Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Sprengja brýr Lusaka. 19. nóv. AP. Reuter. KENNETH Kaunda. forseti Zam- bíu skýrði frá því í dag, að hersveitir Zimbabwe Ródesíu hefðu ráðist inn i landið ok sprengt í loft upp nokkrar brýr í norðurhluta landsins. Ekki var nánar skýrt hve margar brýr hefðu verið sprengdar í loft upp. Með árásum sínum á samgöngu- leiðir í Zambiu virðist ljóst að stjórnin í Salisbury hyggst lama samgönguleiðir i landinu. Samkvæmt heimildum virðist stjórninni í Salisbury hafa tekist að loka aðalveginum til Dar Es Salaam í Tanzaníu. Þar með virðist henni hafa tekist að loka einu flutningaleiðinni til hafnar. Vara við neyzlu koffín- drykkja WashinKton. 19. nóvcmber — AP. NEYTENDASAMTöK í Banda- rikjunum hafa hvatt bandarisk stjórnvöld tii að setja viðvörun- armiða á kaffi. te og kóiadrykki. Þar yrði varað við neyzlu koffíns. Samtökin berjast fyrir því að vanfærar konur drekki ekki kaffi, te og kóladrykki. Þau hafa sent bréf til um 12500 vísinda- manna og einnig til fjölda kvenna og varað við neyzlu koffins. Michael Jacobsen, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði að tilraunir á dýrum og mönnum hefðu leitt í ljós að samband væri milli neyzlu koffíns yfir með- göngutíma og fæðingargalla eins og holgóms, hjartasjúkdóma og vöntun á tám og fingrum. Einnig sagði hann, að koffínneyzla hefði áhrif á starfsemi æxlunarfæra. (AP-símamynd) Giscard deilir viö Thatcher í Lundúnum Giscard d’Estaing Frakklandsforseti kom til Lundúna í gær til tveggja daga viðræðna við Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands. Forsetinn hefur lagt mikla áherzlu á að fá Breta til að draga úr kröfum sínum um að þeir greiði mun minna í sameiginlega sjóði Efnahagsbandalagsins en verið hefur. í viðræðunum í gær kom skýrt fram, að brezka stjórnin er ófáanleg til að slaka á þessum kröfum, og er ljóst að skorizt hefur í odda milli Thatcher og Giscard vegna málsins, en af opinberri hálfu er sagt að hreinskilni og afdráttarleysi hafi verið ríkjandi í viðræðunum. Flugfélög sektuð — fyrir vanrækslu í viðhaldi á DC-10 þotum FYRIR helgina skýrði flugmála- stjórn Bandaríkjanna frá þvi að flugfélagið American Airlines hefði greitt hálfa milljón dollara (tæplega 200 milljónir króna) í sekt fyrir að beita röngum að- ferðum við viðhald á farþegaþot- um af gerðinni DC-10. Þá hefur Continental Airlines-flugfélagið einnig greitt 100 þúsund dollara sekt fyrir svipað brot á reglum flugmálastjórnarinnar. Talsmenn beggja flugfélaga hafa neitað því að vera sekir um brot á viðhaldsreglunum. Þeir segjast hins vegar hafa fallizt á að Friðrik raðar keppendum í áskorendakeppninni í skák FRIÐRIK Ólafsson forseti Alþjóða skáksambandsins, FIDE, hefur dregið um það hverjir skuli tefla saman í næstu umferð keppninnar um það hver hljóti réttinn til að tefla um heimsmeistaratitilinn í skák við núverandi heimsmeistara, Anatoly Karpov frá Sovétríkjunum. Fór drátturinn fram 1 Hollandi á laugardag. Keppendur eru alls átta, og raðast þeir saman sem hér segir: Viktor Korchnoi gegn Tigran Petrosian, Robert Hiibner gegn Andras Andorjan, Mikhael Tal gegn Lev Polugaevsky, og Boris Spassky gegn Lajos Portisch. Þessari