Morgunblaðið - 29.03.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980
39
Hér í Búð að börnum hlúði,
bónda unni og styðja kunni
hún til dáða og hollra ráða.
— Huga klökkum fylgir þökkin.
Guðrún ól manni sínum sex
börn. Eru fimm þeirra nú á lífi,
þar af þrjú búsett í Þykkvabæ.
Dugnaðar- og myndarfólk. Guð-
rún var lögð til hinstu hvíldar í
útfærslu kirkjugarðsins, er gerð
var af prófasti, Sigurði Haukdal á
Bergþórshvoli, við útför hennar.
Sú var ósk Hafliða, er lifði konu
sína á níunda ár, að ekki yrði sett
minnismerki á leiðið fyrr en hann
sjálfur væri kominn við hliðina.
Hann var farinn að óska þess, að
biðin færi að styttast þar til
jarðvistinni lyki. Það er þess
vegna ekki beint hryggðarefni, að
hann skuli nú hafa kvatt fólk og
frón, heldur þakkarefni, að honum
skuli hafa auðnast að feta sig
þetta langa leið um lífsgötuna.
Sem varð honum og þeim er næst
stóðu til heilla. Og meira en það.
Allir Þykkbæingar sakna Hafliða
í Búð og finnst byggðin fátækari
en áður við fráfall hans.
Síðustu æviárin var Hafliði í
skjóli Páls sonar síns og konu
hans, Steinunnar Adólfsdóttur.
Þegar flutt var í nýtt íbúðarhús
nýlega, fékk Hafliði gott einkaher-
bergi. Þar hafði hann gamla
hjónarúmið og bókaskápinn sinn.
Hirðumaður. Þar var allt í röð og
reglu. Eg hitti hann snöggvast að
máli um síðustu áramót. Óraði
mig þá ekki fyrir því að þetta yrði
okkar síðasti fundur. Áður hafði
ég heimsótt hann í Landakotsspít-
ala sl. haust, er hann lá þar um
skeið. Oft höfðum við á rúmlega
tuttugu ára tímabili, eða síðan ég
fyrst varð skólastjóri í Þykkvabæ
haustið 1957. Nú sagðist hann
sakna þess að eiga ekki kost þess
að hitta mig að máli, sökum þess
að örlögin leyfðu það ekki lengur.
Sú saga verður ekki rakin hér,
enda óviðeigandi á þessum vett-
vangi. Þó er víst, að hefði Hafliði í
Búð ráðið einhverju í Þykkvabæ
nú síðustu árin, væri ég þar enn.
Ég þykist þess fullviss, að fleiri
en ég muni minnast Hafliða í Búð
við leiðarlokin. Þeir munu ef til
vill tíunda nánar en ég hef gert
trúnaðarstörf hans í þágu sveitar
og sýslu. En allt má það sjá í
uppsláttarritum, eins og t.d.
íslenzkum samtíðarmönnum. Þar
má sjá, að fá munu þau opinber
störf er til falla í einu sveitarfé-
lagi, er honum voru ekki falin um
eitthvert skeið. Þessi minn-
ingargrein er persónuleg í mesta
máta, enda gat hún ekki orðið á
annan veg. Svo nánir kunningjar
vorum við Hafliði. Ég hefði viljað
geta minnzt á langtum fleira, er
kynni okkar varðar, en til þess er
ekki rúm í blaðagrein.
í dag er Hafliði í Búð jarðsettur
í þeim kirkjugarði, þar sem svo
margt ættmenna hans hvílir.
Hvíli hann nú í friði, öldungurinn
frá Búð.
Ættmennun hans sendum við
hjónin samúðarkveðjur við útför
hans.
Blessuð sé minning Hafliða í
Búð.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Þegar ég tók við þjónustu í
Kirkjuhvolsprestakalli haustið
1973, var mér tjáð, að meðhjálpar-
inn í Hábæjarkirkju, Hafliði Guð-
mundsson í Búð, væri veikur.
Hafliði var þá þegar orðinn há-
aldraður maður og hafði þjónað
kirkju sinni sem meðhjálpari
lengur en mér er kunnugt um að
aðrir hafi gjört. Nú reiknuðu allir
með, einnig Hafliði sjálfur, að ævi
hans og þjónusta væru á enda. Er
ég átti tal við hann fáum dögum
eftir komu okkar til Þykkvabæjar,
tjáði hann mér, að hann væri þess
albúinn að hlýða hinu mikla kalli.
