Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Austurstræti 7 SH=^anrV2feog3000T Til sölu Laufvangur Höfum í einkasölu stóra 3ja herb. endaíbúö á 2. hæö. Þvottaherb. á hæðinni. Hjallabraut Höfum í einkasölu 100 fm 4ra herb. íbúö á 2. hæö. Fagrakinn Tíl sölu 85 fm 3ja herb. íbúö í tvíbýli. Þvottaherb. o.fl. í kjall- ara. Vesturberg Til sölu 2ja herb. íbúö á 4. hæö í lyftuhúsi. Ibúöin er laus. Stelkshólar Til sölu góö 4ra herb. íbúö á 1. hæö ásamt innbyggðum bílskúr. íbúöln getur losnað fljótt. Álfaskeið tll sölu mjög rúmgóö 3ja herb. íbúö á 1. hæö í 6 íbúöa húsi. eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Leikfélag Mofellssveitar: Vaxlíf eftir Kjartan Heiðberg. Leikstjóri: Sigríður Þorvaids- dóttir Aðstoðarmaður leikstjóra: Aðal- heiður Erna Gisladóttir. Ljósamaður: Pétur Friðriksson. Leikmynd: Sigurður Finnsson. Umræður um jafnréttismál kynj- anna hafa verið og eru fyrirferð- armiklar. Vitanlega hafa margir rithöfundar fjallað um þessi efni, ekki síst skáldsagnahöfundar, en einnig leikritahöfundar. Nú er til dæmis verið að sýna leikrit af þessu taki í Iðnó: Kvartett eftir Pam Gems. Kjartan Heiðberg er ungur höf- undur sem vakið hefur athygli með verkum sem bæði hafa verið sýnd á Neskaupstað: Grenið (1977) Leikhópur Leikfélags Mosfellssveitar sem sýnir Vaxlíf eftir Kjartan Heiðberg. þeirra hafi leikið áður standa þeir sig með prýði. Ingrid Jónsdóttir, Kristín Hlín Þorsteinsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir voru mest sannfærandi í kvenhlutverkum, en meðal karlmannanna kvað mest að þeim Guðmundi Davíðssyni, Magnúsi Welding og Sigvalda Kristjánssyni. Hinir tveir síðar nefndu léku reyndar eins og þeir væru vanir leikarar. Aðrir sem komu fram voru Hafdís Heiðars- dóttir, Jón Haraldsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Ásthildur Jóns- dóttir, Kristján J. Kristjánsson og Páll Sturluson. Leikmynd Sigurðar Finnssonar er ekki margbrotið verk, en átti sinn þátt í framgangi sýningar- innar að Hlégarði. CIMAR 911 cn — 9197Í1 SÖLUSTJ. LÁRUS Þ. VALDIMARS ollVIAn ^llDU /IJ/U logm.jóh.þóroarsonhdl. Leikiist Bðkmenntlr Er líf okkar úr vaxi? og Vaxlíf sem var hluti hátíðar- dagskrár í tilefni hálfrar aldar afmælis staðarins. Vaxlíf mun hafa verið samið beinlínis í þessu tilefni og leikstýrði Haukur Gunn- arsson því. Leikfélag Þorlákshafn- ar glímir nú við Grenið og er væntanlegt með það á höfuðborg- arsvæðið innan skamms. Hjónaband og samskipti kynj- anna eru sett í brennidepli í Vaxlífi. Þar koma við sögu ýmis þau vandamál sem varla verður framhjá gengið hjá flestum. Karl- mennirnir leika húsbændur og stóra karla eins og þeim hefur verið innrætt. Konurnar eru að vakna til vitundar um að þær hafi líka eitthvað að segja. Láta sér meira að segja detta í hug að þær eigi sig sjálfar. Hjónin Alla og Baldur eru dæmigerð hjón í sam- keppnisþjóðfélagi. Rósa og Matti sem ekki eru gift eru aftur á móti dálítið flóknari manngerðir, eink- um Rósa eins og kemur á daginn þegar hún verður ólétt. Hún tekur þá ákvörðun að eyða fóstrinu til þess að glata ekki