Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980 RcykjavikurhOfn 10. maí íyrir fjörutíu árum. Á hafnarbakkanum bíður hópur Þjóðverja þess að vera ferjaður út í beitiskipið Glasgow á ytri höfninni (skipið sést ekki á myndinni). Vopnaðir sjóliðar og landgönguliðar xæta fanganna. Tundurspillirinn Fearless (sökkt i skipalest á leið til Möltu 1941) sijflir inn um hafnarkjaftinn, en úr þessu skipi stigu fyrstu hernámsliðarnir á land um morguninn. Þegar herskipin héldu aftur til Bretlands sama dag, kl. 18.25, voru alls 52 Þjóðverjar um borð í Glasgow, þ.á m. dr. Werner Gerlach ræðismaður, f jölskylda hans og starfslið, dr. Max Keil, forvÍKÍsmaður þska Nasistaflokksins í Reykjavik ok skipbrotsmenn af Bahia Blanca. (Ljósm. Sv»v»r iijaitcsted.) Föstudagurinn 10. maí 1940 var tímamótadag- ur. Upp frá þeim degi gátu íslendingar ekki virt fyrir sér heimsviðburðina í fjarska. Nýtt skeið var hafið. íslendintfar höfðu dregist inn í átök stórveldanna, og þaðan hafa þeir ekki átt afturkvæmt. En hvað var það, sem rak Breta til að hernema landið á vordögum 1940? Morgun- blaðið hefur beðið mijí um að svara þessari spurningu í tilefni af 40 ára afmæli hernáms- ins. Svarið á að rúmast í einni grrein, svo að hér eru engin tök á því að gera efninu tæmandi skil. Ég mun þess vegna halda mijf við þær ástæður, sem gerðu hernámið óhjákvæmilegt í augum Breta og afdrifaríkt á mælikvarða styrjaldar- sögunnar. verið fyrsti áfanginn í herhlaupi Þjóðverja. Viðbúið væri, að þýskur her hefði þegar lagt Færeyjar og ísland undir sig. Ef svo væri, skyldi breski herinn láta umsvifa- laust til skarar skríða og stökkva Þjóðverjum á brott. En hvað svo sem Þjóðverjar aðhefðust, skyldi ríkisstjórn Islands tilkynnt, að Bretar væru „tilbúnir að hjálpa þeim [íslendingum] að halda sjálf- stæði sínu, og til þess þyrftum við [Bretar] aðstöðu fyrir flota- og flugher". Orðsending bresku ríkis- stjórnarinnar barst til Reykja- víkur þennan sama dag. Þegar bresku ráðherrarnir vöknuðu upp að morgni 9. apríl, var það engan veginn ljóst, að Noregur væri endanlega fallinn í hendur Þjóðverja. Bandamenn ætluðu að berjast þar til þrautar, og framundan voru hörð átök um landið. Winston Churchill taldi bandamönnum sigurinn vísan, og því hefði Þjóðverjum orðið á „reginskyssa" með herhlaupinu norður. Yfirlýsing Churchills er til vitn- is um þær hernaðarlegu forsend- ur, sem Bretar höfðu mið af, er þeir föluðust eftir aðstöðu á íslandi. Niðurstaða herráðsins byggðist á því, að flotinn og flugherinn gætu bannað Þjóðverj- um leiðina inn á Atlantshaf frá bækistöðvum í norðanverðum Bretlandseyjum. Var þá miðað við það, að þungamiðja hafnbannsins yrði á mótum Atlantshafs og Norðursjávar. Hafnbannslínan yrði dregin milli Skotlandseyja og þaðan til Færeyja, íslands og allt norður til Grænlands. Þessari aðferð höfðu Bretar beitt í ófriðn- um 1914—1918, og enn brugðu þeir á sama ráðið, er síðari heimsstyrj- öldin braust út í september 1939. Þjóðverjar við Atlantshaf 9. apríl 1940 gerðust þau tíðindi, að Þjóðverjar réðust á Noreg og