Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 Helsingborg heitir borgin Svíþjóðarmegin við Eyrarsund, þar sem ísiendingar koma fyrst, fari þeir um Danmörku til þess vísa lands. Lengi hefur hún verið íslendingum kunn. Snorri Sturluson nefnir hana á sinum húðum. Og þar hefur nú íslenzk kona, Margrét Sigurðardóttir Hermannsson, haslað sér völl og unnið borginni vel í nærri tvo áratugi. Hún hefur verið þar borgarfull- trúi síðan 1961, er varaforseti borgarstjórnar og situr í hafnarstjórn í þessari miklu hafnar- og ráðstefnuborg. Ahrifa þess gætir í borginni og ýmsu hefur hún komið til leiðar. M.a. flutti hún og kom í gegn tillögu um breytta stafsetningu á borgarnafninu sjálfu, og olli ekki svo litlu fjaðrafoki. Þá var Hálsingborg skrifað með a-i og tvípunkti, en var breytt í gamla stafsetningu Helsingborg. Gætum við ímyndað okkur að stafsetningarbreyting á borð við þessa gengi ekki hljóðalaust fyrir sig hér á landi. Þessa merku konu hitti frétta- maður Mbl. daginn áður en hún hélt aftur heim til Svíþjóðar, eftir að hafa eytt jólunum hjá dóttur sinni, Nönnu Hermanns- son, borgarminjaverði, tengda- syninum Peter Ottossyni og barnabörnunum tveimur. Og satt að segja vorum við búnar að spjalla lengi saman, þegar sú hugsun kom upp á yfirborðið að fleiri mundu vilja heyra það, sem hún hafði að segja. Og þá er að snúa sér að forsögu málsins. Margrét er dóttir Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns Skag- firðinga og konu hans, Guðrúnar Stefaníu Arnórsdóttur. Hún er hjukrunarkona að mennt. Svo bar það við á hjúkrunarkvenna- móti á íslandi 1939 að hún kynntist formanni sænska hjúkrunarfélagsins, sem hvatti hana til að koma til Svíþjóðar til starfa um hríð. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku var Margrét stödd í Kaupmanna- höfn á leið til Svíþjóðar og komst ekki lengra. Þetta var í aprílmánuði og það var ekki fyrr en í ágúst að henni tókst fyrir harðfylgi að fá leyfi til að halda ferðinni áfram. Og leið hennar til Stokkhólms lá um Helsing- borg, en á þeim stað gat hún þá ekki hugsað sér að bíða í heila þrjá tíma eftir lest, en hélt rakleiðis til Gautaborgar. Þá vissi ég ekki að þessi borg ætti eftir að verða stór og örlagarík- ur þáttur í lífi mínu, segir hún. En þangað kom ég ekki aftur Margrét Hermannsson í stof- unni í Árbæjarsafni. Ljósm. Peter Ottosson. og sitja í fjórum sætaröðum. Þeir nýjustu fá sæti á aftasta bekk og færast svo fram með tímanum. Á fremsta bekk voru nú aðeins tvær konur, Margrét og annar kvenfulltrúi, á öðrum bekk heldur ekki nema tvær, fleiri á þriðja bekk, en á þeim aftasta var meirihlutinn konur. Hún kvaðst þó reikna með að þetta mikla fylgi kvenna fengi eitthvert bakslag, en nú væru konur vanalega viðteknar. Enn sagði Margrét að bæri þó á því að ætlast væri til þess að konur hefðu aðeins afskipti af ákveðnum málaflokkum, en ekki öðrum. Hún minnist hlæjandi blaðaummæla, sem spruttu af því, þegar hún var að berjast fyrir því að koma konu í gatna- málanefnd og hafði þau rök fyrir því, að konurnar gengju á götun- um og sætu í görðunum, sem þar er um fjallað. Og eitt blaðið sagði að borgarfulltrúi Margrét Hermannsson vildi fá konu í gatnamálanefnd, af því að kon- urnar „væru á götunni", sem á sænsku getur líka táknað að þær séu gleðikonur. Þegar blaða- menn í hálfkæringi spurðu hana hvað rétt væri eftir henni haft svaraði hún að bragði: — Það er rétt. Við konurnar göngum á götunni og nú sit ég í hafnar- nefnd og fer um borð í skipin