sjálfstæði sínu eins og það heitir. Matti vill aftur á móti leggja allt í sölurnar til að hún fæði barnið. Hann vill jafnvel taka að sér að hugsa um það einn svo að Rósa fái ekki á tilfinning- una að hún sé lokuð inni í búri. Venjulega eru karlmenn skot- spónn í ádrepum eins og þessum og það eru þeir líka á vissan hátt, en hér hallar frakar á konuna Rósu sem bregst einkennilega við kalli lífsins. En hún á líka sína málsvörn. Sambúð þeirra Matta og hennar er innantóm eins og hjá mörgum. Kjartan Heiðberg á ýmislegt ólært sem leikskáld, en sýnir að mínu viti töluverðan þroska sem höfundur við upphaf ferils síns. Hann er hugkvæmur og fordóma- laus og forðast margt af því sem stendur í vegi fyrir ungum leik- ritahöfundum. Hann hefur ríka samúð með þeim persónum sem hann skapar, dæmir þær ekki, reynir að skilja þær hversu fárán- legar sem þær annars eru. Boð- skapur hans er fólginn i verkinu sjálfu, því sem persónurnar gera og segja. Predikunartón viðvan- inga í skáldskap lætur hann lönd og leið. Ég býst við því að með fágun verksins og meiri hnitmiðun megi gera það enn betra. En það stendur fyrir sínu eins og það er. Leikfélag Mosfellssveitar hefur ekki valið sér stórbrotin viðfangs- efni síðan ég fór að fylgjast með því að minnsta kosti. En það hefur sannað eins og fleiri áhugaleikfé- lög að góður vilji getur komið mörgu til leiðar. Það hefur verið þessu leikfélagi ávinningur að fá Sigríði Þorvaldsdóttur til liðs við sig. Henni er líka mikið að þakka hve vel tekst til að þessu sinni. Strandapósturinn Strandapósturinn, þrettándi árgangur, var að koma út nú á dögunum. Sömu menn hafa löng- um haft af honum veg og vanda og svo er enn, þeirra á meðal Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka og Jón Kristjánsson sem báðir leggja efni til þessa árgangs. Ingólfur ritar meðal annars um systkinin á Fjarðarhorni, Guðmund og Krist- ínu, sem þar bjuggu í hvorki meira né minna en fimmtíu og sex ár eða frá 1898 til 1954. Þórbergur heim- sótti Kristínu þegar hann var í vegavinnu í Hrútafirði sumarið 1912 og segir frá því í íslenskum aðli. Guðmundur og Kristín bár- ust ekki mikið á en voru þó á undan flestum í framförum, reistu stórt steinhús 1914 og raflýstu það skömmu síðar. Þá er þarna prentaður alllangur endurminningaþáttur frá Borð- eyri um aldamótin eftir Sigur- bjarna Jóhannesson. Er hann varðveittur í skjalasafni því sem síra Jón Guðnason á Prestsbakka lét eftir sig. Þátturinn er bæði fróðlegur og skemmtilegur. Er stafsetning höfundar látin halda sér óbreytt og óleiðrétt og er, eins og Ingólfur Jónsson kemst að orði, «gott sýnishorn frá hans tíma». Jón Kristjánsson ritar meðal annars um hestinn sinn, Neista. «Ég reiddist oft við Neista og hann sjálfsagt einnig við mig,» segir Jón, en engan hest kveður hann hafa haft «vitsmuni hálft á við Neista.* Vandasamt er að segja dýrasögur svo vel fari. Jón Kristjánsson hefur það á valdi sínu. Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka. Ef'til vill hefur þó enginn fyrr né síðar lagt drýgra efni til Strandapóstsins en Jóhannes Jónsson frá Asparvík, bæði kveðskap, frásöguþætti og al- mennan þjóðlegan fróðleik. Fram- lag hans er orðið eins og heilt byggðasafn í rituðu máli. Af ritsmíðum hans í þessum árgangi nefni ég sérstaklega þátt sem eftir ERLEND JÓNSSON hann kallar Talan 7. Efni til þáttarins hefur hann viðað að sér úr almanökum hins íslenska þjóð- vinafélags, biskupasögum, og postulasögum. Auk þess tilgreinir hann «frásagnir gamals fólks þeg- ar ég var unglingur.* Strandasýslan hefur, aldirnar í gegnum, alið börn sín upp i blíðu og stríðu og einatt minnt á sína norðlægu breiddargráðu. í Strandapóstinum eru endurminn- ingar frá frostavetrinum mikla 1918 (Ingi Guðmundsson frá Kol- beinsvík) og veðrinu mikla og háskalega 14. desember 1936 (Höskuldur Bjarnason, Drangs- nesi). Og ékki má gleyma stysta þættinum, langstysta meira að segja, um fyrsta bílinn sem skrá- settur var í Strandasýslu 1929 og hlaut númerið St 1, eigandi Björn Kristmundsson á Borðeyri. Þetta var Chevrolet vörubíll með tæp- lega tuttugu og sjö hestafla vél, ellefu hundruð kíló að þyngd; og mátti flytja einn farþega. Allt þetta má lesa á skráningarskírt- eininu sem birt er með þættinum. Fleiri góðir þættir eru í bókinni, einnig kveðskapur, þar á meðal Eintal Olafs pá eftir Ingólf Jóns- son að ógleymdu forystukvæði ritsins, Sumarkvöldi, eftir Jó- hannes frá Asparvík, dýrt kveðnu. Yfirhöfuð leikur um rit þetta hressandi andblær sem bæði minnir á dreymandi sunnanátt og vekjandi norðankalda sem hvort með öðru viðrar hinar norðlægu byggðir ár og síð og alla tíð. Erlendur Jónsson. Leikstjórn hennar er nýstárleg og frumleg og óumdeilanlega sigur sem hún fylgir vonandi eftir. Sýningin er lifandi og hlaðin spennu sérstaklega þegar líður á leikinn. Það sem gefur túlkuninni aukið gildi er að þrír leikarar skipta með sér einu hlutverki; hlutverkin fjögur eru af þeim sökum í höndum tólf leikara. Þetta gæti að sjálfsögðu valdið ruglingi ef ekki væri vel á haldið. En tilhögunin verður aftur á móti til þess að leggja áherslu á hina almennu skírskotun verksins og veldur því að lítið er um dauða punkta í sýningunni. Þetta reynir nokkuð á leikarana, en þótt fáir Stórhýsi við Laufásveg Hefi í einkasölu húseign viö Laufásveg. í húsinu eru 9 íbúöir, 3ja og 2ja herb. 3 íbúöanna í góöu standi en 6 þarfnast viögeröar. Eignin selst í einu lagi eöa í hlutum. Upplýsingar á skrifstofu minni. Bergur Guömundsson hdl. Langholtsvegi 115. Sími 82023. Til sölu og sýnis m.a. Efri hæð í tvíbýlishúsi Um 145 fm 6 herb. meö 50 fm bílskúr og stórt föndurherb. á neöri hæö. Eignin er í smíðum nú fokheld. Eignaskipti möguleg Endurnýjuð íbúð í Þingholtunum 4ra herb. á 2. hæö í suöurenda í góðu steinhúsi, um 105 fm. Mikiö endurnýjuð góð íbúð í Hafnarfirði 3ja herb. á 2. hæö um 85 fm. Miklir og góðir skápar. Sameign í ágætu lagi. Bílskúrsréttur. Þurfum að útvega Gott iönaðarhúsnæöi 150—250 fm. Tvíbýlishús í borginni. Sórhæö meö bílskúr í Hlíöunum. Stóra húseign ekki í úthverfi. Höfum kaupendur að góöum íbúðum og einbýlishúsum AtMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.