Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 2

Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Framboðsófærð á Austurlandi FRAMBJÓÐENDUR á Austurlandi lentu í ófærð á leið á framboðs- fund i Borgarfirði eystra og urðu þeir frá að hverfa við svo búið en hafa tilkynnt fund áður en langt um líður. Um 30 manns voru mættir á staðinn, en þegar fundi var frestað um kl. 11 um kvöldið var samkvæminu breytt i kaffifund, enda höfðu kvenfélagskonur undirbúið kaffisölu á fundinum. Veghefillinn sem ruddi fram- bjóðendunum leiðina bilaði við Selfljót og þá sneri Sverrir Her- mannsson strax við þar sem hann taldi sýnt að ekki yrði unnt að komast til fundar í tæka tíð á kristilegum tíma. Aðrir frambjóð- endur héldu áfram, en við Unaós sneru alþýðubandalagsmenn við, en framsóknarmennirnir héldu áfram upp á Skarð en urðu þar frá að hverfa þótt aðeins væri um 1 'h km ganga yfir ófærðina þangað sem bílar gátu komið á móti. En svo var orðið áliðið að of seint þótti og ekki vildu framsóknar- mennirnir yfirgefa bílana. Ekki hafa borist fréttir af því hvort Bjarni Guðnason hafi verið þarna einhvers staðar í slagtogi. Reykjavík: 400 lóðum úthlut- að um áramót Lokið úthlutun í Breiðholti — gert ráð fyrir hesthúsum á íbúðarhúsalóðum ALLS verður úthlutað i Reykjavík 400 lóðum und- ir íbúðir í einbýlihúsum, raðhúsum og fjölbýlishús- um um næstu áramót sam- kvæmt upplýsingum Hjör- leifs Kvarans sem á sæti í lóðanefnd. Með þessari lóðaúthlutun lýkur öllum lóðaúthlutunum í Breið- á Eiðsgranda eru um 400 m2, og í Hóla- og Seljahverfi eru þær um 500 m2, en þessi lóðaúthlutun fer fram samkvæmt skipulagsreglum síðustu ára sem þó er verið að reka smiðshöggið á nú að sögn Hjörleifs. Af lóðunum 64 í Seljahverfi er gert ráð fyrir 15 lóðum þar sem leyft er að hafa hesthús á lóðinni. Hundrað útselskópar bárust skinna- og dúnmóttöku SÍS á Kirkju- sandi í gær og verða þeir teknir tii fláningar í stöðinni að sögn Jóns Benediktssonar forstöðumanns dúnhreinsunarstöðvarinnar. Dýrin voru veidd á föstudag i kring um Ilafnir á Skaga af bændum í nágrenninu. Nokkur dýranna voru flutt lifandi í Sædýrasafnið. Útsclskóparnir eru drcpnir þannig að farið er um seilátrin og dýrin skotin með skammbyssu, cn hægt er að ganga alveg að þeim. Skinnin eru söltuð og seld þannig úr landi fyrir lítið verð segja kunnáttumenn. Kosningabaráttan: Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á meira en 100 vinnustaðafundi í vikunni þar af voru 22 fundir í gærdag holti, en þar verður nú úthlutað síðustu 100 ein- býlishúsalóðunum og 10 raðhúsum. í Seljahverfi í Breiðholti verður úthlutað 64 einbýlishúsalóðum og 10 raðhúsum, 57 einbýlishúsalóðum í Hólunum og í Rauðagerði verður úthlutað lóðum undir 12 einbýlis- hús. Á Eiðsgranda verður úthlutað lóðum undir 27 einbýlishús, 63 raðhús og 70 íbúðir í fjölbýlishús- um. Þá verður úthlutað fyrir 100 íbúðir í nýja miðbænum í fjölbýlis- húsi. Við Rauðagerði er gert ráð fyrir stórum einbýlishúsum, en á öllum öðrum lóðum er gert ráð fyrir litlum húsum. Einbýlishúsalóðirnar FUNDIR frambjóðenda til Alþingis í kosningunum í desember með fólki á vinnustöðum halda áfram, og frambjóðendur allra flokka heimsækja hvern vinnustaðinn á fætur öðr- um. Að sögn Jóns Orms Halldórs- sonar á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins gengust frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fyrir tuttugu og tveimur fundum í gær, og alls verða yfir eitt hundrað slíkir fundir aðeins í þessari viku. Sagði hann fundi þessa hafa gefist vel og væru umræður oftast mjög fjörugar eftir stuttar fram- söguræður frambjóðenda. Greini- legt væri að kjósendur hefðu mikinn áhuga á að fræðast um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokks- ins, og það væri hún sem fyrst og Stórslasað- ist á fæti TÆPLEGA þrítugur skipstjóri á Suðureyri stórslasaðist á fæti þegar hann lenti í snigli sem flutti ís fyrir bát hans s.l. laugar- dag. Var útlit fyrir að maðurinn, Guðni Einarsson skipstjóri á Sig- urbjörgu, myndi missa fótinn en það náðist að bjarga honum. M.a. brotnuðu ristarbein í fætinum. Hann