Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAI1980 Fundað um aðferð- ir til að draga úr launahækkunum Gagga Lund heiðruð FORSÆTISRÁÐHERRA boðaði í KarmorKun a sinn fund tvo fulltrúa úr forystusvcit launþcKahreyfinKarinnar, en fundinn sátu cinnÍK fulltrúar þcirra aðila, scm skipa ríkisstjórnina. Á fundinum voru ræddar lciðir til þcss að komast hjá svo mikilli hækkun launa, sem við blasir að óbrcyttu 1. júní, á þann hátt að hagur þeirra, scm hafa lægstar tekjur, yrði ekki fyrir borð borinn. Fyrirsjáanlegt er, að framfærsluvísitalan hækkar a.m.k. um 13,16 stig og verðbótavísitala þá 1 — 2 próscntustigum minna. Stcfnt mun að því að verðhótavísital- an hækki ekki ncma um það bil um 8%. Fundinn hjá Gunnari Thorodd- sen sátu Björn Þórhallsson, Guð- rnundur J. Guðmundsson, Þröstur Olafsson, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson, þjóðhagsstjóri. Á fundinum var m.a. rætt um að dreifa t.d. ársliðum vísitölunnar, sem nú koma inn í reikning hennar á lengri tíma, þannig að Mikið um ísfisksölur erlendis UNDANFARIÐ hafa allmörg íslenzk fiskiskip landað afla sínum erlendis og framhald virð- ist ætla að verða á því næstu viku a.m.k. Samkvæmt upplýsingum LÍÚ munu allt að 10 skip selja í Englandi og V-Þýzkalandi í kom- andi viku. í gær seldi Gullberg VE tæp 116 tonn í Grimsby fyrir 51,8 milljónir króna, meðalverð 447 krónur. hluti þeirrar hækkunar, sem þeir valda kæmi til framkvæmda 1. september og 1. desember næst- komandi. Einnig var rætt um niðurgreiðslur til þess að sporna við hækkun verðbóta. Þær tillögur, sem viðraðar voru á fundinum eru í allmörgum liðum og er þar um nokkra valkosti að ræða. Tillögurnar munu hafa ver- ið unnar innan Framsóknar- flokksins, þar sem þær hafa verið til meðhöndlunar undanfarnar vikur. Er sumpart um löggjafar- atriði að ræða, en að öðru leyti samkomulagsatriði. Allar tillög- urnar stefna að því að skerða verðbótavísitöluna um 3 til 4 prósentustig, sem yrði kjaraskerð- ing umfram þá skerðingu, sem svokölluð Olafslög valda. Óvíst er, hvort ríkisstjórnin ætlar að leggja fram frumvörp um skerðingu vísitölunnar fyrir þing- lausnir, eða hvort afgreiða eigi þau löggjafaratriði, sem nauðsyn- leg eru, með bráðabirgðalögum eftir þinglausnir, sem ráðgerðar eru 20. maí. Kristján Jónsson rafmagnsstjóri: V iðbótarf járveitingu þarf vegna Vesturlínu „VIÐ crum nú að cndurskoða okkar cigin kostnaðaráætlun fyrir Vcsturlínuna og það cr ljóst að til að ljúka við hana. þurfum við frckara fjármagn cn þctta." sagði Kristján Jónsson rafmagnsstjóri. cr Mbl. spurði hann í gær um kostnaðinn af lokaáfanga Vcstur- línu. cn í frumvarpi til lánsfjár- laga cr 5.021 milljón króna ætluð tii byggðalína á árinu og cr þá ráðgcrð lántaka í íjárlögum skorin niður um 558 milijónir króna. tengingu haustið 1980 sem „megin- verkefni ársins 1980“ en „önnur byggðalínuverkefni eru frágangur á Norðurlínu og búnaður vegna teng- ingar Austurlínu