Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980
36
Minning:
Ari Jónsson
frd Blönduósi
F. 8. maí 1906
D. 3. des. 1979.
Hinn 10. des. síðastliðinn var ég
við útför vinar míns Ara Jónsson-
ar vörubifreiðarstjóra frá Blöndu-
ósi. Öll var útförin hin virðu-
legasta, falleg ræða hjá prestin-
um, sýslunga Ara, sr. Guðmundi
Þorsteinssyni frá Steinnesi, ynd-
islegur sálmar sungnir eftir þá
Norðanmenn, sr. Matthías og
Davíð frá Fagraskógi, að ógleymd-
um sálmi sr. Hallgríms, Allt eins
og biómstrið eina, sem þrátt fyrir
allt brambolt, þykir enn sjálfsagð-
ur, þegar íslendingur er borinn til
grafar. Að útförinni lokinn voru
kirkjugestir boðnir á heimili Ingi-
bjargar, dóttur Ara, að Hagamel
16. Kom þangað mikið fjölmenni,
er naut rausnarlegra veitinga.
Margir ættingjar og vinir Ara
höfðu komið að norðan til að
fylgja honum síðasta spölinn, og
kom mér það ekki á óvart, því Ari
var vinsæll og vinmargur þar
nyrðra.
Þar sem ég hef ekki orðið þess
vör, að Ara hafi enn verið minnzt
í blöðum svo sem maklegt væri,
hef ég látið þessar línur frá mér
fara. Raunar telja ýmsir minn-
ingargreinar hálfgerðan hégóma
og stundum hef ég heyrt, að
blaðamenn hafi heldur ímugust á
þeim skrifum, þau taki rúm frá
nytsamlegu efni. Þó efast ég um,
að annað efni sé meira lesið og
jafnvel haldið til haga. Þá verður
að telja, að þetta sé þjóðlegur
siður, og ýmsir munu telja það
einhvers virði enn sem komið er.
Og þess er ég fullviss, að mörgum
þykir fengur að því að fá brugðið
upp myndum af látnum samferða-
mönnum, þótt skrif okkar, sem
stundum stingum niður penna, séu
vafalaust oftast af meiri vilja en
mætti.
Þegar ég sat meðal fjöldans í
Fossvogskirkju 10. desember liðu
mér fyrir hugskotssjónum margar
myndir af hinum látna heiðurs-
manni. Fyrst sá ég hann ungan
mann þeysa á góðhestum um
sveitina í glöðum hóp. Ég var þá
nýlega komin þangað, en hann
kaupamaður á Hjallalandi í
Sveinsstaðahreppi þar sem sá
landskunni maður Jósep á Hjalla-
landi, hafði gert garðinn frægan.
Mér varð starsýnt á þennan unga
og háttprúða svein, sem auðsjáan-
lega hafði yndi af að sitja á hesti
og gat tekið undir með skáldinu,
að „knapinn á hestbaki er kóngur
um stund, kórónulaus á hann ríki
og álfur".
Þegar ég spurðist fyrir um ætt
hans og uppruna, var mér sagt, að
hann væri sonur Jóns Sigurðsson-
ar að Hofi á Skagaströnd; könnuð-
ust víst flestir Húnvetningar þá
við Jón á Hofi, sem búið hafði
fjölda ára að Balaskarði á Laxár-
dal, en var um þessar mundir
kominn að Hofi. Móðir Ara, Guð-
ný Pálsdóttir, að Eyjarætt, var að
sögn mikilhæf kona. Þau Bala-
skarðahjón eignuðust 14 börn, og
var Ari þeirra yngstur, fæddur að
Balaskarði 8. maí 1906. Jón á
Balaskarði þótt með glæsilegustu
mönnum sinnar tíðar; líktu sumir
honum við enskan lord í fram-
komu og allri hegðun. Lengra varð
ekki jafnaði í Húnaþingi á þeim
tíma og sennilega víðar. Börnin á
Balaskarði, öll velgefin, urðu
myndarfólk, sem tekið var eftir.
Auk Ara kynntist ég systkinum
hans, Páli skólastjóra á Skaga-
strönd, Emmu húsfreyju á
Spákonufelli og Ingibjörgu Finns
eins og hún var kölluð á Blönd-
uósi. Maður hennar var Finnur
Guðmundsson, bjuggu þau lengi í
Skrapatungu á Laxárdal, en síðar
í nágrenni við mig á Blönduósi.
