Morgunblaðið - 29.03.1980, Page 30

Morgunblaðið - 29.03.1980, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 30 Herdís Hermóðsdótt- ir Eskifirði Síst var ég viðbúinn er ég heyrði andlátsfregn Herdísar. Við hitt- umst á seinasta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins og þar var hún að vanda hress og glöð. En sálmurinn minnir á sig: Fótmál dauðans fljótt er stigið. í meir en 40 ár höfum við þekkst. Ég man hana svo vel frá fyrstu sýn. Þessa fallegu, glaðlegu og ákveðnu stúlku. Snemma, já jafnvel barn að aldri var hún farin að hugsa um hin daglegu viðfangsefni, óvenju skýr og athugul. Hún varð fljótt hrifin af stefnu Sjálfstæðis- flokksins og kynnti sér hana vel og það kom enginn að tómum kofun- um hjá henni í viðræðum. Hisp- urslaus og sagði hverjum sitt, engin tæpitunga. Og ósjálfrátt gaf maður henni gaum. Óréttlæti þoldi hún ekki og öll mismunun var eitur í hennar beinum. Hún ólst upp í stórum fjölskylduhópi. Þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér og sínum — hjálpa til. Faðir hennar gekk ekki heill til skógar og þeim mun meir reyndi á móður og börnin að afla fanga. Leið hennar lá til Eskifjarðar. Þar kynntist ég henni nánar og áttum við margt sameiginlegt þar og kynni mín af henni urðu slík að þau mást ekki út. Ung giftist hún sínum ágæta eiginmanni, Hlöðver Jónssyni, sem þá rak með föður sínum, heiðursmanninum Jóni Þorsteinssyni, bakaríið á Eski- firði, en bakaríið var einn af hornsteinum eskfirsks höfðings skapar um langt skeið og þangað þótti alltaf svo gott að koma. Hlöðver var enginn ættleri góðra foreldra, vinmargur og hlýr og góður samferðamönnum. Heimili þeirra bar þeim gott vitni og þar var gott að koma. Þau eignuðust 8 börn, öll mannvænleg og foreldr- unum til, gleði. Þrátt fyrir stóran barnahóp og mikil umsvif hafði Herdís alltaf tíma til að sinna sínum áhugamálum. Flokksstarfið rækti hún af alúð og taldi ekki sporin, sat í hreppsnefnd og bæj- arstjórn og ýmsum öðrum málum sinnti hún sem ekki verða hér rakin, en að liðveislu hennar var enginn svikinn. Það er því mikill sjónarsviptir og eftirsjá í þessari góðu og duglegu konu. Ég var að tala heim. Vinur minn sem ég ræddi við var varla farinn að átta sig á umskiptunum. Hann verður svipminni kaupstaðarbragurinn, sagði hann. Enda var eftir Herdísi tekið. Hún ritaði mikið um málefni heimilanna í blöðin og sagði ótæpt sína skoðun. Þessu fylgdist ég vel með. Og nú segir veruleikinn mér að leiðir skiljist í bili. Við höfðum ráðgert annaðhvort að hún heim- sækti Breiðafjörðinn eða ég legði leið mína á fornar slóðir. Þessu breyta örlögin. — Minning Mér verður hugsað til míns ágæta vinar, Hlöðvers, nú þegar ég skrifa þessi fáu minningar og þakkarorð. Ég veit hve mikið hann hefir misst, en hann á mikinn fjársjóð, minningu um góðan lífsförunaut, sem aldrei brást og þorði að vera til. Það er mikil eign. Um leið og ég minnist minnar ágætu vinkonu og bið henni bless- unar guðs í betra heimi, sendi ég Hlöðver og börnum hans einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Arni Helgason. Mér brá í brún er mér síðastlið- inn sunnudag barst sú sorgar- fregn, að mín ágæta vinkona, frú Herdís Hermóðsdóttir á Eskifirði, væri látin, aðeins 58 ára að aldri. Sól hafði þar brugðið sumri með skjótum hætti, — en sláttumaður- inn mikli gerir oft og einatt ekki boð á undan