Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 Afmæliskveðja: Tove Engilberts Allir kurteisir menn vita, að það er mikill skortur á mannasiðum að nefna aldur konu. En í þessu tilfelli er undantekningin fyrirgef- anleg, því Tove Engilberts hefur nefnilega kunnað þá list að lifa lengi — án þess að eldast. Galdur hennar heyrir undir dularfull fyrirbrigði og kallar á rannsókn mannfræðinga. Auðvitað er fögur sál ávallt ung undir silfurhærum, en hér er bara silfrið ekki í dæminu. Saga Tove verður ekki bókuð hér, það gerir önnur kynslóð. Þetta er aðeins grínaktugt örstutt ágrip af ævin- týrinu um litlu stúlkuna sem ættuð er af frönskum gyðingum og dönskum aðli, alin upp í stássstof- um heldra fólks og sérskólum franska hefðarsnobbsins. Og eins og tilheyrir siðum slíkra, er Tove send á listháskóla kóngsins við Nýjatorg. Og einsog í ævintýri tilheyrir, þá hrasar hún þar illb lega í ástum, því hún dáleiðist af staurblönkum íslenskum strák sem þar er og málar í gríð og erg undurblíða kvenmannsbossa Þetta gerðist 14. janúar 1979 — Carter forseti hefur baráttuna fyrir staðfestingu „Salt II“. 1%6 — Indónesar loka skrif- stofu sinni hjá SÞ. 1%5 — Forsætisráðherrar Norður-írlands og Eire hittast í fyrsta skipti í 43 ár. 1%3 — De Gaulle lýsir yfir andstöðu Frakka gegn inngöngu Breta í EBE og hafnar band- arískum polaris-eldflaugum. 1%2 — A.m.k. 36 bíða bana í óeirðum og árásum í helztu borgum Alsír. 1935 — Olíuleiðslan frá Kirkuk til Haifa vígð. 1914 — Fyrsti fjöldafram- leiðslubíll Henrys Fords tekinn í notkun. 1867 — Perú segir Spáni stríð á hendur. 1858 — Misheppnuð tilraun Or- sinis til að ráða Napoleon II af dögum. 1814 — Danakonungur áskilur Noreg Svíakonungi og ísland áskilið hinni dönsku krúnu. 1809 — Englendingar og Spán- verjar mynda bandalag gegn Napoleon. 1784 — Frelsisstríðinu í Norð- ur-Ameríku lýkur formlega með staðfestingu Bandaríkjanna í friðarsamningi við England. 1604 — Ráðstefnan í Hampton Court hefst. ásamt skemmdum eplum á illa krumpuðum borðdúkum a la Cez- anne. Já, vegir ástar og listar eru órannsakanlegir. Síðan skeður það að Tove kynnir Nonna sinn fyrir mömmu og pabba, og með töfrum Rasputins verður hann strax einn af fjölskyldunni. Og til að sýnast nú maður þessa verður, nælir hann sér í æðstu listaverðlaun Norðurlanda, Van Gogh-verðlaun- in. Nú slær Jón í gegn og allir bjóða dús. Hann öslar fram á frægðarbrautinni og stefnir hrað- byri á úfna tinda heimsfrægðar. En þá brakar og brestur í heims- vandamálunum og blessað stríðið er loksins komið. Þau neyðast til að flytja heim um Petsamo, og eftir mikið basl í húsnæðismálum og endalausu klakahröngli skilningsleysis, tekst þeim að byggja Englaborg á Klambratúni. Og þarna kemur söguritari inn í myndina, sem nemandi Jóns í handíðaskólanúm og heimilisvin- ur síðan. Þar hefst mitt háskóla- nám í mannasiðum því Englaborg hefur ávallt verið samkomustaður bestu andans manna. Hér ríkti andrúmsloft göfugra lista og glæstra hirðsiða, aristókratískur andi yfir vötnum. Og hér var það sem áður, konan á bak við mann- inn sem örlagavaldur. Lykken synes at være skabt til at deles, og et lykkeligt liv leves af to, som