Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 21
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 21 2HorjjunWnfoií> Ekki dagur ÍS STÚDENTAR riðu ekki feitum hesti frá blakleikjum sinum um helgina. Tveir leikir, tvö töp. Fyrst gegn Laugdælum austur á Laugarvatni. en þar tapaði ÍS 1—3, unnu aðeins þriðju hrin- una 15—9, en töpuðu 3—15, 9-15 og 9-15. Síðan léku stúdentarnir gegn Víkingi í Hagaskólanum og töpuðu þar einnig, nú 2—3. Leikur ÍS og Víkings var æsispennandi og gat lengst af farið hvernig sem var. Vikingar unnu fyrstu tvær hrinurnar 15—12 og 15—10, en ÍS svaraði um hæl með því að jafna leikinn með tveimur sigurhrinum, 15—11 og 15—8. Úrslitahrinan var eldfjörug og gekk á ýmsu. Varð að framlengja hana áður en yfir lauk og það var með sigri Víkings, 16 — 14. Víkingur vann ÍS tvöfalt viö þetta tækifæri, stúlkurnar unnu einnig í 1. deild kvenna, unnu 3—2. Hrinurnar enduðu þannig, Víking- ur á undan: 10—15, 15—12, 9—15, 15-13 og 15-6. Ekkert varð úr blakleikjum þeim sem fara áttu fram á Akur- eyri um helgina, en einn leikur fór þó fram á Húsavík, Völsungur vann Fram 3—1 og stendur fyrir vikið mjög vel að vígi í þeirri deild. Fram lét ekki sitja við að leika einn leik á ferðalagi sínu, liðið lagði að velli bæði IMA og KA, IMA 3-0 (16-14, 15-10 og 15-10) og KA 3-1 (15-5,15-17, 15-2 og 15-12). Annars var leikur Völsunga og Fram umtalsverður, en hann spannaði um tvær klukkustundir og í síðustu hrinunni var íslandsmetjöfnun í stigaskori. Vöslungur vann þá 23—21 eftir mikinn barning. Staðan í 1. deild karla er nú þannig: UMFL 4 4 0 12-2 8 Þróttur 3 2 1 6-5 4 Víkingur 4 2 2 6—10 4 ÍS 4 13 6-10 2 UMSE 3 0 3 2—9 0 Óvenjulegt er að sjá ÍS í næst neðsta sæti 1. deildar. gá/gg. KR mætir Njarðvík í Höllinni STÓRLEIKUR í úrvarlsdeildinni í körfuknattleik fer fram í Laug- ardalshöll í kvöld. Efstu liðin í úrvalsdeildinni. KR og Njarðvík mætast. Bæði lið hafa tapað aðeins einum leik — einu Iiðin í deildinni. KR-ingar koma ferskir til viðureignarinnar við Njarðvík með stórsigur gegn ÍR sem vega- nesti og Njarðvíkingar þá ekki síður — þeir sigruðu Valsmenn í æsispennandi leik i Njarðvíkum á laugardag. KR-ingar vanda vel til viður- eignar liðanna í kvöld. Þeir fá frambjóðendur flokkanna í heim- sókn — þrjá af hverjum lista. Þeir munu sýna listir sínar í körfuhittni og heyrst hefur að sigurvegarinn fái vaxtaauka- reikning í verðlaun — sem eigi að gefa gott fordæmi og sýna ráðdeildarsemi. Staðan í Úrvalsdeildinni er nu: KR Njarðvík Valur ÍR Fram ÍS 314-274 330-314 430-314 389-411 417-436 414-445 Viðureign liðanna hefst kl. 20. • óskar Sigurpálsson Oskar er sterkastur Á laugardaginn var haldið á Akureyri hið árlega Grétars- mót i kraftlyftingum. Mótið er haldið i minningu Grétars Kjartanssonar frumherja lyft- ingaíþróttarinnar á Akureyri, sem lést árið 1974 aðeins 23 ára að aldri. Var þetta í 5. skipti sem þetta mót er haldið. Keppt er um farandstyttu gefna af foreldrum Grétars, en hana hlýtur sá Akureyringur sem flest stig hlýtur. Keppendur nú voru 8, þar af 2 gestir, þeir Óskar Sigurpálsson og Gunnar Steingrímsson frá Vestmannaeyjum. Sigurvegari varð Arthúr Bogason sem hlaut 4.11 stig og í öðru sæti varð Kári Elísson sem hlaut 3.98 stig. í 67.5 kg flokki var 1 keppandi, Kári Elísson, og lyfti hann 190 kg í hnébeygju, 130 kg í bekkpressu sem er Ak,- og ísl.