Morgunblaðið - 29.03.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980
47
• Þessir tveir kappar gætu reynst Vaismönnum eríiðir í Evrópu-
meistaraleiknum i kvöld. Þetta eru þeir Kurt Kluhspies íyrirliði
Grosswaldstadt og Manfred Hofmann markvörður. Báðir hafa
þrívegis orðið Evrópumeistarar í handknattleik. Tekst þeim að vinna
í f jórða sinn i dag?
Skíðalandsmótið
hefst á þriðjudag
LANDSMÓT íslands á skíðum
hefst á Akureyri á þriðjudaginn
kemur. Mótið verður sett við
Skíðastaði kl. 13.00 og keppni
hefst síðan kl. 14.00 í fjórum
greinum samtimis. Dagskrá
Landsmótsins er að öðru leyti
birt hér á síðunni.
Að sögn ívars Sigmundssonar,
forstöðumanns Skíðastaða, verða
keppendur u.þ.b. 70 og er reiknað
með öllum bestu skíðamönnum
landsins til keppni. Undirbúning-
ur allur hefir gengið svo sem best
verður á kosið, enda Akureyringar
vanir að halda stórmót á skíðum,
og skemmst að minnast Vetrar-
hátíðarinnar sem haldin var á
dögunum fyrir norðan. Það er ósk
allra að veðurguðirnir setji ekki
strik í reikninginn á Landsmótinu
svo sem var á Vetrarhátíðinni,
sem þó tókst vonum framar miðað
við aðstæður. Ivar Sigmundsson
sagði nægan snjó vera í fjallinu,
þó svo gjarnan mætti vera meira,
en færi væri gott og ástandið allt
annað og betra en þegar Vetrar-
hátíðin fór fram fyrir mánuði
síðan.
Búist er við miklum fjölda gesta
til Akureyrar í sambandi við
Landsmótið og öll hótel munu
fullbókuð fyrir löngu. Keppendum
á Landsmótinu og fararstjórum er
búin gistiaðstaða í Lundarskóla og
er kappkostað að hafa allan að-
búnað sem bestan. Mbl. mun birta
öll úrslit eins fljótt og auðið er og
þannig munu úrslit úr fyrstu
greinum mótsins að öllu óbreyttu
birtast í blaðinu á miðvikudag.
Sigb. G.
Skíðamót fslands 1980
Dagskrá
Endurskoðuð tímasetning
Mánudagur 31. mars
kl. 20.30 Fararstjórafundur í
Lundarskóla, útdráttur.
Þriðjudagur 1. apríl
kl. 13.00 Mótið sett við Skíðastaði,
kl. 14.00 10 km ganga 17—19 ára,
kl. 14.00 15 km ganga 20 ára og
eldri,
kl. 14.00 5 km ganga kvenna,
kl. 14.00 3,5 km ganga 16—18 ára
stúlkur,
kl. 18.00 Fararstjórafundur, út-
dráttur.
Miðvikudagur 2. apríl
kl. 13.00 Stökk 17-19 ára,
kl. 13.00 Stökk 20 ára og eldri,
kl. 13.00 Stökk norræn tvíkeppni,
kl. 18.00 Fararstjórafundur, út-
dráttur.
Fimmtudagur 3. apríl
kl. 12.00 Stórsvig karla,
kl. 13.00 Stórsvig kvenna,
kl. 13.00 Boðganga 3x10 km,
kl. 18.00 Fararstjórafundur, út-
dráttur.
Föstudagur 4. apríl
kl. 9.00 Skíðaþing í fundarsal
Bæjarstjórnar Akureyrar
Laugardagur 5. apríl
kl. 12.00 Svig karla,
kl. 13.00 Svig kvenna,
kl. 18.00 Fararstjórafundur, út-
dráttur.
Sunnudagur 6. apríl
kl. 12.00 Flokkasvig karla,
kl. 13.00 Flokkasvig kvenna,
kl. 13.00 30 km ganga karla,
kl. 13.00 15 km ganga 17—19 ára,
kl. 20.00 Verðlaunaafhending og
mótsslit.
Réttur áskilinn til breytinga á
dagskrá ef veður eða aðrar ástæð-
ur hamla keppni. Keppni fer öll
fram í Hlíðarfjalli.
Alpagreinar í Reithólum, ganga
við Stórhæð, stökk við Ásgarð.
Verðlaunaafhending og mótsslit
fara fram í íþróttaskemmunni.
Mótsstjórn.
Fylkir sigraði
KA örugglega
EKKI tókst KA-mönnum að
tryggja sig í 1. deild í gærkvöldi
eins og góðir möguleikar voru á
ef þeir hefðu sigrað lið Fylkis.
Eftir að KA hafði verið yfir
12—9 i hálfleik og sýnt góðan
leik fyrir fullu húsi áhorfenda
datt leikur liðsins mjög niður i
siðari hálfleiknum er aðaldrif-
fjöður KA Alfreð Gíslason var
tekinn úr umferð. Alfreð hafði
átt stórgóðan leik í fyrri hálf-
leiknum og hélt þá öllu spili KA
gangandi.
Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn
af miklum krafti og skoraði þrjú
fyrstu mörk leiksins og jafnaði
metin 12—12. Og á 43. mínútu.
leiksins tókst Fylkismönnum að
ná forystunni í leiknum 15—14.
