Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Símaviðtalstími Ellerts á laugardagsmorguninn: Allar símalínur í Yalhöll rauðglóandi MIKILL íjöldi fólks notaði tækifærið og hrinjídi í Ellert B. Schram fyrrverandi alþingismann og framhjóðanda í haráttusæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. er hann hafði viðtalstíma á laugardagsmorguninn. Svo margir hringdu til að ræða við Ellert og bera fram við hann ýmsar fyrirspurnir. að um tíma þoldi símaskiptiborðið í Valhöll varla álajíið. Voru andi í þrjá klukkutíma. Upphaflega hafði verið áætlað að Ellert yrði við símann og svaraði fyrirspurnum milli klukk- an tíu og tólf, en sá tími var iengdur til klukkan 13, en þá varð frambjóðandinn að fara annað, en þá höfðu milli 30 og 40 manns fengið viðtal og margir biðu enn klukkan eitt. Ellert sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að margt. hefði borið á góma í viðtölum hans við kjósendur í Reykjavík, svo sem stefna Sjálf- símalínur hússins rauðgló- stæðisflokksins í húsnæðismálum, breytingar á skattakerfinu, hug- myndir sjálfstæðismanna um að- gerðir gegn verðbólgu, Grænmet- isverslun ríkisins, Framkvæmda- stofnun ríkisins, hagsmunamál ýmissa stétta og margt fleira. Sagði Ellert hljóðið hafa verið jákvætt í fólki og þessi mikli áhugi sem fólk hefði á viðtalstím- um af þessu tagi sýndi að þörf væri á að endurtaka þetta sem fyrst, og það ætlaði hann að gera næstu daga. Fundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri; Fjölmennasti stjórnmálafundur- inn um langt skeið MIKIÐ fjölmcnni var á fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri á lauKardaginn, og er fundurinn einn hinn fjölmennasti sem þar hefur verið haldinn um margra ára skeið. Um þrjú hundruð manns sóttu fundinn. sem haldinn var í Sjálfstæðishúsinu, ok þar var hvert sæti skipað og margir urðu að standa. Ríkti mjög góð stemmninií á fundinum o>? baráttuhujíur var í mönnum. Á fundinum flutti formaður dóttir, Gísli Jónsson, Agnar Arna- Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grímsson, ræðu, og síðan svaraði hann fyrirspurnum ásamt tveim- ur efstu mönnum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, þeim Lár- usi Jónssyni og Halldóri Blöndal. Auk fyrrnefndra tóku eftirtald- ir til máls á fundinum á Akureyri, komu með fyrirspurnir eða fluttu stuttar ræður: Guðmundur Tuli- nius, Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, Maríus Helgason, Bjarni Sveinsson, Bryndís Jakobs- son, Jónas Thordarson, Sverrir Leósson og Þórunn Sigurbjörns- dóttir. Á sunnudaginn var síðan hald- inn fundur með sama sniði á Húsavík, og komú þeir Geir Hall- grímsson, Lárus Jónsson og Hall- dór Blöndal einnig á þann fund. Á annað hundrað manns sótti fund- inn og tókst hann mjög vel, og er þetta langfjölmennasti stjórn- málafundurinn á Húsavík í þess- ari kosningabarátttu, mun fjöl- mennari en fundir annarra flokka. „Mánasilfur“ — safn end- urminninga BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur sent frá sér bókina Mánasilíur, safn endurminninga. Gils Guð- mundsson valdi efnið og sá um útgáfuna. Þetta er fyrsta bindi úrvals íslenskra endurminninga sem Gils vinnur að á vegum IÐUNNAR og er fyrirhugað að bindin verði ekki færri en þrjú. Gils Guðmundsson í fyrsta bindi sem nú liggur fyrir eru frásagnaþættir eftir tuttugu og sex höfunda. Valið er úr prentuðum endurminningum, bæði bókum, blöðum og tímarit- um. Efninu er raðað eftir stafrófs- röð höfunda. Elstur er séra Jón Steingrímsson, en þrír höfund- anna eru enn á lífi. — Gils Guðmundsson kemst svo að orði í formála að safninu: „Val efnis í þetta safn verður bundið við höfunda sem sjálfir hafa stílað minningar sínar, en ekkert tekið úr ævisögum, þótt góðar séu, sem aðrir en sögumenn hafa fært í letur .. . Mörg atriði hafa áhrif á valið, ekki síst það sjónarmið að safnritið verði sem fjölbreytilegast. Tilvalið hefur þótt til birtingar þar sem saman fer merkilegt efni og lifandi eða snjöll frásögn. Rétt er að taka fram, að ekki hafa verið valdir kaflar vegna fræða- eða heimilda- giidis sérstaklega. Öðru fremur birtast hér frásagnir, þar sem lýst er með eftirminnilegum hætti sálar- og tjlfinningalífi sögu- mannsins sjálfs eða hvernig hann skynjar tiltekin fyrirbæri tilver- unnar, sé hann þess umkominn að veita lesandanum hlutdeild í lífsreynslu sinni". Mánasilfur er 280 bls. Oddi prentaði. h—- t Gunnar hélt Sauðárkróki. i kaffitima starfsmanna. fundi með starfsfólki tveggja fyrirtækja á Gunnar Thoroddsen á Sauðárkróki: Skoðaði fjölmörg atvinnufyrir tæki og hélt fundi með starfs- mönnum tveggja fyrirtækja Hér er dr. Gunnar Thoroddscn varaformaður Sjálfstæðisflokksins í heimsókn í Saumastofunni Vöku á Sauðárkróki. GUNNAR Thoroddsen varaformaður Sjálfstæð- isflokksins fór norður á Sauðárkrók á föstudag- inn, hélt þar fundi, skoð- aði atvinnufyrirtæki, ræddi við starfsfólk þeirra og skýrði stefnu Sjálfstæðisflokksins í hinum ýmsu málaflokk- um. Ferð Gunnars tókst mjög vel og vakti mikla athygli nyrðra. Gunnar kom norður um miðjan dag á föstudag, og fór síðan í heimsókn til nokkurra fyrirtækja í fylgd með Jóni Ásbergs- syni, sem skipar þriðja sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Meðal annars heim- sóttu þeir frystihúsið Skjöld h.f. og þar ávarp- aði Gunnar starfsmenn í kaffitíma þeirra og skoð- aði fyrirtækið. Fundurinn var líflegur og margar fyrirspurnir komu fram. Þá var haldið í Slátur- samlag Skagfirðinga þar sem haldinn var fundur með starfsmönnum og gestum sem þar voru. Þar varð einnig líflegur fund- ur og fundarmenn spurðu margra spurninga. Er fundi lauk var Gunnari Thoroddsen þakkað með dynjandi lófataki. Þá var farið um frystihús Kaup- félagsins, það er Fiskiðj- una h.f., Búvélaþjónust- una, Saumastofuna Vöku og fleiri staði. Um kvöldið var síðan fundur í Sæborg, og tókst sá fundur einnig ágæt- lega. í skoðunarferð um Fiskiðjuna á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.