Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 2 5
Bandarískur rithöfundur, Jim Hougan, hefur grafið
upp nokkrar nýjar staðreyndir, sem gætu varpað
nýju ljósi á Watergate-hneykslið og leitt til þess að
endurskoða verði málið að sögn brezka blaðsins
Observer.
Uppgötvanir Hougans gefa til kynna það sem ýmsa
hefur grunað frá byrjun, en aldrei hefur tekizt að
sanna, að tilgangurinn með innbrotinu í Watergate-
byggingu Demókrataflokksins í Washington hafi
verið sá, að það kæmist upp.
Hougan svarar ekki þeirri spurningu, hverjir það
hafi verið sem bjuggu þannig um hnútana að
innbrotið komst upp, en bollalagt er að leyniþjónust-
an CIA hafi viljað afhjúpa Watergate til þess að
koma Richard Nixon forseta í klípu.
Ráðgáta
Getum er að því leitt, að CIA
hafi viljað að Nixon segði af sér,
eins og hann gerði að lokum, þótt
ástæðan sé mönnum ráðgáta. En
sumir telja, að yfirmenn CIA
hafi óttazt stöðugar tilraunir
Nixons til að draga til sín öll völd
og fela þau fámennum hópi
manna, sem hann treysti.
Ólíklegt er talið, að svar fáist
við spurningunni um, hvað vakað
hafi fyrir CIA fyrr en öðrum
mikilvægum spurningum hafi
verið svarað, eins og þeim hvað
var á 18 '/2 mínútna eyðunni á
segulbandi forsetans, hver var
„Deep Throat" og svo framvegis.
Hleranir
Innbrotið var framið 17. júní
1972 til að finna óþægilegar
staðreyndir um þá demókrata,
sem hugsanlega byðu sig fram
gegn Nixon í forsetakosningun-
um um haustið. Tveimur mönn-
um var falið að sjá um verkið,
Howard Hunt og Gordon Liddy.
Þeir komu meðal annars fyrir
hlustunartækjum í skrifstofum
landsstjórnar Demókrata-
flokksins á sjöttu hæð Water-
gate-byggingarinnar.
Til þess að koma hlerunar-
tækjunum fyrir fékk Hunt til liðs
við sig fyrrverandi CIA-mann,
James McCord, í fyrstu viku júní.
Skömmu síðar var ákveðið af
ókunnum ástæðum að brjótast
inn í skrifstofurnar einnig. Tvö
herbergi voru tekin á leigu í
móteli andspænis Watergate. í
efri herberginu voru McCord og
aðstoðarmaður hans, Alfred
Baldwin, og hlustuðu á samtöl í
Watergate og fylgdust með því
sem fram fór. I neðra herberginu
var Howard Hunt ásamt liði
sínu, þar á meðal fjórum Kúbu-
mönnum, sem voru fengnir til að
fremja innbrot í skrifstofurnar.
Opnaði dyrnar
McCord opnaði eina af kjall-
aradyrum Watergate og sneri
síðan aftur til mótelsins til að
fylgjast með því hvenær síðasti
starfsmaður demókrata færi úr
byggingunni, en hann neitaði því
þráfaldlega, að nokkur annar
hefði verið með honum. En
Hougan segir, að í fylgd með
McCord hafi verið dularfullur
náungi að nafni Lu Russel, sem
mestalla nóttina reyndi að afla
sér fjarvistarsönnunar.
Um ráðabrugg McCords og
Russels um nóttina er ekki vitað,
en Hougan segir að Russel hafi
verið launað með einhverju ef
hann þegði — nýjum bíl, húsi,
eyðslufé til lífstíðar. Hann lézt
tveimur árum síðar. Russel virð-
ist hafa gegnt mikilvægu hlut-
verki og það sýnir að McCord
sagði ekki satt í yfirheyrslum
síðar. Hann vildi leyna einhverju
og þar til Hougan kom til
sögunnar var enginn viss um
hvað það gat verið.
Svarið
Hougan telur sig hafa fundið
svarið eftir nákvæma rannsókn á
lögregluskýrslum um atburði
næturinnar, með athugunum á
símtölum við vörðinn, sem fyrst
sá að McCord hafði opnað kjall-
arahurðina (það varð til þess að
lögreglan var kvödd á vettvang)
og með rannsóknum á löngu
gleymdum framburði vitna og
óseljanlegum bókum um dular-
fullar hliðar málsins. Ýmis
tæknileg atriði komu ekki heim
og saman og Hougan taldi að
misræmið leiddi til aðeins einnar
niðurstöðu: James McCord leiddi
félaga sína og sjálfa sig vísvit-
andi í gildru undir því yfirskyni
að hann væri gætinn.
Hougan segir, að McCord hafi
skipulagt innbrotið til að tryggja
að lögreglan stæði mennina að
verki og Hougan hefur komizt að
því, að glæpurinn var framinn 15
mínútum eftir að lögreglan var
kvödd til byggingarinnar.
Tryggði mistök
McCord sá til þess að talstöðv-
arsambandi við innbrotsþjófana
var slitið svo að ekki yrði hægt
að vara þá við. Hann dró á
langinn að hafizt væri handa um
aðgerðina þar til hann var viss
um að lögreglan kæmist á slóð-
ina, sem hann vísaði á. Hann
náðist sjálfur, en vegna flókins
samsæris, ekki vegna klaufa-
skapar.
