Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 Í8 8. grein skyldi eiga sam- leið með hverjum? Steingeit / fiskar 21. des. — 20. jan. 20. febr. — 20. marz Fiskum líður vel í kyrri nærveru stein- geitar og öðlast með henni meiri öryggis- tiifinningu en ýmsum öðrum. Og Stein- geitinni hugnast vel sú blíða sem umlykur fiskana. Steingeitinni líður betur með fiskunum en flestum öðrum merkjum að sporðdrekanum kannski einum undan- skildum. Steingeitinni farnast einnig harla vel með nauti og jómfrú, en fiskurinn er þeim hagstæðari. Og þótt fiskinum geti samið við ýmsa metur hann mikils þá öryggiskennd sem návist stein- geitar veitir honum. Þessir einstaklingar hafa svipuð viðhorf til margs, njóta fegurðar af miklum innileik og hafa almennt mjög mörg sameiginleg áhuga- mál. Fiskurinn er opnari og hreinskilnari gagnvart steingeitinni en ýmsum öðrum og honum hættir ekki eins við að synda hljóðlega í burtu þegar eitthvað bjátar á millum þeirra og í samskiptum við ýmis önnur merki. Milli þessara aðila geta sem sé myndast sterk tengsl sem verða báðum mikiis virði og báðum til aukins þroska. Krabbi / steingeit 21. júní — 22. júlí 21. des. — 20. janúar í stjörnuhringnum eru krabbi og stein- geit fjærst hvort öðru. í mannlegum samskiptum þessa fólks þarf fjarlægðin þó ekki að verða slík. Merkin eru fullkomnar andstæður, tunglið stýrir krabbanum og það þýðir drauma, hreyfingar, ferðalög, miidi, verndarþörf — og þó nokkurt ráðríki. Satúrnus steingeitar stendur fyrir virkileika, allt sem traust er, gætni, þolinmæði, einbeitni. Það sem kann að laða þetta fólk hvort að öðru getur einmitt verið þetta — annar aðilinn hefur svo mikið af eiginleikum sem hinn skortir og öfugt. Þau bæta hvort annað upp, svo fremi þau geti sýnt sveigjanleika í byrjun. Bæði merkin eru viðkvæm að upplagi og bæði vilja dylja viðkvæmni sína, tilfinn- ingar beggja rista oft djúpt. Bæði eru ráðandi merki og þar af leiðandi sterkir persónuleikar, sem þurfa ákveðið svigrúm. Steingeitin gerir það á augljósari hátt, krabbinn dylur forystuþörf sína meira, en steingeitin kemst brátt að raun um að krabbinn er viljasterkari en hann sýnist. Þeim er erfitt að finna með sér jafnræði. Krabbinn skyldi ekki vanmeta fótfimi steingeitar og hún skyldi íhuga að krabb- inn stígur stundum nokkur skref til hliðar áður en hann skundar síðan beint af augum. Til átaka getur komið milli þeirra. En þau geta líka hjálpað hvort öðru á ýmsan hátt. Krabbi / vatnsberi 21. júní — 22. júlí 20. jan. — 20. febr. Við fyrstu sýn virðist krabbi og vatns- beri ekki deila með sér nokkrum sköpuðum hlut og að flest hljóti að verða þeim til erfiðis. Við nánari íhugun er útlitið ekki svona svart. Vatnsberinn er óútreiknan- legur og dáiítiö ruglingslegur, tilfinn- ingalíf hans er tamdara en margra annarra. Krabbinn er hins vegar með viðkvæmustu og duttlungafyllstu merkj- um, hvað snertir tilfinningakröfur til annarra og þessu getur vatnsbera reynzt erfitt að svara. Vatnsberi þarf á meiri hlýju að halda en margir telja, en krabba er gjarnt að hafa ekki skilning á því nema allt sé flóandi í tilfinningunum. Krabban- um mislíkar oft hispursleysi vatnsbera og finnst það tillitsleysi. En að venju er vatnsberinn ánægður með sig og finnst hann hreinlyndur. Vatnsberinn á örðugt með að fella sig við geðsveiflur krabbans og mestu mistök þessa fólks