Varð mér þá þegar ljóst, að hér
var maður, sem vel var til hinnar
hinstu ferðar búinn. Trúin var
honum heilagt mál, hluti af veru
hans, og viðhorf hans af henni öll
af henni mótuð.
Hin mikla ferð var þó ekki farin
að því sinni. Svo mikill lífskraftur
var Hafliða gefinn, að nokkrum
vikum síðar, á aðfangadagskvöld
1973, var hann aftur kominn á
sinn stað í kirkjunni til að rækja
þar heilaga þjónustu. Starfi með-
hjálpara gegndi hann svo stöðugt
þau 5 ár, sem ég þjónaði Kirkju-
hvolsprestakalli, og féll þar eng-
inn messudagur úr utan örfá
skipti, er hann var fjarverandi
Þykkvabæ. Síðast rækti hann sitt
helga starf í messu, sem útvarpað
var frá Hábæjarkirkju fyrir
nokkrum vikum. Gladdi það
marga vini Hafliða að mega enn
einu sinni heyra rödd haris í helgri
bænagjörð í húsi Drottins. Nú er
jarðnesk ævi Hafliða Guðmunds-
sonar öil, og rödd hans mun ekki
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Við eigum son, sem strauk að heiman. Við erum
niðurbrotin. Lögreglan hefur ekki fundið hann. Við erum
kvíðin og utan við okkur. Hvers vegna yfirgefa börn góð
heimili?
Fyrir nokkru struku 500.000 börn á aldrinum
10—18 ára að heiman frá sér á einu ári. Þetta er orðið
alvarlegt vandamál á meðal okkar. Ástæðurnar eru
auðvitað margvíslegar.
Prestur (í kvikmyndaborg), sem hefur góðan orðstír
fyrir að vera ráðhollur piltum og stúlkum, er strokið
hafa að heiman, hefur sagt: „Unglingarnir botna
ekkert í ruglingslegu siðferði foreldra sinna“.
Börn finna fyrir hinu algenga rifrildi á heimilum,
ofdrykkju og almennu stefnuleysi og tilgangsleysi í
flestum fjölskyldum.
Við höfum vikið frá fjölskyldu-altarinu og frá
gamaldags, góðri breytni. Börnin vantar grundvöll að
standa á, andlega og siðferðislega. Mörg þeirra
yfirgefa heimili sín, af því að heimilin veita þeim ekki
það, sem þau leita að.
Auðvitað er þetta ekki alltaf orsökin. Sum börn
fara í burtu til þess að komast hjá aga og böndum
heimilislífsins. Þó segja sálfræðingar, að festa og
reglur veki venjulega öryggiskennd og umhyggju og
séu miklu affarasælli en sú takmarkalausa undan-
látsemi, sem ríki í nútímanum.
Hin mikla streita á líka þátt í því að valda
eirðarleysi meðal sumra unglinga.
Eg hef komizt að því af kynnum mínum við
æskufólk, að heilbrigð trú er nauðsynlegur þáttur í
því að styrkja fjölskyldulífið. Þennan þátt vantar á
mörgum heimilum.
heyrast framar í Hábæjarkirkju.
En þakklátur er ég Guði fyrir það
að Hafliði þurfti ekki að leggja í
sína hinstu för haustið 1973, því
að vegna þess fékk ég að njóta
vináttu hans og samstarfs um
nokkurra ára skeið, og fæ ég það
seint fullþakkað.
Hafliði í Búð var mikill at-
hafna- og hugsjónamaður og kom
víða við í málefnum byggðar
sinnar og hérðas. Um dáðir Haf-
liða mætti skrifa stóra bók. Þeim
málum ætla ég þó ekki að gera skil
hér, heldur aðeins að þakka per-
sónuleg kynni okkar og samstarf,
nú þegar hann er horfinn héðan.
Það var mér mikils virði í starfi
mínu í Þykkvabæ, að hafa Hafliða
jafnan hið næsta mér í helgri
þjónustu. Lotning Hafliða fyrir
hinu heilaga var djúp og einlæg,
trú hans heil og traust eins og
hann var sjálfur. Það var gjöf,
sem ég hefði ekki viljað fara á mis
við, að vita af honum og sjá hann í
sæti sínu undir prédikunarstóln-
um, að heyra bænir hans og
þátttöku hans í safnaðarsöngnum.