-met, og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals 540 kg. I 75 kg flokki sigraði Haraldur Ólafsson. Hann lyfti 215 kg í hnébeygju sem er Ak.-met, 100 kg í bekkpressu og 200 kg í réttstöðulyftu, samtals 515 kg. Viðar Eðvaldsson lyfti 172,5 kg í hnébeygju, 11 kg í bekkpressu sem er Ak.-met, og 195 kg í réttstöðulyftu, samtals 478.5 kg. Flosi Jónsson lyfti 140 kg í hnébeygju, 85 kg í bekkpressu og 185 kg í réttstöðulyftu, samtals 410 kg. í 90 kg flokki var 1 keppandi, Gunnar Steingrímss- on, ÍBV. Hann lyfti 270 kg í hnébeygju, 177.5 kg í bekkpressu og 310 kg í réctstöðulyftu. Sam- tals 757.5 kg. Sigurvegari í 110 kg flokki varð Óskar Sigurpáls- son ÍBV. Hann lyfti 325 kg í hnébeygju, 192.5 kg í bekkpressu og 345 kg í réttstöðulyftu sem er Norðurlandamet og mesta þyngd sem íslendingur hefur lyft á móti. Samtals 852.5 kg. Einnig keppti í þessum flokki Víkingur Traustason, sem hefur aðeins æft lyftingar í 3 mánuði, og bætti hann Ak.-metið í sínum flokki um hvorki meira né minna en 95 kg. Hann lyfti 240 kg í hnébeygju, 115 kg í bekkpressu og 280 kg í réttstöðulyftu. Sam- anlagt 635 kg. Allt eru þetta Ak.-met. í 125 kg flokki keppti sigurvegarinn Arthúr Bogason og lyfti hann 315 kg í hnébeygju, 165 kg í bekkpressu og 310 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt eru það 790 kg. SOR. Keppnisleyfi Walshans fellt ur gildi UNDANFARNA daga hafa fjöl- miðlar nokkuð rætt meinta fikniefnasölu Bandarikja- manns, sem þjálfar og leikur körfuknattleik hér á landi. Þó að málsatvik séu ekki fyllilega ljós enn bendir margt til að um mjög alvarlegt brot geti verið að ræða, þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins um máls- sókn. úndanfarin ár hafa banda- rískir þjálfarar leikið körfu- knattleik með nokkrum íslensk- um liðum eins og flestum, sem fylgjast með íþróttafréttum, mun kunnugt. Störf þessara þjálfara hafa tvímælalaust haft mjög jákvæð áhrif á þróun körfuknattleiks hérlendis, en ekki má heldur Iita fram hjá þeim áhrifum sem þessir menn hafa á þá ungl- inga. sem þeir þjálfa. Þess vegna hafa verið settar ýmsar skorður við keppni útiendinga i opinberum mótum hérlendis í körfuknattleik. Til þess að erlendur leikmaður teljist löglegur til keppni þarf stjórn KKÍ að gefa út formlegt keppnisleyfi fyrir hann. Keppn- isleyfið gildir fyrir eitt keppn- istímabil og fellur þá sjálfkrafa úr gildi. Sérstök nefnd hefur umsjón með málefnum erlendu leik- mannanna. Hún er stjórn sam- bandsins ráðgefandi um öll mál sem upp kunna að koma og varða þá. Nefndin kannar skilríki þeirra og mælir með eða á móti útgáfu keppnisleyfa. Hver einstakur leikmaður