Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980
twliíCalii ito
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
stríðið á flugleiðinni hefur
magnazt og fjölmargir aðil-
ar bjóða nú lág fargjöld.
Jafnframt hefur eldsneyt-
iskostnaður stórhækkað.
Líklegt má telja að flug-
leiðin yfir Atlantshafið sé
nú erfið fyrir flest flugfélög
og þá gefur auga leið, að
þeir, sem hafa minnst fjár-
hagslegt bolmagn, eiga erf-
iðast með að standast áföll-
in. Loftleiðir höfðu byggt
upp mikið sölukerfi og aðra
starfsemi í kringum þetta
flug, bæði heima og erlend-
margir, sem hafa átt erfitt
með að horfast í augu við
þær staðreyndir, sem blas-
að hafa við í sambandi við
Atlantshafsflug Flugleiða.
Það er mannlegt út af fyrir
sig og skiljanlegt en hitt er
ljóst, að stjórnendur fyrir-
tækisins eru fyrst og
fremst gagnrýnisverðir
fyrir það að hafa ekki
byrjað þennan samdrátt
fyrr.
Flugsamgöngur eru okk-
ur íslendingum mikilvæg-
ar. Nú skiptir mestu, að
Fylgjum fordæmi frumherjanna
í fluginu — hef jum nýja sókn
Loftleiðamenn byggðu
upp flug með útlend-
inga milli Bandaríkjanna
og Evrópu af dirfsku, dugn-
aði og framsýni. Grundvöll-
ur þess var sá að bjóða
farþegum lægri fargjöld en
aðrir gerðu en í þess stað
urðu þeir að sætta sig við
hæggengari flugvélar og
millilendingu á íslandi.
Fyrir allmörgum árum
mátti sjá fyrir, að þessar
forsendur Loftleiðaævin-
týrsins í Atlantshafsflug-
inu voru að breytast og
hverfa. í fyrsta lagi var
orðið óhjákvæmilegt að
taka í notkun þotur á
þessari flugleið enda
rekstrarhagkvæmni þeirra
meiri en gömlu vélanna.
Þar með voru Loftleiðir
komnar með sömu eða svip-
aðar vélar í þetta flug og
önnur flugfélög á þessari
flugleið. I öðru lagi hafa
fargjöld á flugleiðinni
smátt og smátt lækkað hjá
öðrum flugfélögum og all-
mörg ár eru síðan fargjöld-
in voru orðin svo lág, að
þetta flug skilaði ekki mikl-
um hagnaði, ef nokkrum.
Þegar svo var komið, að
önnur flugfélög buðu svip-
uð fargjöld og íslenzka
flugfélagið, sem hins vegar
varð að millilenda á
íslandi, mátti ljóst vera, að
erfiðleikar mundu koma
upp.
A síðustu misserum hef-
ur tvennt gerzt: fargjalda-
is, sem Flugleiðir tóku
síðan við. Það er sjálfsagt
auðveldara að byggja upp
og þenja út heldur en að
draga saman. Það er erfitt
verk að draga saman svo
mikla atvinnustarfsemi,
sem byggð hafði verið upp í
kringum Atlantshafsflugið
og þeir menn, sem í því
standa, eru ekki öfunds-
verðir af hlutskipti sínu.
Það hefur gert þetta verk
erfiðara en ella, að miklar
deilur hafa verið uppi inn-
an Flugleiða á undanförn-
um misserum, bæði milli
stjórnenda og starfsmanna.
Þær umræður, sem orðið
hafa á opinberum vettvangi
um þessi mál, sýna, að
innan félagsins eru fjöl-
stjórnendum og starfsfólki
Flugleiða takist að draga
saman seglin í bili a.m.k.
þannig, að félagið komi
sterkara út úr þeim sam-
drætti en það hefur verið
nú. Með því að koma
rekstri þess á traustan
grundvöll á ný er von til
þess, að við getum hagnýtt
okkur þá þekkingu og
reynslu sem safnazt hefur
saman hjá starfsliði Flug-
leiða og áður Loftleiða og
Flugfélags íslands, til þess
að endurskipuleggja flug-
starfsemi okkar Islendinga
og hefja nýtt vaxtarskeið. í
fluginu skiptast á skin og
skúrir. Þegar vel gengur er
uppbyggingin ör. Þegar
harðnar á dalnum tapast
mikið fé á sömmum tíma.