Ég minnist einnig ferða, er við
fórum saman á héraðsfundi Rang-
árvallaprófastsdæmis, en safnað-
arfulltrúi Hábæjarsóknar var
Hafliði um langt skeið. Ekki var
síður gott að eiga samfélag við
hann á þeim vettvangi.
Hafliði var maður góðra gáfna,
sem hann þroskaði vel. Dómgreind
hans var glögg, en um leið róleg og
yfirveguð, mat hans á málefnum
heilbrigt og hleypidómalaust. Um
menn og málefni liðinnar tíðar
var hann hafsjór fróðleiks og
þekkingar. Það var unun að njóta
frásagna hans og fræðslu og heyra
mjúkan klið hins lifandi og fagra
máls, sem lá honum á tungu. Hver
sem Hafliða kynntist varð maður
að ríkari.
Bæði í kirkju og utan nutum við
hjónin vináttu Hafliða, og var hún
okkur ávallt holl og traust. Öll
þessi góðu kynni, samstarfið og
samveruna, þökkum við í dag af
alhug. Öllum ástvinum Hafliða,
byggð hans og kirkju, sendum við
alúðarkveðjur. Sál Hafliða felum
við Guði í bænum okkar.
„Nú lætur þú, Dorttinn, þjón
þinn í friði fara.“ Hafliði þjónaði
Drottni. Mun hann með Guði
ganga framvegis sem hingað til.
Kristján Róbertsson
Vinur minn Hafliði Guð-
mundsson fyrrverandi bóndi Búð
Þykkvabæ lést í Landakotsspítala
Reykjavík nú nýverið á nítugasta
og fjórða aldursári. Fyrir hönd
fjölskyldu minnar • vil ég mega
minnast þessa mæta manns, sem
ávallt var einhvers staðar á næsta
leiti með hlýju og umhyggju.
Hafliði var fæddur í Búð
Þykkvabæ 30. september 1886 og
bjó þar alla tíð. Kvæntist Guð-
rúnu Daníelsdóttur frá Gutt-
ormshaga í Holtum sem lést árið
1971. Eignuðust þau sex börn,
Kristjón bónda að Tjörn Þykkva-
bæ, kvæntan Helgu Tyrfingsdótt-
ur, Pál Óskar bónda Búð í Þykkva-
bæ, kvæntan Steinunni Ádólfs-
dóttur, Guðrúnu húsmóður, er lést
árið 1976, hún var gift Birni
Björnssyni, búsett í Reykjavík,
Hákon vélvirkja, búsettur í
Reykjavík, kvæntan Klöru Magn-
úsdóttur, Ólafíu Guðnýju, skrif-
stofiistúlka í Reykjavík, sambýlis-
maður Einar Gíslason, Daníel
Sigurstein bónda Búð II Þykkva-
bæ, kvæntan Erlu Óskarsdóttur.
Auk þess ólu þau hjón upp dóttur-
dóttur sína, Hafdísi Björnsdóttur
sem nú er búsett í Reykjavík.
Hafliði var af þessari hörðu
aldamótakynslóð. í æsku varð
honum ljóst að ef ólag skylli á
bátinn þurfti að beita hugviti, afli
og snúa í vindinn.
í bók sem nefnist „Þúsund ára
sveitaþorp" heimildasögu um
Þykkvabæinn eftir Árna Óla má
lesa um líf og starf þessarar
kynslóðar sem Hafliði var dæmi-
gerður fulltrúi fyrir.
Hann kom mjög við sögu þegar
Djúpós var stíflaður. Fór sögu-
fræga ferð suður til að sannfæra
pólitíkusana um gagnsemi fram-
kvæmdarinnar. Allir létu sann-
færast af stórhug og dugnaði
þeirra Þykkvbæinga. Þessi stífla
hefur vafalaust verið útslagið á að
gera staðinn að einni frjósömustu
sveit landsins. Það er mér sem
tæknimanni unun á að hlýða
hversu mikið hugvit þessir menn
höfðu til að bera. Hræddur er ég
um að ef endurtaka ætti þessa
framkvæmd með þeim áhöldum
sem notuð voru í þá daga mundi
verkinu miða hægt.
Hann kom mjög við sögu rækt-
unarmála Þykkvbæinga eða allt
frá að ákveðið var að stífla vötnin.
