Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 Ágtíst Guðmundsson prentari — Minning Fæddur 2fi. ágúst 1913 Dáinn 26. apríl 1980 Svo margt hofur orðid á annan veg cn a*tlað var. hvort mundi nokkur scm hcr á lcið um lcita það uppi scm lífið af hcndinKU da*mdi á okkur? (M. Johanncsscn) Mig setti hljóðan, er ég frétti andlát vinar míns og starfsbróður um árabil, Agústs Guðmundsson- ar prentara. Það kemur alltaf illa við þá sem eftir lifa, þegar góður drengur er burt kallaður, hvort sem stuttur eða langur kunn- ingsskapur er að baki. Það var á stríðsárunum, sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Eg var nýbyrjaður að nema prentiðn í Víkingsprenti, en Agúst var fyrir nokkuð löngu síðan fulinuma sveinn í iðninni þegar hann réðst til starfa þar um skeið. Ekki liðu margir dagar í sam- starfinu innan prentsmiðjunnar, þegar ég fékk að sjá svartlist á hvítu eins og hún gat best orðið á þessum námsárum mínum, og var enginn fremri til að sannfæra þar um en Ágúst heitinn. Það kom allt heim og saman hjá honum — frjó hugmynd að því hvernig prent- gripir skyldu úr garði gerðir, með misjafnlega sterkum áherslum orða og lita, svo og viðeigandi millibilum lína, sem vógu hvor á móti annarri og drógu til sín athygli, auk þess sem bakgrunnur- inn var heldur ekki hafður útund- an fremur en í annarri ólíkri list, hvort sem hún hangir upp á vegg eða berst til eyrna okkur í sam- hljómum tónstigans. Ég er sem betur fer ekki einn um að gefa Ágústi heitnum ágæt- iseinkunn, sem hæfir honum fyrir verksnilld hans í svo mörgu sem hann tók sér fyrir hendur, hvar og hvenær sem hann starfaði að prentlistinni. Það var alveg ótrú- legt, iivað hann gat unnið vel og fljótt úr því litla sátri, sem til féll oft á tíðum, því í mörgum prentsmiðjum á þessum árum var oft skortur á ýmsum þeim hlutum, sem þurfti að hafa við hendina til að geta komið til skila fjölbreytt- um prentgrijium á sem skemmst- um tíma. Eg tek eitt dæmi af mörgum um listrænt hugmynda- flug, sem Ágústi var í blóð borið, því ég man það enn glöggt, þó ég verði að fara eins og þrjátíu og fimm ár aftur í tímann. Það átti að útbúa heilsíðu aug- lýsingu í dagblað, sem við unnum báðir við, og var textinn ekki nema fjögur orð: Næturkyrrð, eftir Oliver Guðmundsson, sem var starfsbróðir okkar. Ágúst heitinn sagði við mig eitthvað á þessa leið: Ég ætía að nota 6 punkta letur í auglýsinguna, og eins lítinn og grannan ramma og ég kemst af með utan um lesmálið og þetta má helst ekki vera stærra en meðalstórt frímerki. Hvernig líst þér á það? Þó ég botnaði ekkert í, hvernig þetta uppátæki kæmi fyrir sjónir, beygði ég höf- uðið til samþykkis og hafði hljótt um mig, meðan listamaðurinn mótaði gripinn. Og það brást ekki frekar en fyrri daginn, að auglýs- ingin bar meistara sínum gott vitni og að listin á sér engin landamæri. Á þeim árum, sem ég og aðrir prentnemar vórum við nám, fór allt verklegt nám fram í prent- smiðjunum, en bóknám var kennt í gamla Iðnskólanum á kvöldin. Fagteikningu kenndi hinn þekkti snillingur í prentfaginu, Haf- steinn Guðmundsson, bróðir Ágústar, sem nú stjórnar forlagi sínu Þjóðsögu, en frá henni kemur hvert stórverkið eftir annað, klætt í dag, laugardaginn 10. maí, er borinn til grafar frá Hafnarkirkju athafnamaðurinn Kristján Gúst- afsson. Ekki man ég nákvæmlega hve- nær fundum okkar Kristjáns bar fyrst saman svo að við hefðum kynni hvor af öðrum, en fluttir vorum við þá báðir hingað til Hafnar. Fór strax vel á með okkur og héldust náin kynni og góð vinátta allt til síðustu stundar. Og þannig kynntist ég þessum öndvegismanni, að ég get naumast ímyndað mér að hann hafi aflað sér margra óvildarmanna, enda þó að starf hans og lífsbarátta í gegnum árin hafi verið með þeim hætti að hann varð oft að sækja mál á hinum ýmsu stöðum með nokkuru harðfylgi, og naut hann þá vel þeirrar miklu