Hougan segir, að hann hafi
sýnt fram á að McCord hafi á
öllum stigum innbrotsins tekið
ákvarðanir sem hefðu haft
skelfilegar afleiðingar, átt hug-
myndina að aðferðum sem
reyndust hlægilegar og villt um
fyrir vitorðsmönnum sínum
þannig að innbrotið fór út um
þúfur. Allt gerði þetta að verk-
um, að óhjákvæmilegt var að
innbrotsþjófarnir voru gripnir.
Hougan telur barnalegt að
trúa því að innbrotið hafi mis-
tekizt fyrir klaufaskap mann-
anna sem tóku þátt í því. Enga
meinlausa skýringu sé hægt að
finna á gerðum McCords. En
enginn veit, jafnvel ekki Hougan
sjálfur, hvers vegna McCord
hegðaði sér eins og hann gerði.
Watergate samsæri
gegn Nixon forseta?
James McCord
hramminum á rússneska birnin-
um. Innrásin í Afganistan ber með
sér öll merki ofríkisins og yfir-
drottnunarinnar. Tilgangurinn er
augljóslega sá að tryggja sér
úrslitaaðstöðu við Persaflóa með
því að hafa olíuflutningana í
sínum höndum ef þurfa þætti
síðar meir. Þannig hafa herveldi á
öllum tímum hagað sér. Þau
leggja áherzlu á að fá yfirráð yfir
samgönguleiðunum og eru ekki
vönd að meðulunum, ef því er að
skipta. Andspænis þessu standa
svo Afganir eins og lambið gegn
úlfinum: Börn, konur og karlar, öll
fjölskyldan, stenzt ekki mátið,
heldur snýst gegn skriðdrekunum
sem troða allt undir sér. Myndin
er skýr. Saga mannsandans er
saga fórna, þegar hugrekkið snýst
upp í fífldirfsku, af því að það er
um líf og dauða að tefla.
Þegar við íhugum öryggi íslands
stingur mest í augu, að í stað þess
að vera „yst á hjara veraldar"
erum við nú í þjóðbraut. Við
höfum vitað um, að umsvif sov-
ézka flotans í lofti sem á legi hafa
aukizt með ári hverju og jafnvel
verið æfð innrás í Island. Við
höfum líka verið aðvaraðir um
það, að spennan muni aukast hér
um slóðir ef við gerum ítrustu
kröfur við Jan Mayen.
Nú tala Sovétmenn líka um það,
að spennan sé að aukast við
landamæri Noregs, af því að
Norðmenn fóru að hyggja að
öryggismálum sínum í kjölfar
innrásarinnar í Afganistan.
Þeir héldu lífi
Einar Olgeirsson hefur fært
skýr rök að því, að það var um líf
og dauða að tefla, þegar ættar-
samfélög germana bundust í hern-
aðarbandalag til þess að mæta
ofríki Rómverja. Fyrir vikið héldu
germanir lífi, — tungu sinni og
menningu. Lýðræðisþjóðir Evrópu
hafa leitað sömu ráða gegn ofrík-
inu í austri. Atlantshafsbandalag-
ið er umfram allt samtök þjóða,
sem telja það grundvallaratriði í
samskiptum allra þjóða, að þær
ráði ráðum sínum sjálfar, haldi
tungu sinni og menningu, eins og
stefnt var að með því að Eystra-
saltslöndin þrjú, Eistland, Lett-
land og Litháen, öðluðust sjálf-
stæði 1918.
Örlög Eystrasaltsþjóðanna, inn-
rásirnar í Ungverjaland, Tékkó-
slóvakíu og nú Afganistan ásamt
öðrum sambærilegum atburðum
hafa kennt okkur, að í þessum
heimi kemur ekkert af sjálfu sér.
Menn verða fyrir því að hafa, ef
þeir vilja halda frelsinu, — þessi
mikli minnihluti alls mannkyns-
ins sem er svo lánsamur að hafa
nokkru sinni hlotið það. Vegna
smæðar okkar höfum við farið þá
leið að semja sérstaklega við
Bandaríkin um varnir landsins.
Enginn vafi er á, að nú sem áður
telur mikill meirihluti þjóðarinn-
ar, að það sé vei ráðið, eins og
ástandið er í heiminum. — Eins og
heimurinn lítur út í augum ann-
arra en þeirra sem eru svo glap-
sýnir að trúa á Eystrasaltsvikuna
sem friðarviku.
En við verðum einnig að huga
að sjálfstæði okkar og öryggi inn á
við. Því miður hefur öngþveitið í
efnahagsmálunum tekið sinn toll
ekki aðeins í verri lífskjörum en
ella, heldur einnig í því, að við
stöndum ekki jafnvel og áður í
siðferðilegu og menningarlegu til-
liti. Með myndun þjóðstjórnar nú,
sem virkilega yrði samstíg í að-
gerðum sínum, myndi vissulega
vinnast siðferðilegur sigur. En því
miður er þess naumast að vænta,
að svo geti orðið nú. Þó eru
tímarnir alvarlegir og þjóðin
bíður eftir því, að á málum hennar
verði tekið. Fyrir því er jarðvegur
núna, — og eins og jafnan áður,
þegar erfiðleikarnir hafa kallað
að.