Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 29 i Háhyrningar og höfrungar berjast um í nótinni hjá Guðrúnu. sem þarna fékk óvenju gott kast. en þá er eftir að ná þessum eftirsóttu dýrum um borð í bátinn. (Ljósm. Sigurgeir) „Eins og þessum skynsömu skepnum væri gefið merkiw SÆDÝRASAFNIÐ hafði á þessu hausti leyfi til að veiða sex háhyrninga og fékkst sá siðasti á sunnudaginn. Háhyrningarnir sex fara allir til Japans og jafnvel um næstu helgi. en skilyrði fyrir veiðileyfinu voru m.a. þau að háhyrningarnir yrðu allir komnir til kaupenda og nýrra heimkynna fyrir 1. desember. Hver háhyrningur er seldur á um 21,5 miiljónir króna og það er því tæplega 130 milljón króna verðmæti, sem þessa dagana syndir um í laug Sædýrasafnsins i Hafnarfirði. I næstsíðustu ferð háhyrninga- veiðimanna á Guðrúnu gerðist það að sjö háhyrningar fengust í nótina, en einnig tveir höfrungar. Svo vel vildi til að Sigurgeir Jónasson ljósmyndari úr Eyjum var um borð í síldarbát i nágrenn- inu og fylgdist hann nákvæmlega með viðureigninni við háhyrn- ingana og festi að sjálfsögðu á filmu. Jón Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sædýrasafnsins sagði í gær, að stór háhyrningahópur og tveir höfrungar hefðu fengizt í þessu kasti, en aðeins einn háhyrn- inganna hefði náðst. — Við vorum langt komnir með að draga og allt gekk vel, en tveir tarfar voru í þessum hópi og þeir voru ekki sáttir við gang mála. Sá stærri kom upp í vænginn á nótinni, beit í hana og fletti nótinni aftur — fleiri faðma. Það var eins og þessum skynsömu skepnum væri gefið merki og hersingin strunsaði út nema einn háhyrninganna, sem var fastur í netinu og við náðum honum, sagði Jón. Það var „dama“, sem fékkst í þessu kasti, eins og Jón orðaði það. Hún var liðlega 3% metri á lengd, en dýrin, sem veidd eru, eru 2—4 ára gömul. Þrjú dýranna í laug- inni í Sædýrasafninu eru kven- kyns og þrjú karlkyns. Öllum heilsast þeim vel og eru fimm þeirra sem komu þangað fyrst, byrjuð að éta, en í dag átti að byrja að fóðra dýrið, sem síðast fékkst. Við spurðum Jón Gunnarsson hvort hann hefði ekki hugleitt að veiða líka höfrunga, sem voru í miklum fjölda innan um háhyrn- ingana á síldarmiðunum. Sagði Jón, að þeir hefðu vissulega áhuga á höfrungunum, en minna væri vitað um þær tegundir, sem væru á miðunum fyrir Suðurlandi en þær hefðbundnu tegundir, sem væri að finna á sædýrasöfnum víða um heim. ............'••• Háhyrningar voru um ailan sjó og rusluðu til i síldartorfunum, en háhyrningar og hófrungar voru i hundraðatali á sildarmiðunum. Þegar öðrum tarfinum i nótinni tókst að rjúfa leið úr prisundinni festist „ein stelpan“ í netinu og hennar örlög urðu því að vera hífð um borð í Guðrúnu, en siðan beið hennar flutningur í Sædýrasafnið og þá fyrir hálfan hnöttinn á sædýrasafn í Japan. INNLÁNSVEXTIR VEXTIR V® INNLÁNSSTOFNANIR (% á áril ÚTLÁNSVEXTIR 1/8 21/TI 21/2 1977 1978 1/6 1/9 1/8 21/11 21/2 1979 1977 1978 1/6 V» 1979 Vaxtaþróunin og vinstri stjórnin LÍNURITIÐ sýnir þróun vaxta allt frá 1. ágúst 1977 til 1. september 1979. Greinilega kemur í ljós hægfara stigandi. allt þar til hinn 1. júni siðastlið- inn. er vextir hækkuðu í núver- andi stöðu. Lægsti ferillinn i linuritinu, sem sýnir útlánsvexti eru drátt- arvextir. Um er að ræða vexti á mánuði. en allir aðrir vaxtaíerl- ar eru ársvextir. Því má segja að í raun gefi dráttarvaxtafer- illinn ekki rétta mynd af þróun- inni. þar sem dráttarvextir voru í upphafi 3% á mánuði. en það svarar til 36% ársvaxta, en eru nú 4.5%, sem svarar til 54% ársvaxta. Þá er gerður greinarmunur á stjórnarskiptunum í september- byrjun í fyrra. Brotalínan sýnir stjórnarskiptin, vinstra megin við hana er stjórnartíð Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. en hægra megin við brotalínuna er valdatíð vinstri stjórnarinnar. Pétur Sigurðsson: „SkólarannsóknadeilcT Alþýðubandalagsins Þeim sem fylgjast með starfi stjórnmálaflokka hér á landi munu, þótt ýmsu séu vanir, hafa komið á óvart þær furðulegu upplýsingar sem komu fram í Morgunblaðinu sl. föstudag frá stjórn S.