Við höfum reynt hvort
tveggja. En þótt illa gangi
nú eigum við ekki að missa
kjarkinn heldur stefna að
því að efla flugstarfsemi
okkar á ný á alþjóðavett-
vangi, þótt það kunni að
verða með öðrum hætti en
þegar mestur uppgangur
var í Atlantshafsfluginu.
Ýmsir hafa orðið til þess að
bregðast við erfiðleikunum
í Atlantshafsfluginu á
neikvæðan hátt og nota þá
sem tilefni til margvíslegra
ásakana á hendur stjórn-
endum Flugleiða. Við end-
urreisum alþjóðaflug okkar
ekki með slíku neikvæðu
nöldri heldur með því að
draga saman seglin þegar
það á við, endurskipuleggja
liðið og brjótast síðan
áfram með þeirri jákvæðu
afstöðu, dirfsku og dug,
sem einkenndi starf frum-
herjanna í flugi hér á
íslandi fyrir hálfri öld og
síðar þeirra manna, sem
lögðu grundvöllinn að hinu
umfangsmikla farþegaflugi
okkar milli íslands og ann-
arra landa. Fordæmi þeirra
á að verða þeim, sem nú
starfa að íslenzkum flug-
málum, hvatning til nýrra
átaka. Erfiðleikarnir sem
þeir stóðu frammi fyrir
virtust oft óyfirstíganlegir
en nú þekkjum við öll þá
glæsilegu sögu. Þess vegna
eigum við að stefna að því
að breyta vörn, í nýja sókn
á nýjum vígstöðvum.
Rey kj avíkurbréf
Laugardagur 12. janúar
Þjóð og tunga
Oft er á orði haft, að við
Islendingar séum „fátækir, smá-
ir“. Og það er vissulega rétt, að á
sumum sviðum þýðir ekki fyrir
okkur að etja kappi við milljóna
þjóðir, enda ætlast enginn til þess.
Við getum haldið hér uppi menn-
ingar- og velferðarþjóðfélagi án
þess að mæða okkur með þvílíkri
streitu. A hinn bóginn megum við
ekki láta fámennið draga úr heil-
brigðum metnaði né sjálfsvirð-
ingu: Við eina götu í New York
búa jafnmargir menn íslending-
um eða vinna við eitt og sama
fyrirtækið á þeim slóðum. Og það
jafnvel þótt Færeyingar bættust í
hópinn. Hvers vegna skyldum við
gera meiri kröfur til okkar en
þetta fólk til sín?
Það er enginn vafi á því, að hið
nána sambýli við náttúruna hér
eins og í Færeyjum örvar okkur til
dáða, gerir lífið innihaldsríkara og
fjölbreytilegra. Það er t.a.m. með
ólíkindum hversu margir afburða
listamenn hafa orðið til með
þessum smáþjóðum báðum tveim.
Og það örvar líka einstaklinginn,
að meiri kröfur eru til hans gerðar
í fámenninu en í mannhafinu:
Menn stækka með verkefnunum.
Það, sem fyrst og fremst skilur
okkur íslendinga þó frá öðrum
þjóðum er tunga okkar og menn-
ing: Heimskringla og Njála eru
auðskildar hverju mannsbarni
eins og áður; hvort tveggja skerfur
til heimsbókmenntanna sem þolir
samanburð við hvað sem er. Því
líkar bækur hafa aldrei verið
skrifaðar við breiðstræti New
York. Og ferskeytlan er eign okkar
einna. Stuðlasetningin og kveð-
andin er nokkuð, sem enginn getur
frá okkur tekið — gamall arfur,
sem við ein höfum varðveitt og
getum varðveitt áfram, ef við
höldum vöku okkar:
Meðan einhver yrkir brag,
og Islendingar skrifa,
þetta gamla þjóðarlag
það skal alltaf lifa.
Þessu vildu menn trúa, þegar
þjóðin var að vakna til „nýs lífs“
með endurreistu alþingi, heima-
stjórn, fullveldi og loks fullum
aðskilnaði við Dapi hinn 17. júní
1944. Og vel má halda því fram, að
með því að yrkja Ólafs rímu
Grænlendings undir sléttubanda-
hætti hafi Einar Benediktsson
viljað gera tröllaukið átak til þess
að varðveita gamla menningar-
arfleifð, sem hlaut að standa
höllum fæti, þótt lausavísan lifði.
Olafs ríma varð aldrei að því
meistarastykki, sem hann vildi.
Eigi að síður talar hún til okkar á
sinn hátt og þjónar sínum tilgangi
með því.
