Morgunblaðið - 20.11.1979, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979
Steingrímur
Sigurðsson:
Það hafði snjóað um nóttina, og
um morguninn var launhált á
Laugaveginum, sem liggur eins og
þröng kransæð niður í hjarta
borgarinnar. Gamall Reykvíking-
ur fæddur á hinni öldinni, sem leið
og á heima á Skólavörðustíg,
kveðst leggja lykkju á leið sína og
þræða öngstrætið Bergstaða-
stræti, sem sker Laugaveginn og
ganga þaðan drjúgan spöl upp á
Frakkastíg á morgnana á leið til
vinnu sinnar á Grettisgötunni,
bara til þess að fá andann og
andrúmsloftið í sig fyrir daginn
svipað og aðrir byrja á lýsi og
vítamíngjöf, áður en slagurinn
byrjar. „Mér finnst það jafn-
lífsnauðsynlegt og sjóðheita og
ískalda sturtan, sem eg fer í, óðar
og eg er komin fram úr.“ Það var
að vísu hress kvenmaður af
„gamla. herforingjaskólanum",
sem mælti svo, manneskja
lífssóknar eins og hún á kyn til.
Einmitt á horni Bergstaða-
strætis og Laugavegs, hús númer
12, rétt við slagæð borgarhjartans,
er nýja Galeríið, nýverið sett á
laggirnar af eiganda þess, Magn-
úsi Þórarinssyni frá Hjaltabakka í
A-Hún., fyrrum fasteignasala og
athafnamanni og lífskúnstner,
hann er títúleraður listmálari í
símaskrá sem hann hefur raunar
alltaf verið allar götur síðan hann
málaði á öskupoka úr satíni mynd-
ir af dúfum með hring á nefinu
handa kvennaskólastelpunum á
Blönduósi forðum daga þegar
hann var óstýrilátur stráklingur
heima í föðurgarði á Hjaltabakka,
en þaðan er svona tæp hálf
sjómíla út á „Ós“.
Þennan snjóhvíta morgun í
skammdeginu var haldið í birt-
ingu út í daginn og haldið sem leið
liggur úr gamla hverfinu, þar sem
stundum gerast tíðindi sbr. fjöl-
miðla og dagblöð — það var ofur
stutt að fara niður í lífæðina,
aðalgötuna, og neðarlega á Lauga-
vegi var hrasað í spori vegna
hálku og litið til himins í þakk-
arskyni fyrir að ekki hlauzt verra
af og í sömu andrá var augum
hvarflað til glugga á hundgömlu
litlu húsi, einmitt númer tólf; þar
voru myndir málaðar, sem sneru
út að götu og skilti, sem á stóð
Nýja Galeríið.
„Hvurslags er þetta — hvílík
kúnstugheit."
Og eins og hrösun í hálkunni
væri fyrirboði og björgun frá
háskanum tilmæli, sem yrði að
hlýða, var haldið rakleitt inn í
húsið Bergstaðastígsmegin og
gengið upp nær lóðréttan stiga
eins og á fiskibát (það vantaði
bara kaðlana og þess í stað
haldgott handrið)... og þegar upp
var komið, var dottið inn í bjart
forherbergi og þaðan inn af annað
herbergi alveg skjannabjart, og
þar skein við á miðjum vegg
mynd, malerí af manni, sem hlaut
að vera snillingur; hann sýndist á
öllum eða engum aldri eins og þeir
eða þær, sem hafa sál.
Það var strax hægt að þekkja
Meistara Kjarval, útfærðan í lit-
um og línum, uppáfærðan eins og
brezkan lávarð úr Hálöndunum,
en þannig kom hann sumum, sem
þekktu hann bezt, fyrir sjónir,
hvernig sem stóð á — hann var
gæddur fyrirmannlegri reisn ekki
síður en Einar Ben (náfrændi
Magnúsar frá Hjaltabakka) og
hans líkar voru annálaðir fyrir
glæsimennsku, enda sagði lífs-
kúnstnerinn Magnús af Hjalta-
bakka: „Hann Kjarval var eini
maðurinn í Reykjavík, sem eg
hafði verulega ánægju af að
þekkja." Sá, sem þetta ritar, sagði
þá þetta um persónuleg kynni af
Maestro: „Persónuleiki hans fyllti
út í vinnustfouna hans í Silfurtúni
— hann var svo lifandi og sterkur
— það stækkaði allt í kringum
hann“.
Það sér til hafs í Kjarvalsportr-
etti Magnúsar, tvö fley með þönd-
um seglum á siglingu. Hann
Kjarval var á skútum á unga
aldri, sem var snar lífsþáttur hans
upp frá því og entist út alla ævi
hans, því oft minntist hann á veru
sína á sjónum — og svo eru hraun
eins og kóralrif með zink- eða
eiturgrænu litaívafi niður við
sjávarmál — og himinn með
rómantískri litagjöf, sem minnti á
litaspjald Kjarvals — og sjálft er
andlitið með augn- og munnsvip,
sem lýsir snarlifandi karakter,
sem alltaf var að taka við skeytum
utan úr úniversinum — alheimin-
um eins og mestu andarnir gera.
