Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 39 Níu íslenskir leikarar í breskum sjónvarpsþætti SÍÐAR í þessum mánuði sjónvarpinu breski fram- verður sennilega tekinn haldsmyndaflokkurinn til sýningar í íslenska ÚT í ÓVISSUNA, sem Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona og breski leikarinn Stuart Wilson, en þau fara með stærstu hlutverkin í framhaldsmynda- flokknum ÚT í ÓVISSUNA, sem hugsanlega verður byrjað að sýna i islenska sjónvarpinu þann 23. janúar næstkomandi. byggður er á samnefndri skáldsögu eftir Desmond Bagley. Þættirnir eru þrir talsins, og eins og flestum mun í fersku minni voru þeir að veru- legu leyti teknir upp hér á landi, enda gerist sag- an hér. Auk breskra leikara koma fjölmargir íslenskir leikarar við sögu, en stærsta hlutverk íslend- inganna í myndaflokkn- um er í höndum Ragn- heiðar Steindórsdóttur. Er hlutverk hennar jafn- framt eitt aðalhlutverkið í myndinni. Af öðrum íslenskum leikurum má nefna Harald Haraldsson, Árna Ibsen, Steindór Hjörleifsson, Jón Sigur- björnsson, Flosa Ólafsson, Jónu Sverrisdottur, Lilju Þórisdóttur og Jónínu Scott. Katrín Pálsdóttir við vinnu sína á Visi nú fyrir helgina. Hún tekur nú við ritstjórrt blaðs sem kemur út á tveggja mánaða fresti, i stað þess að vinna við blað sem kemur fyrir sjónir lesenda örskömmu eftir að það er skrifað. Myndina tók Ragnar Axelsson. Katrín Pálsdóttir ráðin ritstjóri Líf s KATRÍN Pálsdóttir blaða- maður á Visi hef ur verið ráðin ritstjóri Tiskublaðsins Lífs, og mun hún taka við hinu nýja starfi innan skamms. Katrin hefur undanfarin t vö ár starfað sem blaðamaður á Visi, en þar áður var hún í tvö ár á Dagblað- inu. Katrín sagði í spjalli við Morgunblaðið fyrir helgi, að hún hlakkaði óneitanlega til að tak- ast á við ný verkefni, þó hún kæmi sennilega til með að sakna þeirrar spennu sem fylgir vinnu á dagblaði. Að öðru leyti sagðist hún vilja sem minnst um nýja starfið segja, og ekkert um það hvort Líf breyttist eitthvað við ritstjóraskiptin, það yrði tíminn að leiða í ljós, sagði Katrín að lokum. Enginn er verri þótt hann vökni PYRIR stuttu var sundmeistaramót Vest- mannaeyja haldið og að því loknu brá unga sundfólkið á leík og kastaði bæði þjálfurum og starfsfólki sem það náði til út í iaugina í öllum herklæðum eins og sjá má. Alla. ein af konun- um sem starfa i íþróttamiðstöðinni. var tekin föstum tök- um og þarna sést hún taka fyrstu sporin á vatninu eftír flugið. en ekki náði hún þó göngutaktinum langa lcið á vatninu, enda líklega til of mikils mælzt á þessum síðustu og verstu tímum. Pálmi Gunnarsson að vinna að nýrri plótu INNAN tíðar er væntanleg sóló- plata frá Pálma Gunnarssyni, hljóðfæraleikara og söngvara með Brunaliðinu, en Pálmi hef- ur um langt árabil verið í hópi fremstu alþýðutónlistarmanna landsins. Pálmi sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að hann vonaðist til að nýja platan gæti komið út í vor, en hann myndi byrja að vinna að henni af fullum krafti er hann kæmi heim frá Cannes i Frakklandi. „Efnið er úr ýmsum áttum," sagði Pálmi, „en textarnir verða allir á íslensku. Lögin verða eftir þá Magnús Kjartansson, Magnús Eiríksson og Jóhann G. Jó- hannsson, og einnig mun breski trommuleikarinn Jeff Seopardie eiga lög á plötunni." — Jeff kom einnig við sögu á Brunaliðsplöt- unni og í sumar ferðaðist hann með liðsmönnum Brunaliðsins um landið. Þá sagði Pálmi, að geta mætti þess, að eitt laga Magnúsar Kjartanssonar sem verður á plötunni er úr kvikmyndinni Veiðiferðin, sem frumsýnd verð- ur bráðlega, og eru raunar öll lög í myndinni eftir Magnús. •!w fclk í frétfum Fjölmiðlafræðingur ráðinn f réttamaður Pálmi Gunnarsson vinnur nú að sólóplötu, sem hann vonast til að komi út i vor. Pálmi hefur þvi i nógu að snúast, því á þriðjudaginn fer hann ásamt fleiri tónlistarmönnum til Cannes í Frakklandi þar sem hann kemur íram ásamt Bruna- liðinu og f leiri aðilum. Myndina tók Kristinn Ólafsson. „ÚTVARPIÐ býður upp á ákaf- íega marga möguleika sem f jöl- miðill, meiri möguleika en flest- ir aðrir jafnvel ef rétt er á málum haldið og útvarpið nýtt öðru vísi en áður var," sagði Stefán Jón Hafstein frétta- maður hjá Ríkisútvarpinu i spjalli við Morgunblaðið fyrir helgi. Stefán hefur sem kunn- ugt er starfað við útvarpið um skeið, en var nýlega fastráðinn. Stefán sagði að breytingar á fjölmiðlun, meðal annars vegna tilkomu sjónvarps, hefðu orðið til þess að breyta varð ýmsu í dagskrárgerð útvarps. „Útvarpið er ekki lengur „kvöldvökumiðill" eins og það var áður," sagði Stefán, „en sjónvarpið hefur tekið það hlutverk að sér í staðinn, — samviskusamlega!" Stefán Jón Hafstein, nýráðinn fréttamaður við Rikisútvarpið. Stefán hafði áður unnið um hríð á fréttastofunni, en var einnig áður við nám i f jöimiðlafræði i Englandi. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.