, og margt verður til gamans gert. Kaffiveitingar voru á hoðstólum og hér fá Ragnhildur Helgadóttir og fleiri sér af kræsingunum i Valhöll á sunnudaginn. Ljósm: RAX. THOR VILHJÁLMSSON TURNLEKHÚSIÐ AÐ TJALDABAKI ( þessari nýju skáldsögu heldur Thor Vilhjálms- son áfram þeirri persónulegu mannlifsstúdlu sem hann hefur iðkað I verkum slnum af æ meiri íþrótt. Nú er sviöið leikhús og Ijósi varpað að tjaldabaki áður en sýning hefst. Höfundur bregður á loft f svipleiftrum nærgöngulum spurningum um Iff og list en vfsar jafnharðan á bug með beittu háði öllum einföldum svörum. Hér er lesandinn leiddur inn I kynlegan heim þar sem mörk draums og vöku eru numin burt: það sem fyrir ber I senn nærtækt og framandlegt. Og allt er hér gætt llfi og hreyfingu, sveipað Ijósi og skuggum sem skynjunargáfa og orðlist höfund- ar safnar f brennipunkt: vitund hins leitandi nútfmamanns. — Thor Vilhjálmsson hefur löngu unnið sér viðurkenningu sem einn sérstæóasti prósahöfundur vor á meðal. Að kunnáttu og listrænni bragðvfsi stenst hann vafalaust samanburö við þá listamenn sinnar samtlðar sem hæst hefur borið f álfunni. Ef til vill hefur stllgaldur hans ekki fyrr náð meiri fullkomnun en I þessari sérkennilegu sögu. Bræðraborgarstig 16 Sfml 12923-19156 % m s %

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.