Danmörku. Fyrir þýsku flota- stjórnina var þetta dagur mikilla fyrirheita, sem rekja má aftur á síðustu öld. Undir lok 19. aldar hafði Vilhjálmur keisari 2. komið sér upp herskipaflota til að hnekkja sjóveldi Breta og færa út ríki sitt í öðrum heimsálfum. En hér fór á annan veg. Árið 1914 dró til heimsstyrjaldar og þær vonir, sem Þjóðverjar bundu við sinn dýra og volduga flota, urðu senn að engu. Til ófara flotans lágu ekki síst landfræðilegar ástæður. Bretar hagnýttu sér vígstöðu sína til að halda uppi hafnbanni á mótum Norðursjávar og Atlants- hafs. Þeir héldu Þjóðverjum í herkví, svo að þeir komust ekki með herskip sín út á Atlantshafið. Frá 1916 og til styrjaldarloka hímdi meginfloti Þjóðverja að- gerðarlítill í höfn. Á árunum milli styrjalda, 1919—1939, reyndu þýskir sjóliðs- foringjar að skilgreina orsakir þessara ófara og hugleiddu nýjar leiðir. Skoðanir voru skiptar í þeirra hópi, en um eitt voru ráðamenn sammála: til að heyja árangursríkan hernað gegn Bret- landseyjum þurfti bækistöðvar við Atlantshaf. Það sætir því engri furðu, þótt flotastjórnin hafi eir.- dregið hvatt Hitler til að taka Noreg herskildi. Þar kom, að Hitler lét til leiðast (sennilega af ótta við að Bretar hernæ^-j N-Noreg), og 9 1940 hófct oárattan um þetta draumaland þýsku flotaforingjanna. Bretar eiga leikinn Að morgni innrásardagsins 9. apríl kom Bretastjórn saman til skyndifundar í Lundúnum. Stjórn- in ákvað að leggja Norðmönnum lið og lagði á ráðin um að „verja" Færeyjar og ísland. Ráðherrarnir óttuðust, að Noregur hefði aðeins Þór Whitehead: F0R- SENDUR HERNÁMSINS Islandi 9. apríl. Flotastjórnin trúði því ekki, að Þjóðverjar væru búnir að koma sér varanlega fyrir í Noregi og þar með að brjótast út úr Norðursjónum. Bækistöðvarn- ar, sem Bretar ætluðn aft aomía um við íslendinga, voru ætlaðar til að styrkja eftirlitið á útjaðri hafnbannssvæðisins. Slíkar stöðv- ar voru auðvitað hinar nytsamleg- ustu fyrir flotann, en lífsnauðsyn- legar gátu þær ekki talist, meðan vonir stóðu til að hrekja mætti Þjóðverja aftur inn í Norðursjáv- arkvína. Ákvörðun bresku ríkisstjórnar- innar 9. apríl átti sér nokkra forsögu. í júlí 1939, tæpum tveim mánuðum áður en SÍyrjCluju braust út, hafði bresk° herráðið komist -* þeirri niðurstöðu, að Bretar þyrftu engar herstöðvar á Meginfloti Breta (Home Fleet) hafði aðsetur í Scapa Flow á Orkneyjum og gætti innra hafn- bannssvæðsins, þar sem Atlants- hafið mætir Norðursjó. Ytra hafn- uánnsvæoio (Færeyjar-Island- Grænland) var talið hafa minna gildi í sjóhernaðinum, og þess vegna létu Bretar sér nægja að senda þangað vopnuð kaupför og togara til gæslustarfa (Northern Patroí). Ekki hafði stríðið þó staðið nema tvo mánuði, er flotastjórnin breska fékk augastað á bækistöðv- um á íslandi. Þýskir hafnbanns- brjótar þræddu einkum norður- leiðir, og Bretar viM» • —»* pvi auka gæsiuna á ytra hafnbannssvæðinu og koma þar á efU-’L n • mati flota»*-’l -*ntsflugi. Að bækist^’ -Ajórnannnar gátu -uovar á Islandi augsýnilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.