Rétt í þessu hafði lífskúnstner-
inn Magnús birzt, með „sit lille
velplejed Overskæg" og gott nef í
kóngastíl með örlitla kúlu á,
trúlega eftir viðkomu eða árekstur
einhvers staðar, svo að maður tali
nú ekki um annað. Hann var
treyjulaus og í gamaldags brúk-
uðu vesti eins og hreppstjóri og
minnti þegar á höld að norðan,
sem á eitthvað undir sér, augun
ísgráblá eins og Húnaflóinn á
köldum vetri; hann hafði brett
ermarnar á skyrtunni uþp og
sýndist hafa kraftalega handleggi
og hendurnar vinnulegar eins og
vera bar.
Það var heilsazt.
„Hann pabbi þinn sálugi lærði
undir skóla hjá honum pabba
sáluga eins og þú veizt," segir
hann, „ og pabbi sagði mér af því,
að hann hefði látið Sigurð lesa
langa kafla í Biblíunni til að prófa
minnið hans, og hann hefði ekki
þurft að láta hann lesa nema einu
sinni yfir og þá hefði hann munað
frá orði til orðs ...“ Svo þegir
Magnús og segir svo: „En hann
Sigurður frá Mjóadal þótti ein-
kennilegur í háttum. Stundum sat
hann einhvers staðar úti á túni
langtímum saman eins og í leiðslu
einn á milli tveggja þúfna og barði
með priki aðra þúfuna viðstöðu-
laust allt hvað af tók og linnti ekki
látum fyrr en hann hafði sléttað
úr henni, jafnað hana alveg við
jörðu. Af hverju heldurðu að þetta
hafi verið?“
Enda þótt málið væri of per-
sónulegt og of skylt, svaraði grein-
arhöf.: “Ætli það hafi ekki verið
til að veita skapinu útrás án þess
að þurfa að skaða nokkurn."
Svona var inngönguversið í
Nýja galeríinu, sem ber austur-
húnvetnskan keim inni í henni
miðri Reykjavík.
„Ertu búinn að selja þessa mynd
af Kjarval ... Þú fyrirgefur, að ég
spyr ... mig varðar ekkert um
það?“
Nú var tekið upp blýantsgrey og
blaðsnipsi og þá kom í ljós að
ritblýið hafði kurlazt..
„Heyrðu, hvað ætlarðu að fara
að gera?“
„Að skrifa um þetta allt —
Galerie Nova og svo náttúrlega
um persónuna þig, herra mussju
Magnús".
„Fyrst svo er verð eg að láta þig
hafa alminlegt verkfæri," segir
hann og rýkur út og inn í
hliðarskonsur, það allra helgasta,
stúdíóið sjálft, sem er kúnstugra
en orð fá talið og dregur þaðan úr
pússi karrígulan sívalning, sting-
ur honum í lófa þess, sem þetta
skrifar, og segir: „Þetta er ná-
kvæmlega sams konar býantur og
maður fékk hjá gamla E. Thor-
steinson faktor heima í gamla daga.
Þetta er blekblýantur, mjúkur
eins og meyjarhold — það má
bara hins vegar ekki sleikja hann,
en það má stinga honum niður í
glas af vatni og þá kemur fjólu-
eða víolet-litur úr honum — þetta
er sá gamli góði blekbýantur".
Nú var vopnið fengið og ekkert
til afsökunar lengur og engin grið
gefin á hvorugan bóginn.
Hann segir: „Það er ekki sama,
Steingrímur, hvernig verkfærin
eru, sem maður notar...“ Hann
glotti og roði færðist yfir kónga-
nefið fremst. Málarinn Magnús er
af hinni mikilúðlegu Þorvaldsætt
(plús Bólstaðarhlíðar m.m.) í ann-
an kynbóginn og sumir hverjir af
klaninu eru taldir vera með „gott
nef“ og jafnframt „gott andlit" og
konur af slektinni geta í sumum
tilfellum verið gæddar ákveðnum
fríðleik og jafnvel reisn.
Enn var Magnús ekki farinn að
svara spurningunni. Það var auð-
fundið að honum er hlýtt til
verksins. Það var þögn í salnum.
„Mér er vel við þessa rnynd,"
segir hann svo „... nehei — eg hef
ekki ætlað mér að selja hana.
„Hvernig varð hún til?“
„Eg þekkti Kjarval ákaflega vel.
