Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 23 Allt á suðupunkti í Njarðvík Urslitin kunn 20 mínútum eftir aö leiknum laukl • Ljóst er, að Valsmaðurinn á myndinni á ekki marga valkosti um hvert halda skal. Iiann er umkringdur fyriríerðamiklum Njarðvíkingum. Ljósm. Kristján Elíasson. Liö KR. Jón Sígurösson 4 Ágúst Líndal 3 Geir Þorsteinsson 3 GarðarJóhannesson 2 Birgir Guöbjörnsson 2 Árni Guömundsson 2 Gunnar Jóakimsson 2 Eíríkur Jóhannesson 2 Þröstur Guðmundsson 1 Liö ÍR. Kristínn Jörundsson 3 Jón Jörundsson 3 Kolbeinn Kristínsson 1 Sigmar Karlsson 1 Stefán Kristjánsson 1 Guömundur Guðmundssonl Kristján Sigurösson 1 Erlendur Markússon 2 Jón Indriöason 1 Dómarar: Kristbjörn Al- bertsson og Guöbrandur Sigurösson UMFN. Gunnar Þorvaröarson 4 Guðsteinn Ingimarsson 4 Jónas Jóhannsson 2 Brynjar Sigmundsson 2 Jón Viöar 1 Stefán Bjarkason 1 Valur Ingimarsson 1 Valur. Kristján Ágústsson 4 Torfi Magnússon 4 Jóhannes Magnússon 2 Rfkharöur Hrafnkelsson 2 Siguröur Hjörleifsson 1 Jón Steingrímsson 1 Liö ÍR. Stefán Kristjánsson 1 Kristinn Jörundsson 3 Kolbeinn Kristinsson 3 Jón Jörundsson 3 Jón Indriöason 1 Sigmar Karlsson 1 Guömundur Guömundsson2 Erlendur Markússon 1 Liö FRAM Sfmon Ólafsson 4 borvaldur Geirsson 3 Hilmar Gunnarsson 2 Björn Jónsson 1 Ómar Þráínsson 1 Björn Magnússon 2 Guöbrandur Sigurösson 1 Guömundur Hallsteinsson 1 ÍS: Gíslí Gíslason 2, Bjarni Gunnar Sveinsson 1, Jón Héöinsson 3, Albert Guö- mundsson 1, Ólafur Thor- oddsen 1, Gunnar Hall- dórsson 1, Jón Óskarsson 2. FRAM: Sfmon Ólafsson 2, Þorvaldur Geirsson 3, Björn Jónsson 2, Björn Magnús- son 2, Hilmar Gunnarsson 1, Ómar Þráinsson 1. Knattspyrna ÁHORFENDUR að leik Njarðvíkinga og Vals i úrvals- deildinni á laugardaginn munu eflaust seint gleyma lokasekúnd- um þess leiks. Aðeins sekúndu- brot réðu því hvoru megin sigur- inn lenti og spurningin sem svara þurfti var sú hvort Gunnar Þorvarðarson hefði verið búinn að sleppa boltanum áður en flautan gall eða ekki. er hann skoraði siðustu körfu leiksins. Dómarar leiksins. þeir Sigurður Valur Halldórsson og Þráinn Skúlason, voru ósammála um þetta atriði, Þráinn taldi að Gunnar hefði verið búinn að sleppa boltanum og því karfan gild en Sigurður Valur var á öndverðri skoðun. Eftir 20 minútna fundahöld dómaranna kom úrskurðurinn, karfan var dæmd gild og Njarðvík hafði unnið sigur 88:87 í einhverjum mest spennandi körfuboltaleik, sem fram hefur farið á íslandi. Spennandi lokasekúndur En byrjum á upphafi þessara sögulegu atburða. Þegar 16 sek- úndur voru eftir til leiksloka var staðan 87:86 Val í hag. Brotið var á Torfa Magnússyni og þar sem Valsmenn höfðu öðlast skotrétt gátu þeir valið um það hvort Torfi tæki tvö vítaskot eða Valur hæfi leikinn við hliðarlínu. Seinni kost- urinn var valinn samkvæmt skip- un þjálfarans Tim Dwyer. Torfi tók innkastið og hugðist gefa boltann til Sigurðar Hjörleifsson- ar en Jónas Jóhannsson komst með höndina á milli og sló boltann í Sigurð og af honum fór boltinn útaf. 15 sekúndur eftir og Njarðvíkingar með boltann. Skyndilega áttu þeir möguleika á sigri, möguleika sem hafði verið mjög fjarlægur aðeins mínútu áður. Njarðvíkingarnir brunuðu upp, boltinn var gefinn til hliðar á Brynjar Sigmundsson, sem reyndi körfuskot en það misheppnaðist. Jónas Jóhannsson náði boltanum undir körfunni og reyndi skot en það fór á sömu leið, boltinn UMFN Valur 88:87 dansaði á körfuhringnum en barst síðan