líka! Hún hafði sýnilega haft gaman af þessum orðaskiptum. Margrét er nú í hafnarstjórn og sagði það skemmtilegt við- fangsefni. Höfnin í Helsingborg, sem er næststærsta höfn Sví- þjóðar, er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki og með ágóða. Og höfnin er auðvitað slagæð borg- arinnar. Um hana fara 17 millj- ónir manna á ári og mun vera með því mesta í veröldinni. Það verður til þess að mikið er um ferðafólk og borgin vinsæl ráð- hvort þær reyndust vel eða illa, og afleiðingin er alger glundroði núna. Fjöldi kennara hefur gef- ist upp á að kenna og skipt um starf eða horfið í veikindafrí. Ólgan er svo mikil í skólunum að þörf hefur verið á varðmönnum þar. Og svo endaði þetta með þeim ósköpum að nýlega var einn kennarinn stunginn til bana í einum skólanum. Fólk varð felmtri slegið. Það hafa orðið miklar umræður í haust um skólamál í Svíþjóð og áreið- anlega verður nú breyting á. — Ulfhamar fræðslustjóri sagði nýlega, að það yrði að koma kyrrð á í skólunum og draga úr þessum stöðugu um- breytingum. Það er líka orðin almenn krafa foreldra og ann- arra að komið verði á meiri ró og börnin læri fyrst og fremst undirstöðugreinar, svo sem lest- ur, skrift og reikning, sem svo er hægt að byggja á. Að börnin séu ekki bara í skólanum heldur að þau séu þar til að læra. Talið berst að fullorðins- fræðslunni, sem Margrét segir að sé mjög mikil í Svíþjóð. Fólk hefur þar tækifæri til að læra nánast hvað sem er og fær þá til þess ríkisstuðning. En það er dýrt, því manneskja getur haldið áfram námi á launum svo lengi sem hún vill, án þess að sýna árangur eða próf. Ef nógu marg- ir vilja læra eitthvað, sama hvað er, þá er myndaður námsflokkur. — Til dæmis hafði ég námsflokk um ísland og íslendinga, sagði Margrét. Og slíkt námskeið verður endurtekið, ef nógu margir vilja lesa um ísland og kynnast íslenskum málefnum. • Fræðsla um ísland Það kemur í ljós að ekki er óalgengt að Margrét Hermanns- son sé fengin til að kynna íslenzk Kors Kaar og við heimkomuna úr jólaleyfinu á íslandi lá fyrir að undirbúa 40 ára afmæli deild- arinnar. En konur úr þeirri deild Rauða krossins tóku í stríðslokin að sér flóttafólkið úr útrým- ingarbúðunum í Evrópu, sem Bernadotte bjargaði til Svíþjóð- ar. Það var ægilegt að horfa upp á það, segir Margét. Og það var hræðileg reynsla. En svo skrýtið sem það er, þá hitti ég aldrei svo fólk sem vann með mér þá, að það liti ekki oft til þeirra tíma með ánægju. Enginn gleymir því. Núna er ekki svo mikið verk að vera formaður, enda höfum við á að skipa svo mörgum ótrúlega duglegum konum, sem leggja fram sjálfboðavinnu, bæt- ir hún við. Viðfangsefni okkar er hjúkrun í heimahúsum, hjálp í viðlögum, slysahætta barna í heimahúsum o.fl. og höfum námsflokkastyrk til námskeiða- halds. Nanna dóttir hennar hellir í kaffibollana og spyr hvort hún sé að tala um Vinahjálpina. Nei, þótt Vinahjálpin háfi sprottið út úr Rauða krossinum, þá standa fleiri kvenfélög að henni, svarar móðir hennar, sem hefur verið formaður Vinahjálpar síðan 1962, þegar félagsskapurinn var stofnaður. En það var áður en borgin fór að veita hjálp í heimahúsum, sem var eitt af viðfangsefnunum. Nú er þetta í mjög föstu formi orðið svo ég hefi ekki svo mikið fyrir því, útskýrir Margrét. Við höfum opið hús með dagskrá einu sinni í viku fyrir einmana og aldraða og allir velkomnir. Það er til svo mikið af einmana fólki og allt upp í 8000 kaffigestir hafa komið til okkar á ári. Áður en ág fór vorum við að ganga frá