Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 — BMV 320, en hann er mest seldi bíllinn frá BMW-verksmiðjunum. - BMW 525. — BMW 745i, nýja flaggskipið frá BMW og til gamans má geta þess að hann er búin þreföldu tölvukerfi til ýmiss konar hagræðingar. BMW 316 11,7 innanbæjar, 8.0 við jafnan 100 km hraða á klst. BMW 318 12,5 innanbæjar, 9,2 við jafnan 100 km hraða á klst. BMW 320 14,4 innanbæjar, 8,9 við jafnan 100 km hraða á klst. BMW 323i 13,6 innanbæjar, 7,9 við jafnan 100 km hraða á klst. BMW 518 14,7 innanbæjar, 9,3 við jafnan 100 km hraða á klst. BMW 520 14,9 innanbæjar, 9,3 við jafnan 100 km hraða á klst. BMW 525 14,2 innanbæjar, 8,4 við jafnan 100 km hraða á klst. BMW 528i 20,0 innanbæjar, 9,7 við jafnan 100 km hraða á klst. BMW 728i 21,5 innanbæjar, 8,8 við jafnan 90 km hraða á klst. BMW 732i 20,5 innanbæjar, 8,9 við jafnan 90 km hraða á klst. BMW 735i 18,5 innanbæjar, 8,6 við jafnan 90 km hraða á klst. BMW 745i 18,0 innanbæjar, 8,4 við jafnan 90 km hraða á klst. Allir bílarnir í 3-línunni eru framleiddir tveggja dyra og eru með sæti fyrir fjóra þar sem aftursæti er skipt með það fyrir augum að auka þægindin. Þeir eru 1020—1135 kíló óhlaðnir og vélarn- ar eru frá 1573 kúbiksentimetrum upp í 2315 kúbiksentimetra, fjög- urra strokka í BMW 316 og BMW 318, en sex strokka í BMW 320 og BMW 323i. Bílarnir í 5-línunni eru allir framleiddir fjögurra dyra og eru sæti fyrir fjóra þar sem aftursæti er skipt með það fyrir augum að auka þægindin. Þeir vega frá 1240—1410 kíló og vélarnar eru frá 1766 kúbiksentimetrum upp í 2788 kúbiksentimetra, BMW 518 fjög- urra strokka og hinir sex strokka. Bílarnir í 7-línunni eru allir framleiddir fjögurra dyra og eru sæti fyrir fjóra þar sem aftursæti er skipt eins og í hinum bílunum til þægindaauka. Þeir vega 1490— 1600 kíló og vélarnar eru frá 2766 kúbiksentimetrum upp í 3453 kú- biksentimetra og eru þær allar sex strokka. Þá kom það að síðustu fram hjá Eyvindi, að hægt er að fá ýmsa aukahluti í bílana auk þeirra sem fylgja þeim frá verksmiðju, eins og sanserað lakk, sportfelgur með breiðari dekkjum, litað gler, kemur reyndar í sumum, sóllúgu á þak svo eitthvað sé nefnt. BMW í sókn: Aðalsmerkið er hversu hrað- skreiðir og þýðgengir þeir eru — Kosta á íslandi 7,4—20,0 milljónir króna BMW-bílaverksmiðjurnar vestur-þýzku hafa verið í mikilli sókn á undanförnum árum, sér- staklega eftir að miki) útlitsbreyt- ing var gerð á öllum bilum verksmiðjunnar árið 1976. Nýver- ið tilkynnti stjórn fyrirtækisins, að framleiðsluaukningin á s.l. ári hcfði verið liðiega 35%, en árið áður hafði hún aukist um riflega 30%. Morgunblaðið hafði sam- band við umboðsmann BMW hér á landi. Kristin Guðnason. og inr.ti Eyvind Albertsson, sölu- mann, eftir því hvort einhverjar breytingar væru á döfinni i sam- bandi við bílana. „Helztu breytingarnar á 1980-ár- gerðinni koma fram í 7-línunni svokölluðu, en það eru stærstu bílar verksmiðjunnar. Áður voru á boðstólum BMW 728, BMW 730 og BMW 733i, en nú hefur sú breyting verið gerð, að í staðinn fyrir BMW 728 kemur BMW 728i, en aðal- breytingin þar á milli er að bein innspýting er sett í bílinn og eyðir hann fyrir bragðið mun minná benzíni. Hætt hefur verið fram- leiðslu BMW 730, en í hans stað kemur bíll með stærri vél og beinni innspýtingu sem nefnist BMW 732i, en hann er að öðru leyti mjög svipaður BMW 730. I staðinn fyrir BMW 733i kemur nú BMW 735i sem er að flestu leyti eins nema hvað ný og stærri vél er í honum, en að sögn verksmiðjunnar á eyðslan ekki að aukast. Þá hefur verið bætt einum bíl til viðbótar í línuna, en það er BMW 745i, sem reyndar kemur ekki á almennan markað fyrr en á næsta ári. I 5-línunni er aðeins um eina breytingu að ræða, það er bætt við bíl. í framleiðslu voru BMW 518, — I minni hílnum og ódýrari gerðunum af þeim — I stærri bilnum er aftursætinu skipt alveg og stærri er aftursætinu skipt með bólstrun til eru þar tveir aðskildir stólar til þæginda. þæginda fyrir farþegana. BMW 520, BMW 525 og BMW 528i, en til viðbótar bætist nú BMW 535i, sem er útbúinn með stærri vél en þeir sem fyrir voru auk ýmissa aukahluta sem honum fylgja. Engin breyting verður á fram- leiðslu verksmiðjunnar á 3-línunni en það eru minnstu bílarnir og jafnframt þeir