Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980
vlw VC>)'
kaff/no '
((/ ______________________________
GRANI GÖSLARI
Þctta kostar 5000 kall íyrir
samtalið og annað eins fyrir
hreinsun húsgagnanna.
Er til bók um það hvernig
maður verður milli?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Talan þrettán kemur víða við
i spilinu. Og þegar spilið í dag
kom fyrir var eins gott, að
sagnhafi gerði sér ljóst, að
þrettán spil eru í hverjum lit og
þrettán slagir í hverju spili.
Austur gaf, allir utan.
Vestur
S. G10964
H. 72
T. 53
L. 10653
Norður
S. ÁD3
H. D9
T. KG98
L. KDG4
Suður
S. K87
H. KG843
T. Á64
L. Á9
Austur
S. 52
H. Á1065
T. D1072
L. 872
Suður var sagnhafi í sex
gröndum og fékk út spaðagosa.
Greinilega leyndust ýmsir
möguleikar í spilinu og ef hjört-
un skiptust 3—3 þurfti ekki að
COSPER
©PIB
COPINIUCIN
Vinur, vertu ekki leiður. Hún Snúllfríður þín
kemur eflaust til þín aftur ...??
Okukennslan fari
meira í skólana
Stundum hefur verið rætt hér í
dálkunum um ökukennslu og ým-
islegt fleira viðkomandi umferð-
armálunum og hér fara á eftir
nokkrar línur um þau málefni:
„Mér finnst landsmenn lítinn
áhuga hafa á einni tegund mennt-
unar nútímabarna, en það er
bílprófið. Bílprófið er eitt mikil-
vægasta próf sem hver maður
tekur og það er ekki sama hvernig
farið er með það, jafnvel þótt
menn hafi slampast gegnum það á
einhvern hátt.
Við lesum jafnan fréttir af
slysum í umferðinni með hryll-
ingi, en hugsum held ég alltof lítið
um það hvernig við gætum
kannski fækkað þessum slysum og
þar fram eftir götunum. Ég held
að ein orsök þess arna sé öku-
kennslan. Með því er ég ekki að
álasa ökukennurum, þeir vinna
sitt starf eins vel og kostur er við
þessar aðstæður, en ég held bara
að við verðum að koma á einhverj-
um skóla til að aðstoða þá.
Ökukennslunni hefur án efa
stórfarið fram á síðari árum og
vart tíðkast lengur að menn fái
ökuleyfi eftir aðeins fáa tíma í
bílstjórasætinu. Umferðin er orð-
in slík, bílarnir eru það flókin og
margslungin tæki að það dugar
ekki að setjast upp í þá nokkrum
hafa miklar áhyggjur af hlutun-
um. Útspilið tók suður með
kóngi og spilaði lágu hjarta á
drottninguna, sem austur tók
með ás og spilaði til baka
hjartafimmi. Sagnhafi sá ekki
öll spilin, tók slaginn með kóngi
og þegar hann tók á gosann lét
vestur spaða. Þar með var það
ljóst.
í stað þess að ráðast beint í
tígulinn spilaöi sagnhafi laufun-
um til að fá hugmynd um
skiptingu spilanna á höndum
austurs og vesturs. í þriðja og
fjórða laufið lét suður tígul og
hjarta en austur lét tígul. Þessu
næst tók sagnhafi á spaðaháspil-
in í blindum og í seinna spilið lét
austur aftur tígul.
Þegar hér var komið staldraði
suður við og tók að raða saman
spilum austurs og vesturs. Vest-
ur hafði sýnt fjögur spil í laufi
og tvö hjörtu en austur aðeins
tvo spaða og þrjú lauf. Af því
leiddi, að vestur átti í upphafi
fimm spaða og gat því ekki hafa
átt nema tvo tígla svo spil hans
yrðu þrettán. Og af sömu ástæðu
hafði austur í upphafi fjögur spil
í báðum rauðu litunum. Hann
greyið hafði neyðst til að láta tvo
tígla, ekki gat hann látið hjarta-
tíuna, og gat því ekki átt nema
tvo tígla eftir. Hvorugur gat því
haldið valdi á tíglunum og sagn-
hafi sleppti svíningunni, tók á ás
og kóng og vann sitt spil.