umferð á að vera lokið fyrir 1. apríl á næsta ári, að sögn Friðriks ólafssonar. Einnig var dregið um röðun keppenda í kvennaflokki, en þar eru keppendur einnig átta, og á sigurvegarinn að tefla um heimsmeistaratitilinn við núver- andi heimsmeistara, sem er Maya Chiburdanidze frá Sovét- ríkjunum. Röðunin verður sem hér segir: Nona Gaprindashvili frá Sovétríkjunum gegn Nino Gurieli, Sovétríkjunum, Alla Kushnir-Stein frá ísrael gegn Tatiana Lematchko frá Búlg- aríu, Elena Akhmilovskaya frá Sovétríkjunum gegn Nana Alex- andria frá Sovétríkjunum, Nona Ioseliani frá Sovétríkjunum gegn Zsuzsa Veroeci-Petronic frá Ungverjalandi. Ekki hefur verið ákveðið hvar keppt verður, en Friðrik sagði að búizt væri við tilboðum um keppnishald frá ýmsum skák- samböndum, og yrðu viðkomandi skáksambönd að tryggja verð- laun, er næmu minnst 20 þúsund svissneskum frönkum (um 4,8 milljónir króna). í þessari umferð verða tefldar tíu skákir, og sigurvegararnir fjórir úr hvorum flokki, karla og kvenna, tefla síðan innbyrðis síðar á árinu í 12 skáka keppni í karlaflokki og 10 skáka í kvenna- flokki. Þeir tveir, sem þá sigra í hvorum flokki, tefla svo um áskorandasætin, og verða tefldar 16 umferðir í karlaflokki, en 12 í kvennaflokki, á þessari lokaum- ferð að ljúka fyrir 1. desember 1980. greiða sektirnar til að koma í veg fyrir rekstrartafir og kostnað við langvarandi málarekstur. Að sögn flugmálastjórnarinnar hafa bæði flugfélögin brotið regl- ur varðandi viðhald á vænghreyfl- um þotnanna. Þegar hreyflarnir eru teknir undan eða festir upp á ný, ber að taka þá í tvennu lagi, fyrst hreyflana sjálfa, og síðan hreyflafestingarnar. Segir flug- málstjórnin að flugfélögin tvö hafi brotið þessi fyrirmæli, og tekið hreyfla og festingar undan sam- föst. í undirbúningi eru aðgerðir til að innheimta sektir hjá fleiri flugfélögum fyrir brot á reglum flugmálastjórnarinnar, og eru þar tilgreind félögin Braniff Interna- tional Airways, Pacific Southwest Airlines og Puerto Rico Interna- tional Airlines. Dollarinn á niðurleið London, 19. nóv. AP. ÁSTANDIÐ í íran varð til þess í dag að lækka gengi bandarikja- dollars gagnvart gjaldmiðli margra þjóða um hálft cent, en verð á gulli hélzt stöðugt. Vegna hækkaðra útlánsvaxta í Bret- landi hækkaði gengi sterlings- punds gagnvart dollar um nærri 3 cent, og dollarinn lækkaði jafnvel gagnvart japanska yen- inu, sem hefur verið á niðurleið að undanförnu. Sérfræðingar segja að hótanir írana um að neita að taka við dollaragreiðslum fyrir olíu hafi veikt gengi dollars, og að sú ákvörðun bandarískra yfirvalda að frysta innstæður íranskra yfir- valda í þarlendum bönkum geti leitt til þess að olíu-útflutnings- þjóðir snúi einnig baki við dollarn- um. Lítil eftirspurn var eftir doll- arnum á helztu gjaldeyrismörkuð- unum en þó leiddi það ekki til neinna hækkana á gulli, eins og gerðist í byrjun október, þegar gullverð rauk upp í 444 dollara únsan. Við lokun markaðanna í dag var gullverðið 390,50 dollarar í London og 390.00 í Zurich. Þúsundir lét- ust í fangels- um í Kabúl Kabul, 19. nóvember. AP. Innanríkisráðuneytið í Afghanistan hefur birt lista yfir nöfn 12 þúsund póli- tiskra fanga, sem létust i fangelsi í Kabúl