Morgunblaðið - 29.03.1980, Page 2

Morgunblaðið - 29.03.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 145 milljónir króna til dönskukennslu i útvarpi og sjónvarpi Á aðalfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var siðastliðið fimmtudagskvöld, var lýst stjórnarkjöri. Magnús L. Sveinsson, nýkjörinn formaður félagsins. tók við formennsku af Guðmundi H. Garðarssyni, sem gegnt hefur formannsstörfum i félaginu i 23 ár. Á myndinni er Magnús L. Sveinsson að sæma Guðmund H. Garðarsson gullmerki félagsins. Guðmundi var á fundinum þökkuð traust og heillarík forysta i máiefnum verzlunar- og skrifstofufólks. Sigurður Helgason: Þarf að ná betri nýt- ingu út úr flugliðinu Nýtingin batnar þegar við förum að fljúga fyrir Air Bahama, segir Baldur Oddsson — EITT af þeim atriðum, sem við verðum að koma til leiðar er að ná betri nýtingu út úr flugliðinu, sagði Sigurður Helgason Aðalfundur Iðnaðarbankans IÐNAÐARBANKINN heldur að- alfund sinn kl. 2 í dag i Súlnasai Hótels Sögu. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður fjallað um breyt- ingar á samþykktum bankans og tekin ákvörðun um útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. forstjóri Flugleiða í sam- tali við sjónvarpið í gær- kvöldi. Sigurður sagði ennfremur: — Sannleikurinn er sá, að við náum ekki nýtíngu nema sem svarar % á við samkeppnisflug- félögin á Atlantshafsleiðinni. Það skiptir meginmáli, að þessi starfsemi haldi áfram, en eng- inn á meiri hagsmuna að gæta en starfsfólkið. Við verðum því að ná um sömu nýtingu og aðrir, það er gífurlegt kostnaðaratriði fyrir okkur. Þegar Sigurður var að því spurður, hvers vegna Flugleiðir næðu ekki svipaðri nýtingu út úr sínu starfsliði og önnur flugfélög svaraði hann því til, að samningar, sem í gildi væru milli félagsins og flugliða, væru á þann veg að í þeim væru hvers konar fyrirbyggjandi atriði, sem leiddu af sér lakari nýtingu en hjá keppinautum Flugleiða. — Nýtingin verður betri þeg- ar við förum að fljúga á leiðum Air Bahama, sagði Baldur Odds- son formaður Félags Loftleiða- flugmanna, þegar Mbl. bar und- ir hann ummæli Sigurðar Helgasonar. — Við höfum fyrir löngu bent á það, sagði Baldur, að ef við yrðum jafnframt látnir fljúga á flugleiðum Air Bahama mynd- um við auðveldlega ná hámarks- flugtíma á mánuði. í dag seljum við Flugleiðum 80 tíma á mán- uði en vegna þess hve flug- leiðirnar eru stuttar er mjög erfitt að fylla upp í þann tíma. Þetta myndi br.eytast ef við færum á Air Bahama-flugleið- irnar en einhverra hluta vegna hafa stjórnendur Flugleiða hf. alltaf hafnað þessum hugmynd- um okkar, sagði Baldur. Atlantshafsflugið: STJÓRN Flugleiða ákvað í gær að í sumar verði þrjár DC-8-63 þotur í flugi á Norður- Atlantshafsleiðinni. Þriðja vél- in mun koma inn í áætlun í síðari hluta maimánaðar. Með þessari viðbót fjölgar áætlunarferðum yfir Atlants- haf um fjórar og verða í sumar 16, þ.e. 12 milli Luxemburgar og Bandaríkjanna og 4 milli Lux- emburgar og Bahama. Heildar- DANIR og íslendingar munu sam- eiginlega vinna að gerð útvarps- þátta fyrir dönskukennslu og verða þættirnir væntanlega fluttir i isienska rikisútvarpinu og i sjónvarpinu á þessu ári. Að sögn Harðar Lárussonar hafa dönsk yfirvöld ákveðið að verja 1.8 milljónum danskra króna eða 125 milljónum íslenskra króna til dönskukennslunnar, og í fjárlaga- frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að Islend- ingar leggi 20 milljónir króna fram, en að gerð þáttanna munu standa fyrir íslands hönd Sáttafundur á þriðjudag SÁTTAFUNDUR hefur verið boðaður næstkomandi þriðjudag í kjaradeilu Sjómannafélags ísfirðinga og Útvegsmannafélags Vestfjarða, en verkfall á fjórum skuttogurum tsfirðinga hófst 20. marz og á morgun, 30. marz hefst verkfall 30 sjómanna á línubát- um, sem gerðir eru út frá ísa- firði. Það er Guðmundur Vignir Jós- epsson, varasáttasemjari ríkisins, sem boðar til sáttafundarins á ísafirði, sem ætlað er að hefjist klukkan 13 á þriðjudag. Enn hefur aðeins einn ísfirzku skuttogar- anna stöðvazt, Guðbjartur, en hinir þrír munu langt komnir með að fá fullfermi. Guðbjartur er að landa 160 tonnum af fiski. Hinir togararnir eru: Guðbjörg, Júlíus Geirmundsson og Páll Pálsson. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Snót hefur í ályktun gagnrýnt Verka- mannasamband tslands fyrir slæ- leg vinnubrögð og linkind i bárátt- unni fyrir bættum kjörum verka- fólks. Morgunblaðið hafði í gær samband við formann félagsins, Jóhönnu Friðriksdóttur og bað hana um að skýra nánar frá þeim aðfinnslum, sem félagið hefði fram að færa. Jóhanna sagði að félaginu fyndust kröfur VMSÍ allt of lágar, þessi 5% grunnkaupshækkun, sem farið væri fram á, næði því ekki að endur- heimta kaupmáttinn frá 1977. Þá kvað hún félagsmenn í Snót vera mjög óánægða með að saltfisk- vinnsla skyldi fara í sama launa- flokk eftir síðustu kjarasamninga og almenn fiskvinna, en áður hefði saltfiskur verið einum launaflokki ofar sökum erfiðis vinnunnar. í saltfiski kvað hún einnig ekki hægt framboð sæta verður þriðjungi minna en sumarið 1979. Margt stuðlar að því að æski- legt er að hafa þriðju flugvélina í áætlun á þessum flugleiðum að sögn Flugleiða. Auk meiri ferðatíðni verður auðveldara að forðast röskun á áætlunarflug- inu. Vegna breyttra viðhorfa mun áður gerði áætlun um viðkomur á Keflavíkurflugvelli endur- skoðuð. menntamálaráðuneytið og ríkisút- varpið. Hörður kvað hins vegar ekkert hafa verið ákveðið nánar um hvernig aðgerð kennsluþáttanna verður unnið, og yrði það ekki gert fyrr en fjárlög hafa verið afgreidd, en það verður að öllum líkindum gert fyrir páska. Ráðinn aðstoð- armaður for- sætisráðherra FORSÆTISRÁÐHERRA, Gunnar Thoroddsen, hefur ráðið sér sem aðstoðarmann Jón Orm Halldórs- son stjórnmálafræðing, Neshaga 15, Reykjavík. Jón er fæddur 5. mars 1954 í Reykjavík. Hann hefur starfað er- lendis undanfarin ár, og síðustu mánuði hjá Sjálfstæðisflokknum. Jón er varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. að koma við bónusvinnu. Þannig væri margt smáræði, sem menn væru óánægir með, en margt smátt gerði eitt stórt. Þá kvað Jóhanna meðal margra kvenna mikla óánægju með brott- hvarf 50% skattafrádráttar eig- inkvenna. Hefðu komið upp hug- myndir, að fólk í fiskvinnslu fengi 10% frádrátt í líkingu við frádrátt sjómanna. Undir það hefði þó á engan hátt verið tekið. Nýttfíkni- efnamál í rannsókn RANNSÓKN er hafin á nýju fíkniefnamáli hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík. Maður á þrítugsaldri var handtekinn vegna þess máls í vikunni og var hann úrskurðaður i allt að 14 daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Miðnætursýn- ing á Þorláki TVÆR sýningar verða á leikritinu Þorláki þreytta fyrir páska, sú fyrri í kvöld klukkan 23.30 og sú seinni á mánudagskvöld klukkan 20.30. Leikfélag Kópavogs hefur sýnt leikinn 15 sinnum í Kópavogsbíói og vegna mikillar aðsóknar verða sýn- ingar teknar upp aftur eftir páska. ___ Ofeigur Eiríksson bæjarfógeti látinn Hann fæddist 14. ágúst 1927 á Breiðagerði í Lýtingsstaðahreppi, sonur hjónanna Ruthar Ófeigsdótt- ur og Eiríks Einarssonar. Árið 1937 fluttist fjölskyldan til Akureyrar og hér tók Ófeigur mikkin þátt í félags- og íþróttalífi. Hann varð stúdent frá MA 1947 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1953. Sama ár varð hann fulltrúi bæjarfógeta á Siglufirði og oft settur bæjarfógeti þar. Hánn átti sæti í bæjarstjórn og bæjarráði Siglufjarðar nokkur ár. Haustið 1960 var hann skipaður bæjarfó- geti í Neskaupstað og 1966 skipaður sýslumaður Eyjafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á Akureyri. Eftir að Dalvík varð kaupstaður var hann einnig bæjarfógeti þar. Þessum embættum gegndi hann til æviloka. Hinn 10. júní 1950 kvæntist Ófeigur Ernu Sigmundsdóttur frá Siglufirði og lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra hjóna. Sv.P. Þr jár DC-8 þotur notaðar í sumar Akureyri, 28. mars. ÓFEIGUR Eiríksson sýslumaður og bæjarfógeti andaðist i gær í Flórída i Bandarikjunum, þar sem hann dvaldist sér til heiísubótar. ófeigur var 52 ára gamall. Formaður Snótar í Eyjum: Krafan um grunnkaups- hækkun er allt of lág

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.