Þegar eg var að gera myndina —
hún varð til á löngum tíma — þá
fannst mér hann alltaf vera fyrir
aftan mig og reyna að segja:
„Þetta má alls ekki vera þarna og
þetta má ekki, Magnús ... svona,
svona, þetta er skárra ... svona
hættu nú ... láttu þetta vera
svona, hana nú.“
Og enn hné talið að Kjarval.
„Þegar eg hélt stóru sýninguna
mína í Listamannaskálanum 1946,
þá var Kjarval þar til að veita mér
sálrænan styrk. Hann bannaði
mér að selja ákveðna mynd,
komdu og sjáð’ana."
Og Magnús dregur greinarhöf.
með sér inn í einkaskonsurnar á
bak við, þar sem ýmislegt hefur
verið brallað gegnum árin, og
bendir á mynd af stúlku á vegg og
segir: “Hún heitir Friður er kom-
inn á“. (Magnús var sagður hafa
fengið 1800 sýningargesti á sýn-
inguna í Listamannaskálanum.
„Þær komu þarna þessar fínu
dömur, pelsklæddar og elegant, og
löbbuðu beint að myndinni (Frið-
ur er kominn á) og horfðu á hana
og fussuðu og strunzuðu síðan út
án þess að líta á meira.)
Magnús sagði mér að þessi
stúlkumynd hefði verið máluð á
styrjaldarárunum og orðið til við
hugljómun, þegar honum varð
gengið gegnum braggahverfi á
Skólavörðuholti og séð þá þessa
sjón, sem birtist í maleríinu,
íslenzka unga stúlku með konu-
legar línur og snotran líkama í
stuttu pilsi og með eins konar
stromphúfu á höfði og í léttúðar-
legum bandaskóm, með háum
hælum eins og tíðkuðust í þá daga
og með veskið sitt hálfopið, og upp
úr því gægðist dollaraseðill, og við
hupp hennar brennivínsflaska
með glundri í. Hún lá þarna illa á
sig komin eftir ástarorrustu rétt
við gafl eins hermannabraggans,
með myrkan íslenzkan himin yfir
sér, hálfdauð eins og týnd ær í
vilpu úti á víðavangi.
„Af hverju bannaði Meistari
Kjarval þér að selja þetta mynd-
ræna verk?“
„Eg átti að geyma hana fram á
næstu sýningu. Og eins var það
um aðra mynd, litla mynd frá
Þingvöllum af Peningagjánni, sem
eg geymdi í herrans mörg ár eða
þangað til hún fór til Noregs sem
gjöf til náfrænku minnar sem þar
var búsett."
„Segðu mér meira af hinni
myndinni, Friður er kominn á —
er' ekki upprunalega merkingin í
friður ást, sbr. sögnina að frjá,
sem merkir að elska?"
„Svo ku vera,“ segir Húnvetn-
ingurinn Magnús alvarlegur í
bragði, „ja, svo að eg segi söguna
eins og var, þá vildi Sigurður
Berndsen fjármálamaður frá
Höfðakaupstað kaupa myndina á
einar 1200 krónur á sýningunni.
(Þess má gera svona innan sviga
að tólf hundruð krónur árið 1946
svara til samkvæmt verðlagi í dag
tvö hundruð og fimmtíu — þrjú
hundruð þúsund króna) „... já
hann Siggi Berndsen vildi kaupa
einar þrjár—fjórar í viðbót og
byrjaði að prútta. En eg sel aldrei
mönnum, sem prútta. Eg slæ
aldrei af verði á mynd, sem eg hef
fastákveðið, jafnvel þótt mér
sjálfum finnist dýrt. Komið hefur
fyrir að eg hef gefið stóreigna-
mönnum myndir, mönnum, sem
hafa verið að prútta ... hins vegar
keypti Siggi einar tvær myndir á
réttu verði."
„Hafa umræddir menn keypt af
þér myndir síðar?"
„Nei, það hefur ekki komið
fyrir."
„Svo að vikið sé yfir í aðra
sálma — ertu í þakkarskuld við
Kjarval út yfir gröf og dauða?"
„Eg tel mig vera það. Eg gaf
honum mynd eftir stóru sýning-
una mína í Skálanum, sem heitir
við Tjörnina: Þar sér til Vonar-
strætis séð frá Tjarnargötu, með
Tjörnina í fanginu. Hún er hér á
veggnum, sjáðu, og Kjarval sagði,
að eg ætti hjá honum mynd, og
það fór á þann veg, að hvorugur
sótti mynd til hins ... það var nú
það.“
Magnúsi var nú orðið ofur ljóst,
að höf. ritsmíðar þessarar ætlaði
ekki að láta standa við orðin tóm
um skrifelsi og segir:
„Það er ágætt að auglýsa stað-
inn — sjálfur er eg ekki mikið
gefinn fyrir að trana mér frarn."
„Eg minntist á það við austur-
húnvetnskan júrista búsettan
austanfjalls í símtali, hvað eg
hygðist fyrir og hann lét þau orð
Húnvetnsk
rapsódía