Morgunblaðið - 20.11.1979, Síða 35

Morgunblaðið - 20.11.1979, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 35 ,,í dagsins önn“ Önnur viðtalsbók Þorsteins Matthíassonar í NÝÚTKOMINNI bók sinni „í dagsins önn“ ræðir Þorsteinn Matthíasson rithöfundur við nokkra samferðamenn. Útgef- andi bókarinnar er Ægisútgáfan. í aðfararorðum í bókinni segir Þorsteinn m.a. „Árið 1975 sendi ég frá mér bók er ég nefndi „I dagsins önn“. Þar var brugðið upp svipmyndum úr lífsferli ellefu kvenna, sem allar áttu það sam- eiginlegt, að umönnun heimilis var þeirra starfsvettvangur og móðurhlutverkið veigamesti þátt- urinn. . . Þeir mætu menn sem hér rekja nokkra æviþræði eru fulltrúar þeirrar kynslóðar sem óbuguð hefur staðið af sér ölduföll áranna og skilað framtíðinni betra landi en hún tók við.“ í þessari annarri bók sinni ræðir Þorsteinn við sjö menn, þá Jón Jónsson klæðskera frá ísa- firði, Guðbrand Benediktsson bónda frá Broddanesi, Ingþór Sig- urbjarnarson frá Geitlandi, Snæ- björn Jónsson frá Snærings- stöðum í Vatnsdal, Þorbjörgu og Sigurjón að Árbæ á Mýrum, Austur-Skaftafellssýslu, Sigurpál Steinþórsson frá Vík í Héðinsfirði og Magnús Halldórsson frá Síðumúlaveggjum. Bókin er 211 bls. að stærð og prýdd fjölda mynda af viðmælend- um og umhverfi þeirra. Setning, prentun og bókband var unnið í Helluprenti hf. Þorsteinn Matthíasson rithöfund- ur Nálarauga — ny njosnasaga Bókaforlag Odds Björnssonar hef- ur gefið út bókina Nálarauga eftir Ken Follett. Nálarauga er spennandi njósna- saga úr síðustu heimsstyrjöld — en jafnframt óvenjulegt ástar- ævintýri. Einkennisnafn njósnarans er „Die Nadel", „Nálin“ — en aðal- vopn hans er flugbeittur rýtingur. Hann er útvalinn sendimaður Hitlers í Englandi, sérstakur hæfileika- og gáfumaður sem fer sínar eigin leiðir og svífst einskis. Hann hefur haft aðsetur í London um margra ára skeið, og nú hefur hann komist á snoðir um eitt mesta hernaðarleyndarmál stríðsáranna — og ef honum tekst að skýra yfirboðurum sínum í Þyskalandi frá því, er innrás bandamanna á meginlandið fyrir- fram dæmd til að mistakast. En leyniþjónusta Breta (M15) er á hælunum á „Nálinni" og eltinga- leikurinn er hafinn. Nálarauga hefur þegar verið kvikmynduð. Bókin er 308 blaðsíður, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Hersteinn Pálsson ÞAÐ ER SAMA HVERT UTIÐ ER HURÐIRNAR ERUALLARFRA SIGURÐI ELlASSYNI Selko mnihuróir -gœöi ifyrírrúmi SELKO SIGURÐUR ELÍASSON HE <to^voOS AUÐBREKKU 52, KÓPAVOOI, SÍMI 41380 Bifreiðar S| á kjördag 0 D-listann vantar fjölda bifreiða til aksturs frá hinum ýmsu bifreiöastöðvum D-listans á kjör- dag. Stuöningsmenn D-listans eru hvattir til aö bregöast vel viö, þar sem akstur og umferð er erfiö á þessum árstíma og leggja listanum liö m.a. meö því aö skrá sig til aksturs kjördagana 2. og 3. desember næstkomandi. Þörf er á jeppum og öörum vel búnum ökutækjum. Vinsamlegast hringiö í síma 82927. Skráning bifreiöa og sjálfboöaliöa fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU í þessari bók er hann á ferð meö Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóðir hans, þar sem skuggi gestsins meö Ijáinn er aldrei langt undan. Gerö eru skil ættmennum Agnars báöum megin Atlantsála og birtu brugöiö á bernsku hans undir súö á Hverfisgötunni, þar sem hann f langvinnum veikindum dreymir um aö íljúga. Rakið er stórfuröulegt framtak hans og þrautseigja í danska flughernum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvaö svo rammt að í náttmyrkri og þoku, aö lóöa varð á jörð með blýlóöi. Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og hefst þá brautryðjandaflug hans, upphaf samfellds flugs á íslandi, oft á tíöum svo tvísýnt flug aö nánast var flogið á faðirvorinu. En Jóhannesi Helga nægir ekki aö rekja þessa sögu. Hann lýsir af Á brattann; minningar og til inn í hugarheim Agnars, Agnars Kofoed-Hansen utan við tíma sögunnar, og er saga um undraverða 9efur hennl l?ann'9 óvænta þrautseigju og þrek- v,dd’ raunir meö léttu og bráöfyndnu ívafi. Höfundurinn er Jó- hannes Helgi, einn af snillingum okkar í ævi- sagnaritun meö meiru. Svo er hugkvæmni hans fyrir aö þakka aö tækni hans er alltaf ný meö hverri bók. é Almenna bókafélagið Austurstræti 18 sími 19707 Skemmuvegi 36 sími 73055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.