Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 Þrenn hjón heiðr- uð í Hveragerði Hveragerði, 11. jan. UM þessar mundir eru þrír embættismenn að hætta störíum hér í Hveragerði vegna aldurs, eftir áratuga farsæl störf, þeir Stefán hreppstjóri, Magnús læknir og Tryggvi bankastjóri, eins og þeir eru nefndir i daglegu tali. ^ m ^H ¦*..: ¦¦¦¦¦-*¦*¦¦ fei. kí ^. j^ i^3 BP 9 * M h>^^A • Stefán Guðmundsson bygg- ingameistari og frú Elín Guðjóns- dóttir kona hans fluttu hingað árið 1934 þegar staðurinn var að byrja að byggjast upp. Hann hefur verið hér hreppstjóri frá 1948 til 1979 eða alls í 31 ár. Magnús Ágústsson læknir flutti hingað 14. janúar 1950 ásamt eiginkonu sinni, frú Magneu Jó- „Hvað sögðu engl- arnir?" í Þjóðleik- húskjallaranum LEIKRIT Nínu Bjarkar Árna- dóttur, HVAÐ SÖGÐU ENGL- ARNIR?, er nú sýnt á Litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaran- um. Leikritið var frumsýnt í október síðast liðnum og er í leikstjórn Stefáns Baldursson- ar og leikmynd Þórunnar Sig- ríðar Þorgrímsdóttur, nýstár- leg athugun á tvöföldu siðgæði okkar þjóðfélags. I leiknum segir frá Steini og Brynju, ungum elskendum sem fortíðin og kringumstæðurnar í samfélaginu meina að eigast. Við sjáum atvik úr fortíð Steins í draumkenndum myndum og fáum hugboð um hrikalegt og ómanneskjulegt misrétti. Sig- urður Sigurjónsson og Tinna Guðlaugsdóttir fara með hlut- verk Steins og Brynju. Önnur hlutverk leika Bríet Héðinsdótt- ir, Helga Bachmann, Bessi Bjarnason, Helgi Skúlason, Sig- ríður Þorvaldsdóttir, Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Arnar Jónsson. Næsta sýning á HVAD SÖGDU ENGLARNIR? er mið- vikudaginn 16. janúar n.k. (Fréttatilkynning). hannesdóttur. Hann hefur verið læknir okkar í 30 ár, þar af héraðslæknir Hveragerðis og Ölf- uss í .25 ár. Tryggvi Pétursson bankastjóri Búnaðarbankans lætur af störfum 1. febrúar n.k. Hann kom hingað þegar Búnaðarbankinn opnaði hér útibú 11. ágúst 1967. Eiginkona Tryggva er frú Guðrún Jónasdótt- ir. Vinir og kunningjar þessara ágætu hjóna vildu sýna þeim þakklætisvott fyrir störf þeirra hér í Hveragerði og halda þeim samsæti laugardaginn 19. janúar n.k. klukkan 20.30 í Hótel Hvera- gerði. Þátttöku má tilkynna þang- að fyrir 16. janúar eða til Ingólfs Pálssonar og Hafsteins Kristins- sonar. —Sigrún. Helga Einarsdóttir t.h. afhendir gjöfina Öddu. Báru Sígfúsdöttur stjórnarformanni spitalans. Höfðingleg gjöf Rauða kross-kvenna KVENNADEILD Reykjavíkur- deildar Rauða krossins afhenti milli jóla og nýárs Borgarspítalan- um bækur að gjöf fyrir sjúklinga- bókasafn spitalans að verðmæti ellefu hundruð þúsund krónur. Á s.l. ári færði deildin spítalanum ennfremur segulbandstæki og fé til kaupa á hljóðbókum ásamt ýmsu fleira, segir í frétt frá Borgarspítal- anum, þar sem komið er á framfæri sérstakri þökk til Rauða kross kvenna. Árni Berg- mann segir lausu rit- stjórastarfi „ÉG hef sagt iausu starfi mínu sem ritstjóri. Þjóðviljans, en hef einnig látið i ljós óskir um að fá að vinna áfram við blaðið á afmarkaðra verksviði.en almenn ritstjórn er," sagði Arni Berg- mann ritstjóri Þjóðviljans í sam- tali við M 1)1. í gær. ,.Eg hef dálítið gaman af að