Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980
Kapphlaupið um íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu hefst á
morgun. Er ekki ofsögum af þvi sagt, að margir bíða spenntir úrslita
úr fyrstu leikjum sumarsins. Þá skiptir að sjálfsögðu öllu máli að
takast megi að lcika alls staðar á grasi í 1. deild, en stefnt er að því
þrátt fyrir kuldakastið. Miklar breytingar hafa átt sér stað á skipan
margra liða í 1. deild og gerir það að verkum að það verður enn meira
spennandi að sjá hvernig þeim tekst upp. Við skulum renna yfir lið 1.
deildar og rifja upp þær breytingar sem orðið hafa og möguleika út
frá því.
ÍBV
Meistararnir frá í fyrra hafa
misst þrjá lykilmenn, þá Ársæl
Sveinsson, besta markvörð Is-
landsmótsins í fyrra, Örn Ósk-
arsson og Valþór Sigþórsson. Hins
vegar hefur liðið endurheimt
markakónginn Sigurlás Þorleifs-
son frá Víkingi og hann ásamt
Tómasi PálsSyni og Ómari Jó-
hannssyni verður vafalaust ein-
hver hættulegasta framlína deild-
arinnar. Spurning er hvernig ný-
liðarnir í vörninni standa sig ...
„Fram
Bikarmeistararnir hafa fengið
þrjá sterka menn til sín, miðvörð-
inn Jón Pétursson, miðvallarleik-
manninn Guðmund Sigmarsson
frá Haukum og framherjann Hörð
Antonsson fratFylki. Lítið hefur
borið á þessum mönnum í Reykja-
víkurmótinu, en það er kannski
ekki að marka. Framarar lentu í
basli í fyrra, gerðu mörg jafntefli
framan af og síuðust síðan í
fallbaráttu. Þremenningarnir
ættu hiklaust að styrkja liðið
mikið, liðið hefur sterka vörn og
ætti að vera með í toppbaráttunni.
Félagið hefur aðeins misst einn
leikmann, sem eitthvað kvað að í
fyrra, Hafþór Sveinjónsson, sem
gekk í Víking.
Valur
Gamla stórveldið. Ekkert lið,
nema hugsanlega ÍBV og ÍBK,
hefur orðið fyrir jafn ríkri blóð-
töku og Valur. Má segja að miðja
liðsins hafi hreinlega verið svipt
burt, en Hörður Hilmarsson og
A-tli Eðvaldsson hafa sem kunnugt
er gengið á mála atvinnumanna-
liða og Hálfdán Örlygsson gekk
aftur í KR. Eftir standa nokkrir
gömlu jaxlanna, eins og Albert
Guðmundsson og Guðmundur
Þorbjörnsson. Vörn liðsins verður
vafalaust sterk með þá Sævar og
Dýra á miðjunni. Einn merkilegan
nýliða hefur Valur hreppt, Hörð
Júlíusson frá Siglufirði, en hann
hefur sýnt mjög skemmtilega
takta í Reykjavíkurmótinu. Þrátt
fyrir blóðtökuna ætti Valur að
vera meðal efstu liða, hyer svo
sem lokastaðan verður. Verður
fróðlegt að sjá til framlínu liðsins,
en þar verða væntanlega á fleygi-
ferð gömlu kempurnar Matti Hall-
gríms og Hemmi Gunn.
Víkingur
Rólegt hefur verið á þeim
vígstöðvum, fáir farið og fáir
komið. Helst ber að geta Hafþórs
Sveinjónssonar sem gekk til liðs
við Víking úr Fram. Víkingur
gerði það gott á Reykjavíkurmót-
inu og verður spennandi að sjá
hvernig liðinu vegnar á Islands-
mótinu. Einn athyglisverður ný-
liði hefur skotið upp hjá Víkingi,
Aðalsteinn Aðalsteinsson, bróðir
Þorbergs í handknattleiknum.
Hann hefur skorað mikið af mörk-
um og reynst viðsjárverður uppi
við mark andstæðinganna.
KR
Sama er að segja um KR og sagt
var um Víking, þar er að mestu
leyti sami mannskapurinn og í
fyrra. KR stóð sig prýðilega á
síðasta keppnistímabili og mætti
ætla að liðið geri enn betur í
sumar. Styrkur KR liggur fyrst og
fremst í því hversu jafnt liðið er,
bæði í sókn og vörn, en það var
mál manna á síðasta keppnistíma-
bili, að KR hefði á að skipa
sterkasta miðvarðarparinu, þeim
Ottó Guðmundssyni og Berki
Ingvarssyni. Markvörður KR í vor
hefur verið unglingalandsliðs-
maðurinn Stefán Jóhannsson og
hefur hann staðið sig mjög vel í
leikjum Reykjavíkurmótsins.