Tröllatak til
eflingar menn-
ingu og tungu
Fyrir tveimur árum rúmum
flutti Sverrir Hermannsson ásamt
fjórum alþingismönnum öðrum
tillögu til þingsályktunar um „að
sjónvarp og útvarp annist kennslu
og fræðslu í öllum greinum móð-
urmálsins. Þrettán manna ráð,
kosið hlutfallskosningu á Alþingi,
skal hafa með höndum stjórn
þeirra mála“.
Þessi tillaga var ekki borin fram
að ástæðulausu. íslenzk tunga
hefur átt mjög í vök að verjast í
sambandi við talað mál, bæði hvað
varðar framburð, framsögn og
áherzlur. Orðaforði hefur farið
þverrandi, en málið að sama skapi
orðið flatneskjulegra og erlendra
áhrifa gætir í vaxandi mæli. Loks
er svo komið, að tilfinning manna
fyrir merkingu orða hefur slaknað
geigvænlega. Sumpart er það
vegna auglýsingaskrums, sumpart
vegna áróðurs og innrætingar.
Þess má nefna dæmi í kennsluþók-
um við æðstu menntastofnanir, að
orð séu fremur valin með hliðsjón
af pólitískum geðþótta höfunda en
til að draga upp hlutlæga mynd af
atburðarás eða skoðunum. Þessa
hefur einnig gætt í ríkisfjölmiðl-
um.
í útvarpinu hefur margt verið
gert ágæta vel til eflingar
íslenzkri tungu og menningu í
þeim þáttum sem sérstaklega hafa
verið til þess ætlaðir. A hinn
bóginn ber of mikið á því að
kröfurnar hafi slaknað gagnvart
umsjónarmönnum einstakra dag-
skrárþátta. Og eins og segir í
greinargerð með þingsályktunar-
tillögu Sverris Hermannssonar og
þeirra félaga hefur áhrifaríkasti
fjölmiðillinn, sjónvarpið, „í engu
sinnt fræðslu í meðferð íslenzkrar
tungu. Virðist jafnvel ekki lögð
sérstök rækt við orðfæri eða
framburð þeirra, sem þar starfa.
A þessu þarf að verða gjörbreyt-
ing. Langsterkasta áróðurstækið,
sem flutzt hefur inn á gafl á
hverju heimili landsins, þarf að
taka tröllataki til eflingar
íslenzkri menningu, sérstaklega
til viðreisnar íslenzkri tungu, en
það er brýnasta verkefnið nú“.
Því miður treysti Alþingi sér
ekki til þess að samþykkja þings-
ályktunartillögu þeirra félaga,
heldur lét sér nægja að álykta 5.
maí 1978 „að fela ríkisstjórninni
að sjá svo um að kennsla og
fræðsla í Ríkisútvarpinu í öllum
greinum móðurmálsins verði
efld“. Svo að menn viti til hafa
þeir menntamálaráðherrar, sem
síðan hafa setið í þeim stóli, gert
næsta lítið til þess að verða við
þessum fyrirmælum Alþingis, ef
undan er skilinn stuttur þáttur í
sjónvarpi á sunnudagskvöldum.
Miklu fremur er ástæða til að
ætla, að í ríkisfjölmiðlum sem
ríkisskólum hafi enn sigið á
ógæfuhliðina hvað móðurmálið
varðar. Svo fjarri fer því, að því sé
sýnd viðeigandi ræktarsemi og
sómi.
Ævarandi
sjálfstæðis-
barátta
Meðan við börðumst fyrir því að
vinna sjálfstæði okkar úr höndum
Dana var enginn í vafa um að
sjálfstæðisbaráttan væri ævar-
andi í víðasta skilningi þess orðs:
stjórnarfarslega, efnahagslega og
menningarlega. Við fögnuðum því
innilega 1918 að samtímis því sem
við fengum fullveldið öðluðust
ýmsar smáþjóðir Evrópu sjálf-
stæði svo sem Eistlendingar, Lett-
ar og Litháar. Allar þessar þrjár
þjóðir koma mjög við sögu Norð-
urlanda og hafa fengið að gjalda
þess hversu dýrkeypt það getur
reynzt hinum minnimáttar að
vera í nábýli við ofureflið, þegar
það svífst einskis. A hverju ári er
haldin „friðarvika", sem kennd er
við þessi lönd, Eystrasaltslöndin.
Ekki er það þó til þess að minnast
þess, að þjóðirnar þrjár öðluðust
sjálfstæði 1918, heldur til þess að
friðþægja glapsýnum mönnum.
A þessum dögum fá aðrir ná-
grannar Sovétmanna að kenna á