Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 47 HARMLEIKUR — Á heimsmeistarakeppni í bátaralli í Mexíkó misstu stjórnendur eins bátsins stjórn á honum með þeim afleiðingum, að hann kastaðist á land upp og lenti á áhorfendunum. Sjá má hvar einn áhorfenda kastast undan bátnum. Tveir biðu bana og sex slösuðust. 16 Pólverjar hafa verið handteknir í Svíþjóð Stokkhólmi, 19. nóv. — AP. Reuter. SÆNSKA lögreglan hefur handtekið fleiri Pólverja til viðbótar þeim sem handteknir voru í síðustu viku að því er lögregluyf- irvöld skýrðu frá í Stokk- hólmi í dag. Fyrstu hand- tökurnar fóru fram í síðustu viku þegar leyni- lögreglan handtók átta unga Pólverja í M-Svíþjóð. Þeir fóru um svæði þar sem sænskar herstöðvar eru og í fórum þeirra fundust uppdrættir af herstöðvum. Til viðbótar þeim handtók lög- reglan þrjá Pólverja í N-Svíþjóð og uppdrættir fundust í húsi þeirra. Handtökurnar um helgina fóru fram í S-Svíþjóð. Allir Pól- verjarnir hafa neitað að vera njósnarar. Segjast vera ferða- menn og selja myndir. „Uppdrætt- irnir sem hafa fundist í fórum þeirra geta ekki verið skýrðir út frá viðskiptalegu sjónarmiði,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi í dag. Sjö þeirra sem hafa verið hand- teknir síðustu daga hefur verið sleppt úr haldi og þeir eru nú farnir til Póllands. Enn eru átta í haldi og sænskur ríkisborgari, fæddur í Póllandi. Allir eru grun- aðir um njósnir. Umfangsmikil rannsókn fer nú fram í njósnamáli þessu. Sprengdu strætísvagna en strandhöggið mistókst Tel Aviv, 19. nóv. — AP. PALESTÍNSKIR skæruliðar komu fyrir sprengjum í tveimur strætisvögnum í Jerúsalem í dag og reyndu að gera strandhögg nyrzt í ísrael, sem mistókst. Við sprengingarnar í strætisvögnun- um særðust 12 manns, en enginn alvarlega, að sögn yfirvalda. Sprengjurnar sprungu í stræt- isvögnunum í Jerúsalem nokkr- um klukkustundum áður en Anwar Sadat forseti Egyptalands minntist þess á Sinai-fjalli að tvö áru voru í dag liðin frá þvi hann fór sína sögulegu íerð til ísraels tii að friðmælast við ísraela. Talið er að skæruliðarnir hafi með árásum sinum viljað leggja áherzlu á andstöðu sína við það tveggja ára friðarstarf, sem fram hefur farið frá þeim degi. Það var fyrir birtingu í morgun að ísraelskur varðbátur í eftirlits- ferð kom að fjórum Palestínu- skæruliðum í gúmbáti út af norð- urströnd Israels, skammt sunnan landamæra Líbanons. Skærulið- arnir hfou skothríð á varðbátinn með sprengjuvörpum, og svöruðu bátsverjar með skothríð, sem sökkti gúmbátnum. Tveir skæru- liðanna drukknuðu, en tveimur var bjargað úr sjónum. Voru þeir Þota með geislavirk efni hrapaði í Utah Ábatasöm „þrælasala44 Austur-Berlín, 19. nóv. — Reuter. í TILEFNI 30 ára afmælis „al- þýðulýðveldis“ í Austur-Þýzka- landi i fyrra mánuði, ákváðu yfirvöld þar í landi að náða 20—25 þúsund fanga, og skyldu þeir látnir lausir fyrir miðjan desember n.k. Þótt undarlegt megi virðast urðu mörg hundruð fanga fyrir miklum vonbrigðum þegar þeir fréttu af náðuninni. En þeir höfðu gert sér vonir um að vera „keyptir" til Vestur- Þýzkalands. Samfara náðuninni tilkynntu austur-þýzk yfirvöld hins vegar að föngum yrði ekki lengur sleppt úr haldi gegn greiðslum frá Vestur-Þýzkalandi, eins og viðgengizt hefur undan- farin 16 ár. Ráðamenn í Vestur-Þýzkalandi hafa skýrt frá því, að frá árinu 1963 haíi þarlend yfirvöld greitt rúman milljarð v-þýzkra marka (eða rúmlega 220 milljarða króna) fyrir 16.400 pólitíska fanga frá Austur-Þýzkalandi. Á fjárlögum þessa árs var 91 