á Akureyri, auk þess sem hafinn verður undirbún- ingur að lagningu Suðausturlínu til Hornafjarðar“. Mbl. spurði Kristján um þessi verkefni og sagðist hann aðeins vísa til þess sem hann áður sagði um fjárþörfina vegna Vestur- línu. „Samkvæmt frumvarpinu til láns- fjárlaga er einnig skorin niður upphæðin til almennra fram- kvæmda okkar um 473 milljónir króna,“ sagði Kristján. „Við höfum þegar sjálfir gert tillögur um eigin niðurskurð upp á 400 milljónir króna vegna kostnaðarhækkana og satt að segja fæ ég ekki séð að það sé unnt að ganga lengra í þeim efnum.“ Kristján sagði að þessi niðurskurður beindist að fram- kvæmdum við stofnlínur og aðveitu- stöðvar. verstöðin á landinu, en hér fer á eftir listi yfir verstöðvarnar frá Eyjum til Stykkishólms. Miðað er við afla landað á viðkomandi stöðum og sem fyrr er miðað við tölur Fiskifélags íslands, fyrst allur botnfiskafli, en þorskafli innan sviga: Vcstmannarvjar 27.185 (17.711) (írindavik 2r..r.70 <22.010) Porlákshdfn 22.551 (10.057) Rcykjavík 22.371 (11.212) Sandgcrdi 10.007 (12.133) Kcflavik 15.887 (12.712) Akranes 12.911 (9.150) Ólafsvik 11.107 (10.851) Hafnarfjoröur 10.150 (0.277) Kif 7.100(7.000) (irundarfjoröur 0.232 (5.751) Stykkishólmur 2.200 (2.180) Vo«:ar 038 (002) Kyrarhakki 233 (211) Stokkseyri 100 (103) Á þessum stöðum hefur því verið landað 182.616 tonnum og þar af 138.515 tonn af þorski. Samkvæmt upplýsingum Fiskifé- Níu ára drengur slasast alvarlega NÍU ára drengur slasaðist alvarlcga þcgar hann varð fyrir bifrcið á Iljarðarhaga í Reykjavík laust fyór klukkan átta í gærkvöldi. Drengurinn handlcggsbrotnaði og óttast var að hann hcfði cinnig höfuðkúpuhrotnað. Mikil umfcrð var í höfuðborginni í gærkvöldi og urðu 23 árckstrar og slys til klukkan 22 í gærkvöldi. IJósm. Mhl. Júlíus. Kristján sagði, að samkvæmt áætlun Rafmagnsveitna ríkisins, sem b.vggð var á 35% kostnaðar- hækkun milli ára, hefði kostnaður við Vesturlínu vcrið áætlaður 4,3 milljarðar króna. „Þar sem kostnað- arhækkunin er mun meiri, er Ijóst að þessi upphæð í frumvarpinu til lánsfjárlaga dugar ekki til að ljúka við Vesturlínuna og að við þurfum þess vegna viðbótarfjárveitingu til þess,“ sagði Kristján. „Við erum búnir að kaupa allt efni í Vestur- línuna og stefnum að því að ljúka við hana í byrjun október og tengja Vestfirðina til að koma í veg fyrir mjög mikla dísilkeyrslu þar í vetur.“ í frumvarpi til lánsfjárlaga er rætt um lokaáfanga Vesturlínu og Yaxtahækkun í undirbúningi VIÐSKIPTABANKARNIR hafa dregið mjög úr víxlakaupum og hafa sumir hverjir stöðvað öll víxlakaup. Ástæðan er sú, að menn búast nú við vaxtahækkun um næstu mánaðamót. samkvæmt ákvæðum svokallaðra Ólafslaga. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær í Scðla- Fjórir fyrstu mánuðir ársins: Botnfiskaflinn 49 þús. tonnum meiri en í fyrra SAMKV/EMT bráðabirgðatölum Fiskifclags íslands varð þorsk- aflinn 45.551 tonni meiri fjóra fyrstu mánuði þessa árs hcldur en var í fyrra. Botnfiskafli bátanna þessa fjóra mánuði var 170.745 lestir, en togaranna 132.681 lest. Samtals 303.426 lestir, var í fyrra 254.534 lestir. Aukningin í botnfiskaflan- um er því 48.892 lestir. Þorskafli bátanna var 141.426 lestir, en togaranna 85.937 lestir, samtals 227.363 lestir. Á sama tíma í fyrra var þorskaflinn orðinn 181.812 lestir og aukningin í þorski er því 45.551 lest. Fyrstu þrjá mánuði ársins var aukning botnfiskaflans öll í þorski og rúmlega það, en eftir skrapveiðar togaranna í aprílmánuði hefur einnig orðið aukning í öðrum botnfisktegund- um. Vestmannaeyjar eru afláhæsta Friðrik Sigurðsson ÁR. aflahæsti bátur vertíðarinnar með 1504 tonn. Báturinn er gerður út frá Þorlákshöfn. lagsins er yfirleitt alls staðar um aflaaukningu að ræða fyrstu fjóra mánuðina. Þó er bátaafli á Vest- fjörðum og Norðurlandi heldur minni heldur en fjóra fyrstu mánuði síðasta árs og um litla aukningu Austfjarðarbáta er að ræða. hankanum stunda mcnn þar nú „innhverfa íhugun" í sambandi við vaxtaákvörðunina. Ekki var unnt að fá upplýsingar um það, hvc vaxtahækkunin þyrfti að vera mik- il. Samkvæmt Ólafslögum áttu vext- ir að hækka í sjö áföngum á hálfu öðru ári, unz þeir hefðu náð raun- vöxtum. Nú hafa vextir ekki hækkað frá 1. desember, en miðað við þær reglur, sem notaðar hafa verið við útreikning verðbótastigs og ákvörð- un verðbótaþáttar, hefði verðbóta- þáttur vaxta átt að hækka um 3—5% hinn 1. marz síðastliðinn, eftir því hvernig verðlagsþróun næstu mánuða yrði metin. Miðað við þá þróun, sem varð, virðist hærra markið líklegra en hið lægra. í nýlegri miðstjórnarsamþykkt Framsóknarflokksins er lýst yfir vilja til vaxtahækkunar, þannig að markmiðum Ólafslaga verði náð. Hins vegar sagði i málefnasamningi ríkisstjórnarinnar, að hún myndi beita sér fyrir því, að verðbótaþátt- ur vaxta yrði ekki hækkaður 1. marz, enda er þar gert ráð fyrir lækkandi verðbólgu, það sem eftir er ársins. í frétt frá Seðlabankanum sagði: „Miðað við þær forsendur mun verðbótaþáttúr geta farið lækkandi með minnkandi verðbólgu á síðari helmingi ársins.“ í þessari fréttatilkynningu sagði ennfremur: „Bankastjórn Seðla- bankans átti viðræður um þetta mál við ríkisstjórnina, og fór ríkis- stjórnin formlega fram á það, að verðbótaþætti vaxta yrði ekki breytt hinn 1. marz. Jafnframt lýsti hún því yfir, að hún ráðgerði að taka til endurskoðunar ákvæði laga um stjórn efnahagsmála o.fl., að því er varðar lengd aðlögunartíma, unz fullri verðtryggingu verði náð.“ Hin kunna söngkona Gagga Lund átti áttræðisafmæli í gær og efndu vinir hennar og aðdáendur ýmsir til sérstakrar dagskrár í Norræna húsinu af því tilefni. Þar veitti Paul Birkeland, tónlistarmaður frá Danmörku. Göggu sérstök tónlistarverðlaun frá Dansk Tonekunstnerfond. Auk þess lék Gísli Magnússon á píanó og Guðrún Tómasdóttir söng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.