Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 15

Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 15 Blóðbönd — ný bók eftir Sidney Sheldon ÚT ER komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar ný bók eftir metsöluhöfundinn Sidney Shel- don, og heitir hún BLÓÐBÖND. Aður hafa verið gefnar út eftir sama höfund bækurnar Fram yfir miðnætti og Andlit í speglinum. Allar hafa þessar bækur orðið metsölubækur erlendis og hér á íslandi. Það er vafamál undir hvað á að flokka bækur Sheldons; sumir vilja kalla þær reyfara, en aðrir fagurbókmenntir. I þessari bók er sagt frá Elísa- bet Roffe, hrífandi fagurri og aðlaðandi stúlku, sem verður óvænt framkvæmdastjóri alþjóð- legs auðhrings, þegar faðir hennar Sam Roffe, ferst af slysförum í Alpafjöllum. Hún verður þess brátt vör, að einhver af ættingjum hennar reynir að eyðileggja fyrir- tækið innanfrá — og hún sjálf er í bráðri lífshættu. Rhys Williams, fyrrverandi hægri hönd Sam Roffe, er eini maðurinn sem Elísa- bet getur treyst fyllilega, enda hefur hún lengi verið ástfangin af honum. En svo fellur einnig grun- ur á Rhys. Hér er allt í senn: Ástarsaga, sakamálasaga og leynilögreglu- saga. Bókin er 288 blaðsíður, prentuð og bundin í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Þýðinguna gerði Hersteinn Páls- son og kápuútlit hannaði Kristján Kristjánsson. Gunnar M. Magnúss. „Völva Suðurnesja“ í annarri útgáfu Bókin „Völva Suðurnesja" eftir Gunnar M. Magnúss, frásagnir af dulrænni reynslu Unu Guðmunds- dóttur í Sjólyst í Garði, er komin út í annarri útgáfu. Á kápusíðu segir m.a.: „Þessi bók hefur að geyma frásagnir af Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst í Garði, fágætri konu, sem búin var flestum þeim kostum, sem mönnum eru beztir gefnir. Una var um margt sérstæð og óvenju- leg kona og mörgum kunn, einkum fyrir lífsviðhorf sitt og dulargáf- ur, en ekki sízt það mikilvæga hjálparstarf er af þessum eigin- leikum leiddi og hún af fórnfýsi vann. Þegar „Völva Suðurnesja" kom út fyrir 10 árum, á 75 ára afmæli Unu, má segja að hún hafi orðið landskunn á svipstundu, því bókin seldist upp á þrem vikum. Þessi önnur útgáfa bókarinnar er með nokkrum viðauka, sem skráður er eftir lát Unu, en hún lézt hinn 4. okt. 1978.“ Bókin er 168 bls. að stærð. Útgefandi er Skuggsjá. STRÆTISVAGNALEIÐ NR. 10 Vörur frá 28 verzlunum Á boöstólum hverskonar gjafavörur, fatnaöur og skór, heimlistæki, hljómplötur, ritföng, skartgripir og klukkur, blóm, skreytingar og húsgögn eikföng og margt fleira. Opiö þriöjudag kl. 13.00 og miövikudag kl frá U. 18.00—22.00 í kvöM, Halli, Laddi og Jörundur skemmta kl. 20:30 Baldur Brjánsson sker upp kl. 21.00 Ennfremur kemur Tóti trúður, eftirlæti barnanna kl. 18.00 og 19.00 Barnaleikvöllur á 2. hæö Drekkið kvöldkaffiö á hæö í Sýningarhöllinni. Sýningahöllinni Bíldshöfða 20 — S.81410 — 81199 Sýningahöllin — Ártúnshöfða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.