til Gunnars Þorvarðarsonar, sem lyfti sér upp 6g skaut og í körfunni hafnaði boltinn. Hring- ingin, sem gaf til kynna að leiknum væri lokið, heyrðist vart vegna láta í áhorfendum en undir- ritaður er þeirrar skoðunar að boltinn hafi verið í loftinu þegar hringt var og karfan því lögleg. Þráinn dæmdi körfuna gilda en Sigurður Valur ógilda, en hann var aðaldómari leiksins. Úrslitin voru því ekki kunn þótt leiknum væri lokið. Hafði Valur unnið 87:86 eða hafði UMFN unnið 88:87? Við þeirri spurningu fékkst ekki svar fyrr en eftir 20 mínútna fund dómara og starfsmanna leiksins og þá kom úrskurðurinn, karfan var gild og Njarðvík hafði unnið. Ahorfendur höfðu beðið þolinmóðir eftir niðurstöðunni og gifurleg fagnaðarlæti brutust út á áhorfendapöllunum þegar úrslitin voru tilkynnt. Niðurstaða dómaranna — Þetta var niðurstaða dómara eftir að hafa ráðfært sig við þrjá starfsmenn mótsins, tímaverði og ritara, sem allir eru úr Grindavík, sagði Sigurður Valur aðaldómari eftir leikinn. — Ég heyrði í bjöllunni eftir að Gunnar var búinn að skjóta og í mínum huga var aldrei vafi á því að karfan væri lögleg, sagði Þráinn Skúla- son. — Ég dæmdi körfuna af en eftir að hafa rætt við aðra starfs- menn mótsins breytti ég úrskurði mínum. Mér ber skylda sem dóm- ara að leita til starfsmanna leiks- ins þegar svona vafaatriði koma upp. Þeir voru allir sammála Þráni um að karfan hefði verið lögleg og ég vil ekki taka á mig þá ábyrgð að dæma einn þveröfugt við álit fjögurra manna, sem störfuðu við leikinn, sagði Sigurð- ur Valur. En snúum okkur að leiknum sjálfum. Þetta var leikur sem Valur þurfti aldrei að tapa. Valsmenn höfðu undirtökin allan tímann. Þeir voru yfirleitt með forystu, þetta 2—6 stig í fyrri hálfleik og í hálfleik var staðan 46:41 Val í hag. í seinni hálfleik komst Valur mest 13 stig yfir, 60:47, en þegar þrjár mínútur voru eftir hafði Njarðvík jafnað 78:78, en nokkru áður hafði Tim Dwyer orðið að fara útaf með 5 villur. En Val tókst að komast yfir á loka- mínútunum, mest 6 stig og leikur- inn var unninn ef þeir hefðu haldið rétt á spilunum en það tókst þeim ékki og því urðu þeir að þola tap. Liðin I liði UMFN voru þrír menn í sérflokki, Guðsteinn Ingirriarsson, sem átti stjörnuleik í bakvarðar- stöðunni, leikmaður með gífurlega yfirferð og geysilegt baráttuþrek, Gunnar Þorvarðarson, sem skor- aði mjög grimmt í þessum leik, og Ted Bee, sem var mjög drjúgur bæði í vörn og sókn þó ekki bæri mjög mikið á honum. Hjá Val voru tveir menn í sérflokki, Kristján Ágústsson og Torfi Magnússon. Þeir voru frá- bærir báðir tveir og hefði Valur sigrað hefði það verið þessum tveimur mönnum að þakka fyrst og fremst. Tim Dwyer var nokkuð frá sínu bezta. Hann virtist fara í vont skap strax í fyrri hálfleik og það kom greinilega fram á leik hans. Um leikinn sjálfan er það að segja að hann var ákaflega spenn- andi og skemmtilegur og á köflum mjög vel leikinn hjá báðum liðum. Sannarlega peninganna virði fyrir áhorfendur, sem fjölmenntu í Iþróttahúsið í Njarðvík. Dómar- arnir Sigurður og Þráinn dæmdu vel en þeir voru ekki öfundsverðir af því hlutverki sem þeir fengu í lok leiksins. Stig UMFN: Ted Bee 33, Gunnar Þorvarðarson 22, Guðsteinn Ingi- marsson 18, Brynjar Sigmundsson 6, Jón Viðar 5, Valur Ingimarsson 2, Jónas Jóhannsson 2. Stig Vals: Kristján Ágústsson 28, Torfi Magnússon 21, Tim Dwyer 12, Jóhannes Magnússon 10, Sigurður Hjörleifsson 8 og Rikharður