Morgunblaðið - 29.03.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 29.03.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Súkkulaði frá Cadbury á íslenzkan markað innan skamms: „Gæðin hafa alltaf verið númer eitt hjá Cadbury“ — segir Ian Wood framkvæmdastjóri HINN 1. apríl verður sú breyting að innflutning- ur á sælgæti verður gefinn frjáls og við þá breytingu mun úrval af sælgæti aukast til muna í verzlunum landsmanna. Nýlega var hér á ferð Ian Wood frá hinu heimsþekkta brezka fyrir- tæki Cadbury Schweppes Ltd, en hann er framkvæmdastjóri söludeildar fyrir Norðurlönd. Morgunblaðið hitti Ian Wood að máli á dögunum og spurði hann fyrst hvernig dreifingu og kynn- ingu á sælgætisvörunum frá Cad- bury yrði háttað. — H. Benediktsson hf. er einka- umboðsmaður okkar á íslandi og er það okkur mikil ánægja að skipta við jafn traust og gott fyrirtæki. Nói — Sirius hf. hefur söluumboð fyrir vörur okkar og úti á landsbyggðinni annast Sandfell á ísafirði, Valgarður Stefánsson á Akureyri og Karl Kristmanns í Vestmannaeyjum dreifingu. Fyrst eftir að vörur okkar koma á markað verða þær kynntar rækilega, fyrst og fremst í sjónvarpi. Það mun svo fljótlega koma í ljós hvort þær verða vinsælar hjá Islendingum eða ekki. Ég er bjartsýnn á það því ég veit að við bjóðum upp á gæða- vöru. — Nú framleiðir Cadbury Var erindi hans hingað að kynna sælgæti og þá aðallega súkkulaði frá fyrirtækinu fyrir íslenzk- um kaupmönnum og undirbúa kynningu á vörum fyrirtækisins, en hún er gerð í samvinnu _ við einkaumboðsmann fyrirtækisins hér á landi, H. Benediktsson hf. ar tegundir, sem við teljum að muni falla íslendingum í geð. Reynslan verður svo að skera úr um það hvort mat okkar er rétt. Það má því segja að við séum jafnhliða að framkvæma mark- aðskönnun. Helstu merkin, sem við munum bjóða upp á eru Dairy Milk, Whole Nut, Almond, Brazil Nut, Old Jamaica, Bar Six, Picnic, Milk Tray og Fruit and Nut. Boðið verður upp á nokkrar stærðir, 50, 100 og 200 gramma og konfekt. — Ertu bjartsýnn á góðan árangur Cadbury á íslenzkum markaði? — Já, ég er bjartsýnn. Ef við náum góðri stöðu á markaðnum verðum við auðvitað ánægðir en ef ekki verðum við bara að taka því. Við reynum aldrei að þröngva framleiðslu okkar inn á neytend- ur. — Framleiðsluvörur Cadbury hafa náð mikilli útbreiðslu um völ er á og ég get nefnt sem dæmi að við notum eingöngu nýja mjólk í súkkulaðið en aldrei þurrmjólk- urduft. Við ábyrgjumst 1. flokks gæði og ef einhver hefur kvartanir fram að færa er bara að snúa sér til umboðsins og það afhendir nýjar vörur í staðinn. — Fyrirtækið framleiðir meira en súkkulaði. Hafið þið í hyggju að setja aðrar framleiðsluvörur á íslenzkan markað? — Kakóið frá Cadbury hefur verið lengi á markaði hér og er mjög vel þekkt. Við munum auð- vitað athuga möguleikana á því að bjóða aðrar vörur hér einnig og persónulega er ég trúaður á að Islendingum muni falla í geð teið frá okkur sem kallast Ty-Phoo og er 1. flokks. — Nú er Cadbury mjög vel þekkt merki. Er ekki fyrirtækið eitt hið stærsta í sælgætisiðnaðin- um? Óhófleg álagning „stóra bróður44 OFT ER rætt um óhóflega álagningu heild- og smá- sala á vörutegundir til neytenda, en þegar betur er að gáð er það í flestum Svíar kaupa fleiri bíla Á FYRSTU tveim manuð- um ársins voru skráðir fleiri bílar í Svíþjóð en nokkru sinni fyrr á þessu sama tímabili árs. Fjölg- unin frá árinu áður, sem var metár, er 3%. Fleiri Volvo- og Saab- bílar voru framleiddir á þessu tímabili en árið á undan, jafnframt því sem innflutningur bíla jókst