föler tryghed i at ældes hos hinanden. Hjónaband þeirra var öllu gulli traustara. Eitt erfiðasta kvenhlutverk í lífinu hlýtur að vera að búa með lista- manni sem jafnframt reynir að vera manneskja. Því oftast eru þeir margklofnir í geðflækjum og flögrandi um í annarlegum draumaveröldum heljar eður Guðs. En Tove tókst hlutverkið með sæmd og prýði og reyndist vera perlan sem gerðist demants- festi um heimilið, líf hans og starf. Afrek hennar sannar okkur að Guð skapaði manninn í æfinga- skyni en konan varð hans meist- araverk. Vilji konunnar er vilji Guðs. Og þó Danir hafi í dentid selt okkur maðkað korn og stolið hér skinnadóti, þá höfum við rækilega hefnt okkar með því að ræna þá mörgum fögrum konum. Og þú yndislega Tove mín, ert svo sannarlega fegurst af þeim öllum. Við lyftum glösum þér til heiðufs og þökkum skaparanum fyrir tilvist þína og þér fyrir samveruna. Óskum þér og þínum árs og friðar. Lifðu sæl — lifðu vel — lifðu lengi. — Þess óskar þinn einlægur Veturliði Gunnarsson. Útsalan í NÍNU stendur sem hæst. Mjög mikill afsláttur. Allt nýlegar vörur. Tískuverslunin Nína Miðbæ — Háaleitisbraut Þorrablót Austfirðingafélags Suðurnesja veröur haldiö í Stapa föstudaginn 18. janúar. Aögöngumiöar seldir miðvikudag 16. janúar frá kl. 4—10 í Stapa. Nefndin. Sígild hönnun Góð hönnun kemur aftur og aftur. Nýborg h/f býður nú ítölsk borð og stóla er fengiö hafa einstakt lof fyrir gæði og hönnun. Fræg hönnun á viðráðanlegu veröi. Sjón er sögu ríkari, lítið inn. H cSb Nýborg O Ármúla 23 Sími 86755 Nu getur þu sott um hja Dl Nám við Dramatiska instituet frá hausttímanum 1980, í: K vi kmy nd i r/sjón var p Aímæii. Pierre Loti, franskur rithöfundur (1850-1923) - Al- bert Schwietzer, franskur trú- boði-Iæknir-tóniistarmaður (1875—1965) — Faye Dunaway, bandarísk leikkona (1941-----). Andlát. 1742 Edmund Halley, stjörnufræðingur — 1890 Nepier lávarður af Magdala, hermaður — 1898 Lewis Carrol, rithöfund- ur — 1977 Sir Anthony Eden, stjórnmálaleiðtogi. Innient. 1814 ísland áskilið hinni dönsku krúnu samkvæmt Kílarfriðnum — 1255 Geldinga- holtsbardagi (Eyjólfur Þor- steinsson og Hrafn Oddsson felldu Odd Þórarinsson) — 1850 Uppreisn í Lærða skólanum — 1902 Enskur togari strandar nærri Húsatóftum og með hon- um ferst Nilsson „Dýrafjarðar- kappi" sem Hannes Hafstein átti í höggi við — 1930 d. Sighvatur Grímsson Borgfirðingur. Orð dagsins. Tónlist er allsherj- artunga mannkynsins — H.W. Longfellow, bandarískt skáld (1807-1882). 2ja ára nám. Myndtækni, hljóðtækni, framleiðslu-/upptökustjórn. Leikstjórn. Útvarp 2ja ára nám. Dagskrárvinna — hljóðtækni. Leikhús 2ja ára nám. Skapgerðarleikur, drama, upptökustjórnun, leikstjórn, leikmyndagerð. Föröun 2ja ára nám. „AP“ 1. árs nám. Almenn hagnýtni í leikhússnám, hljóð, kyrrmynd, og kvikmynda-/sjónvarp, fyrir kennara, náms- og unglingaforingja, umsjónarmenn bókasafnsgæzlumenn ofl. Síðasti innritunardagur er mánudagurinn 18. febrúar 1980. Hringið eða skrifið á skrifstofuna, eftir bæklingum og umsóknareyðublöðum. mDRAMATISKA INSTITUTET Box 27090,102 51 Stockholm. Tel: 08/60 60 47 eller 62 46 45.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.