Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH«r0unbtat>ib Steingrímur Hermannsson: Það kemur alltaf á endasprettin- um að kjaramálum Sýnist þetta ætla að enda eins hjá Geir og mér „ÉG vonast til þess, að eftir fundinn á morgun geti ég gert upp hug minn,“ sagði Geir Ilall- grímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, er Mbl. spurði hann í gær, hvort fjórði fundur flokksfor- mannanna fjögurra í dag yrði úrslitafundur könn- unarviðræðna hans varð- andi möguleika á myndun þjóðstjórnar. „Það kemur aíltaf á endasprettinum að kjaramálunum og mér sýnist þetta ætla að enda eins hjá Geir og það gerði hjá mér,“ sagði Steingrím- Fjallað um fiskverðið FUNDUR í verðlagsnefnd sjávar- útvegsins var haldinn í gær. en þegar Morgunblaðið fór í prent- un var ekki útlit fyrir að nein niðurstaða yrði um fiskverð. ur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, er Mbl. talaði við hann eftir fund flokksformann- anna í Þórshamri í gær, fundurinn hófst um hálf- tíuleytið og stóð í um þrjár klukkustundir. Formenn- irnir munu hittast aftur klukkan 16.30 í dag. Þeir Jónas Haralz bankastjóri og Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins ræddu við fulltrúa annarra stjórn- málaflokka í Þórshamri í gær- morgun og luku þeir við að fara yfir gögn, sem fram hafa komið. Þegar Mbl. spurði Geir Hall- grímsson eftir fundina í gær, hvort um frekari viðræður full- trúa flokkanna yrði að ræða fyrir fund flokksformannanna í dag, sagði hann það ekki ákveðið þá. „Við höfum farið yfir þau mál- efni, sem fram hafa komið í þessum viðræðum," sagði Stein- grímur Hermannsson. „Og eins og hjá okkur í þríflokkaviðræðunum hefur aðaláherzlan verið á ríkis- fjármálunum. Það kemur svo allt- af á endasprettinum að kjaramál- unum og mér sýnist þetta ætla að enda eins hjá Geir og það gerði hjá mér. Ég sé ekki nein meiri líkindi á því að samstaða náist í fjögurra flokka stjórn en þriggja flokka.“ „Barningur við loðnuna í krapi vestan Halans66 Btiið að veiða 25% af kvótanum „þAÐ er fjárans harningur og erfitt að eiga við veiðarnar vestur af Halanum, krap i sjónum og sjávarhiti undir frostmarki,“ sagði Haraldur Ágústsson skip- stjóri á Sigurði RE i talstöðvar- samtali við Morgunblaðið í gær, en Sigurður var þá á leið til Reykjavíkur með 1100 tonn af loðnu. „Loðnan hefur aldrei fyrr veiðst svona vestarlega að vetri til,“ sagði Haraldur, „en hún er þó komin fram eftir að allur loðnuflotinn hafði leitað fyrir öllu Norðurlandi, austur á Langanesgrunn og vestur fyrir Hala. Þetta er spánnýtt uppátæki hjá loðnunni að vera svona vestarlega og það er ekki um mikla loðnu að ræða hér, ekki líkt því eins mikið og skilið var eftir hér í haust og það verður að kasta oft. Hún er því einhvers staðar í felum ennþá. Annars er þetta allgóð loðna, en frekar í smærra lagi miðað við árstíma." Loðnubátarnir lögðu ekki kapp á að fylla í gær þar sem vond veðurspá var fyrir loðnumiðin. Frá því á föstudagskvöld og til hádegis í gær höfðu eftirtöld loðnuveiðiskip tilkynnt um afla, en alls var þá búið að veiða 23 þús. tonn eða nær einn fjórða hluta af því sem miðað er við fyrst um sinn. Keflvlkingur 200 lestir, Bjarni Óiafsson 880, Helga II, 470, Brtrkur 300, Sœbjrtrg 500, Skarösvik 590, Magnús 440, Hrafn 630, Súlan 100. Eidborg 640. Gisli Arni 250, Fifill 500, Seley 410, Rauðsey 420. Grindvikingur 950. Huginn 200, Jón Kjartansson 1000, Óskar Halldórsson 360, Sigurfari 550, Hafðrn 840, Sigurður 1100, Faxl 200, Hilmir II. 300, Arnarnes 430, Harpa 600, Helga Guðmundsdóttir 450. Bergur 350, Pétur Jónsson 330. Þriðji fundur flokksformannanna um þjóðstjórn fór fram i Þórshamri i gær og stóð í um þrjár klukkustundir. Þessa mynd tók Ljósm. Mbl. Kristján í upphafi fundar. Hagfræðideild Seðlabankans um athugasemdir Þjóðhagsstofnunar: Ekki er hægt að taka niðurstöðurnar alvar- lega sem stefnuráðgjöf Telur kjaraskerðingaráhrif tillagna Framsókn- ar vanreiknuð en áhrif leiða 4 og 5 ofreiknuð. UMSÖGN hagfræðideildar Seðla- banka íslands til stjórnarmyndun- araðila um þær leiðir, sem þeir