Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 7
mÓRGÚNBLÁÐIÐ.'sUNNUDa'gUR 13. JANÚAR 1980
7
llmsjónarmaður Gísli Jónsson_________________33. þáttur
Mannanöfn eru ekki
ómerkur hluti íslensks máls,
og veltur á miklu að menn
velji börnum sínum nöfn af
hugkvæmni, nærfærni og
smekkvísi. En lengi má þar
um smekkinn deila sem
endranær.
Út í þessa sálma verður
stutt farið í þessum þætti,
aðeins minnt á hve gildan
þátt þjóðernis okkar við
varðveitum með því að kenna
okkur til foreldris og vera
enn son og dóttir. Flestar
þjóðir, sem ég þekki til, hafa
ættarnöfn. Tískusveiflur í þá
átt hafa orðið hérlendis, en
jafnan hefur hinn forni siður
hrundið þeim fljótlega af sér.
Fyrsta ættarnafn á ís-
landi, svo að mér sé kunnugt,
er Vídalín (Vídalínus), en
það báru afkomendur Arn-
gríms Jónssonar lærða
(1568—1648). Hann var
fæddur á Auðunarstöðum í
Víðidal, og sést af því,
hvernig ættarnafnið er til
komið. Sumir ættingja hans
bjuggu og í Víðidalstungu. í
stíl við þetta bjuggu menn til
nöfn eins og Snóksdalín og
Espólín (af Espihóli í Eyja-
firði).
Á fyrri hluta þessarar ald-
ar var mikill siður að taka
sér ný ættarnöfn, og í lögum
frá 1913 var ráð fyrir því
gert. Skipuð var nefnd
þriggja valinkunnra manna
til þess að leiðbeina mönnum
í því efni, og skilaði hún áliti
sínu 1915. Þar þykir ýmsum
nú margt athugavert og
jafnvel broslegt, og harða
hríð gerði Árni Pálsson próf-
essor að mörgu sem þar er að
finna. Tíu árum síðar var
bannað með lögum að taka
upp ný ættarnöfn, en hin
eldri máttu haldast. Oft var
farið í kringum þetta laga-
ákvæði með því að skíra börn
„ættarnöfnum", svo sem
Borgfjörð eða Svarfdal.
Eg er stundum spurður um
merkingu, uppruna og út-
breiðslu ýmissa nafna, en
heimildir þær, sem mér eru
tiltækar, eru ófullkomnar og
slitróttar, en gaman er að
spreyta sig á þessu eftir
föngum. Nú hef ég verið
beðinn um allt sem ég veit
um kvenheitið Salóme.
Svo er á bókum sagt að
Salóme sé forngrísk gerð af
hebreska orðinu shalem full-
kominn. Salóme var nafn
einnar þeirra kvenna sem
þjónuðu Jesú og voru við
gröfina á páskadagsmorgun-
inn. Frá því á 17. öld hefur
Salóme verið skírnarnafn í
ensku.
Um sögu þessa nafns á
Norðurlöndum er ég harla
fáfróður. í hinni miklu bók
um skírnarnöfn í norrænum
málum, sem prófessor Assar
Janzén gaf út, er ekkert um
þetta nafn að finna, svo að
gagn sé í, og í fyrsta allsherj-
armanntali á Islandi 1703 er
engin Salóme. Hermann
Pálsson tekur það ekki upp í
sína mannanafnabók, svo að
seint mun það upp komið á
landi hér, en 1910 bera hins
vegar 87 íslenskar konur
þetta heiti. Áratugina
1921—’50 voru 45 meyjar á
íslandi skírðar Salóme, og í
sex þeirra dæma var það
einnefni. Flestar voru þessar
konur sunnan lands og vest-
an.
Um beygingu nafnsins er
það að segja, að mér þykir
einsýnt að hafa það eins í
öllum föllum, en reyna ekki
að troða á það beygingarend-
ingum.
Við þetta bauk mitt hefur
vaknað önnur spurning sem
ég kann ekki enn að svara og
bið lesendur að leggja mér
lið. Hvaðan kemur og hvað
merkir kvenmannsnafnið
Selma? Er hugsanlegt að það
sé einhvers konar tilraun að
búa til norræna gerð af
nafninu Salóme, eins og þeg-
ar Norðmenn tóku sig til og
breyttu Elísabet' í Ellisif.
Þeim þótti hið hebreska nafn
á drottningu Haralds harð-
ráða ekki fara vel í norrænu
máli. Hvaðan kom nafnið á
Selmu Lagerlöf, og var það
hún sem kom þessu skírn-
arnafni inn í íslensku með
vinsældum sínum? Svo mikið
er víst að þetta lögulega og
hljómgóða nafn bera fimm
íslenskar konur árið 1910, og
nokkuð hefur það sótt á
síðan, þótt enn sé fátítt. Ég
vona að einhver verði við-
bragðsfljótur að kenna mér
allt sem máli skiptir um
Selmunafn.
Stundum lendum við í
vandræðum, þegar stafsetja
skal orð af erlendum upp-
runa, þau sem upp hafa verið
tekin í málið. Svo er t.d. um
mánaðarheitið maí. Ef fylgt
væri ritvenjunni ætti að
stafsetja það mæ, en ekki
nota þá „hljóðritun" sem við
gerum að erlendri fyrir-
mynd. Þessi þáttur á að vísu
ekki að fjalla um stafsetn-
ingu, en vandanum skaut
upp vegna vísu Gests Ólafs-
sonar á Akureyri, þeirrar
sem Baldvin Ringsted hafði
með öðru mér til fróunar,
þegar tannpínan var að gera
mig galinn:
Þeir létu svo illa á liðnum vetri,
litlu pollarnir,
en þó eru andskotann engu betri
æjatollarnir.
fJtagmi'*
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Atthagafélög — Félagasamtök — Starfshépar
Múlakaffi hefur að venju undirbúið komu
Þorra.
★ ★ ★
Allar Þorra-ámurnar í kalda-búrinu eru
fullar af úrvals Þorramat.
★ ★ ★
Biðjum viðskiptavini okkar nær og fjær
vinsamlegast að gera okkur viðvart hið
fyrsta — það er okkar hagur og ykkar.
Ekki missir
sá sem
fyrstur fær!
D
Viö sendum matinn
og matsveinar Múla-
kaffis framreiöa
hann á staönum.
HALLARMULA SIMI 37737 Og 36737