millj- ón marka (um 20 milljarðar króna) til ráðstöfunar í þessu skyni, og hefur um helmingur upphæðarinnar þegar verið greiddur fyrir frelsi 700 fanga frá Austur-Þýzkalandi. Nú á þessum viðskiptum að vera 17 og 25 ára. I apríl í ár gerðu palestínskir skæruliðar strand- högg á svipuðum slóðum og bátur- inn fannst nú. í þeirri árás féllu fjórir ísraelar. Strætisvagnasprengjurnar í Jerúsalem sprungu með stundar- fjórðungs millibili. í fyrra skiptið hafði farþegi einn komið auga á sprengjuna. Skipaði þá ökumaður- inn öllum farþegum að fara út úr bílnum, og reyndi síðan að aka út á óbyggt svæði. En sprengjan sprakk áður en þangað kom, og særðust vagnstjórinn, tveir lög- reglumenn og einn vegfarandi. Síðari sprengingin varð þegar strætisvagninn var á ferð um íbúðarsvæði, og særðust þar átta, þar á meðal tvö börn. Þetta gerðist Veður víða um heim Akureyri -2 alskýjað Amsterdam 7 rigning Aþena 21 heiöskírt Barceiona 17 heióskírt Berlín 4 skýjaö BrUssel 9 rigníng Chicago 21 skýjaö Feneyjar 10 rigning Frankfurt 1 slydda Genf 8 mistur Helsinki S skýjaó Jerúsalem 26 heiöskírt Jóhannesarborg 23 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjaó Las Palmas 21 skýjaö Lissabon 19 heiöskírt London 11 heiöskírt Los Angeles 21 heiöskírt Madríd 18 heiðskirt Malaga 21 heiðskírt Mallorca 21 léttskýjaó Miami 24 skýjað Moskva 3 skýjaö New York 17 heiöskírt Ósló 4 rigning París 10 skýjaö Reykjavík 4 rigning Rio de Janeiro 33 heiöskýrt Rómaborg 11 skýjað Stokkhólmur 5 skýjaó Tel Aviv 34 heióskírt Tókýó 15 skýjað Vancouver 6 skýjaö Vínarborg 6 rigning lokið, að því er sagt er vegna mikillar gagnrýni utan að frá á austur-þýzk yfirvöld, til dæmis á fundi Mannréttindanefndar SÞ, þar sem fulltrúi Bretlands ásakaði Austur-Þjóðverja fyrir að stunda „20. aldar þrælasölu". Þessi „þrælasala" hefur gengið þannig fyrir sig, að samið hefur verið um verðið á hverjum einstaklingi. Algengasta verð er á bilinu 20—40 þúsund mörk (4'/2— 9 milljónir króna), en í einstökum tilvikum hefur það farið upp í 120 þúsund mörk (26,7 milljónir kr.). Ekki hefur upphæðin verið greidd í peningum, heldur í úttekt hjá vestur-þýzkum fyrirtækjum. Þótt tilkynnt hafi verið að ekki verði framar um þessi viðskipti að ræða, eru margir á þeirri skoðun að við þá tilkynningu verði ekki staðið. Bent er á að með greiðslum fyrir fanga hafi Austur-Þjóðverj- ar átt greiðan aðgang að vestur- þýzkri tækniþekkingu og varningi, sem ófáanlegur er frá Sovétríkj- unum. Bæði í Bonn og Austur- Berlín eru uppi raddir um að yfirvöld séu nú að velta fyrir sér nýjum leiðum til áframhaldandi viðskipta á þessu sviði. Líklegasta lausnin er talin sú að ákveðin verði einhver föst, árleg greiðsla frá Vestur-Þýzkalandi, gegn því að ákveðinn fjöldi Austur-Þjóð- verja fái að flytjast árlega frá Austur-Þýzkalandi. Geðveill hermaður með skotæði Ilannut. Belgiu. 19. nóvember. AP. BELGÍSKUR atvinnuhermaður, 25 ára að aldri, sem var í leyfi frá geðsjúkrahúsi hersins í Ant- werpen, hóf skothríð á áhorfend- ur að víðavangshlaupi við bæinn Hannut á sunnudag og varð tveimur konum að bana. en særði 12 áhorfendur aðra. Að sögn sjónarvotta kom her- maðurinn, Odon Renard, sér fyrir bak við girðingu við hlaupabraut- ina. Var hann með tvo riffla og hóf fyrirvaralaust skothríð á um 1.000 manna áhorfendahóp. Talið er að Renard hafi skotið um 50 skotum á mannfjöldann og varð ekki yfirbugaður fyrr en hann hafði tæmt skotfærabirgðir sínar. Konurnar sem létust voru 16 og 24 ára. Renard hefur um skeið átt við geðvandamál að stríða og verið til lækningar í geðsjúkrahúsi hers- ins, en honum var veitt heimfar- arleyfi yfir helgina til að heim- sækja ættingja sína í Hannut. 