Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 „Ég hef þroskast44 — sagði Erla Bolladóttir, þegar hún dró framburð sinn til baka —ÉG hef þroskast, sagði Erla Boliadóttir þegar ríkissaksóknari spurðist fyrir um ástæðurnar fyrir því að hún breytti framburði sínum i Geirfinnsmálinu. Kvaðst Erla hafa séð að sér þegar hún öðlaðist meiri þroska og ákveðið að draga fyrri framburð sinn til baka, enda hefði hann verið rangur. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær vó framburður Erlu þungt á Yfirtekur Kaupfé- lag Svalbarðseyr- ar Bústólpa hf.? Viðræður um samstarf KEA og K. Jónsson og Co. Akureyri, 11. janúar — VIÐRÆÐUR hófust fyrir áramótin milli Bústólpa h.f. annars vegar og Kaupfélags Svalbarðseyrar hins vegar um yfirtöku kaupfélaganna á eignum Bústólpa h.f., en það er fyrirtæki nokkurra bænda við Eyjafjörð, sem hefur annast innflutning á fóðurvörum til þeirra. afstaða hefði verið tekin í því efni enn af hálfu KEA. metunum þegar dómur var uppkveð- inn í Geirfinnsmálinu enda hafði hún í framburði sínum skýrt frá förinni til fundar við Geirfinn í Keflavík og staðfest hann fyrir dómi. Kvaðst Erla hafa farið af vettvangi og dvalið í mannlausu húsi um nóttina en síðan hefði hún fengið far með tveimur bifreiðum til Reykjavíkur morguninn eftir. Það hafðist uppi á báðum ökumönnum og var staðreynt, að þeir óku þarna um sama morgun. Annar þeirra þekkti Erlu úr hópi nokkurra stúlkna við sakbendingu og gat rifjað upp samtal þeirra á milli, sem Erla síðar staðfesti. Framburður öku- mannanna stendur óhaggaður, en Erla neitar því nú að hafa farið til Keflavíkur og kveðst ekkert kannast við Geirfinn. hafði áður skýrt frá og eiðsvarið framburð sinn. Erla hefur hins vegar haidið fast við framburð sinn allt þar til nú að hún snýr blaðinu alveg við. Þess má geta, að í sóknarræðu sinni fyrir sakadómi Reykjavíkur sagði Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari að játningar sakborninga væru grund- völlur ákæru í málinu og breytti þar engu þótt játningarnar hefðu verið dregnar til baka. Dómurinn tók breyttan framburð heldur ekki til greina og dæmdi þá Kristján Viðar og Sævar Marínó í þyngstu refsingu samkvæmt lögum, ævilangt fangelsi. Þess má geta að lokum, að í sóknarræðu sinni í undirrétti gat Bragi Steinarsson þess, að Erla Bolla- dóttir hefði haldið fast við framburð sinn og bæri að meta það til refis- lækkunar og ennfremur það að hún skyldi opna málið á sínum tíma. „Er hún Oila heima...“ Að sögn Vals Arnþórssonar, kaup- félagsstjóra KEA, eru samninga- viðræður milli félaganna enn í gangi, en eru á því stigi, að hann kvaðst ekki geta greint nánar frá þeim. Það væri hins vegar rétt að forystumenn Bústólpa h.f. hefðu snúið sér til Kaupfélags Eyfirðinga fyrir nokkru og óskað viðræðna um yfirtöku kaupfélagsins á eignum og viðskiptasamböndum Bústólpa h.f., en þar er um allmikil fóðurvöru- viðskipti að ræða, t.d. við alifugla- búið í Sveinbjarnargerði. Þegar Valur var spurður um hugsanlegan stuðning eða samstarf Kaupfélags Eyfirðinga við K. Jóns- son og Co. sagði hann, að það mál væri tæpast komið á viðræðustig, þó að hinu væri ekki að neita, að óformlegar viðræður eða áþreifingar hefðu farið fram um samstarf milli þessara fyrirtækja. K. Jónsson og Co. væri óefað þörf á einhverjum stuðningi með tilliti til aðstæðna, en slíkur stuðningur yrði þá á breiðari grundvelli ef af honum yrði. Engin Valur sagði að eins og kunnugt væri, hefði K. Jónsson og Co orðið fyrir fjárhagslegu áfalli vegna gaff- albitasendingar til Sovétríkjanna í fyrra og vissir erfiðleikar væru nú vegna niðursoðinnar rækju á Þýzka- landsmarkaði. Niðursuðuiðnaður væri afar viðkvæmur atvinnurekstur og fjármunamyndun það hæg og lítil, að menn mættu illa við fjár- hagslegum eða viðskiptalegum skakkaföllum. K. Jónsson og Co væri stórt fyrirtæki og veitti afar mörgu fólki atvinnu á Akureyri. Helzta sam- vinnufélag hér um slóðir, hlyti að láta sig varða hag þess fólks, sem í þessu tilviki ætti afkomu sína og atvinnu undir gengi niðursuðuverk- smiðjunnar. Hins