Húsið þeirra var andspænis
kvennaskólanum og var ekki ónýtt
að eiga slíka nágranna. Var
ánægjulegt t.d. að líta þangað inn
á morgnana, alltaf var heitt á
könnunni og vinsamlegar viðtökur
yljuðu um hjartarætur. Varla leið
löng stund, ef ekki var fólk fyrir,
að eldhús Ingibjargar fylltist af
aðkomufólki, skyldu sem óskyldu,
er sótti í ylinn.
Mér þótt sérlega ánægjulegt að
heyra aftur eins og á Akureyri, að
húsfreyjan var kennd við mann
sinn, eins og Sigríður Óla, Krist-
jana Þorvaldar og fleiri sómakon-
ur í Fjörunni heima. Bar ekki slíkt
vott um ástríka sambúð, góðan
heimilisanda, þar sem heimilið
var öllu æðra í augum heimilis-
fólksins?
Það, sem mér fannst einkenna
öll þessi sytskini, eftir að ég
kynntist þeim, var mikil hjarta-
hlýja ásamt frábærri snyrti-
mennsku og háttvísi í umgengni.
Heimilið á Balaskarði þótti mesta
merkisheimili „i den tid“, en geta
má nærri, að þar hefur þurft á
ýtrustu aðgæzlu að halda. Hús-
bóndinn varð oft að leita sér
atvinnu utan heimilis til að sjá
barnmargri fjölskyldu borgið.
Hann vann tímum saman við
Höepfners-verslun á Blönduósi og
var í miklum metum hjá verzlun-
arstjórunum þar, Pétri og Evald
Sæmundsen. Kom þá í hlut hús-
freyju að stjórna búi og börnum
heima, og eftir því sem sögur
herma tókst henni það með mestu
prýði. Ekki er ólíklegt að Ari hafi
verið uppáhald foreldra og systk-
ina, þar sem hann var yngstur í
svo stórum barnahóp. En hann
bar þess ekki merki, að hann hefði
verið dekurbarn. Hann fór
snemma að vinna fyrir sér eins og
þá tíðkaðist og þótti strax liðtæk-
ur. Hann var í vegavinnu á vorin
og fór í kaupavinnu um sláttinn.
Kaupavinnan á Hjallalandi varð
honum örlagarík, því þar kynntist
hann konu sinni, er seinna varð,
Guðríði Björnsdóttur frá Hnaus-
um, fallegri stúlku, dóttur Björns
Kristóferssonar bónda þar, þess er
úti varð á Torfalækjarflóanum
ásamt nafna sínum, Birni Sigurðs-
syni bónda á Litlu-Giljá í Þingi
1911. Hörmulegur atburður, er
lengi var í minnum hafður í
héraðinu. Gömul kona, sem þá var
í Hnausum, sagðist hafa litið til
baðstofugluggans seint um kvöld-
ið, en stórhríð lamdi þá þekjuna
og glugginn var loðinn af hélu. Sá
hún þá bregða fyrir myndum í
hélunni af þeim nöfnum og þóttist
vita, að væri fyrirboði illra frétta.
Daginn eftir barst harmafregnin.
Björn Kristófersson var Borg-
firðingur að ætt bróðir Péturs, er
lengi bjó á Stóru Borg í Vestur-
Húnavatnssýslu og þeirra systk-
ina, sem mörg urðu nafnkunn og
frá þeim runnar miklar ættir. Er
mikill hagleikur í þeirri ætt.
Móðir Guðríðar, seinni kona
Björns, var Sigríður Bjarnadóttir,
ættuð frá Breiðafirði mikil hetja
og drengskaparkona.
Öll börn Björns Kristóferssonar
urðu myndar- og atorkufólk.
Magnús yngsti sonur Björns bjó í
mörg ár á eignarjörð sinni Hnaus-
um. Á yngri árum var hann oft
heimilismaður hjá mér á Þingeyr-
um. Betri heimilismann var
naumast hægt að hugsa sér né
afkastameiri við störf. Var hans
saknað hvert skipti sem hann fór,
en fagnað að sama skapi, þegar
hann kom aftur. Hann er nú
nýlega látinn og hefur ekki verið
getið sem maklegt væri. Hann var
í hópi þeirra hraustmenna, sem
ekkert virtist bíta á , en hinn
slyngi sláttumaður hafði þó betur
að lokum eins og jafnan verður.
Guðríður og Ari giftust 18. okt.
1930 og settust að á Blönduósi.
Bjuggu þau fyrst í Halldórshúsi,
en síðan bjuggu þau í allmörg ár í
Sæmundsenshúsi. Var til þess
tekið, hve litla heimilið var vist-
legt og notalegt, enda lögðu þau
bæði áherzlu á að hlynna að því
eftir föngum. Árið 1946 keyptu
þau Friðfinnshús, en síðar reistu
þau einbýlishús fyrir utan Blöndu
og bjuggu þar síðan þau ár, sem
þau dvöldust á Blönduósi.
