Morgunblaðið - 13.01.1980, Page 17

Morgunblaðið - 13.01.1980, Page 17
Síðasti dag- ur barnaárs- r sýningar As- grimssafns SÝNING sú, sem opnuð var í Ásgrímssafni sl. haust. og til- einkuð er barnaárinu, lýkur í dag. Á sýningu þessari eru ein- göngu sýndar sagnamyndir úr heimi trölla og álfa, og margar þeirra úr þjóðsögum sem börnum eru mjög hugljúfar. Safnið verður lokað um tíma meðan komið er fyrir næstu sýn- ingu þess, sem verður hin árlega skólasýning Ásgrímssafns. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið í dag frá kl. 1.30—4. Aðgangur er ókeypis. jr Arnes- ingamót ÁRNESINGAMÓTIÐ 1980 verð- ur haldið i Félagsheimili Fóst- bræðra laugardaginn 19. janúar n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19. Heiðursgestur mótsins verður Karólína Árnadóttir fyrrum hús- freyja á Böðmóðsstöðum í Laug- ardal. Ræðu kvöldsins flytur Ingólfur Þorsteinsson fyrrverandi formað- ur Árnesingafélagsins. Soffía Guðmundsdóttir syngur einsöng og fluttur verður leikþáttur. að lokum verður dansað. Árnesingafélagið hélt aðalfund 22. nóvember. Helstu verkefni félagsins á síðasta starfsári voru auk hefðbundins skemmtanahalds stuðningur við útgáfu Sýslu- og sóknalýsingar Árnessýslu og söfn- un áskrifenda að bókinni og auk þess var unnið að því að reisa minnisvarða um Ásgrím Jónsson listmálara á fæðingarstað hans að Rútsstaðasuðurkoti í Flóa. Félagið á land á Áshildarmýri á Skeiðum og er árlega farið þangað í gróðursetningarferð. Formaður félagsins er Arin- björn Kolbeinsson læknir. Árnesingakórinn hefur starfað af fullum krafti í vetur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Fyrir jól söng kórinn fyrir sjúklinga á fjórum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu. I mars er fyrirhugað að fara í söngferð á Snæfellsnes. Þá eru fyrirhugaðar sameiginlegar söngskemmtanir með Samkór Selfoss bæði í Reykjavík og á Selfossi. Formaður kórsins er Hjördís Geirsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 17 hvurandsk. petta er ekkert veró Splunkunýr Skoda 1980 á kr. 2.690.000.- á meðan gengið helst óbreytt. — þetta er ekkert verð - A þessu frábæra verði bjóðast aðeins örfáir bílar, svo nú er um að gera að panta strax. (sss JÖFUR HR Þú hringir eða kemur og hann Rúnar Skarphéðins tekur einn frá fyrir þig. Umboösm. Akureyri: Sniðill h.f. Óseyri 8. AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600 spemmgjafar •• Margar geröir. heimilistæki sf Sætúni 8 — Sími 13869

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.