mest seldu. Þar eru og verða í framleiðslu BMW 316, BMW 318, BMW 320 og BMW 323i. Þá má geta þess til gamans, að verksmiðjan framleiðir einnig sportbíl, sem ekki hefur verið fluttur hingað til lands, en það er svokallaður Ml. Það mun reyndar aðeins vera á færi vel efnaðra að kaupa slíkan grip, kostar tvisvar til þrisvar sinnum meira en hinir „venjulegu". Auk M1 er svo 6- línan, sem eru sportbílar, sem ekki hafa verið fluttir til landsins. Annars kosta hinir bílarnir, sem á boðstólum eru, frá 7,4 milljónum króna upp í ríflega 20 milljónir króna. — BMW 316 kostar 7,4 milljónir, BMW 320 kostar 8,5 Bflar Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR BLÖNDAHL milljónir króna, BMW 3231 kostar 9,6 milljónir króna, BMW 518 kostar 10 milljónir króna, BMW 520 kostar 11,2 milljónir króna, BMW 525 kostar 12,3 milljónir króna, BMW 528i kostar 14 millj- ónir króna, BMW 728i kostar 16,2 milljónir króna, BMW 735i kostar svo um 20 milljónir króna." Eitt af aðalmerkjum BM\/-bílana hefur löngum verið að þeir eru mjög hraðskreiðir og þýðgengir og því lék okkur forvitni á að vita hversu gott viðbragð þeir bílar hafa sem á markaðinum eru: BMW 316 13,8 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 318 11,9 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 320 10,7 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 323i 9,5 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 518 14,8 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 520 12,4 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 525 10,1 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 528i 9,3 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 728i 8,5 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 732i 8,7 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 735i 8,0 sekúndur upp í 100 km hraða. BMW 745i 7,5 sekúndur upp í 100 km hraða. Þá lék okkur forvitni á að vita hver væri áætluð eyðsla þessara bíla. Samkvæmt upplýsingum verksmiðjunnar eyða þeir eftirfar- andi: Brldge Umsjón» ARNÓR RAGNARSSON Bridgedeild Breiðfirðinga Sex umferðum af 17 í aðal- sveitakeppninni er lokið en alls taka 18 sveitir þátt í keppninni. Staða efstu sveita: Hans Nielsens 106 Jóns Pálssonar 98 Ingibjargar Halldórsdóttur 88 Þórarins Alexanderssonar 83 Ólafs Gíslasonar 82 Sigríðar Pálsdóttur 77 Erlu Eyjólfsdóttur 70 Magnúsar Björnssonar 68 Óskars Þráinssonar 60 Hreins Hjartarsonar 60 Næst verður spilað á fimmtu- daginn kemur í Hreyfilshúsinu og hefst keppnin kl. 19.30. Tafl- og bridge- klúbburinn Aðalsveitakeppni félagsins hófst fimmtudaginn 10. janúar 1980. Sú breyting varð á að spilað verður í einum flokki. Að þessu sinni taka 16 sveitir þátt í keppninni. Spilaðir eru 16 spila- leikir og eru tvær umferðir spilaðar á kvöldi. Staða efstu sveita efitir fyrsta kvöldið er þessi: Sveit Stig Þorsteins Kristjánss. 34 Ingvars Haukssonar 30 Steingríms Sigurðss. 30 Þórhalls Þorsteinss. 30 Hannesar Ingibergss. 27 Tryggva Gíslasonar 25 Árshátíð TBK verður haldin 18. janúar 1980 í Snorrabæ. Bridgeklúbbur Akraness. Sveitakeppninni, sem staðið hefir að undanförnu, er lokið með sigri sveita Alfreðs Vikt- orssonar sem hlaut 170 stig af 180 mögulegum sem er glæsi- legur árangur. Með Alfreð voru í sveitinni: Jón Alfreðsson, Karl Alfreðsson og Eiríkur Jónsson. Röð efstu sveita varð annars þessi: Oiiver Kristófersson 139 Bjarni Guðmundsson 134 Guðni Jónsson 94 Björgvin Bjarnason 93 Næsta keppni verður Akra- nesmót í tvímenningi og hefst hann 17. janúar í Röst klukkan 19.45. Alls verður spilað í fimm kvöld og eru allir velkomnir. BSR - Hreyfill - Bæjarleiðir Átta umferðum af 13 er lokið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Guðlaugs Nielsens 145 Rósants Hjörleifss. 118 Birgis Sigurðss. 113 Kára Sigurjónss. 106 Svavars Magnúss. 106 Daníels Halldórss. 103 Þórðar Elíass. 103 Næst verður spilað á mánu- daginn kemur í Hreyfilshúsinu og hefst keppnin klukkan 20. Bridgedeild Skag- firðingafélagsins Hraðsveitakeppni félagsins hefst þriðjudaginn 15. janúar. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að gefa sig fram við Ragnar Hansen í síma 35103. Spilað er í Félagsheimili Skag- firðingafélagsins, Síðumúla 35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.