Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979
Stigahæstir í knattspyrnu
EFTIRFARANDI leikmenn fengu hæstu meðaleinkunn i
einkunnagjöf Mbi. á síðasta íslandsmóti í knattspyrnu:
meðal-
st. 1. eink.
Ársæll Sveinsson ÍBV
Tómas Pálsson ÍBV
Ottó Guðmundssonr KR
Sigurlás Þorleifsson Vik.
Atli Eðvaldsson Val
Eimar Geirsson KA
Einar Þórhallsson KA
Marteinn Geirsson Fram
Dýri Guðmundsson Val
Guðmundur Sigmarsson Hauk.
55 18 3,05
51 17 3,00
44 15 2,93
41 14 2,92
48 18 2,66
48 18 2,66
44 17 2,58
44 17 2,58
44 17 2,58
41 16 2,56
Markhæstir í knattspyrnu
EFTIRTALDIR leikmenn
íslandsmóti i knattspyrnu:
Sigurlás Þorleifsson Vík.
Steinar Jóhannsson ÍBK
Jón Oddsson KR
Atli Eðvaidsson Val
Gunnar Blöndal KA
Pétur Ormslev Fram
Guðmundur Steinsson Fram
Ingi Björn Albertsson Val
Sveinbjörn Hákonarson ÍA
Sigþór ómarsson ÍA
skoruðu flest mörk á siðasta
10
9
8
8
7
7
7
7
7
7
leikir. meðait.
37 12 3,08
40 14 2,'86
37 13 2,85
37 13 2,85
37 13 2,85
34 12 2,83
39 14 2,78
39 14 2,78
36 13 2,76
36 13 2,76
30 11 2,76
35 13 2,69
34 13 2,61
34 13 2,61
Jón Sigurðss. KR st 1 60 19
Kristinn Jörundss. ÍR 59 20
Gunnar Þorvarðars. UMFN 57 20
Geir Þorsteinss. UMFN 55 20
Kristján Ágústss. Val 53 20
Jón Jörundsson ÍR 50 20
Bjarni G. Sveinss. ÍS 49 20
Kolbeinn Kristinss. ÍR 48 20
Einar Bollason KR 47 20
Jón Héðinsson ÍS 46 18
Guðst. Ingimarss. UMFN 44 19
Torfi Magnúss. Val 44 20
Eiríkur Sigurðss. Þór 43 19
Þórir Magnúss. Val 42 18
Garðar Jóhanns. KR 40 17
Rikharður Hrafnkelss. Val 39 20
Stefán Kristjánss. ÍR 39 20
Steinn Sveinss. ÍS 39 20
Jón B. Indriðas. Þór . 38 20
Stigahæstir í körfuknattleik
Mark Christensen Þór 91. 600 20
John Hudson KR 577 19
Ted Bee UMFN 526 20
Tim Dwyer Val 518 19
Paul Stewart ÍR 511 18
Kristinn Jörundss. ÍR 405 20
Jón Sigurðsson KR 392 19
Jón B. Indriðason Þór 366 20
Kristján Ágústsson Val 340 20
Bjarni G. Sveinsson ÍS 327 20
Dirk Dunbar ÍS 317 11
Jón Jörundsson ÍR 314 20
Gunnar Þorv. UMFN 309 20
Eirikur Sigurðsson Þór 266 19
Kolbeinn Kristinss. ÍR 263 20
Þórir Magnússon Val 262 18
Jón Héðinsson ÍS 254 18
Geir Þorsteinsson UMFN 251 20
Einar Bollason KR 240 20
Trent Smock ÍS 218 7
Stigahæstir í handknattleik
EFTIRTALDIR handknattleiksmenn hlutu besta meðaltal í
einkunnagjöf Mbi. fyrir 1. deiidar keppnina siðasta keppnis-
tímabil:
stig.
Olafur Benediktsson Val
Andrés Kristjánsson Haukum
Bjarni Guðmundsson Val
Viggó Sigurðsson Víkingi
Jens Einarsson ír
Páll Björgvinsson Víkingi
Geir Hallsteinsson FH
Jón Gunnarsson Fylki
Atli Hilmarsson Fram
Hörður Harðarson Haukum
Jón Pétur Jónsson Val
ólafur Jónsson Vikingi
Árni Indriðason Vikingi
Eriendur Hermannsson Vikingi
Markhæstir í handknattleik
Eftirtaldir leikmenn urðu markhæstir á íslandsmótinu í
handknattleik siðasta keppnistimabil:
Geir Hallsteinsson FH 95
Stefán Halldórsson HK 79
Hörður Harðarson Haukum 79
Atli Hilmarsson Fram 72
Gústaf Björnsson Fram 71
Viggó Sigurðsson Víkingi 71
Jón Pétur Jónsson Val 67
Hæstir í einkunnagjöf Mbl.
