Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 43 FRÁ MARBENDLI ASuðurnesjum er bæjaþorp nokkurt sem heitir í Vogum, en raunar heitir þorpið Kvíguvog- ar og svo er það nefnt í Land- námu. Snemma bjó bóndi einn í Vogum er sótti mjög sjó enda er þar enn í dag eitthvert bezta útræði á Suðurlandi. Einhvern dag reri bóndi sem oftar og er ekki í það sinn neitt sérlegt að segja af fiskifangi hans. En frá því er sagt að hann kom í drátt þungan og er hann hafði dregið hann undir borð sá hann þar mannslíki og innbyrti það. Það fann bóndi að maður þessi var með lífi og spurði hann hvernig á honum stæði, en hann kvaðst vera marbendill af sjávarbotni. Bóndi spurði hvað hann hefði verið að gjöra þegar hann hefði ágoggazt. Marbendill svaraði: „Ég var að laga andskjólin fyrir eld- hússtrompnum hennar móður minnar. En hleyptu mér nú niður aftur." Bóndi kvað þess engan kost að sinni, „og skaltu með mér vera". Ekki töluðust þeir fleira við enda varðist marbendill viðtals. Þegar bónda þótti tími til fór hann í land og hafði marbendil með sér, og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en bóndi hafði búið um skip sitt að hundur hans kom .í móti honum og flaðraði upp á hann. Bóndi brást illa við því og sló hundinn. Þá hló marbendill hið fyrsta sinn. Hélt bóndi þá áfram lengra og upp á túnið og rasaði þar um þúfu eina og blótaði henni; þá hló marbendill í annað sinn. Bóndi hélt svo heim að bænum; kom þá kona hans út í móti honum og fagnaði honum blíðlega, og tók bóndinn vel blíðskap hennar. Þá hló marbend- ill hið þriðja sinn. Bóndi sagði þá við marbendil: „Nú hefur þú hlegið þrisvar sinn- um og er mér forvitni á að vita af hverju þú hlóst." „Ekki gjöri ég þess nokkurn kost," sagði mar- bendill, „nema þú lofir að flytja mig aftur á sama mið er þú dróst mig á." Bóndi hét honum því. Marbendill sagði: „Þá hló ég fyrst er þú slóst hund þinn er kom og fagnaði þér af einlægni. En þá hló ég hið annað sinn er þú rasaðir um þúfuna og bölvaðir henni því þúfa sú er féþúfa full að gullpen- ingum. Og enn hló ég hið þriðja sinn er þú tókst blíðlega fagur- gala konu þinnar því hún er þér fláráð og ótrú. Muntu nú efna öll orð þín við mig og flytja mig á mið það er þú dróst mig á." Bóndi mælti: „Tvo af þeim hlutum er þú sagðir mér má ég að vísu ekki reyna að sinni hvort sannir eru, tryggð hundsins og trúleik konu minnar, en gjöra skal ég raun á sannsögli þinni hvort fé er fólgið í þúfunni og ef svo reynist er meiri von að hitt sé satt hvort tveggja enda mun ég þá efna loforð mitt." Bóndi fór síðan til og gróf upp þúfuna og fann þar fé mikið eins og marbendill hafði sagt. Að því búnu setti hann skip til sjávar og flutti marbendil á sama mið sem hann hafði dregið hann á. En áður en bóndi léti hann fyrir borð síga mælti mar- bendill: „Vel hefur þú nú gjört, bóndi, er þú skilar mér móður minni heim aftur og skal ég að vísu endurgjalda það ef þú kannt til að gæta og nota þér. Vertu nú heill og sæll, bóndi." Síðan lét bóndi hann niður síga og er marbendill nú úr sögunni. Það bar til litlu eftir þetta að bónda var sagt að sjö kýr sægráar að lit væru komnar þar í túnjað- arinn við fjöruna. Bóndi brá við skjótt og þreif spýtukorn í hönd sér, gekk svo þangað sem kýrnar voru, en þær rásuðu mjög og voru óværar. Eftir því tók hann að þær höfðu allar blöðru fyrir grönum. Það þóttist hann og skilja að hann mundi af kúnum missa nema hann fengi sprengt blöðrur þess- ar. Slær hann þá með kefli því er hann hafði í hendi sér framan á granirnar á einni kúnni og gat náð henni síðan. En hinna missti hann og stukku þær þegar í sjóinn. Þóttist hann þá skilja að kýr þessar hefði marbendill sent sér í þakkarskyni fyrir lausn sína. Þessi kýr hefur verið hinn mesti dánumannsgripur sem á ísland hefur komið; æxlaðist af henni mikið kúakyn sem víða hefur dreifzt um land og er allt grátt að lit og kallað sækúakyn. En það er frá bónda að segja að hann varð mesti auðnumaður alla ævi. Hann lengdi og nafn byggðar sinnar og kallaði af kúm þessum, er á land hans gengu, Kvíguvoga er áður voru kallaðir Vogar. Mér er i minni stunilin þá marbendill hló; blið var baugahrundin [er bóndinn kom af sjófc kyssti hún laufalundlnn, lymskan undir