Þegar bílaöldin var hafin og
hafði teygt sig norður á Blönduós,
gerðist Ári bílstjóri. Um langt
árabil ók han áætlunarbíl milli
Akureyrar og Reykjavíkur, fyrst
hjá Kristjáni Kristjánssyni for-
stjóra og síðan hjá póststjórninni.
Hann var þekktur fyrir öruggan
akstur og fyllstu reglusemi í starfi
og naut því fyllsta trausts allra og
ekki þarf að spyrja að þrifnaðin-
um og regluseminni.
Áratuginn 1940—1950 átti ég
ófáar ferðir milli Blönduóss og
Reykjavíkur og þá kynntist ég Ara
betur, og fékk að staðreyna,
hvílíkt öryggi var í bíl hans á
hverju sem gekk. Þótt ekki virðist
langt síðan, gerir fólk sér nú á
tímum þess naumast grein fyrir,
hvernig vegirnir á íslandi voru á
þeirri tíð, og mundi ekki telja þá
ílfæra nú. Þá reyndi mikið á
bílstjórana. Mér er Hvalfjörður-
inn einna minnisstæðastur. Þar
þurfti oft að krækja fyrir slörkin
og þá ryðja koppagötur ofar í
hlíðinni eða leggja á tæpasta vaðið
fyrir neðan, eftir því hvernig á
stóð. Algengt var, að angistarfull-
ir farþegar þyrftu allir að fara út
til að létta á eða ýta á bílinn,
nema hvort tveggja væri.
Minnisstæðust verður mér ein
norðurferð fyrir jól 1941. Lagt var
af stað með Laxfossi dimman
skammdegismorgun, hvasst var á
flóanum, nánast slagviðri. Strax
og komið var út úr höfninni í
Reykjavík, tók skipið að velta
ógurlega, en farþegar sóttu í
skjólið. Ekki var rúm fyrir alla
undir þiljunum, því mikill fjöldi
var með skipinu. Ég var meðal
þeirra, sem máttu hýrast á dekk-
inu, en var þó svo lánsöm að fá
sæti á bekk í ganginum fyrir
framan hásetadyrnar. Þak var
yfir ganginum og því örlítið skjól.
Nokkrir setuliðsmenn voru með í
förinni, sátu þeir aftur á lestar-
hlerunum og höfðu með sér
grammófón og hugðust nota til að
skemmta sárþjáðum þiljubúum.
En sú góða viðleitni tókst ekki
sem skyldi. Sjór gekk stöðugt yfir
skipið og skolaði burt plötunum,
áður en þær komust á fóninn,
flutu þær um allan sjó. Á síðustu
stundu tókst að bjarga grammó-
fóninum og þótt engum væri
hlátur í hug, var þó erfitt að
verjast brosi.
Skipið varðist áfram gegn
óveðrinu, kuldinn var óskaplegur
og sjóveikin í samræmi við annað.
Ég var ekki lánlaus fremur en
fyrri daginn. Fyrir aftan mig á
bekknum hafði einhver skilið eftir
hnakktösku með olíufötum. í ör-
væntingu minni klæddi ég mig í
fötin, og hafa þau sjálfsagt bjarg-
að lífi mínu í þetta skipti, og verið
auk þess til ómældra þæginda að
öðru leyti, því að yfir þau gengu
aðrar gusur — af mannavöldum,
þannig að eigandinn kannaðist
ekki við fötin þegar loks var komið
á leiðarenda.
Þar biðu „vinir í varpa", Ari
með bílinn á bryggjunni. Hann
var kominn með útrétta hönd til
að taka á móti okkur norðanfólki,
elskulegur og hlýr í viðmóti eins
og honum var eiginlegt. Við þetta
hvarf öll vanlíðan og segja má, að
ný tilvera hafi blasað við. Ennþá
minnist ég þess, hve gott var að
koma úr þessu volki í hreinan og
notalegan bílinn hans Ara. Nú var
haldið norður með fullan bíl af
fólki. Ferðin sóttist mjög seint,
því að aftaka veður var alla
leiðina yfir Holtavörðuheiði, en
slotaði ögn þegar halla tók norður
af. Þótt umskiptin að komast í
bílinn hans Ara, hef ég þó sjaldan
orðið fegnari að komast heim að
Þingeyrum en þessa nótt. Klukkan
var þá orðin 4. Farangurslaus var
ég, því að ekkert af honum fannst
í fárviðrinu í Borgarnesi. Nokkr-
um dögum seinna gerði hann mér
orð, að hann væri búinn að hafa
uppi á farangrinum. Þannig
reyndist hann hugulsamur og
taldi ekki eftir sér þetta og þvílíkt
umstang fyrir farþegana. Með
engum vildi ég fremur ferðast en
Ara, enda var það ekki heiglum
hent í þá daga að annast akstur
milli landshluta við þær aðstæður,
er þá ríktu.
