Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 vt» MORödKí KAFP/NU Það cr ekki alltaf skemmtileKt skal éK segja þér að búa fyrir ofan bjórstofuna hér. Ék sa>?ði þér að halda í stigann, drenjfur. Yerðmætasóun BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hjónin Jim og Norma Borin frá Ástraliu hafa tvisvar spilað fyrir land sitt í heimsmeistara- keppnum og reyndar er hún eina konan, sem hefur tvisvar keppt um hinn eftirsótta heimstitil. í keppninni i Rio De Janeiro í síðasta mánuði munaði minnstu, að sveit Ástralíu kæmist í úrslita- keppnina en þau urðu að láta sér nægja þriðja sæti. í leik Brasilíu náðu hjónin laglegri slemmu og á hinu borðinu þurfti landi þeirra, Seres að nafni, að taka ákvörðun í viðkvæmri stöðu. Suður gaf, allir utan. Norður S. KD9865 H. 8 T. KG2 L. ÁG2 COSPER COSPER Vestur S. G42 H. 109532 T. 8 L. 8763 Austur S. 103 H. KDG64 T. ÁD1064 L. 4 En látið þið ekki fullmikið með hann? Maður nokkur hafði samband við Velvakanda og hafði meðferðis meðfylgjandi mynd. Sagðist hann hafa einn daginn keyrt eftir Sólar- lagsbraut á Seltjarnarnesi. Er hann kom nálægt Eiði kom hann auga á vinnuvel sem ruddi mold í sjó fram. Þarna munu standa yfir einhverjar byggingaframkvæmdir og eru framkvæmdaaðilar með þessu að losa sig við óæskilega mold. Benti maðurinn á það hversu gífurleg sóun þetta er á verðmætum og raunar fyrir neðan allar hellur að ryðja gróðurmold út í sjó í stað þess að keyra hana bUrtu þangað sem hún getur orðið að gagni. • Nú bullar SF. Þann 13.—11. skrifar SF Velvakanda og ætlar að fræða mig um eiginleika segldúks, vegna þess að ég benti á firru hr. Búkovskis, sem segir að segldúkur herpist saman við að þorna. SF er haldinn sömu firrunni og rökin eru: Pappírsblað skreppur saman við Suður S. Á7 H. Á7 T. 9753 L. KD1095 Sagnir Borin hjónanna með spil n-s voru skemmtilegar. SuAur 1 Grand 3 Grönd 5 Lauí pass NorAur 3 Spadar 4 SpaÖar 6 Spaóar Opnunin var veikt grand og sagnir frúarinnar með spil norð- urs lýstu áhuga á slemmu. Bónd- inn hafði ekkert á móti því og sagði 5 lauf. En þar sem þau höfðu ekki rætt þessa sagnstöðu sér- staklega varð frúin að finna út merkingu sagnarinnar. Hún ákvað, að karlinn væri með lauflit og skellti sér í slemmuna, fékk út hjartakóng og tólf slagir voru auðveldir. Á hinu borðinu leysti Seres með spil austur, erfiðan vanda. Eftir einkennilegar sagnir var norður allt í einu kominn í sex lauf en a-v höfðu báðir sagt hjörtu og ákveða þurfti hvort fórna ætti eða ekki. Ætti makker meir en einn tígul gat fórnin kostað meir en gameið og Seres fann út, að vestur ætti einspilið, sagði pass, tók fyrsta slaginn á tígulás og lét makker trompa næsta tígul — einn niður. (_Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku I 118 — Mér þætti fróðlegt að vita hvort suiturinn er ekki farinn að sverfa að truntunni þarna niðri. Hann yppti öxlum. — Ef hún er þyrst — opnar hún bara flösku. Þau hlógu bæði dátt. — Þú stóðst þig vel i dag, sagði hann. — Sömuleiðis, Madeleine lyfti glasi við honum. — Hvað var sagt í stjórnstöðinni i Dam- askus. — Allir föðurlandsvinir ara- biskir munu harma þessi ógn- artiðindi. Resnais gerði sér upp kveinandi rödd. Hann var hetja — ólán —' ólán. Ég sagði að þú lægir hljóðandi í myrku herbergi og syrgðir. Hann leit á hana og glotti og sá þá að hún var hætt að hlæja. — Hann var stilltur, sagði hún. — En þú þekktir hann ekki áður fyrri. Hann var eins og tígrisdýr. En hún cyðilagði hann. — Svona nú. Resnais yppti öxlum. — Hann er búinn að gjalda fyrir það. Vertu nú einhvern tíma ánægð. Madeleine ýtti stólnum frá borðinu. Hún var drukkin en styrk á fótum. — Ég ætla að fara niður og heimsækja hana, sagði hún. Resnais greip um úlnlið hennar. — Nei, sagði hann. Hún reyndi æðisleg á svip að losa sig. — Þú sagðist ekki myndu skipta þér af neinu! Þú lofaðir mér því! — Ég sagði aldrei að ég myndi leyfa að þú berðir hana til bana, sagði hann — þú ert i þannig skapi núna, mín elsku- lega. Ég skal gera samning við þig. Þegar stundin kemur skal ég leyfa þér að skjóta hana. Þvi heiti ég. En ég læt þig ekki komast upp mcð neitt annað. Hún horfði á hann hatursfull. — Þú vilt hana fyrir sjálfan þig! Nú þegar þú ert búinn að drepa Peters þá girnistu hana sjáifur! Hún æpti og hljóðaði og reyndi með öllum ráðum að losna úr greipum hans. — Við drápum hann bæði, sagði hann. Ilann ýtti henni niður í stólinn. — Þú varst mér ekki siðri. Þú lagðir fyrir hann gildruna. Þú skalt ekki dirfast að segja framar að ÉG hafi drepið hann. Skilurðu það. Aldrei! Hún hreytti út úr sér skamm- aryrði á arabisku. Hann sló hana duglega utan undir. — Reyndu að hegða þér eins og manneskja, sagði Resnais. — Ég er auðvitað cnginn Pet- ers. Og þú ferð ekkert með mig. Nú stjórna ég hér og þú gerir nákvæmlega það sem ég segi þér — ella skaltu hafa verra af. Skilurðu hvað ég á við. Hann hafði ekki misst stjórn á skapi sinu. Hann var rólegur í hvivetna. Honum hafði aldrei geðjast að henni — og tengsl þeirra voru aðeins vegna gagn- kvæmra áhugamála. Hún fór i taugarnar á honum og honum fannst hún ógeðsleg drukkin. En nú þegar hann hafði gert hana hrædda og skynjaði vald sitt fann hann að úr viðbjóðin- um dró. Hann dró hana að sér. — Mig langar ekki i hana, sagði hann. — Eiginlega langar mig i þig. Hypjaðu þig upp. Ahmed þjónn faldi sig bak við eldhúsdyrnar þegar þau fóru upp. Honum hafði verið sagt frá dauða Bandarikja- mannsins og hann skildi ckki gjörla að það virtist eins og þau hefðu verið að halda upp á eitthvað við kvöldverðinn. Hann sá Frakkann og konuna fara upp og inn i herbergi Frakkans. Honum hafði verið sagt að láta fangann i kjaliar- anum hvorki fá vott né þurrt og skeyta þvi i engu þótt hún kallaði. Hann gat sér þess til, að Frakkinn og líbanska stúlk- an bæru ábyrgð afdauða Banda- ríkjamannsins. Vesturlanda- pakk sem ailtaf var að rifast og þvarga innbyrðis var ekki hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.