Þegar staðan var orðin 18—16
Fylki í hag misnotuðu KA menn
tvívegis vítaköst. Jón Gunnarsson
markvörður Fylkis varði snilldar-
lega. Alls varði Jón þrjú vítaköst í
síðari hálfleiknum. Fylkir leiddi
KA—Fylkir
18:21
leikinn svo til loka og sigraði
nokkuð sannfærandi. Nú er mikil
spenna komin í 2. deild. í dag leika
Þór og Fylkir og verða Fylkis-
menn að sigra í þeim leik til að
vinna 2. deild. Tapi þeir hins vegar
eru lið Þróttar og KA efst og jöfn
að stigum með 20 stig hvort lið.
Bestu menn hjá KA í leiknum í
gær voru Alfreð Gíslason sem
skoraði 7 mörk og Jóhann Ein-
arsson. Hjá Fylki átti Ragnar
Hermannsson bestan leik og skor-
aði 9 mörk.
SOR/.þr.
Skúla boðið
í „World CupM
SKÚLA óskarssyni UÍA hefur
borist boð um að taka þátt í
„World Cup“ í kraftlyftingum í
London 15. april. Keppni þessi
fer fram nú í fyrsta skipti og er
þremur bestu mönnum heims i
hverjum flokki boðin þátttaka
þeim að kostnaðarlausu.
Upphaflega var þremur efstu
keppendum i millivigt á siðasta
heimsmeistaramóti boðið til
London, þeim Bridges USA, De-
Pasquala Canada og Backlund
Svíþjóð, en nú hafa forráðamenn
keppninnar munað eftii' kemp-
unni Skúla, sem á betri árangur
en Svíinn.
íslandsmeistaramót í lyfting-
um 1980 fer fram á senunni í
Laugardalshöll 12. og 13. apríl
n.k. og hefst báða dagana kl.
14.00. Þátttökutilkynningar
skulu berast L.S.Í. í síðasta lagi
31. mars n.k. ásamt kr. 4.000.- i
þátttökugjald. Keppt skal eftir
reglum L.S.Í.
Mikil gróska í
körfuknattleiks-
deild Hauka
MIKIL gróska hefur verið í vetur
i körfuknattleiksdeild Hauka i
Hafnarfirði. Félagið hefur hlotið
íslandsmeistaratign i 2. flokki
karla og kvenna og meistara-
flokkur félagsins á góða mögu-
leika á að tryggja sér sæti í 1.
deild. Mark Holmes, sem áður lék
með Grindavik, hefur nú gengið
til liðs við Hauka og þar bættist
þeim góður liðsstyrkur. 3. flokk-
ur félagsins er kominn i úrslit og
4. flokkur hafnaði í 1. til 2. sæti i
sínum riðli. Ingvar Jónsson hefur
þjálfað alla flokka félagsins i
vetur með þessum góða árangri.
Til þess að hressa aðeins upp á
fjárhagshlið deildarinnar og
reyna að vinna upp í þann mikla
kostnað sem fer i að reka svona
deild verða Haukar með stór-
hlutaveltu á Reykjavíkurvegi 64
á sunnudag og hefst hlutaveltan
kl. 14.00. Það eru vinsamleg
tilmæli Hauka að Ilafnfirðingar
styrki deildina þeð því að sækja
hlutaveltuna þar sem margt
góðra muna er og engin núll.
Viggó í
leikbann
DÓMSTÓLL HSÍ hefur úr-
skurðað að Viggó Sigurðs-
son fái 3 leikja bann fyrir
atvik er kom fyrir i ieik Vals
og Víkings i Reykjavikur-
mótinu 19. okt. 1978. Þá
lenti Viggó í samstuði við
Hannes Þ. Sigurðsson dóm-
ara, og var það mál margra
að Viggó hefði hlaupið
Hannes viljandi um koll.
Hannes kærði atvikið og nú
fyrst er fallinn dómur í
málinu.
-þr.
Fylkir til
Skotlands
KNATTSPYRNULIÐ Fylkis
mun halda til æfinga i Skot-
Iandi yfir páskana. Liðið
mun dveljast í Glasgow i 11
daga og taka þar meðal
annars þátt i knattspyrnu-
móti áhugamanna. Alls
munu 24 leikmenn taka þátt
í förinni. Lið Fylkis mun
leika þrjá leiki í ferðinni.
Arsenal
sigraði
EINN leikur fór fram í
1. deild í ensku
knattspyrnunni í gær-
kvöldi. Arsenal sigraði
Everton 1—0. í 2. deild
sigraði Oldham lið
Fulham 1—0.
Leiðrétting
SÚ VILLA var í frásögn af
leik Víkings og ÍR að lið
Vikinga hefði leikið 22 kapp-
leiki á keppnistimabilinu og
sigrað í þeim öllum. Það er
ekki rétt. Liðið hefur leikið
22 leiki gegn islenskum lið-
um og sigrað i 21 leik, tapaði
gegn Haukum í bikarkeppni
HSÍ. Þá tapaði liðið báðum
leikjum sinum í Evrópu-
keppni bikarhafa gegn
sænska liðinu Heim.
-Þr.
Skíðadeild
KR
INNANFÉLAGSMÓT skíða
deildar KR i stórsvigi verð-
ur haldið i Skálafelli sunnu-
daginn 6. aprii. Þátttaka
tilkynnist í Skálafelli 1.
aprll n.k. Stjórnin.
íslandsmeistaramót
í fimleikum 1980
fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands viö Stakkahlíö sem hér
segir: Laugardag 29. marz kl. 14.00: Skylduæfingar karla og kvenna.
Sunnudag 30. marz kl. 14.00: Frjálsar æfingar kvenna og karla.
Norrænir keppendur í fyrsta sinn sem gestir á íslandsmeistaramótinu í
frjálsum æfingum. KomiÖ og sjáiö spennandi keppni.
Fimleikasamband íslands