Í.N.E. — Samband íslenskra námsmanna erlendis. í samþykkt stjórnar S.Í.N.E. sem Mbl. birtir er loks viður- kennt opinberlega að stjórn þess- ara samtaka, sem hefur allar götur verið í höndum hinna ýmsu hópa róttæklinga, hafi afhent félagatal samtaka sinna í hendur kosningaskrifstofu kommúnista til að vinna eftir bæði hér heima og erlendis, við undirbúning síðustu sveitarstjórna- og alþing- iskosninga. Slík misnotkun á samtökum, sem aðilar allra stjórnmálaflokka eiga aðild að og eiga því ekki og eru ekki sett saman til að taka afstöðu með eða móti neinum einum stjórnmálaflokki, er svo mikil svívirða að furðulegt er að nemendafélög og skólafólk al- mennt skuli ekki rísa upp og mótmæla þessu gerræði komm- únista. Aðrar og minni ástæður hafa orðið ástæða til slíkra mótmæla og minnast menn t.d. ferða Ólafs Ragnars Grímssonar prófessors á palla Alþingis í hópi nemenda sinna til að fylgjast með (og stjórna) dónalegum frammíköll- um hjá pólitískum andstæðingum í röðum þingmanna. I yfirlýsingu sinni segir stjórn S.Í.N.E. m.a. — „stjórn S.Í.N.E. hefur ákveðið með hliðsjón af því, sem ofan er talið (átta efnisliðir) að nota ekki þessa aðstoð Alþýðu- bandalagsins, heldur sjá sjálf um þessi kærumál og koma þannig í veg fyrir hugsanlega mismunun eftir yfirlýstum skoðunum“ — . Þessi yfirlýsing veldur því að kosningastjóri Alþýðubandalags- ins ræðst fram á ritvöllinn strax -Persónuníð og mr. Watergate Pétur Sigurðsson. næsta dag fullur hroka og yfir- lætis og lætur nú liggja að því að „íhaldið" standi á bak við „Fylk- ingarmenn" í þessum ofsóknum á hendur Alþýðubandalaginu sem sé að venju að fórna sér fyrir íslenska námsmenn. ' Ekki er að finna vott iðrunar né afsökunar á þessum persónu- njósnum sem reknar eru með fullu samþykki stjórnenda sam- takanna. Fullyrðing þessa mr. Water- gate íslenskra stjórnmála um að „íhaldsöflin“ í landinu hafi stefnt á og fyrirhugað að hrinda í framkvæmd þeirri ætlan að strika alla ísl. námsmenn erlend- is út af kjörskrá, en Alþýðu- bandalagið komið í veg fyrir það, er bæði fáránlegt og út í hött. Hér mun hins vegar komin uppistaðan í þeim rógi sem þá- verandi formaður S.Í.N.E. Bragi Guðbrandsson var sendur til að dreifa meðal námsmanna erlend- is eftir að hann hafði afhent kommúnistum trúnaðarskjöl samtaka sinna. Svo vel gekk honum þessi sendiför að hann er nú verðlaun- aður með 10. sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Fer ekki hinn hofmóðugi kosn- ingastjóri — mr. Watergate — vísvitandi rangt með er hann segir „að Alþýðubandalagið muni kæra inn alla ísl. námsmenn hvort sem þeir teljast fylgjendur Fylkingarinnar eða annarra ihalds- eða afturhaldsafla?“ Heldur þessi „herramaður" að einhverjir trúi slíkri fullyrðingu? Umræddur Alþýðubandalags- frambjóðandi Bragi Guðbrands- son og fleiri félagar hans ferðuð- ust um Norðurlönd og víðar með gnægð skotsilfurs og buðu náms- mönnum að sjá um að kæra þá inn á kjörskrá þegar heim kæmi og hafa flestir námsmenn sem samband var haft við sjálfsagt lagt trúnað á að slík loforð yrði efnt af formanni S.Í.N.E. I lok greinar sinnar segir kosningastjóri Alþýðubandalags- ins að opinberun þessa hneykslis sé „háreysti heimskunnár" hjá núverandi stjórn S.Í.N.E. En skyldi almenningi ekki þykja sem hann sjálfur komi fram með háreysti, hroka og yfirlæti, með aumu yfirklóri á þessar gerðir sinar? Kannski skín í gegnum þetta sem frekast má kalla háreysti hræðslunnar, óttinn við vaxandi klofning í röðum Alþýðubanda- lagsins, sérframboð Fylkingar- innar með stuðningi Stalinista- Leninista-Maóista og einfeldn- inga sem enn kalla sig kommún- ista. S.Í.N.E. hefur sagt skilið við móðurfleyið, sömuleiðis her- námsandstæðingar. Hverjir verða næst?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.