sér. Þegar ég á síðastliðnu sumri brá mér í nokkurra daga heimsókn til vina minn á Eskifirði gisti ég að vanda á heimili þeirra heiðurs- hjóna, Herdísar og Hlöðvers Jónssonar hafnarstjóra á Eski- firði. Þá var sami giæsibragurinn yfir því fyrirmyndarheimili og jafnan áður og frú Heríds, eins og ætíð fyrrum, björt og heið í hugsun, hrein og bein og sköruleg í framkomu, og þrungin sóknar- anda fyrir auknum réttindum og bættum hag íslenskra húsmæðra, heimila og barna og jafnframt fyrir óskoruðu frelsi og framtaki hvers einstaklings, dáð þeirra og drengskap, í djarflegri baráttu fyrir bættu mannlífi og alþjóðar- heill og hamingju. Þau hjón, Herdís og Hlöðver, hafa búið alla sína hjúskapartíð i Bakaríinu á Eskifirði, enda Hlöð- ver, sem er bakarameistari að iðn, uppalinn þar og rak þar brauðgerð um áratuga skeið eða þar til heilsa hans leyfði ekki lengur. Þá gerðist hann hafnarstjóri þar og hefur gegnt því starfi fram til þessa. Þau eignuðust og ólu upp átta börn, tvær dætur og sex sonu, sem öll eru nú uppkomin og þrjú þeirra farin að heiman og hafa stofnað sín eigin heimili. 011 eru börnin mannvænleg og dugandi og bera góðu uppeldi foreldra sinna fagurt vitni. Það leiðir af líkum að oft hefur frú Herdís þurft að taka til hendi við uppeldisstörf og stjórn á jafn stóru heimili, en allt þetta mikla starf leysti hún af hendi með frábærum myndarskap, enda drengilega studd af eiginmanni sínum, þeim öðlingsmanni, sem hverja stund notaði til að hlynna að heimilinu og sjá því farborða á allan hátt, og sameiginlega tókst þeim hjónum að mynda sér og börnum sínum sérstaklega fagurt og menningarlegt heimili. Eins og minnst er á hér að framan hafði frú Herdís mikinn áhuga á félagsmálum — sérstak- lega réttindamálum húsmæðra og barna og heimilismenningu yfir- leitt. Þá hafði hún einnig vakandi áhuga á þjóðmálum og var á þeim sviðum ótrauður fylgismaður grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Hún átti sæti í ýmsum nefndum, sem fjölluðu um þessi mál, og reyndist þar jafnan hinn bezti liðsmaður. I hreppsnefnd Eskifjarðar átti hún sæti um skeið og einnig í fyrstu bæjarstjórn staðarins og lét þar til sín taka af festu og skörungsskap. Hún var vel máli farin og ágætlega ritfær og ritaði margar greinar í blöð um áhugamál sín og hugðarefni. Frú Herdís var prýðilega greind, las mikið, einkum ljóð öndvegisskálda þjóðarinnar og fagurbókmenntir íslenzkra rithöfunda — enda var hún í anda og sannleika góður íslendingur. ✓ A þeim 18 árum, sem við hjónin og börn okkar áttum heima á þeim fagra stað, Eskifirði, myndaðist brotalaus vinátta á milli heimilis okkar og heimilis þeirra Herdísar og Hlöðvers í Bakaríinu, og hefur sú vinátta og tryggð haldist fram á þennan dag, enda þótt vík hafi orðið á milli vina nú síðustu árin. Nú þegar leiðir skiljast þökkum við frú Herdísi órofa vináttu hennar og tryggð við okkur um leið og við blessum minningu hennar og biðjum henni árs og friðar og Guðs leiðsagnar um eilífa framtíð. Ég og börn mín sendum vini okkar, Hlöðver Jónssyni, börnum þeirra hjóna og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Megi birtan frá fögrum minning- um um ástkæra eiginkonu og móður dreifa sem fyrst, með Guðs hjálp, því sorgarinnar skýi, sem nú hvílir yfir Bakaríinu á Eski- firði. Þorleifur Jónsson frá Skálateigi. Kynni fólks hefjast á marg- víslegan og