Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 3 Óáran í hjónaböndum í Reykjavík ÓÁRAN heíur verið óvenjulega mikil í mörg- um hjónaböndum í Reykjavík í haust sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér og hafa margir prestar haft óvenju mikið að gera í sáttum milli hjóna. Einn prestanna sem Mbl. leit- aði upplýsinga hjá kvað það reynslu sína að er menn hefðu minni aura- ráð kæmu upp fleiri hjónabandsvandamál og samfara því krefðist bakkus æ meiri hlutdeild- ar í mannlífinu. Samkvæmt upplýsing- um Björns Ingvarssonar borgardómara eru skiln- aðir á árinu þó ekki fleiri en undanfarin ár, en þó hafa 154 leyfisbréf að skilnaði verið afgreidd á sama tíma og hjóna- vígslur hafa verið 153 það sem af er árinu. Alls voru veitt 188 leyf- isbréf á s.l. ári, 204 árið 1977, 188 árið 1976 og 195 árið 1975. Alls hafa verið tekin fyrir það sem af ársins liðlega 430 lög- skilnaðarmál og skilnaðir að borði og sæng, en árið 1978 voru það 531 mál, 561 árið 1977, 652 mál árið 1976 og 724 mál árið 1975. Hjónavígslur 1978 í Reykjavík voru alls 169, 183 árið 1977, 181 árið 1976 og 184 árið 1975. Kjaradeila blaðamanna og útgefenda til sáttasemjara KJARASAMNINGUR Blaða- mannafélags Islands og blaðaút- gefenda rann út 1. júní s.l. Að undanförnu hafa aðilarnir rætt um framlengingu á samningnum en ekki komizt að niðurstöðu. Blaðamannafélag íslands ákvað í gær að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Guðlaugs Þor- valdssonar. Fundur deiluaðilanna hefur ekki verið ákveðinn ennþá. Finnur Torfi: Eflið mig til baráttu gegn Vilmundi FINNUR Torfi Stefánsson, frambjóðandi Alþýðuflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra, skoraði á framboðs- fundi á Blönduósi í fyrradag, á vinstri menn í kjördæminu að efla sig til baráttu gegn Vilmundi innan Alþýðu- flokksins og efla þannig vinstri stefnuna í landinu. Siglufjörður: Milljónatjón í eldsvoða Siglufirði, 19. nóv. MIKLAR skemmdir urðu af eldi er kviknaði í húsinu Hvanneyrar- braut 29 um helgina, en það hús gengur undir nafninu Gosi. Unnið var að viðgerðum á þessu glæsi- lega húsi og er tjónið metið á milljónir króna. — m.j. Halldór Ásgrímsson: Reynum auö- vitað fyrst vinstri stjórn HALLDÓR Ásgrímsson frambjóð- andi Framsóknar á Austurlandi sagði í útvarpseinvígi í gærkvöldi, að Framsóknarflokkurinn mundi auðvitað fyrst reyna myndun vinstri stjórnar að loknum kosn- ingum. I sömu umræðum sagði Stefán Jónsson, frambjóðandi Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra, að annað kæmi ekki til greina hjá Alþýðubandalaginu við myndun nýrrar stjórnar en vinstri stjórn. leggðu kostina á vogarskálarnar A hverjum miðvikudeg! frá Rotterdam og alla fimmtudaga frá Antwerpen Góð flutningaþjónusta er traustur grunnur á erfiðum tímum í íslensku efnahagslífi. Þegar þú leggur hagkvæmni vlkulegra hraðferða Fossanna á vogarskálámar koma ótvíræðir kostir þeirra í ljós. Vönduð vörumeðferð og hröð afgreiðsla eru sjálfsagðir þættir í þeirri markvissu áætlun að bæta viðskiptasambönd þín og stuðla að traustum atvinnurekstri hér á landi. Hafóu samband EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.