Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 31

Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 31 Formaður kvennadeildarinnar, HeÍKa Einarsdóttir. afhendir for- manni Styrktarfélagsins, Magnúsi Kristinssyni, gjöfina. Afhenti Styrktarfélagi vangefinna 6,7 milljónir KVENNADEILD Reykja- víkurdeildar Rauða kross Islands afhenti Styrktar- félagi vangefinna 6,7 millj- ónir að gjöf til kaupa á innbúi í dagheimili það sem félagið hefur í smíðum við Stjörnugróf í Reykjavík. Stefnt er að því að heimili þetta verði tilbúið til notk- unar á næsta ári. Kýrnar á Sauðanesi á batavegi GeitaskarAi. 19. nóvcmber. VEGNA fóðurbætiseitrunarinnar, sem drap 9 kýr á Sauðanesi, hefur Sigurður H. Pétursson héraðs- dýralæknir í A-Húnavatnssýslu skorið upp þrjár kýr á bænum. Þessar þrjár lifa ennþá og hefur ein þeirra alveg náð sér, en tvær eru enn vonarpeningur. Aðrar kýr, sem komust í fóðurbætinn, veikt- ust ekki hastarlega og virðast vera búnar að ná sér algjörlega. — Fréttaritari Útvarpsráð 50 ára ÞANN 20. nóvember eru liðin fimmtíu ár frá því útvarpsráð hélt sinn fyrsta fund, en það var 20. nóv. 1929. Á þessum 50 árum hefur ráðið haldið 2441 fund. Fyrsta árið var útvarpsráð aðeins skipað þrem mönnum og var Helgi Hjörvar fyrsti formað- ur þess. Árið 1930 voru sam- þykkt á alþingi ný lög um útvarp ríkisins og stjórn þess skilin frá stjórn Landsímans. Samkvæmt þeim lögum varð útvarpsráð fimm manna og þeir tilnefndir af: Háskólanum, prestastefnu, Alþingi kosið alla útvarpsráðs- menn. Með tilkomu sjónvarps árið 1966. varð mikil breyting á verk- sviði útvarpsráðs er fylgjast þurfti með dagskrárgerð tveggja fjölmiðla og móta dagskrár- stefnu beggja og samræma hana. Staða ráðsins breyttist einnig með nýjum útvarpslögum árið 1971. Þá var sjálfstæði stofnunarinnar aukið, dagskrár- hlutverkið skilgreint og ráðinu falið endanlegt vald um dag- skrárefni og ráðið einskorðað við ritstjórn dagskrár. Árið 1975 varð sú breyting á kosningu útvarpsráðs að útvarpsráðs- menn skuli kosnir á Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar. barnakennurum, samtökum út- varpsnotenda og einn tilnefndur af ráðherra. Fyrstu 10 árin ríkti nokkur óvissa um skipan út- varpsráðs og löggjafinn gerði tilraunir með kosningaskipan. Þannig var fyrrnefndri tilhögun breytt með nýjum útvarpslögum 1934 og útvarpsráð gert sjö manna. Alþingi skyldi kjósa þrjá, jafnmargir skyldu kosnir í almennum kosningum meðal út- varpsnotenda og loks skyldi ráð- herra skipa formann. Árið 1939 var þessu breytt og síðan hefur Formenn útvarpsráðs hafa verið þessir: Helgi Hjörvar 1929-1935, Sigfús A. Sigur- hjartarson 1935—1939, Jón Ey- þórsson 1939—1943, Magnús Jónsson 1943—1946, Jakob Bene- diktsson 1946—1949, Ólafur Jó- hannesson 1949—1954, Magnús Jónsson 1954—1957, Benedikt Gröndal 1957—1959, Sigurður Bjarnason 1959, Benedikt Gröndal 1959-1972, Njörður P. Njarðvík 1972—1975, Þórarinn Þórarinsson 1975—1978. Núver- andi formaður útvarpsráðs er Ólafur R. Einarsson. Dagskrá Ríkisútvarpsins hef- ur á þessum tíma tekið miklum stakkaskiptum. Á fyrsta starfs- ári Ríkisútvarpsins var að með- altali útyarpað tæpa fjóra tíma á dag. Á síðustu árum hefur dagskráin verið 16—17 timar að lengd að meðaltali. A næsta ári, þ.e. 20. desember, verða liðin 50 ár frá því dag- skrárútsending Ríkisútvarpsins hófst. Þeirra tímamóta verður sérstaklega minnst í Ríkisút- varpinu á afmælisárinu. Því verða afmæli útvarpsráðs ekki gerð nein sérstök skil, því þess hlutur er svo nátengdur dag- skrárútsendingunni. Núverandi útvarpsráð skipa: Ólafur R. Einarsson form., Árni Gunnarsson varaform., Eiður Guðnason, Ellert Schram, Erna Ragnarsdóttir, Jón Múli Árna- son og Þórarinn Þórarinsson. Fundi ráðsins sitja auk ráðs- manna, útvarpsstjóri, fram- kvæmdastjórar og þeir deildar- stjórar er mest sinna stjórnun dagskrárgerðar. Fundir útvarps- ráðs eru að jafnaði tvisvar í viku. , _ Frrttatilkynninií. Fiskiþing vill aðstoða íbúa Græn- höfðaeyja FISKIÞING samþykkti ályktun um að stjórnvöld ættu að verða á myndarlegan hátt við beiðni frá Græn- höfðaeyjum um aðstoð og segir í ályktuninni, að þarna sé gott tækifæri fyrir íslend- inga til að sýna kunnáttu sína og getu í þessum efnum. I ályktuninni segir: „Fiski- þing lítur svo á, að aðstoð Islands við þróunarþjóðir hafi verið í algjöru lágmarki. Nú vill svo til, að íbúar Grænhöfðaeyja hafa sérstak- lega beðið um aðstoð okkar við að koma upp fiskveiðum og fiskvinnslu. íslendingar ættu að vera allra manna færastir til að gera gagn á þessu sviði.“ Israelar — Israelsmenn I sunnudagsblaði Mbl. er grein eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem ber heitið „Allt tók á sig annan svip við Jerúsalemför Sad- ats“. I greininni er ávallt talað um Israelsmenn þó að höfundur hefði notað orðið ísraelar, og átti hand- ritalesari sök á því. Nokkur um- ræða hefur stundum orðið um notkun þessara orða og menn ekki verið á eitt sáttir. Þeir, sem fróðir eru um sögu Gyðingaþjóðarinnar, benda þó á, að í ný-hebresku sé gerður greinarmunur á ísraelum til forna og að nýju og svo mun einnig vera um flestar Evrópu- tungurnar. Það er því e.t.v. ekki úr vegi að sami háttur sé á hafður í íslenzku enda fellur orðið ísraelar, sem notað er um þá, sem nú byggja landið, ágætlega að íslenzku beygingakerfi. — handritalesari (S.S.) ASIMIN'N KR: Z24BD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.