Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 17 Síðasti dag- ur barnaárs- sýningar As- grímssafns SÝNING sú, sem opnuð var í Ásgrímssafni sl. haust, og til- einkuð er barnaárinu, lýkur í dag. Á sýningu þessari eru ein- göngu sýndar sagnamyndir úr heimi tnilla og álfa, og margar þeirra úr þjóðsögum sem börnum eru mjög hugljúfar. Safnið verður lokað um tíma meðan komið er fyrir næstu sýn- ingu þess, sem verður hin árlega skólasýning Ásgrímssafns. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið í dag frá kl. 1.30—4. Aðgangur er ókeypis. Arnes- ingamót ÁRNESINGAMÓTIÐ 1980 verð- ur haldið í Félagsheimili Fóst- bræðra laugardaginn 19. janúar n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19. Heiðursgestur mótsins verður Karólina Árnadóttir fyrrum hús- freyja á Bcðmóðsstöðum í Laug- ardal. Ræðu kvöldsins flytur Ingólfur Þorsteinsson fyrrverandi formað- ur Árnesingafélagsins. Soffía Guðmundsdóttir syngur einsöng og fluttur verður leikþáttur. að lokum verður dansað. Árnesingafélagið hélt aðalfund 22. nóvember. Helstu verkefni félagsins á síðasta starfsári voru auk hefðbundins skemmtanahalds stuðningur við útgáfu Sýslu- og sóknalýsingar Árnessýslu og söfn- un áskrifenda að bókinni og auk þess var unnið að því að reisa minnisvarða um Ásgrím Jónsson listmálara á fæðingarstað hans að Rútsstaðasuðurkoti í Flóa. Félagið á land á Áshildarmýri á Skeiðum og er árlega farið þangað í gróðursetningarferð. Formaður félagsins er Arin- björn Kolbeinsson læknir. Árnesingakórinn hefur starfað af fullum krafti í vetur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Fyrir jól söng kórinn fyrir sjúklinga á fjórum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu. I mars er fyrirhugað að fara í söngferð á Snæfellsnes. Þá eru fyrirhugaðar sameiginlegar söngskemmtanir með Samkór Selfoss bæði í Reykjavík og á Selfossi. Formaður kórsins er Hjördís Geirsdóttir. spennugjafar Margar geröir. Fyrir verkstæöi heimilistæki sf Fyrir bíla Sætúni 8 — Sími 13869

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.