var fyrst fluttur til ísa- fjarðar og síðan til Reykjavíkur. Honum líður vel eftir atvikum. Guðni var að útbúa bát sinn fyrir siglingu. Ragnar Arnalds: Hættuleg- ast að halda óbreyttri efnahags- stefnu RAGNAR Arnalds, fram- bjóðandi Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra, sagði á framboðsfundi á Blönduósi í fyrradag, að hættulegast væri að halda óbreyttri efna- hagsstefnu. Hann sagði einn- ig, að framkvæmdir væru orðnar jafn litlar og á at- vinnuleysistímum. fremst væri rætt um þessa dag- ana. Jón Ormur sagði, að fólk á hinum ýmsu vinnustöðum gæti haft samband við skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins, ef áhugi væri á að fá frambjóðendur flokksins í heimsókn. Sagði Jón að reynt yrði að verða við öllum slíkum óskum, þó tíminn sé naumur og frambjóð- endur mjög önnum kafnir. „Slítum stjórnmálasam- bandi við Hólmara...“ Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn á Grundfirðingi dæmdir í 1800 þúsund króna sekt og til greiðslu kostnaðar — ÞEGAR fulltrúi sýslumanns hafði kveðið upp dóm sinn, sagði ég við hann, að nú slitum við Grundfirðingar stjórnmálasam- bandi við Hólmara, sagði Soffaní- as Cecilsson útgerðarmaður i Grundarfirði i samtali við Morg- unblaðið i gærkvöldi. Mál Soff- aníasar vegna skelfiskveiði á Grundarfirði var i gær tekið fyrir i Grundarfirði og Soffanias dæmdur til að greiða 1200 þús- und krónur í sekt, en Björn Ásgeirsson var dæmdur i 600 þúsund króna sekt. Soffaniasi var jafnframt gert að greiða málskostnað og kostnað við iög- regluvakt á bryggjunni í Grund- arfirði, en hún hefur staðið í um vikutíma. Dóminn kvað upp Rikharður Másson, fulltrúi sýslu- manns i Snæfellsnessýslu. Soffanías sagði í gær, að hann teldi líklegt að hann myndi áfrýja þessum dómi. Hann sagði, að sektin og sá kostnaður, sem hon- um væri gert að greiða, næmu töluvert hærri upphæð en þau Lögregiumenn á bryggjunni á Grundarfirði gæta þess að festar Grundfirðings verði ekki leystar. Myndin var tekin í siðustu viku. tæki kostuðu sem hann keypti í haust til að gera rækjuvélar sínar virkar fyrir skelfiskvinnslu. — Ef til vill brutum við lög, þar sem við höfðum ekki veiðileyfi, en við getum þó sagt að við höfum haft fullan rétt, því að sjávarútvegs- ráðuneytið hefur ekki svarað okk- ur og eru þó liðnir 10 mánuðir síðan við skrifuðum þeim þar. Þeir hafa aldrei neitað okkur um veiði- leyfi og reyndar látið að því liggja, að við gætum fengið leyfi ef við hefðum viðurkennda stöð. Með því að láta 2'h milljón króna í tæki tel ég að við getum unnið skelina mjög vel, sagði Soffanías. Hreppsnefnd Eyrarsveitar kom saman til fundar í gærmorgun og eftir að Soffanías Cecilsson hafði rakið þróun mála frá upphafi vék hann af fundi. Hreppsnefndin samþykkti síðan ályktun, þar sem segir m.a. að hreppsnefndin telji það ástand, sem nú ríkir í þessum málum óviðunandi og segist munu beita sér fyrir farsælli lausn mála á þann veg, að Soffaníasi verði gert kleift að nýta þann tækjabún- að, sem fyrir er í verksmiðjunni. Það telur hreppsnefndin bezt gert Grundfirðingur SH 124 við bryggju. (Ljósm. Bæring Cecils- son). með því að honum verði veitt leyfi til rækjuveiða. „Hér er um mikið hagsmunamál Grundfirðinga að ræða og þarfnast það skjótrar úrlausnar," segir í ályktuninni. Þá er jafnframt lögð áherzla á að skelstofninn í Breiðafirði verði rannsakaður til hlítar með það að markmiði að Grundfirðingar fái eðlilega hlutdeild í veiðinni. Hreppsnefndin vekur athygli á að enn skorti mjög á að allir mögu- leikar til skelfiskveiði í Breiðafirði séu nýttir og hvetur til að nútíma tækni verði beitt við veiðarnar, sem leiði það af sér, að skelin nýtist sem best. Páll Pétursson: Stefán Val- geirsson hefur for- klúðrað málefnum bænda PÁLL Pétursson, fram- bjóðandi Framsóknar- flokksins í Norður- landskjördæmi vestra, sagði á framboðsfundi á Blönduósi í fyrradag, að Stefán Valgeirsson, frambjóðandi Fram- sóknar í Norður- landskjördæmi eystra hefði forklúðrað mál- efnum bænda og Pálmi Jónsson hefði að vísu hjálpað honum til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.