Morgunblaðið - 20.11.1979, Síða 37

Morgunblaðið - 20.11.1979, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 37 Peter Ustinov Penguin bækur hjá Eymundsen Morgunblaðinu hafa borizt sjö nýjar vasabækur frá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, sem allar hafa vakið mikla athygli erlendis og sumar orðið metsölubækur. Fyrst skal telja ævisögu Peters Ustinovs, leikara og rithöfundar, sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum og kynntist ýms- um, en aðrir þekkja hann af fjölmörgum kvikmyndum, sem hann hefur leikið í, enda er hann í hópi fremstu og fjölhæfustu leik- ara, sem nú láta að sér kveða. Ævisaga Ustinovs heitir Dear Me. Þá má nefna The plague dogs eftir Richard Adams, höfund Water- ship down, sem einnig er komin í vasabókarbroti, The second ring of power eftir Carlos Castaneda, The Coup eftir John Updike, sem vakti gífurlega mikla athygli, þeg- ar hún kom út og af sumum markverðum gagnrýnendum talin frábært verk frá hendi þessa þekkta bandaríska skáldsagnahöf- undar, en sama má raunar segja um þær bækur, sem enn eru ónefndar; The human factor eftir „nóbelsskáldið" (sem aldrei fær nóbelsverðlaunin) Graham Green, Vegferð til vors MorgunblaAinu hefur borizt ný ljóðabók eftir Kristin Reyr, Veg- ferð til vors. í bókinni, sem Ægisútgáfan gefur út, eru 38 ljóð. Kápuna gerði höfundurinn sjálfur. Kristinn Reyr hefur auk ljóðagerðar samið leikrit og tón- verk. Á kápu segir Ægisútgáfan m.a. svo um höfund og ljóð hans: „Vegferð til vors er níunda ljóða- bókin eftir Kristin Reyr. Hann er í senn myndrænt skáld og tón- næmt og gætir þess mjög í nýju kvæðunum. Hann verður stundum ádeilinn en er alltaf hress og kátur. Ljóðin eru enn sem fyrr sérkennileg og fyndin og eiga sér djúpar rætur í umhverfi skálds- ins. Kristinn Reyr ann átthögun- um suður með sjó, en hann er einnig borgarbarn og lætur sig raunar varða allt ísland". Graham Green M|. a0;i; Isaac B. Singer en hann virðist allur færast í aukana með aldrinum og hefur með stuttu millibili skrifað tvær bækur, sem taldar eru einstæðar í brezkri skáldsagnagerð um þessar mundir; The sea eftir brezku skáidkonuna Iris Murdoch, en þessi síðasta bók hennar þykir af mörgum sýna hvað bezt styrk hennar sem skáldsagnahöfundar; loks er það stutt skáldsaga eftir nóbelsskáldið Isaac Bashevis Singer, sem er þýdd úr jiddísku. Singer hefur eignazt stóran les- endahóp eftir að hann hlaut nób- elsverðlaunin, en var að mestu óþekktur áður. Hann þykir afar- sérstæður höfundur og byggir sögur sínar, smásögur og skáld- sögur, á eigin reynslu með þeim hætti, að skáld á borð við Ted Hughes, eitt þekktasta ljóðskáld Breta um þessar mundir, telur hann varpa skugga á meginið af því, sem skrifað er af þessu tagi. í raunsönnum og upplifuðum lýs- ingum Singers er skáldgyðjan alltaf með í för með höfundinum og veröld skáldskapar og veruleika fléttast saman með þeim sérstæða hætti sem Ted Hughes finnst gera flest annað að innantómri skrif- borðsvinnu. Þær bækur, sem hér hefur verið drepið á, hafa allar verið gefnar út af Penguin. CROWN 0 komið Beztu kaup landsins! 20% þjóðarinnar á nú Crown hljómtæki me2#V verö Vegna hagstæöra innkaupa, getum viö boöið verö sem er langt fyrir neöan aöra. 521.980. Staðgreiðsluverö 495.000.- Greiðsiukjðr: Ca. 200 þús. út — Rest 5 mán. Vefshóisénershjn með LITASJÓNVÖRPogHUÓMTÆKI JEap&J. 29800 BUÐIN Skiphotti19 ÓVENJULEG REYNSLUSAGA Auðtir Haralds HVUNNDACS HETJAN Þrfár öruggar aðfcróír tíl aó eignast óskílgetín böm „Þessi reynslusaga veróur að teljast allmikil nýlunda I íslenskum bókmenntum, þvl það er reynsla konunnar sem þarna verður söguefni. Að því leyti er bókin mjög athyglisverð að ekki sé meira sagt... þar er á ferð opinská minningasaga, söguhetjan ber nafn höfundar, öðrum nöfnum mun vera breytt... m.a. um rétt konunnar til að lifa sæmilega óþvinguðu kynlífi. Sjálfsagt mun sú hlið málsins hneyksla einhvern... Auður Haralds er ágætlega ritfær höfundur..." H.P./Helgarpósturinn „Auður Haralds ræðst I mikið að bera á torg þessa reynslusögu. Það liggur I hlutarins eðli að höfundur stendur eða fellur með svona bók. Ég tel að Auður standi vel upprétt að verki loknu... stórbrotin er hún (bókin)... skrifuö af dæmafáum krafti og myndvísi sem er eóalflnn skáldskapur þegar best lætur... Sé vlótæk- ara mat lagt á þessa bók má segja að hún sé endur- skoöun á kvenlmyndinni... Sú félagslega útlegð, sem söguhetjan fer I með þvl að hafna hjónabandi, er sjálf- viljug... I hvert skipti sem hún leggur net sln fyrir karl- menn er hún að leita að elskhuga, ekki mannsefni... má höfundurinn gleðjast yfir harla góðu verki... Ég spái að bók þessi veki verðskuldaöa athygli.“ E.J./Morgunblaðið Bræóraborgarstig 16 Slmi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.