bjó; sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. ÍSLENSKIR MÁLSHÆTTIR Sjaldan er það, að einskis sé áfátt. Árvakur þrífst, en fátækt fylgir lötum. Allt er leyfilegt i ástum og stríði. Allir bræður mega eitt kál súpa. Aldrei nær sá heilum eyri, sem hálfan fyrirlitur. Fyrst er allt frægast. Úr Gunnlaugs sögu ormstungu „Eigi skal haltur ganga. u Gunnlaugur ormstunga hefur með fulltingi föður síns fengið Helgu hinnar fögru og skal hún vera heitkona hans í þrjú ár meðan hann er utanlands og skapar sig að siðum góðra manna. Hér segir frá því er Gunnlaugur kemur á fund Eiríks jarls Hákonarsonar sem i þann tíma réð fyrir Noregi. „Eigi skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangir." (Úr bókinni M riðu hetjur um héruö) Það er frá sagt, að þeir Gunnlaugur og Auðunn fest- argramur gengu tólf menn sam- an inn á Hlaðir. Gunnlaugur var svo búinn, að hann var í gráum kyrtli og í hvítum leistbrókum. Sull hafði hann á fæti niður á ristinni. Freyddi úr upp blóð og vogur, er hann gekk við. Og með þeim búningi gekk hann fyrir jarlinn og þeir Auðunn og kvöddu hann vel. Jarl kenndi Auðun og spyr hann tíðinda af íslandi, en Auðunn sagði slík, sem voru. Jarl spyr Gunnlaug, hver hann væri, en hann sagði honum nafn sitt ogætt. Jarl mælti: „Skúli Þorsteins- son," sagði hann, „hvað mann er þessi á Islandi?" „Herra," segir hann, „takið honum vel, hann er hins bezta manns sonur á íslandi, Illuga svarta af Gilsbakka, og fóstbróð- ir minn." Jarl mælti: „Hvað er fæti þínum, íslendingur?" „Sullur er á, herra," sagði hann. „Og gekkst þú þó ekki haltur?" Gunnlaugur svarar: „Eigi skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangir." Þá mælti hirðmaður jarls, er Þórir hét: „Þessi rembist mikið, íslendingurinn, og væri vel, að vér freistuðum hans nokkuð." Gunnlaugur leit við honum og mælti: Hirðmaðr es einn sá's einkar meinn. Trúið hánum vart, hann's illr ok svartr. Þá vildi Þórir grípa til öxar. Jarl mælti: „Lát vera kyrrt," segir hann, „ekki skulu menn gefa að slíku gaum, eða hve gamall maður ertu, íslending- ur?" Gunnlaugur svarar: „Ég er nú átján vetra," segir hann. „Það læt ég um mælt," segir jarl, „að þú verðir eigi annarra átján." Gunnlaugur mælti og heldur lágt: „Bið mér engra forbæna," segir hann, „en bið þér heldur." Jarl mæltí: „Hvað sagðir þú nú, íslendingur?" Gunnlaugur svarar: „Svo sem mér þótti vera eiga, að þú bæðir mér engra forbæna, en bæðir sjálfum þér hallkvæmri bæna." „Hverra þá," segir jarl. „Að þú fengir eigi þvílíkan dauðdaga sem Hákon jarl, faðir þinn." Jarl setti svo rauðan sem blóð og bað taka fól þetta skjótt. Þá gekk Skúli fyrir jarl og mælti: „Gerið fyrir mín orð, herra, og gefið manninum grið, og fari hann á brott sem skjót- ast." Jarl mælti: „Verði hann á brottu sem skjótast, ef hann vill griðin hafa, og komi aldrei í mitt ríki síðan." Þá gekk Skúli út með Gunn- laugi og ofan á bryggjur. Þar var Englandsfar albúið til útláts og tók Skúli Gunnlaugi far og Þorkatli frænda hans. Öfugmælavísur Faröu' og gakktu fótalaus, fleygöu steini' án handa, talaöu maöur tungulaus, taktu úr dauöum anda. Ég sá flugu éta söl, ég sá snjóinn veröa aö möl, ég sá hrafninn mala mjöl, úr mold og fiðri gjöröa þjöl. Klettar fara kláms meö orö, kvæöin læra og muna, fjöllin hoppa um haf og storö, hvergi kyrr sér una. Kött og tófu ég kyssast sá, keldusvínið brýna Ijá, engil klifra upp úr gjá, ær meö byssum skjótast á. Rétt er öfugt, öfugt rétt, eins er lygin sanna; sannleikurinn sýnir prett og svik til allra manna. Dauöinn engan deyöir mann, dauðinn fjörgar alla, í gráum kufli gengur hann og girnist meyjar f jalla. Tuttugu sama og tíu er, telur áriö vikur sex; aldrei neinn af öðrum ber, öll er speki heimskupex. Heyrt hef ég kálfinn kveða Ijóö, kvíguna sá ég brosa, völuna í vargamóö vera að tína mosa. „Seinast mun ég f lotinu neita" Kall nokkur settist á krossgöt- ur á gamlársnótt með öxi í höndum og einblíndi í egg henn- ar. Nú kom álfafólkið og fór að ávarpa hann og bjóða honum alla hluti, gull og gersemar, dýrindis klæði og krásir, þangað til einn býður honum flot, þá segir kalltetrið: „Seinast mun ég flotinu neita," enda ærðist hann þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.