hafa verið að ræða í efnahagsmálum, stingur mjög i stúf við umsögn Þjóðhagsstofnunar íslands, sem Mbl. hefur greint frá. Hagfræði- deildin er sammála Þjóðhagsstofn- un um það, að litið svigrúm sé i rikisfjármálum og hvað varðar aukinn sparnað. Hins vegar gagn- rýnir hagfræðideildin mjög út- reikninga Þjóðhagsstofnunar og telur að bilið milli kaupmáttar- rýrnunaráhrifa þeirra leiða, sem byggjast á tillögum Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks, og þeirra, sem nefndar hafa verið leið 4 og 5, sé til muna minna en fram kemur i niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar. Heildarumsögn hagfræðideildar- innar um athugasemdir Þjóðhags- stofnunar hljóðar svo: „Hér er að verki vélrænn útreikningur, reistur á forsendum vanabundinnar verð- bólguhegðunar. Niðurstöður af þessu tagi verða ekki teknar alvarlega sem stefnuráðgjöf." Sem dæmi um mismun á niður- stöðum hagfræðideildarinnar og niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar má nefna, að hagfræðideildin telur til- lögur Framsóknarflokksins fela í sér 7,8% kjaraskerðingu að meðaltali á árinu 1980, en niðurstöður athuga- semda Þjóðhagsstofnunar voru þær, að tillögur Framsóknarflokksins hefðu í för með sér 5,2% kaupmátt- arrýrnun kauptaxta og 4,2% kaup- máttarrýrnun ráðstöfunartekna. Á sama grunni telur hagfræðideild Seðlabanka íslands, að meðaltals- kjaraskerðingin af tillögum Fram- sóknarflokksins yrði 11,2% árið 1981. Að svipuðu marki telur hag- fræðideildin að Þjóðhagsstofnun ofreikni áhrif leiða 4 og 5, hvað kaupmáttarrýrnun varðar, en niður- stöður Þjóðhagsstofnunar, hvað þær varðar, voru 11,8% og 10,7% kaup- máttarrýrnun kauptaxta og 8,2% kaupmáttarrýrnun ráðstöfunar- tekna. Litlar líkur á beinu sjón- varpi frá Ólympíuleikunum KÖNNUN stendur nú yfir hjá hugsanlegan kostnað við beina Sjónvarpinu á því hvort unnt sé að sjónvarpsútsendingu frá Ólympíu- sjónvarpa Ólympíuleikunum í leikunum, en talið er að um veru- Moskvu n.k. sumar beint til legar upphæðir sé að ræða og taldi íslands, en ekki er útilokað að það Pétur að litlar líkur væru á að verði unnt tæknilega um jarðstöð þetta mál næði fram að ganga að og gervihnött. Hins vegar eru þessu sinni. Ólympíuleikarnir á sama tima og sjónvarpið lokar vegna sumar- Vegna fréttar um væntanlegt leyfa og felst könnun málsins sjónvarpsefni um jarðstöð í blaðinu einnig í því hvort breytingar verði sl. fimmtudag var það mishermt að þar á, samkvæmt upplýsingum líkur væru til að daglegar frétta- Péturs Guðfinnssonar fram- sendingar frá Evrópubandalagi kvæmdastjóra Sjónvarpsins. sjónvarpsstöðva gætu hafist á Verið er að reikna út og kanna þessu ári. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Framsóknar? Viðræður milli Sig- hvats og Tómasar SlÐUSTU dagana, meðan Geir Hallgrímsson hefur kannað mögu- leikana á þjóðstjórn, hafa aðrar óformlegar stjórnarmyndunarvið- ræður átt sér stað um minnihluta- stjórn Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks. Forystumenn þar um eru Tómas Árnason og Sighvatur Björgvinsson. Áhugi alþýðuflokksmanna á slíku stjórnarsamstarfi er sem stendur mun meiri en hjá framsóknar- mönnum, en þar í flokki munu margir setja landbúnaðarmálin fyrir sig og svo hitt, að þeir óttast yfirlýsingar krata um að þeir muni sprengja hvaða stjórn sem er, þegar þeir sjálfir meti árangurinn af störfum hennar ónógan. Þessir framsóknarmenn hafa sýnt hug- myndinni um samstjórn Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks mun meiri áhuga, og segja jafnframt að mistakist Geir að mynda þjóðstjórn yrðu slíkar viðræður nauðsynlegur undanfari samstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í öllu falli. Undan því gæti hvorugur flokkurinn vikið sér ef til þess kæmi. Einnig benda þeir á, að þótt segja megi að könnunarviðræður Geirs hafi rofið múrinn milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, þá sé mikill vafi á því að þeir flokkar nái saman að þessu sinm, nema þá með þeim hætti að Framsóknarflokkurinn brúi bilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.