Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1980 19 Glefsur úr bók Lindu Goodman „Love Signs" til að samband þeirra geti lánast, ekki sízt vegna þess að bæði eiga erfitt með að viðurkenna mistök sín, gæta þess að láta sér ekki bregða svo að aðrir sjái og halda andlitinu löngu eftir að það er dottið af. Naut / ljón 20. apríl - 20. maí 22. júli - 23. ágúst Það myndast dálítill titringur í loftinu' þegar þessir aðilar hittast og það getur brugðið til beggja vona í samskiptum þeirra. Og þau verða ekki viðburðalaus. Naut og steingeit vilja friðsæld og hvorugt er óraunsætt loftkastalafólk. Þau deila með sér áhugamálum á sviði lista. Stein- geit er oft skapandi að því leyti og nautið hefur þörf fyrir að njóta listar. Naut og steingeit eru hógvært fólk um margt. Hvorugt vill gefa of mikið af sjálfu sér of fljótt. Sumir halda því fram að samskipti steingeitar og nauts hljóti að vera býsna drungaleg og húmorlaus en það getur verið eitthvað annað. Kímnigáfa þeirra er vissulega afar ólík. Steingeitin hefur þyrrkingslega og stundum hárbeitta kímni, nautið hefur opnari húmor og einfaldari. Og þetta fer reyndar ágæta vel saman. í öllum meginatriðum fer vel á með þessu fólki. Sérstök mannþekking steingeitar og oft umburðarlyndi hennar og athyglisgáfa scm hún flíkar ekki alltaf gerir geitina litríkari en hún sýnist í fyrstu. Nautið hrífst af þessu og er lagið að laða fram eiginleika hjá steingeitinni sem hún ber ekki hvunndags á borð. Tvíburi / tvíburi 21. maí - 21. júní Það er ekki eins auðvelt tvíbura/tvíbura að búa saman og ýmsum öðrum sams konar merkjum. Vegna þess að í reynd er þarna um að ræða fjórar persónur, sem stöðugt vilja fara hver í sína áttina. Tvíburi getur oft verið mjög skiptur persónuleiki og hann færist allur í aukana þegar hann kemur saman við annan tvíbura. Það er heppilegra en ekki að þessir aðilar veljist ekki saman. Þeir geta vissulega verið ögn dægilegir, skemmtileg- ir vinir, ánægjulegir félagar, örgeðja, skrafhreifnir, kviklyndir og dálítið ósann- söglir. Þegar þessir eiginleikar magnast upp getur orðið úr hreinasti hrærigrautur. Auðvitað er þetta ekki endanlega vonlaust, það má sannarlega moða úr flestu. Og sumir tvíburar, einkum í byrjun og fram undir mitt merkið, geta náð sæmilega góðu jafnvægi í samband sitt. Tviburi / krabbi 21. maí - 21. júní 21. júni - 22. júli Tvíburi og krabbi njóta þess mæta vel að ræða saman og hæfni krabba til að muna smáatriði og segja sögu af kúnst og hugmyndaflugi getur haldið tvíburanum hreint andagtugum. Og öfugt. Annað sem líkt er með tvíbura og krabba er að árur þeirra eru með mörgum litbrigðum, vegna þess að báðir aðilar hafa sveiflóttar skapgerðir. Krabbi getur feykzt á milli þunglyndis og kátínu, tvíburi kastast á milli háværrar kæti og botnlausrar ör- væntingar. Því getur komið út úr þessu mikið litaskrúð. Tvíburi og krabbi eru báðir draumlyndir og töluvert lagnir við að vekja á sér athygli, enda þótt krabbinn láti sem svo að hann hafi lítinn áhuga á sh'ku. Hann getur ekki blekkt tviburann þar. Tvíburi getur tekið gagnrýni betur en krabbi vegna þess að sjálfstrú krabbans er brotgjarnari en hins. Báðir hafa frjótt ímyndunarafl, hlæja á mannamótum og gráta sínum tárum í einrúmi. Tvíburinn skilur að hann getur lært mikið af krabbanum og krabbinn er tvíbura þakk- látur fyrir hispursleysi hans sem gerir hann um margt að