er að krabbinn vanmeti tilfinningalíf vatnsbera, af því að það er ekki borið á torg. Krabbinn er ráðandi merki og verður að hemja þá náttúru sína meira í samskipt- um við vatnsbera vegna mjög eindreginnar sjálfstæðisþarfar vatnsbera. Þetta getur allt kostað streð og basl, en er kannski þess virði þegar allt kemur til alls. Krabbi / fiskar 21. júní — 22. júlí 20. febr. — 20. marz Krabbi og fiskur mynda oft snögg tilfinningatengsl. Samskipti þeirra eru oft lánleg og skilningur millum þeirra getur orðið góður. Tilfinningalíf beggja er fíngert og vandmeðfarið. Þótt krabbinn sé ráðandi er fiskurinn slíkur að hann smeygir sér af lagni undan öllu ofríki og krabbinn fer aldrei lengra með hann en fiskurinn ætlar sér sjálfur. Fiskum er oft með réttu álasað fyrir að þeir komi ekki hreint til dyranna og dragi sig inn í sig. Þetta skilur krabbi mörgum betur. Það verður svo sem ekki alltaf rjómalogn í samskiptum þeirra. En þetta fólk getur orðið hrifið hvort af öðru og sú hrifning er oft varanleg. Krabbanum blöskrar vissu- lega oft kæruleysi eða sinnuleysi fisksins. Fiskurinn verður stundum fjarska þreytt- ur á duttlungum krabbans. En um margt fellur skaplyndi þeirra saman og líkast til að þau eigi saman fleiri góðar stundir en ekki. Nautið / krabbinn 20. apríl — 20. mai 21. júni — 22. júii Krabbi og naut eiga það sameiginlegt að hafa á stundum full ríka þörf fyrir að allir séu góðir við þau, sýni þeim umhyggju, sinni þeim og taki helzt engan fram yfir þau. Bæði eiga til mikla afbrýðisemi. Þetta er auðvitað sprottið af því að í báðum býr þrátt fyrir allt ákveðin vantrú á eigin hæfni. Þegar þau koma saman hafa þau glöggan skilning á hvort öðru og vilja sem flest gera fyrir hitt. Nautinu finnst krabbi ansi flókinn á stundum, enda er tilfinn- ingalíf nauts ekki ýkja snúið. Krabbinn getur líka orðið mæddur yfir stirfni nautsins og ósveigjanleika. Það er hætt við að oft sjóði heldur betur upp úr milli þeirra. En bæði finna þó hjá hvort öðru margt sem hinu fellur vel og hefur þörf fyrir. Nautið er ekki nízkt á tilfinn- ingar sínar þegar það er á annað borð búið að ganga úr skugga um heilindi krabbans og það kemur krabbanum einkar vel. Þau þurfa hvort á öðru að halda. Bæði munu láta það í ljós. Og það er báðum lóðið. Nautið / steingeitin 20. apríl — 21. maí 21. des. — 20. janúar Eins og fram kemur hér á undan þarf nautið stöðugt að finna að það sé elskað og virt, svo að það geti verið visst um að það sé metið að maklegleikum. Ljónið þarf stöðuga aðdáun og gullhamra til að vera sannfært um að það sé elskað og dáð. Hvorugt getur almennilega uppfyllt þörf- ina hjá hinu, vegna þess hversu óvenjulega miklar kröfur þau gera til hins. Ágreining- ur getur hafizt af því að ljónið sé of upptekið af sjálfu sér til að sýna nautinu þá blíðu og aðdáun sem það krefst. Nautið er of þrjózkt til að veita þessu stolta og á stundum hégómagjarna ljóni þá aðdáun, sem því er lífsnauðsyn. Þarna getur slegið í brýnu og myndazt bil sem gæti vafizt fyrir þeim að brúa. Þó er ekki loku skotið fyrir að það lukkist vegna þess að ljónið er þrátt fyrir allt sveigjanlegra en nautið og skilur að þessi ástúðarþörf þess er vakin af öðrum forsendum en þörf þess sjálfs — og er henni engin keppinautur. Báðir ein- staklingarnir þurfa að leggja hart að sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.