skrifa, en er á móti mannaforráðum og þess vegna kýs ég nú þessa breytingu." Mbl. spurði Kjartan Ólafsson formann útgáfufélags Þjóðviljans, hvort búið væri að ráða eftirmann Árna á ritstjórastóli. „Enn sem komið er hefur bréf Árna aðeins verið rætt í fimm manna rekstrar- stjórn Þjóðviljans, en ég reikna með að það verði fljótlega haldinn fundur í útgáfufélaginu til að ræða það," sagði Kjartan. Mbl. spurði Kjartan, hvort ritstjóra- starfið freistaði hans sjálfs og sagði hann það ekki vera. „Betra getur það ekki verið!" — segir Politiken um verk Atla Heimis á nýrri hljómplötu DANSKA blaðið Politiken birii 27. desember s.l. umsögn tónlistargagn- rýnanda sfns. Jergen Falcks, um nýja hljómplötu með íslenzkri og danskri nútfmatónlist. Það er Atli Heimir Sveinsson, sem þarna kemur fram fyrir Islands hönd, en um verk hans egir jergen Falck m.a.: „Ekkert er yndislegra en að ganga inn í nýja veröld, sem er svo töfrandi að maður verður gagntek- inn. Slík veröld er tríó íslenzka tónskáldsins Atla Heimis Sveins- sonar fyrir píanó, selló og klarí- nettu. „Plutot blanche qu'azurée" (Hvítara en himinblátt), sem ný- komið er út á hljómplötu hjá De Fynske Musikkonservatorium, leik- ið af Den fynske Trio. Á þessari plötu er það hin hvíta og himinbláa tónlist Atla Heimis Sveinssonar, sem hlýjar manni mest um hjartaræturnar. [Önnur verk á þessari hljómplötu eru eftir Danina Sven Erik Werner og Karl Aage Rasmussen]. Danskur sumar- dagur á Langalandi frá dagrenn- ingu til sólarlags hefur orðið hon- um að yrkisefni. Yfir þessari tón- list er mikil reisn. Hún er dulræn og leyndardómsfull í grárri morg- unskímunni og geislandi af lífi og fjöri í hita sólarinnar. Hvað hún er klingjandi! „Plutot blanche qu'az- urée" hlýtur að vera eitt af því mest sannfærandi ög kraftmesta, sem nokkru sinni hefur verið samið fyrir píanó, klarínettu og selló. Tónlist Atla Heimis Sveinssonar orkar á hlustandann eins og hlýtt Atli Heimir Sveinsson faðmlag, opinberun fegurðar, sem heldur hlustandanum föstum af fúsum vilja. Þegar sólin rís, lætur maður undan og kemst í hug- leiðsluástand þar sem líf, friður og hamingja ráða ríkjum. Tónlist, sem á sér lífgjafaruppsprettu. Betra getur það ekki verið! Um leið er það ánægjulegt að fylgjast með þátttöku þriggja tón- listarmanna í slíkri listsköpun og hér á sér stað. Einmitt ný og óþekkt tónlist stendur og fellur gagnvart hlustendunum með því hvaða hæfileika flytjendurnir hafa til að túlka hana. Slíkan hæfileika hafa Rosalind Bevan, Jens Schou og Svend Winsle.v." fjs^m^m&MMk^iés&^swm^ 11 MHH Orfá sæti laus í skíðaferð til Lech í Austurríki Brottför 16. febrúar — 14 dagar Gisting á Haus Mallaun, Bergheim og Hotel Elisabeth VERÐ KR. 349.800.- Innifaliö: Flugfargjald, flugvallarskattur, gisting og morgunverður >i$&s??á .».,»)) » ¦ \ Austurstræti 17 Ferðaskrifstofan I Símar 26611 ÚTSÝN °^m Helgar- og kaupstefnuferðir til Káuþmannahafnar Brottför: 31. janúar — 05. febrúar 22. febrúar — 20. febrúar 13. marz — 18. marz 03. apríl — 08. apríl 08. maí — 11. maí VERÐ FRA KR. 208.200.- Innifalið: Flugfargjald, flugvallarskattur, gisting og morgunveröur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.