dagskrá fyrir þetta starf allt til vors. Sjálf hefur Margrét unnið öll Sýslumannsdóttirin á Sauðárkróki varð borgar- fyrr en 1942, þegar ég var gift Olle Hermannsson lögfræðingi og við settumst þar að. Þau búa þarna á fallegum stað með útsýni yfir Sundin og við fagran beykiskóg, líklega þann eina af þeirri tegund, sem eftir er í Svíþjóð. Og þar hafa þau alið upp sín fjögur börn, sem öll eru uppkomin. Tvö þeirra tóku stúd- entspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, Snorri og Nanna, sem búsett eru á Islandi sem fyrr er sagt. • Buðu fram kvennalista En hvernig stóð á því að hún, útlendingur í landinu, fór að taka svo mikinn þátt í stjórn- málum? — Eg byrjaði í kvenna- samtökum Moderata-flokksins í Helsingborg. Ég er nefnilega fædd íhald og verð það alltaf, þótt ég hafi unnið mikið að félagslegum umbótum, sem fer mjög vel saman, svaraði hún og hló við. Og sú eina, sem ekki kunni að skrifa sænsku, var gerð að ritara í þessum félagsskap. Formaðurinn var þingmaður og þegar hún fórst í flugslysi ásamt fleiri þingmönnum, þá tók ég við. Við höfðum unnið mjög vel saman og af henni hafði ég lært mjög mikið. Ég hætti ekki for- mennsku þar fyrr en 1966, en var áfram formaður Kvenfélaga- sambands Moderata í kjördæm- inu, sem m.a. nær yfir borgirnar Malmö, Lund, Landskrona og Helsingborg. í þessum gömlu og grónu kvennasamtökum, sem stofnuð voru 1919, hafði ég einnig haft formennsku, sem ég ætla nú líka að fara að hætta. Þannig var það undir forustu Margrétar að boðinn var fram sérstakur kvennalisti í kjör- dæminu við þingkosningarnar fulltrúi í Svíþjóð 1973 og komu konur þannig fulltrúa á þing. Á lista Moderata voru að vísu konur, en engin í öruggu sæti. — Við kröfðumst þess að fá konu á þing, og var þetta gert til að gefa konu slíkt tækifæri. Það voru mikil átök og geysilega skemmtileg vinna, en við þetta fengum við og flokkur- inn líka mikið aukið fylgi, út- skýrir Margrét, og auðséð að hún hafði notið slagsins eða eins og hún orðaði það. — Slíkt gefur mikið og verkar eins og innspýt- ing. Við gerðum þetta ekki nema einu sinni, vildum ná meira jafnvægi og ryðja brautina. Það tókst mjög vel. Margrét segir að viðhorfin séu mjög breytt að þessu leyti frá því hún var fyrst kosin í b'orgar- stjórn 1961. Nú séu um 40% af borgarfulltrúum konur og þakk- ar hún það því, að upphaflega hafi staðið við bakið á kven- fulltrúunum sterk kvennasam- tök, enda hljóti samfélagið að eiga að byggjast upp með full- trúum allra hópa. Hún kvaðst um daginn hafa litið um öxl úr sæti sínu í borgarstjórninni og þá hefði þessi breyting blasað við. í borgarstjórninni eru 55 fulltrúar "\^ðtal við Margréti Hermannsson stefnuborg. Því leggst töluvert móttökustarf á herðar 1. vara- forseta borgarstjórnar og Mar- grét þarf að mæta við ýmiskonar tækifæri. • Glundroði í skólunum Margrét Hermannsson átti lengi sæti í skólanefnd í heima- borg sinni og þar sem sænsk skólamál ber oft á góma hér á landi, innti ég hana eftir því. — Ég er hætt í skólanefnd, gafst upp eftir 18 ár, svaraði hún. Ég gat blátt áfram ekki staðið í því lengur, svo óánægð sem ég var með skólamálin og hvert þau stefndu. Já, það er komið í Ijós að ég hafði rétt fyrir mér, því miður. Það er að koma fram að krakkar koma jafnvel ólæs út úr skólanum eftir allt skyldunámið. Prófin? Jú, það virðist vera hægt að sleppa í gegnum þessi krossa- próf árum saman án þess að kunna að lesa. Ein af ólæsu telpunum, sem viðtal var við nýlega í sjónvarpinu, sagði að