opnari manneskju. Vatnsmerki og loftmerki saman — víst getur myndast þoka, en svo getur líka farið svo að það hellist yfir skúr og þá hreinsast loftið og sólin skín á ný. Það hugnast báðum, því að þeir skilja að skin og skúrir eru óhjákvæmileg og út af fyrir sig nauðsynleg. Tviburi / ljón 21. mai - 21. júní 22. júlí - 23. ágúst Tvíburinn hefur sínar efasemdir um að hin háværa sjálfsánægja ljónsins geti verið ekta. Hann grunar að ljónið sé að búa til mynd af sér af því að það vilji hafa hana svona. Og ljónið grundar með sér hvort þessi feikna kraftur sem tvíburinn býr yfir sé ekki eins konar uppbót fyrir einhverja vöntun í sálarlífi tvíburans. Einhvers staðar á leiðinni hafi tvíburinn týnzt og þurfi að vera að bæta sér það upp. Bæði hafa nokkuð til síns máls. Ljón eyða allri ævinni ef með þarf í að sannfæra umfram allt aðra um hversu mikið af- bragð annarra þau séu. Og tvíburinn er að reyna sannfæra sjálfan sig um að hann arki beina braut en sé ekki að fara í endalausa hringi. Fólk í þessum merkjum getur myndað með sér trausta vináttu og finnur til samkenndar hvert með öðru. Ljónið hefur svo sem ekki alltaf þolinmæði með síbreytileika tvíburans — sem það kallar vingl — en tvíburinn telur síbreytn- ina og fjölbreytnina eina af sínum megin- kostum. Þó að tvíburi sé glaðbeittur og skrafhreifinn á hann ekki alltaf auðvelt með að tjá sig, vegna þess að hann skilur ekki hvað er að hrærast innan í honum. Tvíburi er til í að viðurkenna að ljónið hafi rétt fyrir sér en honum getur til lengdar fundizt gagnrýni Ijónsins bæði hvimleið, iðulega ósanngjórn — og stundum óþyrmi- lega sönn. Tviburi / jómfrú 21. maí — 21. júní 23. ágúst - 23. sept. Þessir glaðlyndu og oft ábyrgðarlausu tvíburar geta vakið gremju með jóm- frúnni, sem er svo nákvæm og ábyrgðar- full. Skyndilegar skapsveiflur tvíburans rugla jómfrúna óþægilega í ríminu. Tvíburinn syngur og trallar eina stundina og gefur yfirlýsingar út og suður, sem virðast í einlægni sagðar. Nokkru síðar er allt með öðrum brag, skoðanir breyttar, stirðleiki kominn í skapið. Hvernig á jómfrúin að botna í þessu. Sá stöðugleiki sem margar jómfrúr hafa í sér kemur tvíburanum vel, þótt þeir forðist eins og heitan eldinn að gangast við því. Vinsam- leg afstaða jómfrúarinnar er oft sefandi tvíburanum, sem þarf mjög á því að halda þrátt fyrir allt að hafa einhvern fastan punkt til að standa á. Jómfrúr hafa ábyrgðartilfinninguna oftast í lagi og mikla raunsæiskennd og þeim hættir til að fá sektarkennd ef þeim finnst þær ekki standa sína pligt. Þetta finnst tviburanum aðdáunarvert og tvíburi getur áreynslulít- ið metið margt í fari og viðmóti jómfrúr, þótt víst verði ekki hjá því komizt að í odda skerist. Jómfrúr og tvíburar eru yfirleitt greint fólk. Jómfrúin er kannski ekki alveg eins fljót að hugsa, en oft vill hún líka af ásettu ráði taka sinn tíma til að komast að niðurstöðu. Tvíburar eru snöggir að átta sig og þeim er ekki gefið um að þurfa að viðurkenna að þeim hafi orðið á vegna fljótfærni sinnar. Jómfrúin sem hefur fengið á sig orð fyrir að vera dálítið nöldursöm er langtum umburðarlyndari tvíburanum en ýmsum öðrum vegna þess hve jómfrúnni finnst margt skemmtilegt um tvíburann. Hér eru að vísu andstæður á ferð í flestu, en þessar andstæður eru ekki ósættanlegar. Það er mesti munurinn. h.k. tók saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.