nokkuð. tilfellum „stóri bróðir“, þ.e. ríkið, sem tekur stærstan skerfinn. Sem dæmi um þetta má nefna barnavagn. Innkaupsverð hans er 52 þúsund krónur, en ríkið hirðir 82 þúsund krónur. Útsöluverð barnavagns skiptist þannig: Innkaupsverð kr. Tollar og vörugjald kr. Flutningsk. og vátrg. kr. Bankakostnaður kr. Samsetn. og þj.gjald kr. Heildsöluálagning kr. Smásöluálagning kr. Söluskattur kr. kr. 52.510 eða 28,84% 49.080 eða 26,96% 8.266 eða 4,54% 4.377 eða 2,41% 4.456 eða 2,45% 7.425 eða 4,08% 23.115 eða 12,69% 32.831 eða 18,03% 182.060 eða 100% Björn Hallgrímsson forstjóri H. Benediktsson hf. og Ian Wood kynna súkkulaðið frá Cadbury. geysimargar tegundir af súkku- laði. Verða allar tegundirnar á boðstólum hér eða einungis hluti af þeim? — Við höfum valið úr nokkr- allan heim. Hverjir eru helstu kostir súkkulaðisins frá Cadbury? — Gæðin hafa alla tíð verið númer eitt hjá fyrirtækinu. Við veljum alltaf bezta hráefnið sem Ný rafgeymategund flutt til landsins Ljósmynd Mbl. Kristján. Kjartan Kjartansson, starfsmaður Skorra og örn Johnson forstjóri með nýja gripinn. NÝ TEGUND rafgeyma, sem sagðir eru þurfa lítið sem ekkert viðhald, er komin á markað hér á landi, en auk þess að þurfa litið viðhald eiga þeir að endast lengur en þeir rafgeymar sem í notkun hafa verið. Morgunblaðið innti Örn Johnson, forstjóra Skorra hf., sem hefur umboð fyrir þessa nýju geyma, nánar eftir því á hvern hátt þeir væru frábrugðnir þeim eldri. „Það sem gerir nýju rafgeymana frábrugðna öðrum rafgeymum er, að dregið hefur verið verulega úr notk- un herzluefnis, sem heitir antimon. Antimoni er blandað í blýið í plötunum til þess að styrkja þær. í nýju geymunum hefur antimonið verið mmnkað úr 4—5% í 1—2% með þeim árangri að uppgufun á geymasýru hefur stórminnkað. Þar af leiðandi þarf ekki að fylgjast eins oft með sýrunni í geymunum. Talið er nægilegt að bæta vatni á þá eftir hverja 25 þúsund ekna kílómetra. Þessari litlu uppgötvun fylgir jafnframt sá kostur, að pólútfell- ingar verða minni og geymasambönd haldast því miklu hreinni en á venjulegum rafgeymi. Þá má geta þess, að nýi rafgeymirinn er betri við gagnsetningu í kuldum en raf- geymir af venjulegri gerð,“ sagði Örn. Þessir rafgeymar kallast láganti- mongeymar og eru árangur af mikl- um rannsóknum framleiðandans. Að sögn Arnar er Skorri hf. fyrstur til að flytja inn þessa geyma og er vöruheiti þeirra Rauði kamelinn. Fyrstu geymarnir komu hingað til lands í október sl. og hafa þegar selst um 600 stykki. — Jú, það er eitt hið stærsta á sínu sviði. Höfuðstöðvarnar eru í Englandi, nánar tiltekið London en það hefur verksmiðjur í öllum heimsálfum. Veltan árið 1978 var 1013 milljón sterlingspund eða rúmlega 900 milljarðar íslenzkra króna á núverandi gengi. Mér skilst að þetta sé talsvert hærri upphæð en fjárlög íslands. Cad- bury-fyrirtækið á 100 ára afmæli um þessar mundir og árið 1980 er merkisár í sögu fyrirtækisins því á þessu ári fékk stjórnarfor- maðurinn Sir Adrian Cadbury sérstök verðlaun, sem sælgætis- framleiðendur veita árlega, nokk- urs konar Óskarsverðlaun í sæl- gætisiðnaðinum. Þetta sýnir að aðrir sælgætisframleiðendur telja sælgætið frá Cadbury 1. flokks. Ian Wood sagði að lokum að þetta væri 3. heimsókn hans til Islands og kvaðst hann kunna betur og betur við landið og íbúa þess eftir því sem ferðunum hingað fjölgaði. — Ég vona að ég geti komið hingað fljótt aftur, sagði Wood að lokum og bað fyrir kveðjur til þeirra fjölmörgu, sem hann hefði hitt á ferðum sínum hingað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.