Hrafnkelsson 8. — SS. KR tók IR í kennslu- stund í Hagaskóla KR VANN stórsigur á ÍR í úrvalsdeildinni í Hagaskóla á sunnudag — 33 stig skildu í lokin, 102—69. KR-ingar höfðu algjöra yfirburði gegn ÍR, sterk liðsheild þar sem ekki var veikur hlekkur trvggði sigur liðsins. ólikt hjá IR, þar skortir alla breidd, í raun á liðið ekki nema fjóra frambærilega leikmenn í úrvalsdeildina og með slíku mannavali þá geta ÍR-ingar ekki vænst árangurs í úrvalsdeildinni í vetur þó liðið verði ávallt erfitt öðrum liðum. KR-ingar náðu undirtökunum þegar í upphafi og eftir sex mínútna Ieik skildu átta stig, 16—8. Þá var ljóst hvert stefndi. Jón Sigurðsson dreif sína menn áfram en ungur leikmaður, Ágúst Líndal, vakti mikla athygli og skoraði drjúgt af stigum. Geypi- fljótur leikmaður. Þó hann sé ekki hávaxinn þá vinnur hann upp smæð sína — miðað við aðra leikmenn í körfunni — með hrað- KR ÍR 102=69 anum. Hann skoraði drjúgt fyrir KR, alls 19 stig, og lék sinn bezta leik frá upphafi. Annars var breiddin hjá KR aðall liðsins, allir leikmenn skoruðu og dreifðist skorunin nokkuð jafnt á liðið. Eftir 10 mínútna leik skildu sex stig en góður leikkafli KR fylgdi í kjölfarið og fimm mínútum síðar hafði KR náð 13 stiga forustu, 37—24. Það var ljóst hvert stefndi — staðan í leikhléi var 49—30 KR í vil. KR-ingar héldu þessum mun lengst af í síðari hálfleik. Hittni leikmanna var góð, þeir voru grimmir í fráköstum. Þessu var ekki svo farið hjá IR. Leikmenn klúðruðu oft knettinum klaufa- lega, hittu ekki í upplögðum fær- um og hvað eftir annað létu ÍR-ingar KR-inga hirða fráköstin. ÍR-ingar náðu aldrei að ógna forustu KR, að sex mínútum loknum skildu 23 stig, og það næsta sem IR komst var 19 stiga munur — svo miklir voru yfir- burðir KR. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skildu 19 stig, 85—66. Þá var engu líkara en IR-ingar væru hættir, jafnvel þó enginn í byrjunarliði KR hefði verið inná um tíma. Þeir Jón Sigurðsson og Marwin Jackson komu inná — og ÍR skoraði aðeins þrjú stig síðustu mínúturnar á meðan KR skoraði 17 — stórsigur var í höfn. Aðall KR var breidd liðsins. Jón að vanda sterkur, Jackson var ekki mjög áberandi í leiknum en drjúg- ur, Ágúst Líndal lék sinn bezta leik, Garðar Jóhannsson sterkur í fráköstum svo og Geir Þorsteins- son. Þá byrjaði Birgir Guðbjörns- son vel en dalaði nokkuð er leið á leikinn. Þrír leikmenn báru af í liði ÍR, Kristinn Jörundsson, Jón Jör- undsson og Mark Christiansen án þess þó að nokkur þeirra næði að sýna sínar beztu hliðar. Aðrir leikmenn voru nánast ekki með. Kolbeinn Kristinsson var óvenju mistækur. Það'er nú svo hjá ÍR, að ef einhvef máttarstólpa liðsins, Kristinn, Jón, Mark eða Kolbeinn, nær ekki að sýna góðan leik þá eru engir til að taka upp merki þeirra. Þá vöktu furðulegar innáskipt- ingar í liði ÍR athygli. Sterkum leikmönnum haldið utan á meðan minni spámenn voru látnir vera inná. Stig KR skoruðu: Jón Sigurðs- son 23, Ágúst Líndal 19, Geir Þorsteinsson 12, Jackson og Garð- ar Jóhannsson 10, Árni Guð- mundsson og Birgir Guðbjörnsson 8, Þröstur Guðmundsson 2, Eirík- ur Jóhannesson 6. Stig ÍR: Jón Jörundsson 18, Mark Christiansen 17, Kristinn Jörundsson 14, Kolbeinn Krist- insson og Erlendur Markússon 6, Guðmundur Guðmundsson 4, Stef- án Kristjánsson 2. Dómarar: Kristbjörn Alberts- son og Guðbrandur Sigurðsson. II Halls. Körluknalllelkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.