EFTIRTALDIR leikmenn voru hæstir í einkunnagjöf Mbl.:
Hef frekar áhuga á að
vera áfram hjá Víkingi
— segir Sigurlás Þorleifsson
Sigurlás Þorleifsson varð marka-
kóngur íslandsmótsins í knatt-
spyrnu 1979. Hann skoraði 10
mörk i 14 leikjum og skákaði
Steinari Jóhannssyni með einu
marki. Fyrir vikið hlaut Sigurlás
veglegan bikar frá Mbl. Blm.
spjallaði fyrir stuttu við Sigurlás
um heima og geima, einkum þó
iþróttaferil hans og skoðanir. Áð
venju var Sigurlás fyrst beðinn
að segja frá sinum yngri árum.
„Ég lék með ÍBV í öllum yngri
flokkunum og það var aldrei um
annað en knattspyrnu að ræða i
minu tilviki. handboltinn kom
siðar til skjaianna, en aðeins sem
aukagrein. Ég varð íslandsmeist-
ari með ÍBV þrívegis í 5., 4. og 2.
flokki. Ég hef alltaf leikið stöðu
miðherja og ailtaf lagt kapp á að
skora sem mest af mörkum.
Hefur það bara gengið nokkuð
vel.“
En handboltinn? „Ég byrjaði í
honum fyrir þremur árum og þá
með Tý. Fyrsta árið, sem ég lék
með, vorum við með í baráttunni
um 3. deildartitilinn og árið eftir,
eða í fyrra, unnum við 3. deild með
yfirburðum. Við erum se'm sagt
komnir í 2. deild og hófum keppn-
istímabilið á besta hugsanlega
hátt, með því að leggja nágrann-
ana Þór að velli.“
Er rígur á milli Þórs og Týs?
„Já, það er ekki hægt að segja
annað, t.d. geta félögin varla
unnið eitthvert verkefni saman.
En það er gaman þegar liðin
mætast í handboltanum, stemn-
ingin er þá gífurleg og íþróttahús-
ið troðfullt. Það er mjög hollt að
það skuli vera tvö lið í handbolt-
anum í Eyjum, það vantar í
knattspyrnuna líka.“
Nú hefur verið frá því sagt, að
belgiska félagið FC Brugge hafi
boðið þér til sín í viku til þess að
skoða aðstæður og æfa, er þetta
satt? „Þetta félag hringdi tvívegis
á Laugarvatn þar sem ég stunda
nám við íþróttakennaraskólann. í
fyrra skiptið var ég ekki við og í
síðara skiptið talaði ég ekki við
þann belgíska, heldur félagi minn,
Torfi Magnússon. Illa gekk að
skilja Belgann, en samtalinu lauk
á þann hátt, að talað var um að
Brugge myndi senda mér bréf, þar
sem málið væri reifað frá hendi
félagsins. Það eru rúmar tvær
vikur frá því að þetta átti sér stað
og ekkert bréf hefur borist, þannig
að ég reikna með því að þetta hafi
dottið upp fyrir."
Enn ef bréfið myndi nú birtast,
hver yrðu viðbrögð þín? „Ég
myndi hafa mikinn áhuga á því að
fara út og sjá hvað í boði væri. En
ég myndi ekki skuldbinda mig í
eitt eða neitt fyrr en eftir næsta
vor, ég lýk námi í vor og ekki
kemur til mála að hætta náminu
nú þegar svo lítið er eftir af því.“
Gerist ekkert í atvinnuknatt-
spyrnumálum, hvað verður þá um
þig, félagaskipti eða áfram hjá
Víkingi? „Ég vil nú sem minnst
um það segja. Það er á margan
hátt freistandi að fara aftur í IBV
og það er nokkur „pressa" á mér
þaðan að koma aftur yfir. Eins og
staðan er nú hef ég samt heldur
meiri áhuga á að vera áfram þar
sem ég er, eða hjá Víkingi, en ég
ítreka að allt er þetta óráðið af
minni hálfu."
Þú lékst þinn fyrsta landsleik á
íðasta sumri, hvað viltu segja um
það og frammistöðu landsliðsins?
„Þetta var náttúrulega reynsla út
af fyrir sig og viðbrigðin voru
mikil. Eins og menn geta getið sér
til um, er hlutskipti framherja í
íslenska landsliðinu ekki öfunds-
vert. Um frammistöðu mína og
annarra vil ég helst ekkert tala.“
Nú blasir við að þjálfaraskipti
verða hugsanlega hjá landsliðinu.
Finnst þér að endurráða ætti
Jouri, eða skipta um þjálfara?