mismunandi hátt á lífsleiðinni. Ég var nýflutt í bæinn. Fór niður í Kaupfélag. Ég man að sólin skein í heiði, Eskifjörðurinn var ísi lagður — og ég hálffeimin — þekkti engan í bænum. Rétt er ég var komin inn í búðina, kom til mín hávaxin, fríð kona, örugg í fasi og heilsaði mér og kynnti sig. Komdu sæl, ég heiti Herdís Hermóðsdóttir. Ég býð þig hjartanlega velkomna á staðinn og vona, að þú og þitt fólk kunnið við ykkur hér hjá okkur og verðið sem allra lengst hér. Mér fannst þessi kveðja og þessi kona breyta öllu mínu viðhorfi. Mér fannst ég strax líta bjartari augum á lífið á þessum nýja stað. Ég fann ég var velkomin. Þannig var Herdís — hressileg, falleg og ákveðin. Kynni okkar Herdísar urðu mjög góð. Við höfðum báðar mik- inn áhuga á þjóðmálum og rædd- um þau iðulega. Við vorum í sama stjórnmálaflokki, en alls ekki allt- af sammála, enda rúmar sá flokk- ur margar og breiðar skoðanir. Herdís kynnti sér ætíð þau mál, sem hún fjallaði um, mjög vel og voru ekki margir sem stóðu henni á sporði þar. Herdís setti mikinn svip á bæinn. Á tyllidögum klæddist hún íslenskum búningi og bar hann vel, enda var hún mjög fallega vaxin. Herdís var ljóðelsk með afbrigð- um. Kunni hún mikið af ljóðum og var oft einkar skemmtilegt að hlusta á hana t.d. tala um land- búnaðarmál og fá þau fléttuð ljóðum. Yfir heimili hennar var mikil reisn og yndislegt þar að koma. Milli þeirra hjóna Herdísar og Hlöðvers voru miklir kærleikar og frá þeim kom maður betri maður. Herdís kunni að taka sigrum og ósigrum og í eitt sinn, er ég vissi til, að hennar gengi varð ekki sem hún vonaði, sá ég hana stærsta. Eskifjörður er mér alltaf kær og á Herdís ekki lítinn þátt í því. Blessuð sé minning hennar. Hlöðver og börnunum flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Sigurlaug Magnúsdóttir. Vinum Herdísar kom fráfall hennar mjög í opna skjöldu. Þessi tápmikla kona virtist í blóma lífsins, Starfsorka hennar var með öllu óbuguð til hinztu stundar, en hún hafði þegar góðu og göfugu ævistarfi skilað. En dauðinn gerir á stundum engin boð á undan sér. Fyrir skemmstu fékk Herdís heilablæðingu. Það var skorið til meinsins á 58. afmælisdegi henn- ar, en allt kom fyrir ekki. Hún andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík hinn 21. marz sl. og verður jarð- sungin í dag í heimabyggð sinni á Eskifirði. Herdís fæddist á Þernunesi í Reyðarfirði 18. marz 1922, ein af tólf systkinum. Hana lifa níu systkinanna. Foreldrar hennar voru Hermóður Guðnason bóndi þar og kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir. Þau bjuggu síðast í Framnesi í Reyðarfirði. Herdís hleypti heimdraganum þegar um fermingu til að vinna fyrir sér, og lætur að líkum að ekki hefir verið margra góðra kosta völ þá fyrir unglinga þótt tápmiklir væru. Henni tókst þó að vinna sér inn fyrir skólavist í Eiðaskóla. Árið 1942, hinn 6. júní, giftist hún Hlöðver Jónssyni, bakara- meistara á Eskifirði. Þar settu þau saman bú sitt og bjuggu síðan í farsælu hjónabandi. Ékki virtust mér þau hjón mjög lík til orðs eða æðis. Þó ríkti áberandi ástríki og samhugur innan dyra hjá þeim og bæjarbragur allur eins og bezt gerist. Húsbóndinn hæggerður og kýminn en húsfreyja forkur sem kembdi af, ég tala nú ekki um ef talið barst að landsins gagni og nauðsynjum, en svo bar löngum til í okkar kynnum, sem að líkum lætur. Þá dró Herdís