Þróttur
Þróttarar hafa komið verulega á
óvart á Reykjavíkurmótinu og
verið þar verulega frískir. Virðist
liðið í góðri æfingu og er ekki
útilokað að liðið a.m.k. hefji
keppnistímabilið með hávaða og
látum. Árangri sínum hefur
Þróttur náð án tveggja snjöllustu
knattspyrnumanna' sinna, þeim
Baldri Hannessyni og Páli Ólafs-
syni, sem koma væntanlega inn í
liðið fyrr en varir. Þróttur hefur
fengið liðsauka sem vakið hefur
athygli, Húsvíkinginn Sigurkarl
Aðalsteinsson sem virðist í fljótu
bragði vera stórkostlegt efni.
ÍBK
ÍBK ásamt ÍBV og Val er það lið
sem misst hefur flesta leikmenn
frá síðasta keppnistímabili. Var
það allt saman tíundað á sínum
tíma og ekki rifjað hér upp. En
það ríkir bjartsýni í herbúðunum
og þó að margir spái að IBK verði
í basli, er það staðreynd að það
gerðu margir einnig fyrir síðasta
keppnistímabil. En ekki endaði
það með skelfingu hjá ÍBK ...
UBK
Breiðablik kom upp í fyrra óg er
óumdeilanlega nú með léttleikandi
og skemmtilegt lið. Helsti óvinur
liðsins er skortur á leikreynslu, en
flestir leikmanna liðsins eru mjög
ungir að árum. Liðið endurheimti
þó Einar Þórhallsson, miðvörðinn
sterka, og gæti það munað miklu.
Verður spennandi að fylgjast með
framlínu liðsins, sérstaklega út-
herjunum Hákoni Guðmundssyni
og Sigurði Grétarssyni. Þá reynd-
ist Vignir Baldursson vera mjög
frambærilegur miðvallarleik-
maður á síðasta sumri.
FH
Kom upp ásamt UBK. FH hefur
löngum skort allan stöðugleika, en
að þessu sinni er möguleiki að það
breytist, en liðið hefur fengið
mjög góðan liðstyrk. Ásgeir Elí-
asson þjálfar og og leikur með, þá
komu til FH þeir Valþór Sigþórs-
son frá ÍBV og Heimir Bergsson,
snjall framherji frá Selfossi. Þórir
Jónsson verður sem fyrr á fleygi-
ferð og bróðir hans Pálmi mun
hafa staðið sig sérlega vel í
æfingaleikjum í vor. Er þar á
ferðinni markheppinn leikmaður
og mun FH ekki veita af.
ÍA
Þá er aðeins ógetið um IA, sem
lengi hefur verið í fremstu röð hér
á landi og hreppti annað sætið á
síðasta íslandsmóti. Liðið skipa
nokkrir mjög snjallir knatt-
spyrnumenn svo sem Kristján
Olgeirssonk, Árni Sveins o.fl.,
einnig nokkrir sterkir jaxlar.
Virðist vera nokkuð gott jafnvægi
í liðinu, én spurningarmerki hang-
ir yfir framlínu liðsins, vörn og
miðja verða hins vegar örugglega
sterk að venju. Búast má við
Skagamönnum í efri hluta deild-
arinnar.
Þetta er eins og sjá má lauslegt
yfirlit yfir 1. deildarliðin, en reynt
hefur verið að geta helstu breyt-
inga hjá hverju liði frá síðasta ári
og meta stöðuna í samræmi við
það. Hér var ekki ætlunin að spá
um gengi félaganna.
- KK-
Fram mætir ÍA
Stórleikir
FYRSTI leikurinn í íslandsmót-
inu í knattspyrnu fer fram á
Valbjarnarvöllum (efri vellinum
í Laugardal) kl. 11.00 í dag. Þá
mætast lið Fram og ÍA. og verður
þar um tvísýna viðureign og
jafna að raiða. Ógerlegt er með
öllu að spá um úrslit en mikið er í
húfi fyrir bæði liðin að byrja
mótið vel. Fullvíst má telja að
mótið verði að þessu sinni mjög
tvísýnt og því er hvert stig sem
hægt er að ná í dýrmætt fyrir
liðin. Bæði liðin verða með alla
sína sterkustu menn í leiknum í
dag, og fagna ber því að leikur-
inn geti farið fram á grasvelli.
— Baldur Jónsson vallarstjóri
sagði í gærdag að kuldakast það
sem hefði staðið yfir setti vissu-
lega strik í reikninginn og ljóst
væri að langt yrði í land þangað
til hægt væri að leika leiki 1.
deildar á aðalleikvanginum.