á 18 mán- aða valdatimabili Tarakis, fyrrum forseta landsins. Hér er einkum um menntafólk að ræða og verzlunarmenn. Mikil reiði greip um sig í Kabúl og lögregla skaut á mannfjölda, sem hrópaði að Hafizulla Amin, forseti, væri morðingi. Fréttir frá Afghanistan segja, að fáir trúi staðhæf- ingu stjórnar Amins um að 15 þúsund pólitískum föngum hafi verið sleppt úr haldi eftir að hann steypti Taraki í september síðastliðnum. Þá bárust fréttir um, að skothríð hefði heyrst í her- búðum 8. deildar hersins en margir foringjar í 8. deild- inni hafa neitað að fara til Badakhshan og berjast þar við uppreisnarmenn sem hafa héraðið að mestu á valdi sínu. Sovéskar MIG-þotur flugu yfir búðir herdeildar- innar en skutu ekki að búð- unum. Leiðarbók uiji Hiroshima á uppboði á írlandi Wicklow, írlandi, 19. nóv. AP. LEIÐARBÓK herflugmanns, sem í er skráð upphaf kjarnorkualdar — árásin á Hiroshima — verður bráðlega seld á uppboði í fjáröfl- unarskyni fyrir smábarnaskóla i Wicklow á frlandi. Samkomulag Sovétmanna og Norð- manna um veiðar í Barentshafi Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. í Noregi, 19. nóvember. NORÐMENN og Sovét- menn hafa komist að sam- komulagi um þorskveiðar í Barentshafi fyrst næsta ár. Eftir erfiðar samninga- umleitanir í Moskvu var samþykkt að veiða samtals 390 lestir af þorski í Bar- entshafi og að möskva- stærð yrði 125 millimetr- ar. Eyvind Bolle, sjávarút- vegsráðherra Norðmanna, sagði að niðurstaða samn- inganna væri „viðunandi44. Norðmenn gerðu kröfur til að möskvastærð yrði aukin vegna slæms ástands þorskstofnsins. Af 390 þúsund lesta þorskkvóta fá Sovétmenn að veiða 180 þúsund lestir. Þá náðu löndin samkomu- lagi um loðnuveiðar. Samþykkt var að veiða 1,6 milljónir lesta af loðnu og að Norðmenn fengju að veiða 60% aflans og Sovétmenn 40%. Norðmenn gerðu kröfur til að fá 70% í sinn hlut. Þá varð samkomulag um veiðar á 75 þús- und lestum af ýsu. Johan J. Toft, formaður norsku samninganefnd- arinnar í Moskvu, sagðist ekki ánægður með hlut Norðmanna og hann lýsti áhyggjum Norðmanna vegna ástands þorskstofnsins í Barentshafi. Hann sagði það sérstakt áhyggjuefni að ekki skyldi hafa tekist samkomulag um að auka möskvastærð. í tilboði Norðmanna var gert ráð fyrir 155 millimetra möskvastærð en alls ekki minna en 135 millimetra. Isolin Mullion skólastýra í Wicklow skýrði frá þessu í dag, og sagði að Paul Tibbets fyrrum hershöfðingi i bandaríska flug- hernum hefði gefið leiðarbók sína og fleiri gögn varðandi ferðir sprengjuflugvélarinnar Enola Gay 6. nóvember 1945. „Þetta er mjög hrifandi og læsi- legt,“ sagði skólastýran, „og við crum hreykin af því að hafa fengið þessa gjöf.“ Fyrirhugað er að uppboðið fari fram á föstudag, og segir Isolin Mullion að stærri uppboðsfélögin í London hefðu þegar sýnt mikinn áhuga. Sagt er að í skjölum Tibbets, sem þá var 29 ára ofursti, séu upplýsingar um ferð Enola Gay, sem hvergi hafi áður verið birtar um kjarnorkuárásina á Hiroshima. Að sögn skólastýrunn- ar hafa margir áður farið fram á það við Tibbet að fá þessi skjöl keypt, en hann jafnan neitað, því hann hafi ekki viljað gera sér árásina að féþúfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.