eðlisgreindar, sem honum var búin, og þeirrar rökfimi sem honum var í blóð borin. Aldrei minnist ég þess að Krist- jáni yrði orðfátt þá e hann átti orðastað við menn, og að rökræð- um hafði hann afskaplega gaman. Þá var það ekki sjaldan að til Kristjáns var leitað, ef vantaði ræðumann eða eitthvert skemmti- atriði á fund eða samkomu, og illa stóð á fyrir honum ef hann neitaði slíku lítilræði. En nú er röddin hans Kristjáns hljóðnuð, og aðeins ómur endurminninganna minnir á liðnar samverustundir. Nú njótum við samferðamenn hans ekki leng- ur þeirrar gleði og glaðværðar, þess gáska og fjörs, sem alltaf ríkti í návist hans. Aldrei heyrðum við hann kveinka sér, eða draga sig í hlé, enda þó að við vissum að hann var helsærður maður. Aldrei datt okkur í hug að vorkenna honum, hvorttveggja vegna þess að við vissum að ekkert var honum meir á móti skapi, og eins vegna þess að hann lét það aldrei sjá á sér að hann væri vanheill maður. Karlmennskan og sjómannseðlið var í honum ríkara en svo að hann gæti unað því að aðrir stæðu undir honum og stjön- uðu við hann. Það átti að verða stór stund og mikil gleði í Félagsheimilinu okk- ar Sindrabæ, laugardaginn 26. apríl. Og vissulega varð stundin stór og eftirminnileg, þótt með öðru móti yrði en ætlað var. Við karlakórsfélagar héldum okkar árlegu vortónleika þennan dag, en gerðum þá nýbreytni á að efna til barna- og fjölskyldusamkomu að deginum til og var hún um það bil hálfnuð. Kristján vinur okkar og kórfélagi var að segja börnunum ferðasögu um Walt-Disney land í listrænan búning eins og vænta mátti frá honum. Báðir bræðurnir gátu sér góðan orðstír í Kóngsins Köpenhavn, en þar nutu þeir um tíma kennslu og hlutu viðurkenn- ingu fyrir árangurinn, sem þeir höfðu svo með sér heim. Það er skylda mín, að þakka þeim bræðr- um báðum fyrir sérstaklega góða tilsögn mér til handa, sem alltaf var veitt með ánægju og kom mér að góðum notum í þau rúm 30 ár, sem ég starfaði samfleytt að en þar hafði hann einmitt verið fyrir stuttu. Og svo hugfangin voru börnin og samferða honum um þennan ævintýraheim að steinhljóð var í salnum. En þá er það sem honum sortnar fyrir augum, hann þarf að gera hlé á máli sínu og sneri sér frá salnum, en sagði um leið þetta alþekkta orð „afsakið“. Það voru hans síðustu kveðju- orð, töluð í þessum heimi. Það held ég að segja megi að sú atburðarás, sem þarna varð, hafi verið nokkuð táknræn fyrir lífs- viðhorf vinar míns, Kristjáns Gústafssonar. Hann vildi ekki láta málið á sig ganga nú fremur en í annan tíma. Hann vildi ekki gefast upp. Og þó. Kannski fann hann að nú var kallið komið. Kallið sem hafði svo oft borist honum til eyrna en hann aldrei tekið mark á. Og með hvaða orðum hann kvaddi þennan heim, það var engin tilviljun. Hann vildi ekki styggja börnin sín, þessa hógværu, eftirtektar- sömu áheyrendur. Hann var mikill barnavinur og undi sér vel í þeirra hópi, því bað hann þau afsökunar og aðra þá, sem i salnum voru, afsökunar á því að hann skyldi þurfa að víkja sér frá. Þannig var prúðmennið Kristján Gústafsson. Öll framkoma tiginborin og siðfáguð. Allt málfar stílhreint og fágað. Snyrtimennska og ljúf- mannleg framkoma meðfædd og eðlislæg. Og það að hann skyldi falla í valinn klæddur einkennisfötum karlakórsins, er talandi tákn þess, hversu mikill félagsmálamaður Kristján var, enda þó að ekkert af hans félagslegu áhugamálum kæmist nálægt því sem söngur og söngmenntin var. Því segja má að iðninni, ýmist við umbrot eða vélsetningu. Tímarnir breytast og mennirnir með. Þar hefur prentlistin sannar- lega ekki setið á hakanum. Blýið er að hverfa, mengunin er á undanhaldi, hávaðinn að dvína. Örtölvutæknin heldur í hlað, með filmum og fíneríi, og prentarar eru upp til hópa í hvítum skyrtum eða sloppum, jafnvel með hvíta hanska. Ég lét mér nægja að mæta í hvítum slopp, þegar ég sté í fyrsta sinn inn í prentsmiðju til að læra svartlistina upp á 28 krónur á viku. Það er komið sumar, þó köldu blási í norðanáttinni. Þannig gengur það fyrir sig í lífsbarátt- unni okkar mannanna fyrir tilver- unni. Ágúst heitinn fór ekki var- hluta af því. Hann verður mér alltaf minnisstæður, sérstaklega þegar sól og birta er á lofti, eins og þeir vóru maí-morgnar æsku okk- ar og þá höfðum við engar áhyggj- ur í grænu grasinu á Arnarhóli, og ég spilaði á mandólínið undir samsöng okkar: Hin gömlu kynni gleymast ei. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi; hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta börnum, systkinum og öðrum ástvinum innilega samúð. Kristinn Magnússon Sönggyðjan væri annar lífsföru- nautur hans, við hlið Sólrúnar. Nú hafa leiðir skilið að sinni. Ég efast ekki um að söngurinn heldur áfram að gleðja hann og að hann heldur áfram að syngja. Við skul- um vona að svo verði einnig um vini hans hér í Karlakórnum Jökli. Löngum og annasömum starfsdegi hér á meðal okkar er lokið. Fallinn er í valinn mikilhæfur forystu- maður, sem vissulega hefur talið sig eiga mikið óunnið. En varla er starfsdeginum lokið, þó að kallað sé til verka á öðrum miðum en hingað til hefur verið róið á. En vissan um það að nú sé allt hægara viðfangs, öllu mótlæti lokið og vanlíðan horfin gerir okkur hér heima rórra og að við sættum okkur við orðinn hlut. Ég vona það að félögum hans í Stemmu h/f, því fyrirtæki sem hann lagði svo mikið og þrotlaust strit og vit í að byggja og endurbyggja, að þeim auðnist að halda starfinu áfram í þeim anda, sem hann byggði það upp. Minni elskulegu Sólrúnu og börnum þeirra hjóna votta ég innilega samúð við fráfall þeirra ástríka eiginmanns og föður. Sólrúnu og þeim hjónum þökk- um við hjónin innilega fyrir sam- veruna í gegnum árin, það traust og virðingu sem þau alltaf hafa sýnt okkur. Og þar ber hæst er þau leyfðu okkur að taka litla son þeirra, Gústaf, með okkur í margra daga skólaferðalag ferm- ingarbarna. Þá var okkur sýnt mikið traust enda fundum við til mikillar ábyrgðar að taka nú við litla drengnum þeirra, sem þau höfðu hlúð svo vel að og vildu gera og gerðu svo mikið fyrir. En ferðin varð Gústa litla og okkur öllum afskaplega ánægjuleg enda þó að hann heyrði aldrei til okkar og við skildum hann að mjög litlu leyti. Megi góður guð veita eftirlif- andi eiginkonu Kristjáns og ætt- ingjum þann styrk, sem hann naut frá honum allt sjtt líf. Árni Stefánsson Móðir okkar ANNA KRISTÍN HJÖRLEIFSDÓTTIR, Krosseyrarvegi 4, Hafnarfirði, lézt aö Sólvangi 8. maí. Eínar Kr. Karlsson, Ingibjörg G. Karlsdóttir, Auðdís Karlsdóttir, Theódór Karlsson, Gunnar Þ. Karlsson. er látin. t MATTHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, frá Mosfelli Aðstandendur. t Eiginmaöur minn og faðir EINAR SVEINBJÖRNSSON, frá Hámundarstöðum, Vopnafiröi, andaöist aöfaranótt 9. maí í Borgarspítalanum. Guðbjörg Guðmundsdóttir og börn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi. GUÐBRANDUR TOMASSON, Borgarnesi, andaöist í sjúkrahúsi Akraness 8. maí. Birgir Guðbrandsson, Sigurður Guöbrandsson, Helga Þorkelsdóttir, Sigríöur Guðbrandsdóttir, Þorvaldur Ólafsson, Gísli Guðbrandsson, Guöbjörg Ólafsdóttir, Sigursteinn Guðbrandsson Kristín Þóröardóttir, Margrét Jónsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér og fjölskyldum okkar samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns GUNNARS J. EYLAND kaupmanns Guðlaug Gunnarsdóttir. t Þakka fyrir auösýnda samúð við andlát JÓHANNS G. KRISTJÁNSSONAR, frá Blönduósi, Grettisgötu 20 c. Starfsfólki á Elliheimilinu Grund eru færöar alúöar þakkir fyrir góöa hjúkrun í veikindum hans. Fyrir hönd vandamanna Alda Jóhannsdóttir. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og með góðu línubili. Kristján Gústafsson Höfn — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.