ekki af sér, né heldur á mannfundum, enda hin einarðasta og fór aldrei í launkofa með skoðanir sínar. Hún fór ekki að því hvort mönnum líkaði betur eða verr. Væri betur að sem flestir tíðkuðu slíka hreinskiptni. Herdís var glæsi- kona í sjón og raun. Herdís og Hlöðver eignuðust átta mannvænleg börn: Jökull, kvæntur Valborgu Björgvinsdótt- ur og eiga þau fjögur börn; Snorri, kvæntur Aðalbjörgu Vilhjálms- dóttur, eiga tvær dætur; Ragn- heiður, búsett á Eskifirði; Grímhildur, gift Þórði Axelssyni, eiga tvær dætur; Kolbeinn, nem- andi í Stýrimannaskólanum, heit- bundinn Björgu Hávarðardóttur og eiga þau eitt barn. Yngstu synirnir þrír, Arnljótur, Hrafn- kell og Logi, eru allir í foreldra- húsum. Þetta er gjörvilegur hópur af- komenda, sem Herdís færði landi sínu, sem hún unni svo mjög. Eskifjörður hefir misst einn sinn bezta borgara. Við fráfall Herdísar Hermóðsdóttur verða svipbrigði í bæjarbrag þessa prýðilega samfélags. Herdís var hin ágætasta félags- málakona, sem mikið munaði um, þar sem hún lagði hönd að verki. Einkum beindist áhugi hennar að bæjarmálum Eskifjarðar og svo landsmálum. Hún var eindreginn sjálfstæðismaður og var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitar- stjórn Eskifjarðar. Hún var manna ötulust í öllu flokksstarfi á Eskifirði og eins í Austurlands- kjördæmi og skipaði sæti á fram- boðslista flokksins við alþingis- kosningar. Kynni okkar Herdísar hófust fyrir sautján árum. Ég þakka henni þau öll innilega og af hrærðu hjarta. Hlöðve vini mínum og fjölskyld- unni sendi ég kveðju mína og konu minnar og bið þeim styrktar og blessunar. Megi minningin um göfuga konu og móður ylja og lýsa í sorgarranni þeirra. Sverrir Hermannsson Skírdagsskemmtun Barðstrendingafélagsins BARÐSTRENDINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík hefur haldið fólki úr Barðastrandarsýslum, sem náð hef- ur 60 ára aldri. samsæti á skírdag undanfarin 34 ár. Markmið þessara skemmtana er að gefa þeim tækifæri til að hittast og rabba saman í þægilegu andrúms- lofti. Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins, sem haft hefur veg og vanda af þessum samkomum, veitir kaffi og kræsingar og ýmislegt er gert til skemmtunar. Fyrstu árin var skemmtunin haldin í gamla Skáta- heimilinu við Snorrabráut, en undan- farin ár í Safnaðarheimili Lang- holtssóknar. Nú sem fyrr gengst félagið fyrir skírdagsskemmtun fyrir eldri Barðstrendinga, en nú í fyrsta sinn verður hún haldin í Domus Medica við Egilsgötu, enda fer fé- lagsstarfið fram þar að mestu. Auk kaffidrykkju verður gestum boðið að hlýða á söng Sólveigar Björling og sýndar myndir úr heimahéraði og rabbað um þær og ef til vill verður fleira á dagskrá. Félagið vonast til að sem flestir þiggi boðið. Vorvaka Vestur-Húnvetninga HIN árlega vorvaka Vestur-Hún- vetninga verður í félagsheimilinu á Hvammstanga dagana 3.-5. april. Dagskrá vökunnar verður f jölbreytt að vanda. Meðal efnis verður einsöngur, kórsöngur og einleikur á píanó, lesið verður upp bundið og óbundið mál, auk þess munu fimm myndlist- armenn sýna verk sín. Sýningar verða opnar alla dagana en annað efni verður flutt á fimmtudag og laugardag. Bent skal á að dagskrá er ekki sú sama báða dagana. Aðgangur er að venju ókeypis. Konur úr Barðstrendingafélaginu, sem annast skírdagsveisluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.