„Jouri er mjög fær þjálfari, en
hann fékk aldrei þann tíma sem
hann þurfti til þess að gera
eitthvað úr lansliðinu. Ég held að
það ætti ekki einu sinni að bjóða
honum starfið aftur, hann hefur
sjálfur sagt mér að hann hafi
engan áhuga á því.“
Heldur þú að íslenskur þjálfari
sé lausnin? „Ég held að enginn
íslendingur sé hæfur til að taka
við landsliðinu, það verður að
sækja mann út fyrir landstein-
ana.“
Hvernig líst þér á mótherja
íslands í næstu HM keppni? „Það
væri gaman að komast í landsliðið
fyrir þá leiki, gaman að komast til
Rússlands og Tyrklands. Ég held
að við gætum mögulega krækt í
nokkur stig, þá auðvitað helst á
heimavelli gegn Tyrkjum og Wal-
es.“
Áttu einhver minnisstæð mörk
eða leik í hugskotinu? „Já, leikur-
inn og mörkin fara saman, það var
fyrsti leikurinn minn með meist-
araflokki ÍBV, en við lékum þá á
heimavelli gegn ÍA sem hafði
leikið 18 sigurleiki í röð. Þetta var
hörkuleikur og við unnum 3—2.
Það féll í minn hlut að skora
sigurmarkið og var það bara
nokkuð gott mark þó ég segi
sjálfur frá.“
Einkunnagjöfin er ávallt gagn-
rýnd nokkuð, telur þú, þrátt fyrir
vankanta hennar, að hún nái
tilætluðum árangri, þ.e.a.s. að
hvetja íþróttamenn til dáða?
„Hún nær tilgangi sínum, en
sitthvað mætti laga. Tölurnar sem
þið gefið eru of lágar. 5 er hæst og
undantekning er ef einhver fær 5.
Lægri tölurnar segja oft lítið um
frammistöðu leikmann, því að oft
fer lítið fyrir leikmönnum þó að
þeir skili sínu hlutverki vel. Mbl.
ætti að gefa sér einhvern „stand-
ard“ hærri en gefinn er, taka
verður með í reikninginn hver
staða íslenskrar knattspyrnu er.
Sem dæmi tek ég leik Vals og
Víkings á síðasta keppnistímabili.
Það var einhver besti leikur sem
ég minnist að hafa leikið í eða séð
hér á landi, en jafntefli varð, 3—3.
Mér fannst hver einasti maður á
vellinum fá einum of lítið í
einkunnagjöf Morgunblaðsins."
Mbl. hefur um nokkurt skeið
gert sér grein fyrir vanköntum
einkunnagjafarinnar. Enda stend-
ur til að breyta henni mikið fyrir
næsta keppnistímabil, en þá
stendur til að gefa einkunnir frá
einum og upp í tíu.
gg-
• Sigurlás Þorleifsson Víking tekur við markakóngsbikarnum úr
hendi framkvæmdastjóra Árvakurs HF Haralds Sveinssonar. Ljósm.
Rax.
Ýfinpur í
Sovetmönnum
ENN eru Sovétmenn að ýfa sig út
í Breta vegna samskipta þeirra
siðarnefndu við Suður-Afríku-
menn í þjóðariþróttinni Rugby.
Öðru hvoru síðustu mánuðina
hafa Sovétmenn verið að minna á
að samskipti þessi geti skaðað
Olympiuleikana sem fram fara i
Moskvu næsta sumar.
Það hefur gengið svo langt, að
talað hefur verið um að Bretum
verði meinuð þátttaka á 01 ef
þeir láti ekki af óhæfu sinni. t
gær lét einn háttsettur meðal
Rússa hafa það eftir sér að
samskipti rugbi-manna þjóðanna
gætu haft alvarlegar afleiðingar.
Ekki fékkst hann þó til þess að
segja til um aðgerðir Rússa gegn
Bretum, en margan fýsir að vita
hvað Sovétmenn ætla sér í þeim
efnum.
Þór
skrópaði
l.DEILDAR lið KR i kvenna-
flokki tryggði sér (um sinn
a.m.k.) tvö frekar ódýr stig í
íslandsmótinu i handbolta á laug-
ardaginn. Átti Iiðið að mæta Þór
írá Akureyri, en þó að KR-döm-
urnar hafi verið mættar i fullum
skrúða, bólaði ekkert á þeim sem
berja átti á. Kom fljótlega upp úr
kafinu, að Akureyrarstúlkurnar
voru enn á heimaslóðum og höíðu
hvergi farið. Þar sem nærstaddir
voru þess vissir, að flogið hefði
verið, var leikurinn flautaður á
og siðan rakleiðis af, 2 stig til
KR.
Dregur þetta dilk á eftir sér?
KR-ingur þarna á staðnum tjáði
MBL., að svipað mál hefði komið
upp í fyrra. Þá hefði KR átt að
fara til Akureyrar, en lengi vel
virtist ófærð ætla að koma í veg
fyrir leikinn. Þó létti til og enn
var möguleiki á að komast með
siðustu vélinni, en þá var ekkert
pláss fyrir vesturbæingana. Þór
kærði þar sem KR mætti ekki og
vann kæruna. Telja KR-ingar nú
að samkvæmt því geti dómur
ekki fallið nema á einn veg i
þessu máli. Þ.e.a.s. ef Þór kærir á
annað borð.
- gg-