Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 37 UfltHORF UMSJÓN: JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Unnið að breytingum á timaritinu Stefni Nýtt tölublað Stefnis, timarits Sambands ungra sjálfstæðismanna, er nú væntanlegt allra næstu daga. Af því tilefni sneri umsjónar- maður Umhorfssíðunnar sér til ritstjóra blaðsins, Anders Hansen, og ræddi við hann um þetta tölublað og um málefni Stefnis almennt. Anders Hansen hefur verið ritstjóri Stefnis frá þvi haust- ið 1977. Án þess að nokkurri rýrð sé kastað á fyrirrennara hans í þvi starfi er óhætt að fullyrða að blaðið hefur tekið miklum stakkaskiptum und- ir ritstjórn hans, og er nú komið í tölu vandaðri tíma- rita. En við spurðum ritstjór- ann fyrst hvaða efni væri í þessu tölublaði sem nú er að koma út. Efni úr ýmsum áttum. „Efni þessa blaðs er úr öllum áttum, og ekki er tekið fyrir neitt sérstakt eitt mál- efni til umfjöllunar," sagði Anders. „Upphaflega hafði verið ætlunin að helga blaðinu umræðu um eitt mál öðru fremur, það er að segja um- ræðu um mannlíf og menning- armál, en af ýmsum ástæðum verður það að bíða betri tíma. En í þessu blaði verða meðal annars greinar eftir Pálma Jónsson og Friðrik voru að skila efninu töldu sig ýmist ekki hafa tíma til þess eða þá að þeir skiluðu ekki á þeim tíma sem þeir höfðu lofað. Hætti ég því hreinlega við að birta það að þessu sinni, en vonast til að það geti orðið síðar, vonandi innan skamms." Pennaleti sjálfstæðismanna — Þetta leiðir hugann að þeirri spurningu, hvort erfitt sé að afla efnis í blaðið, og þá hvers vegna? „Já, ég held að öllum sé kunnugt um það, að mjög erfitt er að afla efnis í hvert einstakt tölublað. Sjálfstæð- ismenn eru ekki ýkja penna- glaðir eða ritglaðir menn, og því verður oft að draga grein- ar upp úr þeim með töngum, og jafnvel óvíst um árangur- inn. Sumir vilja halda því fram að þetta sé vegna þess að sjálfstæðismenn hafi svo lítið til málanna að leggja, en það held ég nú að sé ekki rétt. En þetta er vandamál sem allir þeir er fást við útgáfu rita og blaða af þessu tagi kannast við, hvort sem þar eiga í hlut sjálfstæðismenn eða aðrir. Þetta er einnig vandamál sem ritstjórar Stefnis á öllum tímum hafa þurft að glíma við, og sé eldri árgöngum flett má oft sjá Rætt við Anders Hansen ritstjóra fremur en að hafa blaðið aðeins samsafn greina um margvísleg og oft óskyld mál- efni. Með því að taka fyrir eitt einstakt aðalefni eða for- síðuefni, vinnst það, að les- endur geta í hverju blaði fengið miklar upplýsingar um einstök málefni, þar sem margir aðilar velta málunum fyrir sér, koma hugmyndum sínum á framfæri og kynna Framkvæmdastjórn SUS á fundi. Útgefandi Stefnis er Samband ungra sálfstæðismanna, og stjórn SUS er því eins konar blaðstjórn, eða útgáfustjórn. Ritstjóri ræður hins vegar efni blaðsins, og hann einn er ábyrgur fyrir þvi sem þar birtist. Sophusson alþingismenn, þáttur verður úr sögu Sjálf- stæðisflokksins, grein er eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, þættir úr starfi SUS eru á sínum stað, einnig þátturinn Úr þjóðlífinu, fastir þættir um erlend og innlend málefni, grein um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og margt fleira; svo sem grein eftir Birgi ísl. Gunnarsson borgar- fulltrúa. Þá er í ritinu að þessu sinni kafli úr óbirtri heimilda- skáldsögu eftir Guðmund Daníelsson rithöfund, en venja er að hafa eitthvað slíkt efni í hverju blaði, ljóð, smá- sögur eða eitthvað listrænt efni.“ — Getur þú upplýst hvaða ástæður voru þess valdandi að ekki var unnt að taka fyrir þetta aðalefni sem þú minnt- ist á? „Já, það er ekkert leynd- armál, að þeir sem beðnir ramakvein ritstjóranna er þeir fá ekki efni í blaðið. Nenni ég ekki að hefja þann söng enn einu sinni, — ekki frekar en ég er þegar búinn að gera! Þess í stað er hyggilegra að reyna að gera eitthvað til úrbóta, og það er einmitt það sem ég er nú að vinna að.