20. nóvember 19. nóvembor.— AP. FLUTNINGAVÉL, sem hafði inn- anborðs geislavirk efni, hrapaði til jarðar skammt frá Salt Lake City i Bandaríkjunum i dag. Þotan sprakk i loft upp aðeins þremur mínútum eftir flugtak. Með þotunni voru þrir menn og fórust þeir allir. Sjónarvottur likti þotunni við glóandi eldhnött þar sem hún féll til jarðar. I þotunni voru geislavirk efni ásamt sprengiefni, sem þotan var að flytja fyrir handaríska herinn. Heilbrigðisyfirvöld í Utah sögðu, að sáralítil hætta stafaði af geislavirka efninu þar sem geisla- virkni þess væri mjög lítil. Engin geislavirkni mældist á svæðinu þar sem þotan hrapaði til jarðar. 1977 — Anwar Sadat ávarpar Israelsþing og býður frið. 1970 — Aðild Kína að Sþ fær hreinan en ekki tilskilinn meiri- hluta. 1959 — EFTA stofnað. 1947 — Brúðkaup Elísabetar Bretaprinsessu (Elísabetar drottningar II). 1945 — Stríðsglæparéttarhöldin í Nurnberg hefjast — Bandamenn samþykkja flutninga sex milljóna Þjóðverja til V-Þýzkalands frá Austurríki, Ungverjalandi og Pól- landi. 1924— Uppreisn Kúrda í Tyrk- landi bæld niður. 1917 — Orrustan við Cambrai — Lýst yfir stofnun lýðveldis í Úkra- ínu. 1873 — Búda og Pest sameinuð og verða höfuðborg Ungverjalands — Króatar fá sjálfstjórn. 1870 — Þjóðverjar umkringja París. 1780 — Bretar segja Hollending- um stríð á hendur. 1759 — Sjóorrustan á Quiberon- flóa: Sigur Breta á Frökkum. 1720 — Tordenskjöld aðmíráll fellur í einvígi við Staél von Holstein. 1719 — Stokkhólmsfriður Svíþjóðar og Hannovers sem fær Bremen. 1656 — Svíar láta Austur- Prússland af hendi við Branden- borgara. 1616 — Richelieu kardináli verður utanríkis- og hermálaráðherra Frakka. 1449 — Kristján af Aldinborg krýndur konungur Dana. Afmæli. Voltaire, franskur heim- spekingur (1694—1778) — Sir Wilfrid Laurier, kanadískur stjórnmálaleiðtogi (1841—1919) — Selma Lagerlöf, sænsk skáldkona (1858—1940) — Robert Kennedy, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1925—1968) — Gene Tierney, bandarísk leikkona (1920—). Andlát. Sir Christopher Hatton, stjórnmálaleiðtogi, 1591 — Leo Tolstoy greifi, rithöfundur, 1910 — Jellicoe lávarður, sjóliðsforingi 1935 — Maud Noregsdrottning 1938. Innlent. Viðreisnarstjórn Ólafs Thors skipuð 1959 — Karl Knúts- son Bóndi krýndur konungur Nor- egs í Þrándheimi 1449 — Hólabar- dagi (ósigur Björns Jórsalafara) 1393 — Vígð Hóladómkirkja 1763 — d. Sigurður Vigfússon Islands- tröll 1752 — Jón Bjarnason í Þórormstungu 1861 — Líkneski Þorfinns Karlsefnis afhjúpað í Fíladelfíu 1920 — Samkomulag við Vestur-Þjóðverja í Bonn 1975. Orð dagsins. Hann var rithöfund- ur, sem var svo lítið þekktur, að rit hans voru nánast trúnaðarmál — Stanley Walker (bandarískur blaðamaður (1898—1962). KGB herðir tökin Toronto, 19. nóv. — AP. SOVÉSKA leyniþjónustan KGB hefur hafið herferð á hendur andófsmönnum til að koma í veg fyrir að þeir geti haft samband við Vesturlandabúa þegar Ólympíuleikarnir fara fram i Sovétrikjunum á næsta ári, að því er Raisa Moroz, kona andófsmannsins Valentyn Mor- oz, sagði í viðtali við tímarit í Toronto. Morozhjónin eru á þingi úkrainskra útlaga. Þau komu til New York í ágúst siðastliðnum i skiptum fyrir tvo sovéska njósnara. Hún hafði dvalið i sovéskum fangels- um, vinnubúðum og geðveikra- hælum i 13 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.