Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 1
48SÍÐUR
10. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Afghanistan;
Skipulegar f jölda-
aftökur Sovétmanna
- mikið mannfall afghanskra uppreisnarmanna og á milli 900 og 1200 sovéskir hermenn hafa fallið
Sovézk vél f ékk
ekki að lenda á
Kennedyvelli
Montreal, 12. jan. AP.
SOVÉZKRI farþegavél var beint
til Mirabel-flugvallarins við
Montreal í morgun. eftir að
starfslið á Kennedyflugvelli neit-
aði að aðstoða vélina í aðflugi.
Með vélinni voru 99 farþegar og
verða þeir sendir til New York
með öðrum flugfélögum, að því er
samgönguráðuneyti Kanada sagði,
en vélin fer til Moskvu í býtið
laugardag.
Talsmaður samgönguráðuneyt-
isins gat ekki gefið nánari skýr-
ingu á því hvers vegna sovézku
vélinni var neitað um leyfi til að
lenda í New York.
lllíf-
látnir í
Tabriz
Teheran, 11. jan. AP.
BYLTINGARDÓMSTÓLL í
irönsku borginni Tabriz lét í
morgun, laugardag. taka af lífi
ellcfu menn eftir að þeir voru
sekir fundnir um andstöðu og
undirróður gegn hinu íslamska
lýðveldi. Pars-fréttastofan sagði,
að mennirnir ellefu hefðu alið á
öryggisleysi og kynt undir ótta
hjá fólki, og þeir hefðu gerzt
sekir um að pynda rétttrúaða
múhameðstrúarmenn í borginni.
I fréttum frá Tabriz segir, að
þrír hafi beðið bana í gærkvöldi í
bardögum þar í borginni milli
byltingarflokka, sem trúir eru
Khomeini, og annarra, sem eru
félagar í Þjóðarflokki múham-
eðstrúarmanna, sem er andsnúinn
erkiklerknum og hefur lýst ein-
dregnum stuðningi við Kazem
Shariat Madari, sem er annar
mestur ayatollah þar í landi.
Kahúl. Karachi. WashinKton.
— 12. janúar — AP.
SOVÉSKIR hermenn studdir
stórskotaliði hafa rofið víglinu
íslamskra uppreisnarmanna í
Birkohéraði, skammt frá landa-
mærunum við Pakistan: í frétt-
um frá Pakistan segir, að 1000
sérþjálfuðum sovéskum fall-
hlífarhermönnum hafi verið
varpað niður í héraðið til stuðn-
ings sovésku liði í héraðinu. í
fréttum frá Pakistan segir, að
uppreisnarmenn hafi orðið fyrir
miklu mannfalli vegna stórskota-
liðsárása Sovétmanna en ná-
kvæmar tölur liggja ekki fyrir.
Þegar berast fréttir um harða
bardaga skammt frá borginni Jal-
alabad í a-hluta Afghanistans, 80
kílómetra frá pakistönsku landa-
mærunum. Leiðtogi uppreisnar-
manna þar sagði í viðtali við
pakistönsku fréttastofuna PPI, að
50 sovézkir hermenn hefðu fallið í
bardögum á fimmtudag, auk þess
að sovézk flugvél hefði verið skot-
in niður. Þá berast fréttir af
stórskotaliðsárás Sovétmenna í
héraðinu Nooristan. Þar hyggja
Sovétmenn á árás en uppreisn-
armenn eru sterkir fyrir í hérað-
inu. Um 140 borgarar hafa fallið í
árás Sovétmanna.
Fjöldaaftökur
Sovétmanna
Embættismaður Carterstjórn-
arinnar sagði að Sovétmenn hefðu
misst á milli 900 og 1200 hermenn
í bardögum í Afghanistan. Hann
sagði að mannfall meðal Afghana
væri „mjög mikið“. Þá sagði hann
að Sovétmenn hefðu haldið uppi
skipulegum fjöldaaftökum á sér-
stökum aftökustað nærri einni af
helstu borgum landsins en hann
vildi ekki fara nánar út í það.