mamma sín hefði lesið fögin upphátt fyrir sig og það hefði dugað. — Sannleikurinn er sá, að breytingarnar í skólunum urðu alltof hraðar, útskýrir Margrét. Hver umskiptin dynja yfir á fætur öðrum, svo að hvorki kennarar né nemendur geta fylgt þeim. Nýjar reglur hafa dunið yfir skólana og svo virðist sem um of hafi ráðið ferðinni „teoretikerar", sem ekki höfðu næga reynslu af kennslu og skólastarfi. Það var aldrei gerð úttekt á nýjungum og tilraunum, málefni. Hún hefur séð um íslands hlut í norrænni viku og talar oft um land og þjóð á samkomum félaga. Hún á bæði upphlut og peysuföt, sem amma hennar átti, og skartar iðulega íslenzkum búningi. Meira að segja er hún stundum beðin um að vera í þjóðbúningnum sínum, þegar hún er fulltrúi Helsing- borgar. Einu sinni hafði hún daglega í heila viku barnatíma, sem fjallaði um ísland, í sænska útvarpinu. Og rétt áður en hún fór til íslands núna sagði hún í barnatímanum frá jólunum á Sauðárkróki undir heitinu „Jól- in, þegar ég var lítil“. Þetta víkur talinu að íslend- ingum í Svíþjóð. Margrét segir að í Helsingborg sé töluvert af Islendingum. Sjálf er hún túlkur í réttinum, þegar dómsmál eru á ferðinni. Segir það ágætt til að halda við íslenzkunni. Hún við- urkennir, að það sé ekki alltaf jafn ánægjulegt, því nú orðið standi það oftast í sambandi við eiturlyfjaneyzlu og eiturlyfja- smygl. Þó segi í skýrslum að bæði sígarettureykingar og notkun eiturlyfja sé að minnka í Svíþjóð. Þegar orð er haft á því, að þetta sé ekki sérlega góð sending, sem Svíar fái frá okkur, vill Margrét ekki um það tala, segir að þeir hafi líka fengið marga góða lækna frá íslandi. Og sjálf hefur hún svo sannar- lega lagt sitt af mörkum til að kynna Islendinga vel í Svíþjóð. Enn er langt því frá að öll hennar umsvif í félagsmálum séu upptalin. Margrét er formað- ur í Helsingborg Kvinliga Röde þessi störf í sjálfboðavinnu, allt frá því hún kom til Helsingborg- ar, nema hvað nú hefur hún laun fyrir störfin í borgarstjórn. Það framlag er sýnilega ekki smátt. Hún er líka rösk og óvílsöm. Er ekkert að kvarta undan vinnu- álagi eða velta því fyrir sér hvað maður kunni að hafa eftir henni. Við ljúkum samtalinu í bílnum, meðan ég ek henni í heimsókn til ættingja. Hún segist hafa haft ákaflega gaman af dvölinni á Islandi og er nú búin að fá mikinn áhuga á ættfræði. Sagð- ist vera að safna sér upplýsing- um um ætt sína, til þess að börn hennar, sem erlendis búa, missi ekki tengslin og viti um ætt- ingja. Hún kveðst koma oftar í heimsókn til íslands seinni árin. En saknar samt gamla Gullfoss. Ferðalagið með Gullfossi var svo yndislegt, þegar hún var að koma með honum til íslands með börnin, segir hún. Okkar síðustu orðaskipti verða að gefnu tilefni um gang- stéttirnar, sem eru fullar af snjó og illfærar á köflum gangandi fólki. Margrét segir, að slíkt sé ekki liðið í Svíþjóð. Hver húseig- andi er ábyrgur fyrir gangstétt- inni fyrir framan húsið sitt og því sé þar alltaf mokað og snyrtilega um gengið. Þeir sem ekki moka sjálfir, borga fyrir moksturinn, og þegar um gamalt fólk og sjúklinga er að ræða, er það gert af bæjarfélaginu á sama hátt og heimilishjálpin en greitt eftir efnum og ástæðum. Og með það steig Margrét út úr bílnum og lagði leið sína yfir glerhála gangstéttina að húsinu, sem hún ætlaði í. Enginn hefði borið ábyrgð á því þótt hún hefði dottið og brotið sig — og eyða orðið í öllu hennar mikla starfi, sem beið í Svíþjóð. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.