vegar hefði engin formleg beiðni um stuðning í einu eða öðru formi komið fram til þessa og því væri ekki fleira um þetta mál að segja að svo stöddu. — Sv. P. Framkvæmdastjóri Sölustofminar lagmetis: „Okkur hafa ekki borist neinar nýjar kvartanir44 „2000 kassar. af skemmdum kavíar liggja í Frakk- landi,“ segir Örn Erlendsson framkvæmdastjóri Triton Aðrir sakborningar í málinu höfðu sömuléiðis játað þátt sinn í því, lýst málavöxtum og staðfest fyrir dómi. I júlí 1977 sneri Kristján Viðar Við- arsson við blaðinu og neitaði öllum sakargiftum. Það sama gerði Sævar Marinó Ciesielski í september sama ár. Og við dómsrannsókn sama sumar svaraði Guðjón Skarphéðinsson spurningum með alls kyns útúrsnún- ingum og fyrirvörum og bar við minnisleysi. Eftir réttarhöldin í októ- ber 1977 breytti Sigurður Óttar Hreinsson framburði sínum, en hann var sá sem átti að hafa ekið sendi- bílnum til Keflavíkur kvöldið, sem Geirfinnur hvarf. Kvaðst Sigurður ekki hafa farið þangað eins og hann Ekki hátíð heldur tíð í þÆTTINUM „Daglegt líf“, sem birtist á bls. 10 í Morgunblaðinu í gær, er grein um skíðaútbúnað, verð og fleira, sem ber fyrirsögnina „Arshátíð skíðamanna". Þarna á að standa „Árstíð skíðamanna“ og eru lesendur beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. Fundur utanríkis- ráðherra múhameðs- ríkja í Islamabad? Þá sögðu áreiðanlegar heimildir í Islamabad í dag, að utanríkisráð- herrar múhameðstrúarlanda myndu halda fund í Islamabad í Pakistan til að ræða innrás Sovét- manna í Afghanistan og leggja á ráðin um sameiginlega stefnu landanna. Þegar hafa 15 ríki samþykkt tilboð Pakistana um fund í Islamabad. Umræður um innrás Sovét- manna í Afghanistan fóru í gær fram í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Búist er við að gengið verði til atkvæða í dag um for- dæmingu innrásarinnar og að hún verði samþykkt með miklum meirihluta. Sovétmenn beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu fyrr í vikunni en þeir geta ekki beitt DR. Örn Erlendsson, framkvæmda- stjóri útflutningsfyrirtækisins Trit- ons, sagði I Kastljósi í sjónvarpinu í fyrrakvöld, að mun meira væri um kvartanir vegna gallaðrar niður- lagðrar vöru frá Sölustofnun lag- metis en þær sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu, þ.e. gaffalbitana til Sovétríkjanna og rækjuna til Vestur-Þýzkalands. Sagði Örn, að t.d. lægju nú 2000 kassar af kavíar í Frakklandi og því í Allsherjarþinginu. 17 ríki, íslömsk og hlutlaus, hafa lagt fyrir þingið tillögu, þar sem inn- rásin er fordæmd og þess krafist að sovéskt herlið fari frá landinu án nokkurra skilyrða. Mikill meirihluti ræðumanna fordæmdi innrásina í umræðum í gær. Sovétmenn hins vegar ásökuðu Bandaríkjamenn og Kínverja um að hleypa á ný köldu stríði af stokkunum. Krefst innrásar í Kúbu eða S-Yemen Breskur þingmaður, David At- kinson, hvatti í dag til innrásar í Kúbu eða S-Yemen, sem svar við innrás Sovétmanna í Afghanistan. Hann krafðist þess einnig, að stuðningur við uppreisnarmenn í Afghanistan yrði stóraukinn. Þá neitaði móttakandi að greiða fyrir þá vegna galla. Til Tékkóslóvakíu hefði fyrir nokkru verið send lifur sem ekki hefði verið í samræmi við samning og til Ástralíu hefði verið sendur kavíar sem var gallaður. „Það er hægt að taka mun fleiri dæmi en einmitt þessi ef menn hafa áhuga á,“ sagði Örn ennfremur. Morgunblaðið sneri sér til Gylfa Þórs Magnússonar framkvæmda- stjóra Sölustofnunar lagmetis og hvatti bandaríski öldungadeild- arþingmaðurinn Lowall Weicker til þess að Bandaríkin slitu stjórn- málasambandi við Sovétríkin vegna innrásarinnar. Bandarískir embættismenn munu í dag funda með fulltrúm Argentínu, Kanada, Ástralíu og ríkjum EBE um sam- eiginlegar aðgerðir ríkjanna til að takmarka kornsölu til Sovétríkj- anna. Jimmy Carter, forseti, hitti í gær að máli sendiherra Indlands í Washington. Hann hvatti til nánari samvinnu ríkjanna. For- maður hins pólitsíska arms PLO, Frelsissamtaka Palestínu, Farouk Kaddoumi, lofaði í dag það sem hann kallaði „óeigingjarna hjálp" Sovétmanna í Afghanistan. Olaf Palme, leiðtogi sænskra jafnað- armanna, fordæmdi í dag innrás Sovétmanna og kallaði hana brot á alþjóðalögum og kaldrifjaða innrás. innti hann eftir þessum málum. „Ég veit ekki til þess að Sölustofnunin hafi fengið neinar kvartanir frá Frakklandi vegna gallaðrar sending- ar af kavíar," sagði Gylfi Þór. „Hins vegar í sambandi við þetta Tékkó- slóvakíumál, þá er það mál sem upp kom fyrir tveimur og hálfu ári og er alls ekki á döfinni í dag. Sama er að segja um þennan skemmda kavíar sem fór til Ástralíu og þar var reyndar um algert smámál að ræða,“ saðgi Gylfi Þór ennfremur. Morgunblaðið sneri sér síðan til Arnars Erlendssonar og spurði hann hvernig þessi kavíarkvörtun væri til komin. „Þessi kavíar var framleidd- ur hjá K. Jónsson á Akureyri og söluna annaðist Artic Seafood, en útflutninginn annaðist Sölustofnun lagmetis, þkannig að þeir hjá Sölu- stofnun vita vel um þetta mál hvort sem þeir vilja nú tjá sig um það eður ei,“ sagði Örn. „Varðandi þetta mál í Tékkó- Bræðsla hafin í GÆR höfðu átta loðnubátar land- að í Siglufirði og 10 voru á leiðinni til lands með afla. Vinnsla í fiskimjölsverksmiðjunni á að hefjast um helgina. Eftirtaldir loðnubátar höfðu landað í Siglufirði: Náttfari 500 tonnum, Gullberg 490, ísleifur 440, Húnaröst 610, Hákon 650, Skírnir 430, Hrafn 610 og Börkur 300, en nótin hjá honum rifnaði. IIALLDÓR Guðmundsson fluvél- stjóri, sem verið hefur yfirmaður viðhaldsdeildar Flugleiða, hefur sagt starfi sínu lausu og hefur honum verið boðin framkvæmda- stjórastaða fyrir útibú Cargolux í Bandarikjunum með aðsetur í Miami. Halldór sagði í samtali við Mbl. að ekki væri afráðið með ráðningu sína slóvakíu hef ég það beint frá kaup- anda sjálfum í Prag. í stað þess að senda þorskalifur eins og um var samið á sínum tíma var send ufsalif- ur og var því ákveðið að endursenda sendinguna. Þá vil ég spyrja hvort það er ekki eitthvað að, þegar á undanförnum árum er óslitin slóð af kvörtunum vegna gallaðrar vöru sem seld er á vegum Sölustofnunar lagmetis. Það er eðlilegt að slys verði í sambandi við eina og eina sendingu, en það er ekki hægt að líta framhjá þessu endalaust, það hlýtur eitthvað meira en lítið að vera að, þegar þetta gerist æ ofan í æ, mánuðum og jafnvel árum saman. Þá vil ég að lokum koma því að vegna kavíarsins, sem nú liggur í Frakklandi, að framleið- andanum var bent á það þegar í upphafi, að hráefnið væri of gamalt og því ekki nothæft,“ sagði Örn Erlendsson að síðustu. Lýst eftir ökumanni FIMMTUDAGINN 10. janúar s.l. um klukkan 17.40 varð drengur fyrir bifreið á móts við Yrsufell 2 í Breiðholti. Meiddist hann talsvert í andliti. Bifreiðin, sem hlut átti að máli, var ekki stöðvuð heldur var henni ekið af slysstað. Eru það tilmæli lögreglunnar að bifreiðar- stjórinn gefi sig fram strax svo og vitni, en talið er að þarna hafi verið á ferðinni blá Escort-bifreið og að henni hafi ekið kona. til Cargolux ennþá, en ef af yrði myndi verða um að ræða nokkuð viðamikið starf. Til stæði að flogið yrði einu sinni í viku á DC-8 til að byrja með, en síðan er í bígerð að vera með tvær ferðir í viku í sumar einnig á DC-8 vélum. Með haustinu er svo hugmyndin að koma Boeing 747, eða Jumþoinum inn á þetta flug. Sovésk innrás inn í Pakistan? Washinfcton, 12. janúar. — AP BANDÁRÍSKA sjónvarpsstöðin ABC haíði eítir bandarískum leyniþjónustuheimildum, að sovéskir hermenn kunni að ráðast inn í Pakistan innan mánaðar tii að ráðast á bækistöðvar afghanskra uppreisnarmanna við landamærin. Sjónvarpsstöðin sagði, að Sovétmenn myndu ráðast á afghanska uppreisnarmenn en ekki gegn Pakistan eins og það var orðað. Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að ef Pakistönum yrði ógnað myndu Bandaríkin hugleiða hernaðaraðgerðir til stuðnings Pakistan. Cyrus Vance, utanrikisráðherra Bandarikjanna, mun ræða við Ali Shagha, utanrikisráðherra Pakistans, i dag. Halldór Guðmundsson framkvæmdastj. Cargo- lux í Bandaríkjunum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.