Hann sagði að um 300 manns
hefðu verið teknir af lífi. „Sam-
kvæmt okkar upplýsingum annast
Sovétmenn sjálfir aftökurnar með
því að skjóta fanga. Daglega hafa
um 34 verið teknir af lífi,“ sagði
hann.
Þó allur sovéski
herinn komi munum
við reka þá á brott
Fulltrúi afghanskra uppreisn-
armanna í Pakistan sagði í yfir-
lýsingu, að múhameðstrúarmenn í
Afghanistan væru staðráðnir í því
að reka sovéska innrásarliðið af
höndum sér. „Afghanir eru stað-
ráðnir í að berjast við Sovétmenn.
Reka þá af höndum sér, úr landinu
og koma á íslömsku lýðveldi.
Sovétríkin, sem eru stórveldi, geta
ekki kúgað afghönsku þjóðina.
Jafnvel þó allur sovéski herinn
komi til Afghanistan munum við
reka hann af höndum okkar.“ í
yfirlýsingu hans sagði ennfremur,
að íslamskir uppreisnarmenn
hefðu unnið nokkra bardaga við
Sovétmenn og að uppreisnarmenn
réðu héruðunum Badakhshan,
Takhar og Nooristan.
Sjá einnig „Sovésk innrás í
Pakistan?“ á bls. 2.
Páfi gaf
bíl í Kam-
bódíusöfnun
I'áíaKarði 12. jan. AP.
JÓHANNES Páll páfi II hef-
ur gefið Ford Lincoln Contin-
entalbil, sem hann kom með
úr heimsókn sinni frá Banda-
ríkjunum, líknarsamtökum
sem eru að safna fé handa
hrjáðum Kambódíumönnum.
Páfinn fékk bifreiðina að gjöf
frá St. Mary-skólanum í
Michigan. Talsmaður líknar-
samtakanna Caritas Italiana
sagði, að skipt yrði á Lincoln-
um fyrir annan sem hentugri
reyndist til notkunar fyrir
hjúkrunarfólk í Kambódíu.
MiUjónir Tyrkja
skjálía af kulda
— olíuskortur leiðir til lokunar skóla og
neyðarástands á sjúkrahúsum og í heimahúsum
Ankara 12. jan. AP.
MILLJÓNIR Tyrkja eiga nú um sárt að binda vegna alvarlegs
skorts í landinu á olíu til húsahitunar. Þessi vöntun hefur verið
mest í stærri borgum landsins og er ástandið bæði í íbúðarhúsum
og skrifstofubyggingum og meira að segja á sjúkrahúsum verulega
slæmt af þessum sökum. Þá hefur orðið að loka skólum vegna
þessa. Ekki bætir það úr skák að rafmagn er skammtað i helztu
borgum, og er straumur rofinn í fjórar stundir á dag á hverjum
stað.
Ástæðan fyrir þessu er, að
Tyrki skortir mjög átakanlega
gjaldeyri til að geta keypt
hráolíu. í desember og janúar
var til dæmis aðeins hægt að
flytja inn einn fjórða af þeirri
olíu sem Tyrkland þarf vegna
þess að ekki er unnt að greiða
fyrir meira.
Gert er ráð fyrir, að Tyrkir
þurfi að greiða á árinu 1980 um
3.5 milljarða dollara fyrir olíu á
núverandi verðlagi en talsmaður
stjórnarinnar segir, að Tyrkir
megi hrósa happi ef tekst að
öngla saman 3 milljörðum doll-
ara í erlendum gjaldeyri fyrir
útflutning á þessu ári.
Mikið hörmungarástand er
víða sakir þessa og í köldum
íbúðum Istanbul, Ankara og
Izmir reynir fólk nú að hita upp
með viði eða kolum, en vegna
stóraukinnar eftirspurnar á
þessum varningi er hann að
ganga til þurrðar og sömuleiðis
vantar dísilolíu á flutningatæki
sem fara með varning af þessu
tagi á milli landshluta. Þá hefur
verð á viði stórhækkað, eða því
sem nær tvöfaldast og er nú sem
svarar 45 þús. ísl. á tonnið.
Ríkisstjórn Tyrklands er nú að
reyna að ná samningum við
Saudi-Arabíu um að fá olíu
þaðan með greiðslufresti.