Éftir langt og giftudrjúgt starf
við langferðabílana, hætti hann
því starfi, keypti sér bíl sjálfur og
gerðist leigubílstjóri, sá eini á
Blönduósi í nokkur ár. Þá var
hann um skeið við skrifstofustörf
á sýsluskrifstofunni. Reyndist
hann þar sem annars staðar
traustur og samvizkusamur
starfsmaður, ekki spillti það fyrir,
að hann hafði mjög fallega rit-
hönd, og hafði gott auga fyrir öllu,
er betur mátti fara.
Börn þeirra Ara og Guðríðar,
Björn og Ingibjörg, þóttu hin
mestu myndarbörn. Björn tók
stúdentspróf frá M.A. 1953, stund-
aði síðan íslenzk fræði við háskól-
ann fór síðan til Englanda og las
ensku og enskar bókmenntir.
Hann gerðist síðar kennari við
héraðsskólann á Reykjum, en
síðar í Borgarnesi. Nú rekur hann
þar eigin verzlun, og er umsvifa-
maður í hreppsmálum. Kvæntur
er hann Guðrúnu Jósafatsdóttur
frá Sauðárkróki mestu myndar-
konu og eiga þau fjögur börn.
Ingibjörg gekk í Kvennaskólann á
Blönduósi, var þar ágætur nem-
andi og skólaþegn. Hún stundaði
verzlunarstörf hjá Kaupfélagi
Húnvetninga, og var síðustu sex
árin þar deildarstjóri. Hún bjó
ávallt með foreldrum sínum
ásamt syni sínum Ara Hafsteini,
sem var yndi og eftirlæti afa síns
og ömmu. Árið 1975 fluttist hún
til Reykjavíkur og gerðist inn-
kaupastjóri hjá Hagkaup, þar sem
hú starfar við góðan orðstír.
Haustið 1977 seldu þau hjón Ari
og Guðríður hús sitt á Blönduósi
og fluttust suður í Borgarnes, þar
sem Ari var við verzlunarstörf hjá
Birni syni sínum. Ég geri ráð
fyrir, að það hafi ekki verið
sársaukalaust fyrir Ara að yfir-
gefa sína heimabyggð, því hann
var vanafastur og rómaður fyrir
trygglyndi sitt. Hann lét þess
getið, er ég heimsótti hann á
Landspítalann stuttu áður en
hann dó, að hann saknaði Norður-
lands. Gat ég vel skilið það. Hann
var Húnvetningur í húð og hár. Á
Blönduósi hafði hann átt heima
nær hálfa öld, átti þar marga vini
og ættingja og margs að minnast.
Að endingu votta ég Guðríði
börnum hennar, barnabörnum og
öðrum ættingjum innilega samúð
mína og þakka Ara trygga vináttu
og trausta samfylgd á liðnum
árum — vona að hann fyrirgefi
mér, þótt kveðjan frá mér sé
síðbúin.
í Guðs friði.
Hulda Á. Stefánsdóttir.
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Ilandrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
Eiginmaöur minn
t
BJARNI ÆVAR ARNASON
tœkniteíknari
Háengi 10, Selfossi andaöist 11. janúar. Fyrir hönd barna okkar og
annarra vandamanna
Lóa Guömundsdóttir
t
Eiginkona mín og móöir okkar
HANSÍNA HELGADÓTTIR
Blöndubakka 5
lést 4. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey aó ósk hinnar
létnu. Sérstakar þakkir fyrir góöa umönnun til lækna og
starfsfólks é deild 8. Landspítalanum.
Baldur Jónsson,
Jón Baldur Baldursson,
Arnljótur Baldursson,
Edda Baldursdóttir,
Klara Baldursdóttir,
Björk Baldursdóttir.
t
Jaröarför eiginkonu minnar, móöur og ömmu
GUDNÝJAR RUNÓLFSDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 3.00.
Ragnar Béröarson,
Málfriður Siguröardóttir,
og börn.
Marís Gíslason,
t
Eiginkona mfn og móöir okkar
CORNELÍA MARÍA JÖHANNESSON
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. janúar kl.
13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeir sem vilja minnast hennar láti
líknarstofnanir eöa Amnesti International njóta þess.
F.h. aöstandenda, Ingi Karl Jóhannesson
og börn.