Sennilega ekki fyrr en upp úr
miðjum júnimánuði.
Á morgun sunnudag leika á
sama velli Þróttur og KR kl.
14.00 og þar mun verða sama
spennan að sjá hvernig liðunum
reiðir af. Þjálfari KR spáir sínu
liði 2—1 sigri. Á mánudagskvöld
leika svo Valur og FH í Laugar-
dal og hefst sá leikur kl. 18.30 og
í Keflavík leika ÍBK og Víkingur.
Enn er óákveðið með klukkan
hvað leikurinn hefst.
- þr.
Vormót Kópavogs í frjálsum
Vormót Kópavogs í frjáls-
íþróttum verður haldið á íþrótta
vellinum í Kópavogi næstkom
andi föstudag og hefst það kl. 18.
Á mótinu verður keppt í eftir
töldum greinum: 100 metra
hlaupi karla, kvenna og pilta,
400 metra hlaupi kvenna. 800
metra hlaupi karla, langstökki
karla og kvenna, hástökki karla,
kúluvarpi karla og pilta og
spjótkasti kvenna og pilta. Þátt-
tökutilkynningar þurfa að berast
Baldri Danielssyni í síma 44322
eða 40283 fyrir 14. maí.
Arsenal-
West Ham
Arsenal og West Ham
leika til úrslita um enska
bikarinn á Wembley-leik-
vanginum i Lundúnum í
dag. 100.000 manns munu
fylgjast með leiknum á vell-
inum og milljónir i sjón-
varpi víða um heim, cnda
hefur úrslitaleikur þessi
löngum verið talinn einn
helsti knattspyrnuviðburður
Evrópu. Þjálfarar liðanna
hafa valið byrjunarlið sín og
verða þau skipuð eftirtöld-
um leikmönnum.
Arsenal: Pat Jennings,
John Devine, Pat Rice, Will
Young, David 0‘Leary, Dacid
Price, Liam Brady, Briar.
Talbot, Graham Rix, Alan
Sunderland og Frank Stapel-
ton. Varamaður verður
Sammy Nelson.
West Ham: Phil Parkers,
Ray Stewart, Frank Lamp-
ard, Bill Bonds, Alvin Martin,
Alan Devonshire, Paul Allen,
Geoff Pike, Trevor Brooking,
Stuart Pearson og David
Cross. Varamaður verður
Paul Brush.
Erilsamt
69. íslandsmótið í knattspyrnu
hefst í dag. Mót þetta er stærsta
og fjölmennasta íþróttamót sem
haldið er hér á landi og keppt er
um allt land. Ekki er því ofsögum
sagt að íramundan sé erilsamt
keppnistímabil. í dag fer fram
fyrsti leikurinn í 1. deild og síðan
rekur hvern leikinn af öðrum og
línurnar munu skýrast varðandi
getu liðanna. Fréttamenn Mbl.
munu fylgjast með öllum leikjum
í 1. deildinni eins og verið hefur
undanfarin ár og einnig með
öðrum leikjum eins og kostur er.
Verður síðan skyrt frá leikjunum
í máli og myndum. Leikmönnum
1. deildar liðanna verða gefnar
Leik ÍBV og
UBK frestaö
LEIK ÍBV og UBK í 1. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu
sem fram átti að fara í Vest-
mannaeyjum í dag, hefur vcrið
frestað fram til þriðjudags. En
þá á leikurinn að fara fram í
Vestmannaeyjum og hefst kl.
19.30. Reiknað er með því að
leikið verði á grasvellinum.
tímabil
einkunnir frá 1 til 10 að loknum
hverjum leik og ennfremur dóm-
urum. Sá leikmaður sem hæstu
meðaleinkunn hlýtur yfir allt
mótið fær viðurkenningu að
loknu móti og mun hljóta hinn
eftirsótta titil leikmaður
íslandsmótsins í knattspyrnu ár-
ið 1980. Þá mun markakóngur
mótsins hljóta viðurkenningu frá
Morgunblaðinu. Það skal tekið
fram að leikmenn skulu leika i
það minnsta 15 mínútur til þess
að hljóta einkunn. Og jafnframt
að aðeins íslenzkir leikmenn
koma til greina sem verðlauna-
hafar blaðsins. Hér á eftir fer svo
einkunnagjöfin og fyrir hvað
hver einkunn stendur.
- Þr.
10. Heimsmælikvarði
9. Framúrskarandi
8. Mjög góður
7. Góður
6. Frambærilegur
5. Þokkalegur
4. Lítt áberandi
3. Slakur
2. Mjög slakur
1. Fyrir neðan allar
hellur.