“ — Eru þá einhverjar breyt- ingar á Stefni fyrirhugaðar? „Já, það er unnið að þeim um þessar mundir, og mun árangurinn væntanlega koma í ljós með haustinu." Eitt blað — eitt málefni — I hverju verða þær breytingar einkum fólgnar? „I fyrsta lagi er ætlunin að helga hverju tölublaði eitt- hvert einstakt málefni hverju sinni. Þótt nýleg reynsla ætti nú ekki að vera sérlega upp- örvandi, þá tel ég að það sé sú leið sem Stefnir eigi að feta, niðurstöður rannsókna sinna. Þannig væri aðgengilegt í hverju einstöku blaði magn upplýsinga um margháttuð mál sem unnt væri að ganga að. Blaðið yrði þá bæði læsi- legra nýútkomið og hentugt til uppsláttar síðar. Með því að óska eftir því við menn að þeir skrifi greinar í blað sem byggt yrði upp á þennan hátt yrði hægt að gera þær kröfur til þeirra að þeir vandi mjög til greina sinna, og geri þær að öðru og meiru en venjulegum neðanmáls- eða kjallaragreinum sem fremur eiga heima í dagblöðum en tímaritum. Það yrði að velja efni, taka sumt til birtingar en hafna öðru, teljist það ekki vera neitt innlegg í umræður hverju sinni. En um leið og hvert blað yrði þannig helgað einu ákveðnu málefni, þá verður um leið að huga að því að hafa annað efni í því, þannig að verði ekki of þungt og ein- hæft. Tekið verður við góðum aðsendum greinum, fastir þættir verða á sínum stað, smásagan, og einnig er unnið að útfærslu fleiri hugmynda sem sjá munu dagsins ljós í því blaði sem kemur út með haustinu." — Hvaða nýjungar getur þú nefnt af þeim? „Það verður til dæmis að finna í því blaði ritdóma og upplýsingar um nokkrar bæk- ur hugmyndafræðilegs eðlis, þýddir verða kaflar úr nýjum erlendum bókum um stjórn- mál, birt verða bréf frá les- endum um margvísleg mál, fastir þættir munu koma með sjónarmiðum framámanna Sjálfstæðisflokksins í sveitar- stjórnum og á þingi, og fleira." Nýir höfundar efnis — Tiltölulega fámennur hópur hefur skrifað í Stefni undanfarin ár. Er ætlunin að breyta því? „Já. Undanfarin ár hafa sömu andlitin sést aftur og aftur á síðum Stefnis. Ástæð- ur þess eru fyrst og fremst þær að ekki hefur gengið of vel að fá fólk til að leggja efni fram, og því hefur ritstjóri oft orðið að leita aftur og aftur til tiltölulega fárra velunnara blaðsins. Á þessu þarf að verða breyting, og á þessu verður breyting. Ætlunin er að leggja meira upp úr því að fá ungt fólk til að skrifa í blaðið, helst fólk sem er um og innan við tvítugt. Þá er einnig hug- myndin að fá mun fleiri konur til að skrifa í blaðið en áður hefur verið. Enn má svo -nefna, að þegar tekin verða fyrir einhver einstök máiefni, þá mun eðlilega verða leitað til fólks sem hefur sérþekk- ingu á viðkomandi málefni. Af sjálfu sér leiðir að það verður ekki alltaf sama fólkið. Þetta ber ekki að skilja á þann veg að „gamlir og grón- ir“ höfundar efnis fái ekki lengur inni með greinar, held- ur er aðeins ætlunin að fram- lag þeirra verði hlutfallslega minna en verið hefur.“ Bjartsýnn á framtíð Stefnis — Ert þú bjartsýnn á framtíð Stefnis? „Já, ég tel mig ekki hafa ástæðu til annars. Ritið hefur nú komið út með nokkrum hléum frá því árið 1929, og varla ástæða til að útgáfan rétti upp tærnar á næstunni. Útgáfan gengur tiltölulega vel um þessar mundir, og fjár- hagsleg afkoma hefur verið þolanleg. En margt þarf að gera betur. Ég hef hér að framan rætt um nokkur atriði í sam- bandi við efnisinnihald blaðs- ins, sem ég vona að verði til bóta. Þar á undan hafði verið gert átak í útliti þess, svo að nú er mjög mikilvægt að auka útbreiðslu þess. Standa vonir til þess að hafin verði út- breiðsluherferð með haustinu, og stefna ber að því að allir sjálfstæðismenn að minnsta kosti gerist áskrifendur. Tak- ist það mun verða auðvelt að auka gæði blaðsins það mikið að það verði einnig læsilegt og áhugavert fyrir þá sem ekki aðhyllast sömu grundvall- arskoðanir í stjórnmálum og útgefendur þess. En Stefnir á þó fyrst og fremst að vera blað fyrir sjálfstæðismenn, og tilgangur hans á að vera að auka og efla áhrif sjálfstæðisstefnunnar. Eðlilegt er að ungir sjálfstæð- ismenn sjái um útgáfuna, þeim er að ég held best til þess treystandi, en blaðið á hins vegar að höfða til allra sjálf- stæðismanna jafnt." — Að lokum, hvert verður efni þessa fyrsta blaðs, eftir breytingarnar? „Ég held að best sé að geyma að upplýsa það þar til í haust, en vonandi kemur það tölublað skemmtilega á óvart!“ _ JOH Nokkrir fyrrverandi ritstjórar Stefnis Maxnus Jónsmtn Haraldur Blðndal FrlArlk SophusNun Gmtur ólaÍHMon Kjartan Kiartanwion

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.