mætir á fund nefndarinnar áður en hún gefur umsögn. Á þessum fundi eru honum kynntar þær reglur sem hér gilda og sérstaklega hefur verið undirstrikað að KKÍ líti alla meðferð fíkniefna mjög alvar- legum augum, en það er talið nauðsynlegt vegna mismunar á löggjöf okkar og einstakra ríkja i Bandaríkjunum um fíkniefni. Erlendum leikmönnum, sem hafa keppnisleyfi hér, á því að vera vel kunnugt um afstöðu Körfuknattleikssambandsins til þessara mála. Af þessum sökum og vegna tilmæla „útlendinganefndar" hefur stjórn KKÍ afturkallað keppnisleyfi fyrrgreinds leik- manns. Það hefur í för með sér útilokun hans frá öllum opinber- um körfuknattleikjum hér á landi. Þessi afturköllun keppnisleyf- is gildir a.m.k. meðan rannsókn málsins stendur og er varanleg ef hann er sekur fundinn um notkun eða meðhöndlun fíkni- lyfja. Á næstu dögum munu þeir erlendu leikmenn, sem keppnis- leyfi hefur verið gefið út fyrir, verða kallaðir til fundar og þeim kynnt sú afstaða stjórnar KKI að komi upp frekari mál af hliðstæðum toga muni hún taka á þeim af fyllstu alvöru án tillits til meðhöndlunar þeirra í réttar- kerfi landsins. Stjórn KKÍ. Heimamenn sigursælir í Ástralíu Jack Newton sigraði á opna ástralska golfmótinu sem fór fram í Melbourne um helgina. Sló Newton saman- lagt 288 högg dagana fjóra og var frammistaða hans frá degi til dags þessi 74—72— 70 —72. Newton var vel fagnað. enda heimamaður í húð og hár. Graham Marsh varð ann- ar á 289 höggum, mjótt á mununum þar. Greg Nor- man sló einnig 288 högg og skiptu þeir Norman og Marsh því með sér verðlaunapeningunum fyrir annað sætið. Næstu menn voru Gary Player með 292 högg, Sev- riano Ballesteros með 293 högg og Terry Kendall með 296 högg. Rúmenskur sigur RÚMENAR sigruðu Möltu 2—0 í Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu um helg- ina, lokatölur urðu 2—0. Multescue skoraði á 40. mínútu og Raducanu bætti öðru við á 75. mínútu. Þjóð- irnar keppa í 3. riðli, en úrslitin skipta efstu liðin engu máli. Karl Svetnsson Karl til Kristianstad? KARL Sveinsson, hinn kunni leikmaður ÍBV og einn af Sveinsbræðrunum í liðinu. hefur leikið með sænsku 3. deildar liði að undanförnu. Það gerðist nú eigi alls fyrir löngu, að Kristianstad. liðið sem Stef- án Halldórsson hefur leikið með við góðan orðstír, gerði Karli álitlegt tilboð sem hann hafði hug á að taka. Olympia lagði Malmo OLYMPÍA frá Paraguay sigraði Malmö FF 1—0 í fyrri leik liðanna í meistara- keppni heimsálfanna Evr- ópu og Suður-Ameríku. Malmö keppir fyrir hönd Evrópu þar sem Nottingham Forest treysti sér ekki vegna anna. Þrátt fyrir að leikið væri i skítakulda í Malmö. náðu Suður-Ameríkumenn- irnir betri tökum á leiknum en reiknað hafði verið með og var sigurinn eftir atvik- um sanngjarn. Sigurmark Olympía var skorað í fyrri hálfleik, en á síðustu minútum leiksins voru Svíarnir næstum búnir að jafna. Ljungberg skaut þrumuskoti í þverslá og Matts Arvidson skaut i stöng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.