Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 11 Þessar tvær dönsuðu al mikilli innlifun og sýndu ýmis tilbrigði. vandamál. Einhvern tímann verður allt fyrst ef svo á að verða." „Getum ekki farið neitt annað“ Að loknu spjallinu við Sverri gengum við um meðal unglinganna. Flestir þeirra sem við ræddum við kváðust koma í Fellahelli að stað- aldri. „Við getum ekki farið neitt annað," sögðu þeir. Þó virtist hellir- inn ekki vera sóttur einungis vegna þess að krakkarnir gátu ekki farið neitt annað, allir virtust mjög ánægðir með það sem á boðstólum var og flestir þeirra störfuðu í einhverjum klúbbum. „Um helmingur 13—16 ára unglinga i Breiðholti III kemur i Fellahelli“ í plötusnúðaherberginu hittum við þrjá starfsmenn Fellahellis, þau Ól- öfu Ingimundardóttur, Skúla Björnsson og Guðlaug Jónsson. Þau voru öll ánægð með starfið í hellinum og kváðu það alls ekki erfitt að starfa innan um unglingana. Aðsóknina sögðu þau vera mjög misjafna, en metaðsóknin hefði verið 350 manns. „Húsið rúmar um 200 manns með góðu móti og er það mjög æskileg stærð fyrir hverfið. Hér eru um 500 unglingar á aldrinum 13—16 ára og við reiknum með að rúmlega helm- ingur þeirra komi hingað." — Hvert fara þau 16 ára aldri? „Þau hafa í raun og veru engan stað nema þá götuna og ef þeim tekst að komast inn í vínveitingahús. Hins vegar er ekkert sem bannar þeim að koma hingað eftir 16 ára aldur en það kemur einhvern veginn af sjálfu sér að þau koma ekki hingað er þau hafa náð þeim aldri." Er við kvöddum Fellahelli var öll starfsemin komin í fullan gang. Dansað var af innlifun í diskótekinu, hoppað var á púðunum í „púðaher- berginu", tennis var spilað af miklum móði og ferðaklúbburinn hafði hafið fund. Þau sem ekki höfðu annað að gera sátu við „sjoppuna" og drukku kók og spjölluðu saman og enn önnur sátu og reyktu í anddyrinu. r.m.n. Það fór vel á með viðskiptavinum og afgreiðslufólki í „sjoppunni“ í Fellahelli. REPORT DE LUXE: LÚXUS FYRIR LÍTIÐ Rafritvél með fisléttum áslætti, áferðafallegri skrift, dálkastilli 28 eóa 33 sm valsi. Vél sem er peningana virði fyrir jafnt leikmenn sem atvinnumenn. Fullkomin viðgeröa- og varahlutaþjónusta. Leitið nánari upplýsinga. o Oiympia Intemational cimns mr w w m m m m m m m & * x » s w:- -w w- m & -C: w • * v .* sz cn?. » j?». g& :t n*. ví' WmMmm KJARAN HF skrifstofuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8, sími 24140 Erískandi og gott á fimm sekúnðum. Það er Fountain. Engin vcnjulcg kaffivól Fountain drykkjavélin er engin venjuleg kaffivél, því að þú getur valið um sex kaffitegundir, Fjórar tetegundir, þrjár súkkulaði- tegundir, sjö súputegundir og fjóra ávaxtadrjicki. Þú getur fengið vél með tveim, fjórum eða sex fyilingum í einu, með eða án sjálfsala. Fimm sekúndur Það tekur þig aðeins fimm sekúndur að fá frískan og góðan drykk úr Fountain. Fountain hentaralls staðar Fountain hentar vel fyrir fyrirtæki, stór eða smá, söluskála og heimili. Einning eru fáanlegar 24volta vélar fyrir skip, báta og langferða- bila. .4th! Ókeypis hníefni 1. okt.—1. jan. Kaupir þú Fountain nú, færðu fyrstu fyllingamar ókeypis. Síðan er hráefninu ekið til þín, án endurgjalds, hálfsmánaðarlega eða efdr samkomulagi. Ég óska eftir að fá senda Fountain drykkjavél fyrir: □ 2 fyllingar □ 4 fyllingar □ 6 fyllingar - gegn póstkröfu. □ Ég óska eftir að fá senda mynd- og verölista. □ Ég óska eftir að fá sölumann í heimsókn. Nafn Heimili_______________________________________ Sími íí c lindin 3 Pósthólf 7032 127 Reykjavík Sími16463 Pýrum logsuðu- tækjum stolið íHveragerði Hveragerði, 16. nóvember. UM S.L. helgi var brotizt inn í handavinnudeild skólans i Hvera- gerði og stolið þaðan dýrum log- suðutækjum að verðmæti 200—300 þúsund krónur. Þegar handavinnukennarinn kom til starfa á mánudag var þarna ófögur aðkoma. Er þetta í annað sinn, sem skólinn verður fyrir svona heimsókn því í skólaþyrjun í haust var brotizt þar inn og sams konar tækjum stolið auk mikils af öðrum verkfærum. Ekki hefur það innbrot enn verið upplýst. Ráðamenn skól- ans telja óvíst að járnsmíðakennsla geti haldið áfram í vetur. Frétta- maður Morgunblaðsins spurði Her- geir Kristgeirsson rannsóknarlög- reglumann á Selfossi um rannsókn málsins en hann neitaði öllum upp- lýsingum og sagði að þögnin hæfði því bezt. Hvergerðingar eru orðnir þreyttir á því að þegja málin í hel því hér fer hnupli og spellvirkjum mjög fjölg- andi, bensínþjófnaðir eru hér tíðir og ástæða til að benda bíleigendum á að læsa bíltönkum sínum. Skólanefndin hélt fund á dögunum og samþykkti ályktun þess efnis að hún, foreldrafélagið og hreppsnefnd- in tækju höndum saman og reyndu að finna ráð til bóta. — Sigrún. Uppgjör er óvenjulega opinská minninga- saga. Hér er lýst manneskju i mótun og leit hennar að persónulegu frelsi. Bente Clod segir frá persónulegri reynslu sinni af óvenjulegri bersögli. Hér er sagt frá nánum samskiptum fólks, m.a. þeim sem lengst af hefur verið þagað um i bókum. Uppgjör er áhrifamikil sjálfskrufning, vel skrifuð og næmleg lýsing konu á tilfinn- ingalifi slnu og mun verða forvitnilegur lestur bæði konum og körlum. Bókin hefur selst I risaupplögum ( Danmörku og Sviþjóð að undanförnu. „Hún (Bente Clod) er trú eigin tilfinning- um og ákaflega heiðarlegur höfundur... Best tekst henni að lýsa einmanaleik konu sem frjálsar ástir gera að tilvonandi móður... Uppgjör er þroskasaga ungrar konu sem reynir margt... auðnast að túlka bældar hugsanir margra kvenna með þeim hætti að allir hafa áhuga á að lesa... Vandasama þýðingu Uppgjörs leysir hún (Alfheiöur Kjartansdóttir) vel af hendi. Hún hefur náð tökum á óþvinguöum frásagnarmáta höfundarins án þess að slaka á kröfum til vandaös máls.“ J.H./Morgunblaöiö OPINSKA minningasaga BENTECLjOD UPPGJÖR Bræöraborgarstíg 16 Sími 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.