Morgunblaðið - 29.03.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980
23
Um borð i Alexander Kielland eða „hótelinu fljótandi“ eins og ibúðarpallurinn var gjarnan kallaður.
Fjærst sér á ibúðarbygginguna, þar sem einnig var kvikmyndasalur og matsalur.
Kafarar börðu pall-
skrokkinn utan, en
ekkert lífsmark virt-
ist vera fyrir innan
Stafangri. 28. marz. AP og NTB.
KAFARAR lögðu sig í stór-
hættu í dag, er þeir börðu á
skrokk íbúðarpallsins Alex-
anders Kiellands neðansjávar
til að freista þess að bjarga
einhverjum sem þar kynnu að
vera innikróaðir og hugsan-
lega enn á lífi. Kafarar fóru
niður á 90 feta dýpi til að
kanna hvort þar væri einhver
lífs.
„Þeir hafa barið á skrokk-
inn, en ekkert hefur komið
fram sem bendir til að þar
fyrir innan sé neinn með
lífsmarki," sagði Per Erik
Björklund, talsmaður Phil-
ips-olíufélagsins, sem leigði
íbúðarpallinn Alexander
Kielland, sem iðulega var kall-
að „Hótelið fljótandi".
Björgunarmenn einbeita sér
að því að reyna að ganga úr
skugga um það hvort einhverj-
ir kunni að vera á lífi og í dag
leituðu að minnsta kosti 46
skip á mörg þúsund ferkíló-
metra svæði á Ekofisk-olíu-
svæðinu.
„Óskiljanlegt
hvemig þetta
gat gerzt“
Paris, 28. marz. AP.
„ENN ER fullkomlega óskilj-
anlegt, hvernig það gat gerst,
að pallinum skyldi hvolfa,“
sagði Rivat, framkvæmda-
stjóri CFEM, franska fyrir-
tækisins sem reisti borpallinn
„Alexander Kielland“.
Hann sagði að pallurinn
hefði verið hannaður til að
standast hávaðarok og öldu-
hæð allt að 30 metrum. Rivat
sagði að fyrirtækið hefði reist
Alexander Kielland-pallinn
árið 1976. Ellefu sams konar
pallar eru í notkun vítt um
veröld, þar af sjö reistir af
franska fyrirtækinu og sagði
Rivat að þeir væru þekktir
fyrir stöðugleika.
Krossinn sýnir hvar ibúðarpall-
urinn Alexander Kielland er, á
mörkum norska, danska og
brezka svæðisins í Norðursjón-
um.
Sveit lækna ferðbúin til að halda út á Ekofisksvæðið i fyrrakvöld, þar sem Alexander Kielland hafði hvolft
fyrr um kvöldið. Allt tiltækt hjúkrunarlið i Stavanger og nágrenni var kallað út þegar ljóst varð hversu
alvarlegt slysið var.
„Alexander Kielland
þótti mjög stöðugur“
„ALEXANDER Kielland var upphaflega byggður sem oliuborpall-
ur til að leita að oliu og mæla það oliumagn sem fyndist. Honum
var síðan breytt í ibúðarpall, þar sem ekki fengust verkefni fyrir
hann. Raunar átti hann að fara i land i dag — daginn eftir að hann
fór á hliðina og Henrik Ibsen, systurpallur hans, átti að taka við
hlutverki hans. Eigendur Alexanders höfðu fengið samning fyrir
hann á brezka svæðinu til oliuborana,“ sagði Róbert Clausen, en
hann hefur starfað frá 1976 við olíuboranir hjá norska fyrirtækinu
Weatherford. Hann sneri heim í júlí á síðasta ári.
„Mörgum pöllum, svipuðum og
Alexander Kielland hefur verið
lagt, þar sem ekki hafa fengist
verkefni fyrir þá við boranir. Því
var ráðist í að breyta þeim,
bröggum komið upp á dekki og
þeir notaðir til að hýsa þá sem
vinna við olíuboranir á Norður-
sjónum. Aðbúnaður um borð í
Alexander Kielland var ekkert
sérstakur, í mörgum pöllum er
aðstaða mun betri. Þannig var
bíósalurinn, þar sem svo margir
voru þegar pallurinn tók að
hallast, innréttaður í gömlu
þvottahúsi. Alexander Kielland
var fyrst og fremst hugsaður,
sem svefnstaður fyrir verka-
menn. Hann var tilbúinn til
borana og þess vegna var bor-
turn á honum.“
Náði Alexander Kielland ekki
til botns.
„Já, það er satt, hann er
flotpallur. Hann var byggður á
fimm stöplum, sem voru einnig
flotholt og notaðir sem ballest,
til að halda honum stöðugum.
Þessir stöplar eru tugir metra á
lengd og mjög sverir. Sjálfur
dvaldi ég tvívegis á Alexander
Kielland á síðasta ári. Þá gerði
slæmt veður, eins og svo oft í
Norðursjónum. Vindhraði um 10
vindstig en hann haggaðist vart.
Raunar þótti Alexander Kiel-
land með eindæmum stöðugur og
þyrlur gátu lent á honum, þegar
þær gátu ekki lent í Asloria
vegna veltings."
Það hefur þá komið þér jafn-
mikið á óvart og öðrum, sem
hafa starfað þarna úti í Norður-
sjónum að pallinum hvolfdi?
Já, maður trúir þessu vart og
erfitt að átta sig á því. En ef leki
hefur komið að einum stöplinum
og pallurinn þess vegna tekið að
halla, þá er einnig hugsanlegt að
ankerisfestar hafi togað hann
niður, jafnhliða því að borturn-
inn hefur hrunið. Þetta kann að
hafa orsakað að pallinum
hvolfdi þó auðvitað sé ekki hægt
að slá neinu föstu þar um.“
Því hefur verið fleygt, að
pallinum hafi hvolft vegna
Rætt við Róbert
Clausen, en hann
hefur starfað við
olíuboranir í
Norðursjó og meðal
annars dvalið í
íbúðapallinum
sem hvolfdi.
skemmdarverka. Eru Norðmenn
hræddir við að skemmdarverk
kunni að vera unnin á olíubor-
pöllum?
„Já, Norðmenn eru mjög
hræddir um það og öll öryggis-
gæzla er gífurlega ströng. Hins
vegar hefði ég haldið, að ef
skemmdarverkamenn vildu
beina spjótum sínum að olíu-
borpöllum í Norðursjó, þá hefðu
þeir ráðist á vinnslupall en ekki
íbúðarpall."
— Nú hafa mörg slys orðið hjá
Norðmönnum — er öryggisatrið-
um þeirra áfátt?
„Norðmenn hafa varið gífur-
legum fjárhæðum í öryggis-
ráðstafanir og raunar hafa kom-
ið fram raddir um að of miklar
öyggisráðstafanir séu viðhafðar.
Þeir hafa til að mynda varið
mun meiru en Bretar í öryggis-
ráðstafanir. Þrátt fyrir þetta
hafa hent þá mörg slys — Bravó
’76, þegar olía streymdi út í
Norðursjó, ’77 þegar Deep Sea
Driller strandaði vestur af Berg-
en, bruninn á Ekofisk þegar
nokkrir biðu bana. Þá hafa orðið
þrjú stór þyrluslys, og í þeim
hafa farist upp undir 40 manns.
Hins vegar eru minni háttar
vinnuslys fátíð."