Hann var í forsvari fyrir Ræktun-
arsamband og Búnaðarfélag Djúp-
árhrepps. Til að hag sveitunga
sinna yrði bezt borgið gekkst hann
fram í því að Þykkvbæingar
keyptu sér skurðgröfu, því ha|in
taldi öldungis ónóg að eiga slikt
verkfæri í félagi með öðrum. Það
lýsir ef til vill höfðingskap og
framsýni Hafliða bezt að þegar
erfitt ætlaði að reynast að ná svo
miklu fé saman hjá bændum í
plássinu brá hann á það ráð að
legga sjálfur fram fjórðahluta
kaupverðsins.
Hafliði lifði yfirlætislausu og
reglusömu lífi, kaus að aðstoða þá
sem voru að byrja og vildu hjálpa
sér sjálfir með ráðum og dáð.
Ávöxt af starfi brautryðjandans
ber sá er á eftir kemur. Hann var
mjög trúaður og kirkjurækinn
maður og meðhjálpari í Þykkva-
bæjarkirkju í áratugi. Þrátt fyrir
sína bjargföstu trú reyndi hann
ekkert til að troða trúarskoðunum
sínum upp á annað fólk, og virti
annarra manna skoðanir. Þetta
mættu margir hafa að leiðarljósi
sem eru annarar skoðunar en
fjöldinn.
Að endingu bið ég guð að blessa
minningu þessa mæta manns.
Sævar Geirsson
VIÐTALSTÍMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins
veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum
frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns
fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum
boöið að notfæra sér viötalstíma þessa.
Laugardaginn 29. marz veröur Davíð R
Oddsson og Ragnar Júlíusson til viðtals. R
Davíð er í fræðsluráði, framkvæmdaráöi, ^
æskulýösráði og stjórn Kjarvalsstaða. Ragn- R
ar er í stjórn Borgarbókasafns, Fræðsluráöi,
Útgeröarráöi, og Veiöi- og fiskiræktarráöi. ^
Laugardagsmarkaðurinn
SUBARU 4WD pick up 1980
ekinn 330 km. Nýr bíll
VOLVO 244 DL 1978 beinskiptur
vökvast. ekinn 23 þús. km.
VOLVO 244 DL 1977 sjálfskiptur
ekinn 53 þús km blár metallic.
VOLVO 244 DL 1976 sjálfskiptur
bíll í sérflokki.
VOLVO 144 ÁRG. 1974 sjálf-
skiptur bíll í sérflokki.
VOLVO 144 DL ........... 1972
VOLVO 145 DL ........... 1970
PLYMOUTH VOLARE PREMI-
ER station 1978. Lúxusbúll
meö öllum aukahlutum.
TOYOTA CRESSIDA .... 1978
TOYOTA COROLLA station
1978 ek. 12 þús. km.
Bronco 6 cyl .............1974
Bronco 6 cyl .............1973
Bronco Ranger ............1976
Blazer ...................1973
DODGE SWINGER 1976 6 cyl
sjálfsk. fallegur bfll.
DODGE SWINGER 1974 6 cyl
sjálfsk. ek. 69 þús. km.
DODGE ASPEN Custom 1977 4
d 6 cyl sjálfsk.
DODGE MAXIVAN 1977 meó
gluggum og sætum. Sjálfsk.
DODGE ASPEN SE 1979 4
dyra 6 cyl sjálfsk. meö öllu
ekinn 16 þús km. Rauöur.
Höfum til sölu fáeina DODGE
POWER WAGON pick up.
Bílarnir eru meö miklu af
aukahlutum. Upplagöir til yfir-
byggingar. Sýningarbíll á
staðnum í dag.
OLDSMOBILE CUTLASS stat-
ion 1975 mjög fallegur lúxusbíll.
MERCURY COMET ......1977
AUSTIN MINI ........1979
AUSTIN ALLEGRO .....1977
FIAT127L ...........1978
SIMCA 1100 ........ 1979
SIMCA 1100 ........ 1977
SIMCA 1100 TRÖLL .... 1974
SIMCA 1508 GT ......1978
SIMCA 1307 GLS ....... 1978
SIMCA 1307 GLS .....1976
PEUGEOT 504 1970
CHRYSLER-SALURINN
Suöurlandsbraut 10, sími 83330 — 83454