Maigret og vínkaupmaöurinn
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Knstjónsdóttir
sneri á islensku
18
ofmælt að segja að hann hafi
verið sérstaklega tilfinninga-
næmur.
Hann iðraðist strax eftir því
að hafa sagt þetta og velti fyrir
sér hvernig honum hefði dottið
i hug að láta þetta út úr sér.
— Þekkið þér frú Chabut?
— Hún kom öðruhverju
hingað með reikninga fyrir það
sem hún hafði keypt. Oftar
sendi hún þá í pósti. Hún er
ákaflega viðfelldin og opin i
framkomu.
— Þakka.
Enn einn. Hinn óglaði hr.
Lepretre með lafandi yfirskegg-
ið. Þeir fundu hann á skrifstofu
sinni, sem var enn meira gam-
aldags og drungalegri en allt
annað. Hann sat við svartmálað
skrifborð og þar stóðu glðs með
vínprufum. Hann leit tortrygg-
inn á mennina tvo sem komu
inn.
— Þér vitið næntanlega í
hvaða erindagerðum við erum
hér?
Hann lét duga að kinka kolli.
Hann reykti pípu með sterku
tóbaki.
— Það er einhver sem hefur
borið svo mikinn heiftarhug til
yfirmanns yðar að hann hefur
getað hugsað sér að drepa hann
— og framkvæmt það. . .
Hafið þér verið hér í fyrirtæk-
inu lengi?
— í þrettán ár.
— Hvernig samdi yður við
Chabut?
— Ég kvarta ekki.
— Þér áttuð traust hans,
ekki satt?
— Ég held hann hafi engum
treyst fullkomlega nema sjálf-
um sér.
— Hann kom nú samt fram
við yður sem sinn nánasta
samstarfsmann?
Lepretre sýndi ekki vott um
nein geðbrigði. Hann hafði
kostulega litla húfu á höfðinu
og Maigret hugsaði með sér að
það væri kannski til að fela
skallann. Að minnsta kosti
sýndi hann ekki neinn lit á að
taka hana af.
— Hafið þér ekkert að segja
mér?
- Nei.
— Hann hefur aldrei minnst
á það við yður, að honum hefði
verið hótað?
- Nei.
Það var tilgangslaust að
halda áfram og Maigret lét
Lapointe skilja að þcir gætu
bara farið.
— Þakka yður fyrir.
— Ekkert að þakka. Hann
reis á fætur til að loka á eftir
þeim.
Þegar þeir voru komnir aftur
inn i bílinn fékk Maigret
óstöðvandi hnerra og síðan
varð hann að snýta sér hraust-
lega og það rann úr augum
hans.
— Þú verður að afsaka, vin-
ur, sagði hann við Lapointe.
— Ég vissi að ég var að kvef-
ast. En það verður að hafa það.
Nú förum við til Avenue de
l’Opera. Við gleymdum að
spyrja um númerið.
En það fór ekkert á milli
mála, Munkavínsauglýsingin
blasti við. Húsið var glæsilegt
og stórt og í því voru aukinheld-
ur ýmsar verzlanir á neðstu
hæð og erlendur banki.
A næstu hæð fyrir ofan var
hátt til lofts og vítt til veggja.
Þar voru hægindastólar af nýj-
ustu gerð, gólfið lagt marmara
og á veggjunum voru vegg-
spjöld sem þeir könnuðust við
úr strætisvögnunum. A því var
að sjá glaðan munk sem svolgr-
aði græðgislega i sig vín. Á því
fyrsta var það rauðvín, hinu
næsta hvitvín og því þriðja
rósavín.
Þeir sáu að innan við gler-
vegg voru að minnsta kosti
þrjátiu manns önnum kafnir
við vinnu sína. Allt var ljóst og
bjart, allt bar vitni um ríki-
dæmi og eyðslu og allt var
feiknasterk andstæða við hinar
skrifstofurnar.
Maigret varð að grípa niður í
vasann eftir klútnum sínum
áður cn hann gat ávarpað
stúlkuna I móttökunni.